Morgunblaðið - 03.02.1995, Page 7

Morgunblaðið - 03.02.1995, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 7 FRÉTTIR Andstaða við ákvæði í frumvarpi um tóbaks- varnir SIGHVATUR Björgvinsson heil- brigðisráðherra telur koma til greina að afgreiða þá hluta frumvarps til laga um tóbaksvarnir sem sam- komulag er um á þessu þingi en skilja aðra umdeilda hluta frum- varpsins eftir. Sighvatur mælti fyrir frumvarpinu á þriðjudag, en það er flutt í þriðja sinn. Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um frumvarp- ið. Frumvarpið gerir ráð fyrir að lengra verði gengið í að banna reyk- ingar og hefta aðgang að tóbaki en er í núgildandi lögum, sem eru frá árinu 1984.1 máli sumra þingmanna kom fram það sjónarmið að hugsan- lega væri réttara að taka smærri skref en stigin væru í þessu frum- varpi. Finnur Ingólfsson sagðist t.d. efast um að stjórnvöld væru í stakk búin til að fylgja eftir þeim ströngu takmörkunum sem væru að finna í frumvarpinu. Guðrún Helgadóttir og Ingi Björn Albertsson gagnrýndu harðlega ýmis ákvæði frumvarpsins. Ingi Björn sagði að ákvæði um tóbak mætti ekki bera fyrir augu viðskipta- vina í verslunum fráleitt. Guðrún sagði að sýna þyrfti þeim tæpa þriðjungi þjóðarinnar sem reykti virðingu. Ekki mætti setja svo ströng ákvæði í lög að þau yrðu til þess að reykingamönnum yrði ekki vært í vinnu og nefndi hún kennara sem dæmi í þessu sambandi, en frumvarpið gerir ráð fyrir að reyk- ingabanni í skólum. Guðrún sagði hugsanlegt að sú aukning á reyking- um, sem borið hefði á upp á síðkast- ið, væri tilkomin vegna þess að áróð- urinn gegn reykingum væri ótrú- verðugur. Bæði Guðrún og Ingi Björn lögðu áherslu á fræðslu í bar- áttunni gegn reykingum. Tómas Ingi Olrich taldi rétt að banna innflutning og neyslu á fín- kornuðu neftóbaki, en neysla þess hefur margfaldast á allra síðustu árum. Ákvæði um bann var að fínna í upphaflegu frumvarpi, en það er ekki að finna í frumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi. ----» ♦ ----- Frumvarp um breytingu á stjórnarskrá Rithöfunda- sambandið mótmælir RITHÖFUNDASAMBAND íslands hefur sent Stjórnarskrárnefnd Al- þingis athugasemd vegna frum- varps til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldis- ins íslands. „Stjórn Rithöfundasambands ís- lands beinir þeim tilmælum til al- þingismanna að þeir felli niður þriðju málsgrein elleftu greinar frumvarps til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskránni. Þessi málsgrein hljóðar svo: „Fram- angreind ákvæði standa ekki í vegi fyrir því að með lögum má setja tjáningarfrelsi skorður í þágu alls- heijarreglu eða öryggis ríkisins, til vemdar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra." Hér þykir okkur að komið sé of nærri mörkum ritskoðunar. Við fáum ekki séð að málsgreinin sé nauðsynleg en þykir auðsætt að hún gæti reynst tjáningarfrelsinu stór- hættuleg," segir í athugasemdinni. Morgunblaðið/Rúnar Þór Strokufuglar GÆSAHÓPUR sem flaug tignar- lega yfir Akureyri um síðustu helgi vakti nokkra athygli enda blandað- ur hópur ali- og villigæsa á ferð- inni. Jón Magnússon fuglaáhuga- maður sagðist telja liklegast að hópurinn hefði strokið að heiman, gæsirnar hefðu verið nokkuð gæf- ar sem benti til að þær væru vanar mannfólkinu. Vissi hann til þess að gæsir væru á Skipalóni í Arnar- neshreppiog eins gæti verið að þær kæmu úr Ólafsfirði. Þær hefðu flogið út á fjörðinn, sennilegast í leit að æti, gæsir eru grasætur miklar en öll tún eru undir snjó. Gæsahópurinn vará svamli við tog- arabryggjuna hjá Útgerðarfélagi Akureyringa þegar ljósmyndari náði þessari mynd og sést Sléttbak- ur EA, í baksýn. JTloney Nut hringimir eru alltaf jalh freistandi. í hverjum einasta Honey Nut hring eru hollir og góðir hafrar, brakandi hnetur og ljúffengt hunang. Það er bví enein fiurða að fólk á öllum aldri skuli ailtaf falla fyrir Honey Nut hringjunum, Þeir eru einfaldlega þannig gerðir!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.