Morgunblaðið - 03.02.1995, Page 52

Morgunblaðið - 03.02.1995, Page 52
52 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ EINN m TVEIR ÞRIR Em stelpa, tveir strákar, þrir móguleikar threesome pertonnaiice. SPLtNDOlR.” VIII m ii SW Aw«»V fíxmu L TUIB i r;i i Frumsýning á stórmyndinni FRANKENSTEIN Stórmynd Kenneths Branagh um dr. Frankenstein, hryllilegt sköpunarverk hans og hörmulegar afleiðingar þess. Aldrei hefur skáld- sögu Mary Shelley verið gerð jafngóð skil og nú. Frankenstein er mynd sem ekki nokkur maður má láta fram hjá sér fara. Aðalhlutverk: Kenneth Branagh, Robert De Niro, Helena Bonham Carter, Tom Hulce, Aidan Quinn og John Cleese. Framleiðandi: Francis Ford Coppola. Leikstjóri: Kenneth Branagh. Sýnd kl. 5, 9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. _ MARY S H ELLEY S F RAN KEN STE lN twazs STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðar á myndir í STJÖRNUBÍÓI. Verð kr. 39,90 mín. Sýnd kl. 7. AÐEINS ÞÚ Sýnd kl. 9. JAFNVEL KÚREKASTELPUR VERÐA EINMANA Sýnd kl. 5 og 11. b. i 12 ára. Miðaverð kr. 550. Sýnd kl. 7.20. Síðustu sýningar. Kevin Costner í hlutverki sínu sem Wyatt Earp. Wyatt Earp í Sambíóunum SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga stórmynd Lawrence Kasdan, Wy- att Earp. Kvikmynd þessi segir frá goðsagnarkennda löggæslumann- inum Wyatt Earp og ævi hans. Wyatt bjó í Villta Vestrinu og upplifði róstursama tíma. Hann ólst upp við strangan vinnuaga föður síns og lifði allt sitt líf sam- kvæmt gömlum fjölskylduhefðum. Hann og bræður hans voru óað- skiljanlegir alla tíð og börðust saman í hinum víðfræga bardaga við OK Corall ásamt hinum trausta vini þeira Doc Holliday. Wyatt þroskaðist úr saklausum dreng í harðan löggæslumann og á þeim tíma toguðust á í honum langanir hans og svo skylda hans gagnvart fjölskyldunni. En tryggð Wyatts við bræður sína og fjölskyldur þeirra færði honum mikla gleði og síðar mikla sorg. Einvalalið leikara kemur fram í myndinni en með hlutverk Wyatt Earp fer stórstjarnan Kevin Costn- er. I öðrum hlutverkum eru m.a. Dennis Quaid, Gene Hackman, Bill Pullman, Isabella Rosselini, Mark Harmon o.fl. Nýtt í kvikmyndahúsunum ATRIÐI úr kvikmyndinni Nostradamus. STÓRÍITSALA I dag hefst í verslun stórútsala á Geisladiskar^ á verði frá aðeins kr. 19 Ótrúleg tilboð á safnplötum! == Opið á5 laucjarclaginn til kl. 18.00 æjti 2.2 mögnuð m Þúsundir titla með allt að 80% afslætti! ur um seinan. BÓNUS rtpB^ Þar sem músíkin fæst ódýrari! Af Ú S I K MY N D I R AUSTURSTRÆTI 22 símar 551-1620 og 552-8319. Háskólabíó frumsýnir Nostradamus HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýn- ingar á kvikmyndinni Nostrada- mus eftir leikstjórann Roger Christian. Myndin segir frá ævi og spádómum sjáandans Nostradamusar og spannar 500 ár, frá lífsskeiði hans á sextándu öld og framgngi spádóma hans, allt til okkar daga. Nostradamus gekk í gegnum mikla erfiðleika í æsku þegar hann uppgötvaði dulræna hæfileika sína. Hann viðaði að sér miklum fróðleik og sem ungur læknanemi átti fróðleiksfýsn hans eftir að koma honum í ónáð meðal kenn- ara hans og kirkjunnar manna sem siguðu rannsóknarréttinum á hann og fjölskyldu hans. Sú þekking sem Nostradamus bjó yfir olli honum miklu hugar- angri og eftir að hafa misst fjöl- skyldu sína í Plágunni miklu ákvað Nostradamus að snúa baki við krafti sínum og hefja nýtt líf en hann getur ekki leitt hugann frá þeim framtíðarsýnum sem sótt hafa á hann. Spádómar hans vekja aðdáun Katrínar drottningar en óendurgoldin ást hennar á honum á eftir að verða Nostradamusi erfið og leiða hann enn og aftur í klær rannsóknarréttarins. Maðurinn sem spáði nákvæm- lega fyrir um eigin dauðdaga, gæti vel hafa haft rétt fyrir sér um framtíð okkar. Myndin um Nostradamus leiðir okkur um þá spádóma sem þegar hafa ræst, þar á meðal fæðingu Hitlers, tveggja heimsstyrjalda, morðinu á Kennedy, tunglferð manna, Persaflóastríðinu og lengra inn í framtíðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.