Morgunblaðið - 03.02.1995, Síða 45

Morgunblaðið - 03.02.1995, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 45. BRÉF TIL BLAÐSINS Fróðleiksmoli um Stýrimannaskólann við Öldugötu Frá Guðmundi Gunnarssyni: í DAG, 27. janúar 1995, hlýddi ég í þættinum Skímu á Rás 1 í RÚV á frásögn Snorra Konráðssonar, framkvæmdastjóra Menningar- og fræðslusambands alþýðu, af endurbyggingu hússins Öldugötu 23 í Reykjavík, gamla Stýrimanna- skólans, og þætti úr sögu þess sem hann rakti jafnframt. Var ræða hans öll hin fróðlegasta en eitt atriði í notkun hússins kom þar ekki fram enda sögumanni sjálf- sagt ókunnugt um það. Þar sem ég átti þar sjálfur hlut að máli og þetta snertir þó nokk- urn hóp af núlifandi fólki fannst mér rétt að bæta hér um og greina frá því, að hvert vor á árunum 1952-1973, var hið aldna og virðulega hús gististaður fyrir nemendur Héraðsskólans að Laug- um í Suður-Þingeyjarsýslu. Skóla- hald þar var þá að mestu í formi hins svokallaða miðskóla sam- kvæmt fræðslulögum frá 1946, lokapróf nemenda var hið gamla umdeilda landspróf en reyndar tók alltaf verulegur hluti nemenda hei- magert próf sem kallaðist gagn- fræðapróf. Að loknum önnum og streitu prófdaganna var óbrigðult að lagt var upp í skólaferðalag sem tók venjulega um vikutíma fyrstu dagana í júní. Einnig voru ferða- slóðir hópsins í nokkuð föstum skorðum, haldið var vestur og suð- ur þjóðveg nr. 1 uns komið var til höfuðstaðarins og oftar en ekki bætt við ferð um Suðurland með gististað í Skógaskóla. Einskonar umferðarmiðstöð Langflest þessara ungmenna voru af Norðausturlandi, Eyja- fjarðar- og Þingeyjarsýslum, og áttu ekki nærri öll vísan samastað í Reykjavík. Nú háttaði svo til umrædd ár að húsvörður í gamla Stýrimannaskólanum var Þingey- ingur, Ingimar Benediktsson frá Barnafelli, bróðir hins þekkta borgara Reykjavíkur, Sigurðar Benediktssonar blaðamanns og uppboðshaldara. Að því er ég best man var það fyrst vorið 1952 að leitað var ásjár Ingimars um gist- ingu eftir að ferðin hafði tafist vegna bílbilunar. Brást hann vel við, lét þennan beina ljúfmannlega í té og jafnan síðan. Er mér það kunnugt og enn í fersku minni því í minn hlut kom að vera farar- stjóri í þessum ferðum ofangreint árabil með aðeins örfáum undan- tekningum. Var það til mikils hag- ræðis að hafa aðgang að síma á kennarastofu og staðurinn því einskonar umferðarmiðstöð ferða- lagsins. Þótti mér Laugaskóli, er Ingimar sjálfur sótti sem ungur maður, standa í þó nokkurri þakk- arskuld við hann. Gistinætur í Reykjavík voru að jafnaði tvær, hin fyrri þegar komið var að norðan síðdegis eða að kvöldi og síðari nóttin eftir að lok- ið var ferð um Suðurland og áður en haldið var heimleiðis sem ævin- lega var farið á einum degi. í sam- ræmi við þann menningarorðstír sem þá og áður fór af Þingeyingum var gjarnan hagað svo til að fyrra dvalarkvöldið væri farið í Þjóðleik- húsið og séð það verk sem þar var á fjölunum. Á þessum árum var um að ræða meiriháttar uppfærsl- ur, t. d. söngleiki eins og My Fair Lady. Síðara kvöldið réðu gestir á Öldugötu 23 tíma sínum sjálfir því að fararstjóri átti sinn dvalarstað hjá skyldfólki í Reykjavík og sat því ekki yfir hjörð sinni á Öldugöt- unni. Hann lét sér nægja að brýna fyrir íbúum þar að þeir væru enn undir aga skóla síns, enda ævin- lega í ferðum þessum skrýddir peysum merktum honum. Hegðun þeirra, hvort heldur væri til heið- urs eða vansæmdar, bæri því skól- anum vitni engu síður en þeim sjálfum. Vissulega þótti mörgum af þessum ungmennum bæði freistandi ævintýri og lífsreynsla nokkur að stofna til einhverra kynna af skemmtana- og næturlífi höfuðborgarinnar. Aldrei spruttu þó af þessu nein meiriháttar vand- kvæði enda ungmenni þessi lang- flest mótuð af því kyrrláta og umbrotalitla lífi sem á þeim árum var hlutskipti flestra íbúa dreifbýl- is hér á landi. Þætti mér ekki ósennilegt að mörg þeirra, sem nú eru fólk á miðjum aldri, ættu frá þessum stundum minningar er enn væru þeim ofarlega í huga. GUÐMUNDUR GUNNARSSON eftirlaunaþegi á Akureyri. Tannfyll- ingarefnið amalgam Frá Tannlæknafélagi íslands: í Morgunblaðinu 12. janúar sl. birtist frétt frá Tannlæknafélagi íslands um tannfyllingarefnið amalgam. Félagið vill hér með koma á framfæri leiðréttingu við þessa frétt, þar sem síðasta setn- ing hennar var ekki rétt og niður- lagið því ekki eins og það átti að vera. Biðjumst við hér með velvirð- ingar á því. Niðurlag greinarinnar átti að vera: Heilsuspillandi áhrifa af meðferð amalgams ætti helst að gæta meðal tannlækna og aðstoð- arfólks þeirra. Margar rannsóknir hafa þó verið gerðar á heilbrigði, dánartíðni og sjúkdómatíðni hjá tannlæknum og sýna þær allar að ef nokkuð er þá eru tannlæknar við betri heilsu en aðrir þjóðfélags- þegnar. Það er staðreynd að tann- læknar lifa lengur en læknar og þeir hafa ekki hærri tíðni krabba- meins og hjartasjúkdóma eða verða fyrir MS og Alzheimer sjúk- dómum oftar en aðrir. Kvóti Frá Páli Þ. Jónssyni: 14. JANÚAR 1994. Sjómennska gerð að þegnskylduvinnu. Þegnskylduvinnu vegna laga er sett voru á verkfall sjómanna er staðið hafði frá fyrsta janúar 1994. í þessu verkfalli var aðalmálið meint þátttaka sjómanna í svoköll- uðum kvótakaupum útgerðar, þar sem sjómenn voru látnir taka þátt í því með útgerð að kaupa sameign allra landsmanna, þ.e. fiskinn sem syndir í sjónum. Landssamband íslenskra út- vegsmanna sagði að það væri ekki neitt til í því sem sjómenn segðu. Ekkert kvótabrask. Sannleikurinn er_ annar og nú heyrist ekkert í LÍÚ. Ég ætla að sýna dæmi sem er ekki einstakt, heldur náði það til heillar áhafnar og hafði staðið frá upphafi kvótaársins 1993-1994. Ég ætla að sýna útreikninga frá Sjómannasambandi íslands og fara rétt með nöfn viðkomandi aðila. Dæmið lítur svona út: Afli samkvæmt uppgjöri var 78.698 kg, og var það sama og uppl. frá fiskmörkuðum sögðu til. Afli fór á fiskmarkað og seldist á 8.037.398 kr., síðan kemur upp- boðskostnaður 4% til frádráttar, samtals 7.715.902 kr., sem er skiptahlutfall vegna sölu á fisk- markaði. Síðan á eftir að draga olíukostn- að sjómanns frá, en hann er 24%, þannig að skiptahlutfallið er 76% af 7.715.902 kr., sem gerir 5.864.086 kr., útreiknað frá Sjó- mannasambandinu, en samkvæmt launauppgjöri aðeins 3.870.002 kr., vegna þess að aflinn 78.698 kg gerir aðeins 5.092.108 kr. Hlutaskipti á þessum bát eru 34,3% af skiptaverðmæti, eða 2.011.381 samkvæmt Sjómanna- sambandinu. Hásetahlutur '/14 samkvæmt launauppgjöri er því 94.815 kr., en frá Sambandinu 143.670 kr., án orlofs. Þá stendur eftir hvernig stendur á þessum mismun á 143.670 og 94.815 kr., samtals 48.855 kr. og 4.969 kr. orlof samtals 53.824 kr. fyrir þennan eina háseta, þennan eina mánuð þ.e. mars 1994. Enn þegir LÍÚ þunnu hljóði þó að búið sé að setja svona lagað fyrir dómstólana. Hvers vegna? Jú, sumir útgerðarmenn láta lands- sambandið ekki segja sér fyrir verkum. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur þarna látið plata sig til að þegnskylda íslenska sjómenn. Þarna lét ríkisstjómin leika á sig. Nú eru lausir samningar hjá sjómönnum og hvað skeður nú, lætur ríkisstjórnin plata sig aftur, eða fá deiluaðilar að semja í friði? I upphafi sagðist ég ætla að fara með rétt nöfn í dæminu hér að framan, og skal það gert hér með: Hásetinn heitir Páll Þ. Jóns- son. Útgerðin heitir Barðinn hf. og báturinn heitir Þorri GK 183. Nú geta aðrir dæmt hver fyrir sig, eru þetta kvótakaup eða ekki. Sjómaðurinn tekur þátt í olíu- kostnaði, hann hefur tekið þátt í kvótakaupum sem er ólöglegt, en ekki olíukostnaðarkaup. Þá spyr ég: Hvað næst? Þarf ég að taka þátt í veiðarfærakaupum eða við- gerðarkostnaði? Ég vil ekki taka þátt í að kaupa veiðafæri eða við- gerðarkostnaði, til þess að geta sótt fiskinn í sjóinn sem er sam- eign allra landsmanna, samkvæmt fyrstu grein kvótalaganna. Andartak, sameign allra lands- manna? Af hveiju eru menn þá ekki jafn réttháir til þess að sækja fiskinn? Vegna þess að sumir eru rétt- hærri en aðrir og hafa meira fjár- magn til þess að fjárfesta í kvóta. Hafið þið fengið greitt fyrir fisk- inn ykkar frá þeim? Það held ég ekki. PÁLL Þ. JÓNSSON, 2. stýrimaður á Bergvík KE. ÞORIR ÞÚ AÐ SJÁ INN í FRAMTÍÐINA? N0STRADAMDS M SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN ORKA - UMHVERFI - ATVINNA Hve mikilvæg verður nýting orkulindanna til að tryggja hagvöxt, atvinnu og velmegun pjóðarinnar? Orkunefnd Sjálfstæðisflokksins boðar til ráðstefnu um þetta efni á Hótel Borg mánudaginn 6. febrúar nk. 17.00 Ávarp: Geir H. Haarde, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 17.10 Virkjanaáætlanir til ársins 2015 Helgi Bjarnason, yfirverkfræðingur hjá Landsvirkjun. Umhverfi og atvinnustefna Össur Skarphéðinsson, umhverfisráðherra. Atvinnusköpun í fjármagnsfrekum iðnaði Edgar Guðmundsson, verkfræðingur. Zinkvinnsla á íslandi Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar. 19.00 Léttur kvöldverður. Umræðuhópar starfa. 20.00 Pallborðsumræður: Ellert B. Schram, ritstjóri, stjórnar umræðum. Þátttakendur auk frummælenda: Jaap Sukkel, framkvæmdastjóri ICENET-sæstrengs- verkefnisins. Jón Sigurðsson, forstjóri íslenska járnblendifélagsins. Jónas Elíasson, prófessor. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Geir H. Haarde, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 21.30 Samantekt og niðurstöður. Ráðstefna þessi er öllum opin, en æskilegt er að þátttaka sé tilkynnt skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins (s. 682900) f. kl. 12.00 mánudaginn 6. febrúar. Ráðstefnustjóri: Aðalsteinn Guðjohnsen, formaður orkunefndar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.