Morgunblaðið - 03.02.1995, Síða 32

Morgunblaðið - 03.02.1995, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ EINAR STEFÁNSSON + Einar Stefáns- son, fv. for- stöðumaður Hafna- málastofnunar, var fæddur í Reykjavík 5. apríl 1923. Hann lést á Landspítalan- um 30. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Einarsson frá Hít- arnesi og Kristín Asgeirsdóttir frá Fróðá. Einar átti tvö börn en þau eru Soffía, búsett í Sví- þjóð, og Ólafur, flugumsjónarmaður í Reykja- í Kópavogi þar sem hann starfaði vík. Eftirlifandi eiginkona hans til starfsloka. er Halla Jónatansdóttir og Við undirritaðir kynntumst Ein- t Ástkær móðir okkar, amma og langamma, GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR, Snorrabraut 40, lést á öidrunardeild Landspítalans 1. febrúar. Jóhanna Ellý Kristjánsdóttir, Vigdís Kristjánsdóttir, Kolbrún Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, ÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 1. febrúar. Magnús B. Pétursson, Gunnar P. Pétursson, Sofía B. Pétursdóttir. eignuðust þau fjögur börn, sem eru Stefán, Louisa, Asgeir og Þórdís. Einar verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu í dag. EINAR fór til náms í Skotlandi í bygginga- arkitektúr í sambandi við byggingar á vita- mannvirkjum. Hann byijaði störf hjá Hafnamálastofnun sem teiknari en var síð- an falið forstöðustarf hjá Hafnamálastofnun t Útför systur okkar, BJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Syðra-Vatni, ferframfrá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 15.00. Oddný Guðmundsdóttir, Jóhannes Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson. t Þökkum af alhug nærveru ykkar, kveðj- ur, blóm og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu. ERLU SIGURÐARDÓTTUR, Smyrilshólum 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heima- hlynningar Krabbameinsfélags islands fyrir einstaka umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Guðjón Júníusson. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI GESTSSON, Bergstaðastræti 33, lést á heimili sínu 31. janúar. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 9. febrúar kl. 13.30. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR ari vel er við ásamt 30 félögum stofnuðum Siglingaklúbbinn Oðin árið 1964. Þetta var fyrsti siglinga- klúbbur á íslandi og var stórhugur í félögunum því fljótlega var ákveð- ið að fjárfesta í myndarlegu segl- skipi. Veturinn á eftir fannst í Skot- landi 49 feta seglskúta sem var um 14 rúmlestir. Klúbburinn festi kaup á þessari skútu sem Einar og nokkr- ir félagar klúbbsins sigldu heim og skírð var „Stormsvalan". Einar varð einn af skipstjórum klúbbsins og sigldi meðal annars vestur í ísa- íjarðardjúp auk fjölda styttri sigl- inga. Seinna lét klúbburinn byggja aðra skútu sem var 25 fet að lengd og skírð var „Blæsvalan". Einar var alla tíð potturinn og pannan í allri starfsemi klúbbsins og var „Rear- Commodore" eða varaformaður klúbbsins. Einar gekkst í því að klúbburinn fékk á leigu húsnæði í eigu Hafna- málastofnunar í Kópavogi og var það innréttað sem fullbúið klúbbhús með fullkominni aðstöðu vegna starfseminnar. Auk geymslu fyrir allan útbúnað klúbbsins og félag- anna var góður salur til fundarhalda og þar var oft tekið á móti erlendum siglingamönnum sem komu til ís- lands. Einar hafði safnað ýmsum hlutum af sjó og landi sem hann skreytti húsið með og má segja að með þessu hafí hann eflt samhug félaganna og skapað hinn skemmti- lega félagsanda sem hélt klúbbnum saman þessi ár. Viðhald skipanna var einnig undir hans stjórn og er óhætt að fullyrða að hans framlag hafí verið ómetanlegt fyrir klúbb- inn. Við viljum með þessum orðum votta Höllu og fjölskyldu Einars innilega samúð og vitum að með því mælum við fyrir hönd allra gömlu félaganna. Megi hann hvíla í Guðs friði. Ingimar K. Sveinbjörnsson, Bemhard Petersen. Náfrændi minn, Einar Stefáns- son, Laufásvegi 25, lést á Landspít- alanum 30 janúar sl. eftir vonlausa baráttu við illkynjað heilaæxli, sem fyrst greindist fyrir um bil hálfu ári. Hann var á sjötugasta og öðru aldursári en vel ern og hress, og veit ég ekki til þess að hann hafi kennt sér meins áður. Hann er annað frændsystkini mitt sem kveður þennan heim á skömmum tíma, en nýlátin er sóma- konan Jóna Jónasdóttir, er lengst- um bjó á Sjafnargötu 7 og margur borgari þekkti, en hún var um ára- bil miðasölukona hjá Leikfélagi Reykjavíkur og áður afgreiðslu- dama í Haraldarbúð. Ég nefni hana um leið og Einar, vegna þess, að bæði skara á sér- stakan hátt kennileiti uppvaxtarára minna, en Einar tengdist mér í föð- urætt, var sonur Kristínar Ásgeirs- dóttur frá Fróðá, og Stefáns Einars- sonar húsasmíðameistara. Jóna í móðurætt, en hún var dóttir Gunn- fríðar Rögnvaldsdóttur, sem ættuð var frá Stokkseyri og Akranesi. Jónas Eyvindsson faðir Jónu byggði húsið á Sjafnargötu 7, en sjálfur taldist hann í hópi þeirra sem þró- uðu samskipti innan og utan bæjar- markanna, en hann var símaverk- stjóri um áratugaskeið og gerði margt tímamótandi handartakið. Húsið á Sjafnargötu var byggt árið 1933-34 og er skáhallt fyrir ofan Fjölnisveg 7, húsið sem faðir minn lét byggja 1930-31, en þar kom ég í heiminn. Þá byggði Stefán Einarsson stílfagra húsið Álfa- brekku fyrir neðan Suðurlandsbraut á árunum 1933-4, sem var æsku- heimili Einars, og var á þeim árum langt fyrir utan bæjarmörkin. Húsið að Sjafnargötu 7 og Álfa- brekka, ásamt fólkinu sem í þeim bjó, tengjast æsku minni á ljóslif- andi hátt og þaðan á ég nokkrar af fyrstu bemskuminningum mín- um utan heimilisins. Og þau tvö, annars vegar Jóna og hins vegar Einar, eru þeir ættingjar mínir sem helst fysti að fá mig í heimsókn á seinni árum, þó lítið hafí orðið úr efndum þar sem það er síður minn háttur að eyða tíma í heimsóknir. Af þessari upptalningu má ráða hve tengsl okkar voru náin og tvennt hefur greypst í minni mitt, sem er heimsókn á Sjafnargötu 7, á fyrstu árunum eftir að faðir minn hafði gert makaskipti á húseignum við Ólaf í Fálkanum 1934, og fjöl- skyldan fluttist að Rauðarárstíg 3 (seinna 19). í minningunni er svo mikil fegurð og birta tengd þessari heimsókn, allt var nýtt, veröldin ung, og um húsið barst raddakliður og söngur. Einhvern veginn leið mér svo vel að minningin hefur fylgt mér síðan líkt og Ijúf nálgun liðinna daga. Svo var það á gaml- árskvöld eða þrettándanum, að fjöl- skyldan var í heimsókna í Álfa- brekku, þar sem kveikt var mikið bál sem safnast var í kringum, leik- ið og sungið. Minnist ég þess hve mikil gleði og galsi var í okkur ungviðinu, er við notuðum háu tón- ana í „Ólafur reið með björgum ALEXANDER WILLIAM S. ERWIN + Alexander Will- iam S. Erwin fæddist í Lundún- um 12. október 1993 og lést þar 30. janúar siðastliðinn. Hann var sonur Ragnhildar Páls- dóttur Erwin og Austins A.S. Erwin. Systkini hans eru Adrian Óskar og Kristine Heiða. Út- för Alexanders Williams fer fram frá Fossvogskap- ellu í dag. ELSKU litli sonur okkar og bróðir. Það er erfitt að finna orð til að kveðja þig. Þú komst með slíka gleði inn í líf okkar og hjörtu. Brosið þitt, litlu hendurnar þínar um háls- inn á okkur og kossamir þínir. Orð geta ekki lýst hamingju okkar fyrir að hafa fengið að njóta þeirra né sorg okkar og söknuði nú. Við biðjum Guð að geyma þig, elsku litli snáðinn okkar. Þú munt alltaf vera hjá okkur og minning þín lifa björt í hjörtum okakr. Þeg- ar þar að kemur munum við hittast á ný. Mamma og pabbi, Kristine og Adrian. / í dag verður jarðsett- ur hjá langafa sínum, við hlið langömmu og Ásu Sjafnar litlu hann litli frændi okkar, Alex- ander. Á stundum sem þessum eru orð einskis nýt. Við sitjum hér hljóð og spyijum: Af hveiju? Af hveiju eru tvö lítil börn tekin frá okkur á tæpum sjö mánuðum? Fyrst Ása Sjöfn, aðeins þriggja mánaða og síðan Alex- ander, 15 mánaða. Þessum spurningum fáum við sennilega aldrei svör við. En við eigum minningarnar um þau. Við sáum Alexander síðast í sumar. Þá lék hann á als oddi. Þær minningar geymum við. Við biðjum góðan guð að styrkja Rögnu, Austin, Adrian og Kristínu og ömmur og afa. Guð leiði þig, en líkni mér, sem lengur má ei íylgja þér. En eg vil fá þér englavörð, míns innsta hjarta bænargjörð: Guð leiði þig. (Þýð. M. Joch.) Sólveig, Arni, Díana og Ólafur Páll. fram“ og „Stóð ég úti í tungls- ljósi“. Einhvem veginn leitar hugur- inn aftur til þessa kvölds í hvert skipti sem ég sé mynd af frægu málverki Peters Severins Kröyer af Jónsmessubáli á Skagen 1906. Og þó ólíku sé við að jafna, höfðar myndin fyrir vikið mun sterkar til mín en ella, og ég dvel lengur við skoðun hennar um leið og hugurinn reikar víða. Einar Stefánsoon var mér kær frændi, og er ég skrifa um hann látinn hlýt ég að hverfa til upphafs- ins, er samgangurinn var hvað nán- astur milli heimila okkar. Að því kom að faðir hans seldi Álfabrekku, er mér ókunnugt af hveiju, en um stund bjó fjölskyldan innarlega á Rauðarárstígnum. Síðan flutti hún að Samtúni 1 og bjó þar um ára- tuga skeið og í það hús var gott að koma og njóta návistar hinnar geðríku hjartahlýju húsmóður, og hins rólynda heiðursmanns, bónda hennar. Eins og gangur lífsins iðulega er, urðu samskiptin minni er frá leið, enda völdu menn sér hinar aðskiljanlegustu námsleiðir og störf eftir því. Einar vann lengstum hjá Vitamálastjóm, og var þar yfírmað- ur áhaldahússins, en um þau störf hans veit ég næsta lítið. En alltaf var geðið létt er frændur hittust á fömum vegi og við kunnum vel að meta lífsins lystisemdir ef sá gállinn var á okkur og tilefni var til. Við- mót frænda míns var fjörlegt og ljúft, hlátur hans opinn og innileg- ur, líkt og gerist hjá þeim sem hugn- ast að slá á léttu nótur tilverunnar. Einar var mjög vel kvæntur, og kona hans, Halla Jónatansdóttir, bjó honum einstakt heimili á Lauf- ásvegi 25. Allt var í röð og reglu, heimsborgarablær sveif yfír vötnum og húsgögn og listmunir af háum staðli. Þar leið manni vel, og fyrir nokkmm ámm er við húsbóndinn sátum tveir einir með rauðvínstár milli handanna, kynntist ég nýrri hlið á skapgerð frænda míns. Kom hann mér á óvart með ótal skondn- um sögum af ættingjum okkar á Snæfellsnesi, frásögn hans var lif- andi og honum mæltist mjög vel. Hafði ég mikinn hug á að koma aftur fljótlega og taka upp þráðinn, en svo liðu tímar og af því varð ekki, þótt ég hins vegar væri lengst- um á leiðinni. Eiginkonu og fjölskyldu votta ég samúð og bið allar góðar vættir að vera Einari Stefánssyni til fulltingis í öðmm heimi. Bragi Ásgeirsson. Kveðja til Alexanders Vegir drottins eru órannsakan- legir. Hvers vegna em lítil börn hrifin á brott úr þessu jarðríki, áður en þau ná þroska og aldri til að skynja þá ást sem umvefur þau? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör. Þó lífssporin séu fá em þau vandlega mörkuð í minningu for- eldra, systkina og ættingja þeirra. Nú, aðeins sjö mánuðum eftir að Sólveig yngri systir mín missir þriggja mánaða dóttur sína, Ásu Sjöfn, er hrifinn á brott Alexander, 15 mánaða gamall sonur Rögnu eldri systur minnar. Þó Alexander hafi búið hjá foreldrum sínum í London, þá höfðum við þá ánægju að kynnast honum á stuttu lífs- hlaupi hans. Hann kom í heimsókn- ir til afa síns og ömmu í Garðabæn- um og átti þar góðar stundir. Við minnumst hans best sem kraftmik- ils lítils grallara, sem var yfirfullur af þeirri forvitni sem einkennir öll h'til börn þegar þau eru að upp- götva lífið. En leyndarmaál lífsins eru okkur ekki gefín. Þegar lífsneistinn slokknar, án sýnilegrar ástæðu, og engin finnst skýring, þá hljótum við að skynja vanmátt okkar gegn al- mættinu. Þó sorgin sé okkur öllum þungbær um þessar mundir, þá erum við samheldin fjölskylda og berum sorgina saman, með von um bjartari framtíð. Við biðjum góðan Guð að styrkja Rögnu, Austin, Adrian og Kristin og ömmur og afa. Óskar, Guðrún og litla Sjöfn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.