Morgunblaðið - 03.02.1995, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.02.1995, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Uma þumall KVIKMYNPIR St jörnubíó JAFNVEL KÚREKA- STELPUR VERÐA EIN- MANA („EVEN COWGIRLS GET THE BLUES“) ★ Leikstjóri Gus Van Sant. Handrit Gus Van Sant, byggt á sögu eftir Tom Robbins. Tónlist K.D. lang, o.fl. Aðalleikendur Uma Thurman, Lorraine Bracco, John Hurt, Rain Phoenix, Noryiuki „Pat“ Morita, Angie Dickinson, Keanu Reeves, Roseanne Arnold, Crispin Glover, Sean Young, Ed Begley, Jr., Udo Kier, Faye Dunaway, Steve Bus- cemi, Grace Zabriskie. Bandarísk. New Line Cinema 1994. LEIKSTJÓRINN og handrits- höfundurinn Gus Van Sant er maður umdeildur, svo ekki sé meira sagt. Gildir þar jafnt litríkur lífstíll mannsins sem fyrri mynd- imar hans tvær. Hin ljóðræna og tregafulla My Own Prívate Idaho sem er átakanleg lýsing á sálar- angist ástfanginnar karlmellu, sem River heitinn Phoenix lék ein- staklega vel, og Drugstore Cowboy, ein eftirminnilegasta mynd sen gerð hefur vérið um daglegt líf dópæta, ef líf skyldi kalla. Báðar myndirnar hafa skap- að sér öruggann sess sem sígildar Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! „cult-“, eða jaðarmyndir. Allir biðu því í ofvæni eftir „Kúrekastelpun- um“, fyrstu myndar þessa ein- staka leikstjóra sem hann gerir uppá yfirborðinu. Aldrei fyrr haft rúm auraráð á milli handanna né unnið fyrir „alvöru“ kvikmyndaver og viðfangsefnið umrædd metsölu- bók. Frómt frá sagt þá veldur mynd- in eintómum vonbrigðum og stend- ur á engan hátt undir væntingun- um. Þessi saga af eilífu putta- ferðalagi hinnar vansköpuðu Sissi (Uma Thurman), en þumalfingur hennar eru hreint engin smá- smíði, og leit að sjálfri sér innan um furðuverur, er bæði löng og afspyrnu leiðinleg. Það eina sem uppúr stendur er hafsjór leikara sem flestir eru reyndar orðnir ut- angarðsmenn í Hollywood (Dunaway, Bracco, Hurt, Dickin- son, Young), aðrir hafa alltaf tal- ist til þess flokks (Buscemi, Glo- ver, Kier, Zabriskie). Enn aðrir eru að gera leikstjóranum persónlegan greiða (Reeves, Amold. Phoenix). Svo eru það þeir sem vonuðu að myndin gerði lukku og hjálpuðu uppá dalandi feril (Thurman, Mo- rita, Begley, Jr.). Þessi sundur- leiti, en skrautlegi hópur gerir sáralítið fyrir myndina, einkum er Thurman illþolandi í aðalhlutverk- inu, en henni er vorkunn. Handrit- ið er hrein og klár hörmung. Thur- man er því örugglega þakklát fyr- ir að hafa einnig veðjað á Reyf- ara, aðra jaðarmynd, sem öfugt við “„Kúrekastelpurnar", sló í gegn og gaf henni fyrsta, ærlega tækifærið á ferlinum til að sýna hvað í henni býr. Sæbjörn Valdimarsson Bláir tónar í Stöðlakoti NU stendur yfir sýning Hönnu Gunnarsdóttur myndlistarkonu í Stöðlakoti við Bókhlöðu. Þetta er 4. einkasýning Hönnu, en auk þess hefur hún tekið þátt I nokkrum samsýningum er- lendis. Á sýningunni í Stöðlakoti sýnir Hanna 16 landslagsmynd- ir málaðar með olíulitum á striga og voru flestar myndirn- ar málaðar á síðasta ári. Auk þess eru á sýningunni nokkrar eldri olíumyndir, sú elsta frá árinu 1988. Sýningin í Stöðlakoti er opin daglega frá kl. 14-18 og lýkur 12. febrúar. Við slaghörpuna í Listasafni Kópavogs TÓNLEIKAR verða haldnir í Listasafni Kópavogs — Gerð- arsafni, sunnudaginn 5. febr- úar kl. 20.30. Þar mun Rann- veig Fríða Bragadóttir mezzo- sópran syngja fjölþætta efnis- skrá með Jónas Ingimundar- son við slaghörpuna. Jónas leikur einnig stutt einleiks- verk á tónleikunum. „Við slaghörpuna“ eru tón- leikar með sérstöku sniði og eru þessir tónleikar aðrir í röðinni. Viðfangsefnin eru víða að og spjallað verður um það sem flutt er. Rannveig Fríða lærði og starfar í Vínarborg. Hún hef- ur komið víða fram á tónleik- um og tekið þátt i óperusýn- ingum af ýsmu tagi, m.a. RANNVEÍG Fríða Bragadóttir mezzosópran og Jónas Ingimundar- son píanóleikari. Leynimelur 30. sýning á þessum sívinsæla gamanleik verður í kvöld. Frú Magnhildur spáir í spil og kaffigroms, Toggi skáld frá Traðarkoti fer með ljóð og K.K. Madsen reynir að verjast leigjendum. Aðgöngumiðaverðið er ekkert hoj, það kemur skemmtilega á óvart! Aðeins kr. 1.000 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHÚSINU SÍMI 680680 sungið í yfir 100 óperusýningum í Ríkisóperunni í Vín og tekið þátt í sumar- og páskasýningum í Salz- burg. Rannveig er hér í stuttri heim- sókn og syngur í Listasafni Kópa- vogs í fyrsta sinn nú á sunnudaginn. ----------♦- ♦ ♦--- 30. sýning á Leynimel 13 GAMANLEIKRITIÐ Leynimelur 13 eftir þá Emil Thoroddsen, Harald Á. Sigurðsson og Indriða Waage verður sýnt í 30. sinn í kvöld. Leikstjóri er Ásdís Skúladóttir. í kynningu segir: „K.K. Madsen klæðskeri er nýfluttur í viliu sína á Leynimel 13 ásamt konu sinni þegar Alþingi setur neyðarlög vegna hús- næðisskortsins. Húsið hans er tekið eignamámi og afhent húsnæðislausu fólki. Hvað gerir K.K. Madsen þá?“ Á sýningunni verður boðið upp á sérstakt miðaverð eða 1.000 krónur í stað 1.700. Síðustu sýningar verða svo 11. og 25. febrúar. Laugardagskynning á morgun íTæknivali: Stðlpi -1járhagsbókhald í Windows! Wttað60/° wnninðaý atsláttor a Stóipa aðerns bennan eínadag'- Gtoitaðeinsá'" Við kynnum fjölmargar nýjungar og möguleika Stólpa • Stólpi fyrir Windows - byltingarkennt G. l aoq fjárhagsbókhald • Stólpi án takmarkana -16 kerfi með allt að 60% kynningarafslætti • Litli-Stólpi • Bókhaldskerfi • Vsk-uppgjör* Tollur • Tilboð • Verkbókhald • Laun • Klukkukerfi • Bifreiðakerfi • Kassakerfi • Bændabókhald • Heimilisbókhald o.fl. Kynning í verslun Tæknivals frá 10.00 til 14.00 á morgun laugardag. I samstarfi við: gjKERFISÞRÓUN HF. ra Tæknival Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664 I i i > i i i I I I i l I i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.