Morgunblaðið - 04.02.1995, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 04.02.1995, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 3 FRÉTTIR Janúar ill- viðrasamur og kaldur NÝLIÐINN janúarmánuður var bæði illviðrasamur og kaldur. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu íslands var meðalhitinn í Reykjavík -2,9 gráður, sem er 1,5 gráðu undir meðallagi, en á Akur- eyri var meðalhitinn -2,9 gráður og er það 0,7 gráðum undir meðal- lagi. Urkomusamast var á norðan- verðu landinu og mældust 88 mm á Akureyri, sem er rúmlega hálf önnur meðalúrkoma. í Reykjavík mældist úrkoman 54 mm, sem er rúmlega 2/3 hlutar þess sem venja er. Sólskinsstundir voru 34 í Reykjavík, sem er 7 stundum fleiri en venja er, en á Akureyri voru sólskinsstundir 3 stundum færri en venja er, eða 4 samtals. A Hveravöllum var meðalhitinn -7,8 gráður, og mældist úrkoma þar 38 mm og sólskinsstundir voru 7. í Akurnesi var meðalhitinn -0,7 gráður og mældist úrkoman þar 122 mm. -----» ♦ ♦ Sala á svína- kjöti jókst um 12,7% í fyrra FRAMLEIÐSLA á svínakjöti jókst um 12,3% á síðasta ári miðað við árið 1993 og salan jókst um 12,7% á árinu. Framleiðsla á kindakjöti dróst hins vegar saman um 7% og salan dróst saman um 10,6% í fyrra. Framleiðsla og sala á nauta- kjöti jókst um 4% á árinu, og sala hrossakjöts dróst saman um 15,9%. Þá varð 9,6% samdráttur í framleiðslu alifuglakjöts og salan dróst saman um 12,1%, og eggja- framleiðsla dróst saman um 3,1% og salan um 2,5%. Innvegin mjólk var samtals 99,9 milljónir lítra á síðasta ári, sem er 2,1% aukning frá árinu áður, og sala mjólkurvara samsvaraði 98 milljónum lítra, en það er 1,8% aukning milli ára. -----» » ♦----- Útflutnings- bætur teknar upp að nýju ÞINGMENNIRNIR Egill Jónsson, Gísli S. Einarsson og Eggert Haukdal hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir að heimilt verði að flytja út takmark- að magn af kindakjöt með fjár- hagslegum stuðningi ríkisins. Arið 1992 voru útflutningsbætur af- lagðar, en það ár var greiddur rúmur milljarður króna í útflutn- ingsbætur. Flutningsmenn vilja að bændum verði heimilað að flytja út 500 tonn af kindakjöti sem framleitt er innan heildargreiðslumark, en á það eru greiddar beingreiðslur úr ríkissjóði. í greinargerð með frumvarpinu er bent á að forsendur búvöru- samningsins frá árinu 1991 séu brostnar. Sala á kindakjöti á inn- anlandsmarkaði hafí dregist mun meira saman en gert hafi verið ráð fyrir í samningnum. Nú stefni í að kindakjötsbirgðir verði fjórfalt meiri í lok gildistíma búvörusamn- ingsins en gert hafi verið ráð fyrir í honum. - kjarni málsins! Morgunblaðið/Emil Þór Sigurðsson Tungnárjökull skríður fram TUNGNÁRJÖKULL, í vestanverð- um Vatnajökli, hefur skriðið jafnt og þétt fram frá því í október. Magnús Tumi Guðmundsson, jarð- eðlisfræðingur á Raunvísinda- stofnun Háskóla íslands, telur að hann hafi færst 800 til 900 metra fram í heildina og hraði háns sé nú á bilinu 8 til 10 metrar á dag. Hann getur þess til samanburðar að Síðujökull hafi skriðið mun hraðar fram í fyrra eða allt upp í 100 metra á dag. Magnús sagði að hluti jökulsins við Langasjó væri ekki byijaður að skriða fram. Hins vegar virtist byrjað framhlaup í Skaftáijökli. Tungnárjökull hijóp síðast vetur- inn 1945 til 1946. Pfilis 4.-. #RöSf: |aSilÍÍ Náðu í miða fyrir kl. 6 BINGO-LOTTO er fyrir þá sem mmm munio eftir orðaleiknum með ( Bingó Biössa vilja vinna 11% € DOMINO S PIZZA Græntnumer:996060 ■ HAPpnurm dae þar sem vlnnlngarnlr fést Mumft Þú kaupir eina plzzu og færö aöra fria ef þú ert meö BINGÓLOTTÓ-MIDA. Aö aukl fá krakkar sem eru meö Blngó BJössa póstkort skvísu ef foreldrar kaupa sér gos. Gildir ekkl um heimsendar pizzur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.