Morgunblaðið - 03.02.1995, Síða 25

Morgunblaðið - 03.02.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 25 AÐSEMPAR GREIIMAR Von um betri afkomu „ekki á dagskrá“ Efnahagsmál þjóð- arinnar og afkoma heimilanna eru undir- staða allrar velferðar í landinu. Það er því vægast sagt undarlegt þegar stór hópur ráð- andi manna og kvenna, þar á meðal forsætisráðherra og forystumanna allra stjómmálaflokka nema Alþýðuflokks- ins, vilja ekki kanna hvort viðunandi samn- ingar náðist um aðild að ESB. Þeir kasta þannig frá sér ein- hverri bestu von manna um bætt lífskjör almennings hér á landi að algjörlega óathuguðu máli og segja það „ekki vera á dag- skrá“. Það er sem sagt ekki „á dag- skrá“ að athuga hvort hægt sé að lækka matarkostnað heimilanna um allt að 30-40%. Það er sem sagt „ekki á dag- skrá“ að ná samningum sem í raun tryggir að lægstu laun hækki til samræmis við það sem gengur og gerist umhverfís okkur. Það er sem sagt „ekki á dag- skrá“ að reyna að ná samningum sem tryggja okkur algerlega tolla- og haftalausan aðgang að markaði sem tekur við 85% af vöruútflutn- ingi okkar. Það er sem sagt ekki „á dag- skrá“ að tryggja æskunni óheftan aðgang að öllum helstu mennta- stofnunum Evrópu sem við sökum fámennis erum svo háð sem raun ber vitni. Nei, það sem er „á dagskrá" hjá þessu góða fólki er að einangra Island efnahags-, menningar- og menntunarlega frá Evrópu, þrátt fyrir þá sögulegu staðreynd að þangað liggi allar okkar rætur í þessum málum. Þannig hegðuðu þeir sér í EES-málinu þó þeir vilji ekki kannast við það. Þannig bregð- ast þeir við núna. Einangrunarhyggja og þröng sérhagsmunagæsla Astæðurnar fyrir þessari ein- angrunarhyggju eru í aðalatriðum þríþættar. Misskildir hagsmunir landbúnaðarins sem hægt og hægt er að hengjast vegna fyrri „verndar- aðgerða" sömu aðila. Næstir koma hagsmundir „sæ- greifa" sem telja sig „eiga“ miklar eignir í syndandi fiski, hrognum og svilum úti í hafí og hafa lítinn áhuga á að deila þessum auði með öðrum íslendingum hvað þá hugsanlega erlendum fjárfestum. Að lokum kemur pólitískt hugleysi og hræðsla við hið óþekkta sem allt of oft stjórnar viðbrögðum ráðamanna. Gildir þar einu þótt vitað sé að óbreytt ástand geti einungis leitt til stöðnunar og trúlega versnandi lífskjara fyrir allan almenning í landinu. Vandanum á síðan að mæta með einhverskonar fríverslunarsamn- ingum, sem ekkert liggur fyrir um, við þá aðila sem kaupa um 15% (fimmtán prósent), af vöruútflutn- ingi okkar. Og helstu „rökin“ eru þau að ekki muni nást viðun- andi samningar við ESB um jrfirráðin yfír fískimiðum okkar. Þetta er fullyrt þrátt fyrir þá staðreynd að ekki hafi farið fram neinar formlegar samn- ingaviðræður við ESB. Þetta er fullyrt þrátt fyrir ýmsar vísbending- ar frá ESB um hið gagnstæða. Kjósendur sviknir Svíar, Finnar og Austurríkismenn kusu að ganga í ESB. Norð- menn kusu að standa utan við og geta það trúlega um stund í krafti olíuauðæfa sinna. Gera þau þeim kleift að greiða nið- ur alla aðra atvinnuvegi í landinu og gera þá þannig „samkeppnis- færa“. Þeir forystumenn í stjórnmálum hér á landi, sem vilja engar samn- ingaumleitanir við ESB, bregðast kjósendum fullkomlega. Telja þeir ákvörðun Svía, Finna og Austurrík- ismanna um að ganga í ESB, létt- væga og að almenningur í þessum Þeir forustumenn í stjórnmálum, sem engar samningaumleitanir viljavið ESB, segir Kristmundur Ás- mundsson, bregðast kjósendum fullkomlega. löndum sé greinilega mun óhæfari um að dæma um hvað þeim er fyr- ir bestu en Norðmenn, sem höfnuðu aðild. Og það sem einkennilegast er í allri umræðunni er sú röksemd, sem komið hefur frá andstæðingum ESB, að Norðmenn hafí einnig hafnað aðild fyrir okkar hönd. Þykir mér það illur kostur, minn- ugur þess hvernig fór þegar Skúli jarl taldi Norðmenn, hér áður fyrr, betur fara með mál íslendinga en okkur sjálfa. Almenningur i landinu á heimtingu á því að hagsmuna hans sé gætt í hvívetna á besta hugsanlegan máta. Látum, í ljósi þess, reyna á það í fullri alvöru hvort ekki náist hagstæðir samn- ingar um aðild íslands að ESB. Niðurstöðurnar leggjum við síðan í dóm þjóðarinnar. Höfundur er heimilislæknir í Grindnvík. - kjarni málsins! Kristmundur Ásmundsson 2004. FYRSTI KVENFORSETI BANDARÍKJANNA. NOSTRADAjVIU Svimandi há upphæð! Handa þér? Fjórfaldur fyrsti vinningur á laugardag. Landsleikurinn okkar! MERKISMENN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.