Morgunblaðið - 03.02.1995, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 03.02.1995, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 35 I I I 1 ( 1 í < i 4 i 4 4 i 4 4 ( 4 Hlégarði. Þar hittum við Guðmund hressan og glaðan eftir legu á sjúkrahúsi, þar.sem hann enn einu sinni barðist hetjulega við hinn erf- iða sjúkdóm sinn. Ekki óraði okkur klúbbfélaga þá fyrir því að þetta yrði okkur hinsta samverustund. Hann tók nokkrum sinnum til máls á fundinum og studdi okkur Lions- menn í því, að safna í gjöf í tilefni 50 ára afmælis Reykjalundar. Hann hafði kynnst ákveðnu tæki er hann lá á sjúkrahúsi erlendis og notið þess í lækningaskyni. Hann vissi að þörf var á fleiri slíkum til hjálp- ar sjúkum. Hann greindi okkur frá því, að hann hefði í síðustu legu sinni hitt Sigfús Halldórsson tón- skáld, sem bað fyrir bestu kveðjur til klúbbsins fyrir góðar móttökur á síðasta fjölumdæmisþingi í Mos- fellsbæ fyrir rúmum tveimur árum. í lok þessa fundar var Guðmund- ur yfirbugaður af hinum erfiða sjúkdómi, sem þjáð hafði hann um nokkurra ára skeið Já þannig endar lífsins sólskinssaga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannski á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhomi. (T. Guðm.) Ég man þann dag er ég kynntist Guðmundi fyrst. Ég og aðrir Lions- félagar eigum margar góðar minn- ingar um hann. Anna Jóna kona hans var honum ætíð stoð og stytta. Alltaf var hann tilbúinn að gera allt fyrir Lionsklúbbinn sinn og Li- onshreyfinguna og hann veitti mér hjálp og öllum þeim sem til hans leituðu. Við fórum í ferðalög sam- an, mættum á fundi, ræddum um gang hreyfingarinnar og okkar lífs- viðhorf. Það sem vakti ekki síst athygli okkar var traust það sem aðrir Lionsfélagar báru til Guð- mundar. Það er ekki að efa að far- sæl störf hans sem stjórnandi hreyf- ingarinnar, umdæmisstjóri og við fjölmörg störf í fjölumdæmisráði hafi skapað honum tiltrú og það traust sem ég fann glöggt meðal Lionsfélaga. Forystuhæfileikar hans komu glöggt í ljós er hann var umdæmisstjóri hreyfingarinnar og síðar formaður framtíðaráætlun- arnefndar fjölumdæmisins og kynn- ingarstjóri. Hann hafði gaman af að umgangast fólk og var þá jafnan hrókur alls fagnaðar. Hin síðari ár var hann þó heilsutæpur. Hann bar þetta í hljóði, mætti á fundi og vann hreyfingunni allt það gagn sem hann gat. Alltaf var eins að leita til Guðmundar og hann vildi öllum götu greiða. Guðmundur var fagurkeri. Hann hafði yndi af söng og hafði háa og bjarta rödd. Hann var í karlakómum Stefni,frá 1975. Guðmundur átti samhénta fjöl- skyldu og oft minntist hann henn- ar. Hann ræktaði fjölskyldutengslin vel og hafði mjög gaman af að hitta allan þann fjölda vina og kunningja sem hann átti og taka þátt í umræð- um um landsins gagn og nauðsynj- ar manna á meðal. Hann átti aldr- aða móður á dvalarheimilinu í Mos- fellsbæ, sem Lionsfélagar höfðu reist. Hann hringdi á hveiju kvöldi um ellefuleytið í móður sína og bauð henni góða nótt. Hann dvaldi löngum_ hjá henni og ræddi við hana. Áhugamálin voru mörg, en þó tel ég að Lionsstarfið hafí veitt honum hvað mesta lífsfyllingu. Það er vart til sú nefnd eða starf innan Lionshreyfingarinnar, sem hann ekki vann að. Hann var sæmdur Melvin Jones viðurkenningu, æðstu viðurkenningu hreyfingarinnar fyr- ir frábær störf fyrir klúbbinn sinn og fyrir Lionsstörf. fyð leiðarlokum vill Lionsklúbbur Mosfellsbæjar, Lionessur og Leofélagar þakka þér samfylgdina og trúmennsku, um leið og við vottum konu þinni Önnu Jónu, móður þinni háaldraðri og börnum þínum fjórum, barnabörn- um, vinum og ættingjum okkar dýpstu samúð. F.h. Lionsklúbbs Mosfellsbæjar, Jón Bjarni Þorsteinsson. Fleiri greinar um Guðmund Jóhannesson bíða birtingar og verða birtar næstu daga ELMAR ÞORKELL ÓLAFSSON + Elmar Þorkell Ólafsson fæddist á Raufarhöfn 29. júní 1943. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 27. janúar síðastlið- inn.Foreldrar hans voru Ólafur Árni Ágústsson, f. 9. júní 1903, d. 26. apríl 1982, og Sigríður Guðmundsdóttir, f. 23. nóvember 1908, d. 25. mars 1990. Börn Elmars og Ag- nesar Árnadóttur eru: Birkir Þór, f. 6. júní 1965, maki hans er Kristín Anna Björnsdóttir, barn þeirra Daníel Freyr; og Elísa Björk, f. 20. októ- ber 1968, maki hennar Fannar Helgi Þorvaldsson, barn þeirra Davíð Fannar. Útför Elmars fer fram frá Bústaðakirkju í dag. MIG langar að skrifa nokkrar línur í dag þegar bróðir minn, Elmar Ólafs- son, er kvaddur hinstu kveðju. Marg- ar minningar koma upp í hugann á þessari kveðjustund. Á heimili okkar hjónanna á Raufarhöfn dvaldi hann löngum stundum og var manni mín- um og sonum mjög hjartfólginn og sýndi hann þeim allt það góða, sem í honum bjó. Við þökkum líka yndis- legar stundir, sem við áttum á heim- ili Elmars og Agnesar. Erfitt er að sætta sig við að hann skuli vera horfinn okkur, þessi glað- væri maður sem var ætíð sannur vin- ur og alltaf tilbúinn að rétta okkur hjálparhönd, sérstaklega á erfiðum stundum. Við vorum mjög náin alla tíð frá því að við vorum börn. Marg- ar stundimar sat hann hjá mér uppi á Landspítala í mínum erfiðu veikind- um. Ekki datt mér þá í hug að hann færi á undan mér. Svona getur lífíð breyst á stuttum tíma, sem stundum getur verið svo erfítt að skilja og sætta sig við. En okkur er sagt og ég trúi því, að sú stund komi að við hittumst aftur þar sem eilífðin ríkir. Ég minn- ist líka þess tíma þegar við systkinin önnuðumst foreldra okkar í þeirra veikindum, þá var hann styrkur okk- ar allra. Óg við trúum því að hann sé nú kominn til ástvina sinna, sem áður eru farnir yfir móðuna miklu. Mér þótti mjög vænt um þegar Ólafur sonur minn eignaðist lítinn dreng fyrir rúmu ári og lét hann heita Elmar og þótti nafna hans mjög vænt um það og hafði mikið uppá- hald á honum. Með þessum línum fylgir þakklæti og kveðja frá Hreini manni mínum og sonum okkar Jónasi og Ólafi og fjölskyldum þeirra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Steinunn systir. Með þessum orðum kveðjum við elskulegan bróður og mág, Elmar Þorkel Ólafsson. Við þökkum sam- verustundir æskuáranna á Raufar- höfn. Við minnumst sumardaga á Húsavík, þar sem við nutum ógleym- anlegrar gestrisni Elmars og Agnes- ar. Eftir að þau fluttu suður, fjölgaði enn samverustundunum og eigum við margar góðar minningar um þær. Við gátum gert okkur vonir um að njóta enn lengi samvistanna við Elm- ar, en það gat ekki orðið. Sjúkdóm- ur, sem enginn mannlegur máttur gat ráðið við, kom í veg fyrir það. Elmar sjálfur tók þessum örlögum sínum með fádæma þolgæði og æðru- leysi, og lét aðra helst ekki vita hvern- ig honum leið í raun og veru. Elmar stundaði lengst af margs- konar verslunar- og þjónustustörf, enda hafði hann til að bera lipurð og einstaka hæfileika til að umgangast fólk. Ef til vill féll honum best að vinna við störf á hótelum og þjónustu við ferðamenn, enda gerði hann tölu- vert af því, bæði á Húsavík og víða annars staðar. Við kveðjum nú þenn- an góða dreng með söknuði og biðjum Guð að styrkja ástvini hans. Bergþóra og Gunnlaugur. • í dag verður Elmar frændi okkar jarðsung- inn. Hann lést fyrir ald- ur fram eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Við munum ekki rekja æviferil Elmars frænda, en vilj- um minnast hans í fáeinum orðum. Elmar var alla tíð einstaklega barngóður og sérstaklega minnumst við þeirra stunda, sem við áttum sam- an í æsku. Þegar Elmar kom ungur suður til Reykjavíkur, bjó hann um tíma hjá fjölskyldu okkar. Hann kom jafnan fram við okkur systurnar sem ástríkur bróðir og með hlýjum huga minnumst við fallegu, litlu gjafanna, sem hann færði okkur í hvert sinn, sem hann fékk útborgað. Þær voru líka skemmtilegar bæjarferðimar, sem við fórum í saman, og einkum er okkur oft ofarlega í huga, þegar Elmar fór eitt sinn með okkur í bæ- inn á 17. júní klæddar nýju ljósálfa- búningunum okkar. Oft heimsóttum við þau Elmar og Agnesi eftir að þau stofnuðu sitt eig- ið heimili fyrst á Raufarhöfn, en lengst af á Húsavík og síðast hér fyrir sunnan. Alltaf vom allir jafnvel- komnir á þeirra fallega heimili og þar áttum við margar notalegar stundir. Elmar og Agnes áttu því láni að fagna að eignast tvö yndisleg og mannvænleg börn, þau Birki og Elísu. Þó að samverustundir okkar með þeim Birki og Elísu hafí verið stopul- ar, einkum vegna aldursmunar og búsetu, finnum við mjög hversu sterk ítök þessi ungu frændsystkini okkar eiga í okkur, ekki síst á þessari stundu. Við biðjum góðan guð að styrkja þau og fjölskyldur þeirra, Agnesi, systkini Elmars og aðra ættingja og vini. í hugum okkar varðveitum við minningarnar um góðan dreng sem dýrmætar perlur. Jóhanna og Sigríður Anný. Elmar móðurbróðir minn er farinn. Sem bam minnist ég hans sem góðs frænda. Hann átti jafn auðvelt með að umgangast börn og fullorðna og ungt fólk laðaðist að honum. Hann og hans elskulega kona, Agnes, áttu fallegt heimili á Húsavík og í Kópa- vogi. Þar var hlýleiki og gestrisni í fyrirrúmi. Á tímabili unnum við á sama vinnustað, hjá G. Ólafsson hf. Urðu samskipti okkar þar af leiðandi meiri og kynnin nánari. Gott var að eiga Elmar að með hvatningu og uppör- vandi bros til frænku, sem var að reyna að setja sig inn í nýtt starf. Fólk bar almennt hlýhug til Elmars. Hann hafði umsjón með þeirri deild fyrirtækisins, sem sá um móttöku, dreifingu og geymslu á vörum, aðal- lega lyfjum. Honum var hugleikið, að hans menn nytu sannmælis og virðingar á vinnustað til jafns við aðra. Bar hann einnig hag fyrirtækis- ins fyrir bijósti og gerði sitt til að ná fram sem hagkvæmustum rekstri á deild sinni. I erli dagsins gat verið gott að líta til Elmars og spjalla um daginn og veginn. Hann var fordóma- laus, en átti bágt með að þola allt óréttlæti, hvar sem það birtist. Eigðu þakkir fyrir þær stundir, elsku frændi. Seinna hitti ég Elmar fyrir tilvilj- un. Var ég þá með eldri dóttur mína sofandi i vagni. Hann leit í vagninn og sagði einlæglega að sér þætti barnið fallegt, á þann hátt að móður- stoltið greypti orðin í minninguna. Þegar við hittumst spurði hann ávallt hvernig stelpunum liði. Þegar dóttur- sonur hans, Davíð Fannar, fæddist, leyndi aðdáunin sér ekki og stoltur afi sýndi myndir af honum. Sonarson- ur hans, Daníel Freyr, sem nú er aðeins fjögurra mánaða gamall, var afa sínum ekki síður hjartfólginn. Fyrir fáeinum misserum kom í ljós að Élmar gekk með alvarlegan sjúk- dóm. Sjaldan hef ég kynnst nokkrum, sem hefur tekið jivílíkum fréttum af slíku æðruleysi. Ávallt hélt hann sinni reisn, þrátt fyrir erfiða baráttu, sem nú er lokið. Minningin um góðan dreng mun lifa meðal þeirra sem fengu að kynn- ast honum og njóta samvista við hann. Megi almáttugur Guð styrkja ættingja hans og ástvini í þeirra miklú sorg. Steinunn. Dændi er dáinn, hann er farinn til Guðs og englanna. Ég er enn of lítill til að muna eftir honum, en minning- in um hann lifir hjá okkur. Minning um góðar stundir sem hefðu mátt vera fleiri. Dændi bað alltaf mömmu o’g pabba að passa mig fyrir sig, nú bið ég Guð að passa Dænda fyrir mig. Mamma og pabbi segja mér frá honum þegar ég stækka, segja mér frá frænda mínum sem gaf mér nafn- ið sitt. Elmar Helgi Ólafsson. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesús í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfír mér. Elsku Elísa, Birkir og Agnes, Guð geymi ykkur í sorg ykkar. Óli, Helga, Bjarki og Kristín. Mig langar að minnast besta vinar míns, Elmars eins og hann var kallað- ur. Honum kynntist ég fyrir fímm árum, og með okkur tókust strax góð kynni. Hann var áhugasamur um allt sem snerti heymarleysi og vildi að ég kenndi sér táknmál. Hann keypti sér strax táknmálsorðabókina. Hann var einkar hjálpsamur og góður vin- ur. Ég leitaði til hans með vandamál mín og með hans hjálp tókst mér að fá vinnu og íbúð, því hann hringdi fyrir mig. Hann var eyrun mín og rödd. I gegnum hann talaði ég við fjölskylduna. Þegar hann veiktist fór ég fyrir hann í búðir og keyrði hann þegar hann vantaði að komast eitt- hvað. En sú hjálp sem ég veitti hon- um er varla eins mikil og það sem hann gaf mér með góðvild sinni. Ég gat alltaf leitað til hans með allar mínar spumingar og fékk alltaf svör við öllu. Hann var skilningsríkur á heyrnarleysi mitt og var alltaf tilbú- inn að rétta mér hjálparhönd. Elmar var vel liðinn af öllum sem kynntust honum. Mér er minnisstætt einn daginn er við fómm í matarboð til pabba míns, eftir þennan dag tókust góð kynni með Élmari og pabba mínum, en þannig var það með alla sem kynntust honum, allir vildu þekkja hann áfram, hann var einkar skemmtilegur og gat komið fólki til að brosa, hann gat alltaf komið mér í gott skap og var með smitandi hlát- ur. Allir vildu styðja hann í hetju- legri baráttu við sjúkdóminn, sem hann gekk með. Hann var hæst- ánægður með að hellt væri upp á kaffi fyrir hann því hann átti erfítt með gang og hrósaði manni óspart fyrir kaffisopann. Já, það voru hlýleg orðin sem við fengum hjá honum, manni leið vel í návist hans og allt sem hann sagði gaf mér vellíðan og öryggi. Ég trúði ekki þegar mér var sagt að hann væri dáinn . . . Hann var bara allt í einu horfinn. Mér fannst það svo snöggt að ég átti mjög erfítt með að kyngja því og á reyndar enn. Hans verður sárt saknað en minningamar lifa áfram. Við sendum ykkur, Elísa og Birk- ir, samúðarkveðju. Hvíldu í friði vinur. Hafsteinn, Gunnar og Dúdda Þú hefur nú kvatt eftir hetjulega baráttu við erfíðan sjúkdóm. Ég veit að þú hefur fengið góðar móttökur á himnum og þar líður þér vel. En í hjarta mínu og huga ríkir sár söknuð- ur því vissulega snertir það viðkvæma strengi að sjá á bak svo góðum vini. En ég veit einnig að með tímanum sefast sorgir og eftir sitja ljúfar minn- ingar, minningar um allar góðu stundirnar, sem við áttum saman. Við höfum þekkst lengi og ýmislegt gengið á í lífi okkar beggja, en ávallt hefur þó reynst mér vinur í raun. Því er ég sérstaklega þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman þessa síðustu mánuði þína hér. Nú er kom- ið að leiðarlokum og kveð ég þig, kæri vinur, með virðingu og þökk. Mig langar að enda þessar línur með fallegu ljóði eftir ömmusystur mína Huldu: Sorg og gleði auður er öllum þeim sem vilja. Ég á margt að þakka þér þegar leiðir skilja. Elsku Birkir og Elísa, Guð styrki ykkur í sorginni. Inga Lilja. Elsku Elmar. Þá er komið að kveðjustundinni, sem kemur alltof fljótt. Enda þótt við vissum öll að hveiju stefndi, þá er alltaf stóra spurningin: Af hveiju? Þegar stórt er spurt verður oft á tíð- um fátt um svör. Við trúum því að það sé tilgangur með þessu öllu. Ég átti spjall við lítinn frænda minn um lífið og tilveruna og geri orð hans að mínum: „Alla sem deyja tekur Guð í stóra rúmið sitt og þar kúra allir undir stóru sænginni.“ Elsku Elmar, mig langar með þess- um orðum að þakka þér fyrir allt. Guð geymi þig, ljós þitt lifir í hjört- um okkar. Birkir, Elísa og aðrir aðstandend- ur, ég sendi ykkur hugheilar samúð- arkveðjur. Ykkar frænka, Guðrún Ágústa. Kæri vinur. Okkur langar til að senda þér örfá kveðjuorð, þar sem við getum ekki verið við útför þína. Okkur langar til að þakka þér fyr- ir hlýhug og fallegar hugsanir í okk- ar garð allt frá því við vorum leikfé- lagar bama þinna á Húsavík og til dagsins í dag. Þegar við hugsum til baka er það sterkt í huga okkar beggja hvað það var notalegt að koma til ykkar Agnesar á Baughólinn, þar leið okkur alltaf eins og heima, enda eins og þú sagðir oft við okkur „mér fínnst ég alltaf eiga eitthvað í ykkur“ og finnst okkur það lýsandi dæmi fyrir umhyggju ykkar fyrir vinum Elísu og Birkis. Við viljum minnast dýrmætra sam- verustunda, sem reyndust vera þær síðustu. Á fallegum vordegi 1993 þáðir þú matarboð hjá okkur sem við munum aldrei gleyma. Þar sem við nutum samveru hvers annars og spjölluðum um gamla daga og nýja. Það var mikil gleðistund í lífí þínu þegar þú leiddir dóttur þína upp að altarinu 23. júlí sl. þótt sjúkdómurinn hafí þá þegar verið farinn að setja mark sitt á þig. En þá vissum við ekki að það yrði okkar síðasta sam- verustund. Þú komst til okkar í veislu- lok, tókst utan um okkur og sagðir „verið þið blessuð elskurnar og farið þið vel með ykkur“. Þannig varstu vanur að kveðja okkur og þannig vilj- um við kveðja þig. Elsku Agnes, Birkir, Kristín Anna, Elísa, Fannar og afadrengimir, megi góður Guð styrkja ykkur i sorginni. Anna og Óðinn. Nú er Elmar minn farinn, og ég trúi því að hann sé hjá Guði. Árið 1992 fór ég með vinkonu minni í heimsókn til hans, en þá kynntist ég honum og við urðum eftir það góðir vinir. Þegar ég var atvinnulaus í fímm mánuði hjálpaði Elmar mér að fínna atvinnu, og fyrir það er ég mjög þakk- lát. Hann var mjög góður maður og ég er svo ánægð yfir að hafa átt hann sem vin. Hann var alltaf glað- ur, góður, skemmtilegur og fjörugur. Elmar vann sl. tvö sumur á Sauð- árkróki og ég heimsótti hann um verslunai-mannahelgina bæði sumrin. Ég á margar góðar minningar um skemmtilegar stundir sem við áttum saman og gerðum margt skemmti- legt. Ég var mjög stolt af honum þar sem hann kunni táknmál, því ég er sjálf heymariaus. Elsku Elmar minn, ég sakna þín mikið og mun aldrei gleyma þér. Guð geymi þig. Fjölskyldu Elmars og öllum sem þótti vænt um hann votta ég mína innilegustu samúð. Guðrún Hafliðadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.