Morgunblaðið - 04.02.1995, Page 24

Morgunblaðið - 04.02.1995, Page 24
24 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nístandi fyndinn sársauki KRISTBJÖRG Kjeld, Pálmi Gestsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir í hlutverkum Möllu, Ragga og Lóu. 1ÆIKLISI Þjóölcikhúsiö — S m í ö a v e r k s t æ ð i TAKTU LAGIÐ, LÓA Höfundur: Jim Cartwright. Þýðing: Ami Ibsen. Tónlistarstjóra: Jón Ól- afsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Bún- ingar: Þórunn Elisabet Sveinsdóttir. Leikstjóm: Hávar Siguijónsson. ÞAÐ ER óhætt að segja að mis- kunnarleysi lífsins birtist í sinni sorglegustu og hlægilegustu mynd í þessu verki Cartwrights, sem kosið var gamanleikrit ársins í Bretlandi 1993. Leikurinn gerist að mestu á heimili Möllu Kioff, sem er vægast sagt drykkfelld og laus- lát, ef notuð er viðtekin skilgrein- ing, og dóttur hennar Lóu, sem er þögul og hlustar stanslaust á tónlist dægurlagasöngkvenna, sem hún getur svo hermt nákvæmlega eftir. Hún Siddý, átvagl úr næsta húsi, er svona næstum því heimilis- föst þar líka - jafnvel þótt þessar þijár konur virðist í fljótu bragði ekki eiga neitt sameiginlegt. Raggi saggi, elskhugi Möllu í augnablikinu, sveiflar sér inn á heimilið og augu hans fyllast af dollaramerkjum þegar hann heyrir Lóu syngja. En Símon, sem upp- haflega kemur til að koma mæðg- unum í símasamband við umheim- inn, hrífst af þögn hennar. Þetta er undarlegur heimur fíkla; Malla er ástar- og áfengisfík- ill, Siddí matarfíkill, Raggi gróðaf- íkill - en ekkert þeirra fær nokk- urn tímann nóg. Það þarf stöðugt stærri og áhrifaríkari skammta til að fylla upp í tómið sem innra með þeim býr. Ekkert þeirra hefur áhuga á neinu öðru en fíkn sinni og þótt svo heiti að þessar persón- ur umgangist hver aðra, er ein- semd þeirra og sambandsleysi við aðra himinhrópandi. Unga fólkið, Lóa og Símon, eru líka þjökuð af þessari einsemd en hafa náð að fylla tómið með leiðum sem ekki eru eins sjálfseyðandi og hjá þeim sem eldri eru. Lóa með tónlistinni, Símon hefur áhuga á ljósum og hefur þegar fengið sitt fyrsta verkefni við lýsingu. Hann vill lýsa upp heiminn; hann vill út úr myrkrinu sem einkennir þann heim sem þau Lóa lifa í. Hún vill syngja sig út úr því. En söngurinn er aðeins fyrir hana sjálfa. Taktu lagið, Lóa er ákaflega vel skrifað verk; að mínu mati besta verk Cartwrights. Persónur hans eru hér dýpri og margþættari en í öðrum verkum. Þær lifa í ímynd- uðum heimi, blekkingarheimi, draumaheimi, sem er svo stjarn- fræðilega langt frá veruleikanum. Samskiptamynstur þeirra helgast af einsemd hvers og eins og blóð- ugri baráttu við að halda lífí í því sjálfskaparvíti sem persónurnar hafa fest í. Á ytra borði eru þetta tilfinningalausar, gráðugar og orð- hvatar subbur - en Cartwright gefur áhorfandanum fljótlega gægjugat niður í kviksyndi sárs- auka, sorgar, vonbrigða og ein- semdar. Líf þeirra hefur ekki þró- ast í glansmyndaformi. Samt eru þetta ekki vondar manneskjur; bara óheppnar í vali á helvíti hér á jörðinni. Það val er auðvitað ekki meðvitað. Það segir til dæmis engin ung stúlka: Ég ætla að eign- ast bam sem ég ætla að svívirða stanslaust í orði, vanrækja vegna sérstæðs áhuga míns á áfengi og karlmönnum - og bara gera allt sem ég get til að eyðileggja það. Malla hefur sjálf verið eyðilögð. Hún kann ekkert annað. Þótt Cartwright sé ekkert að velta sér upp úr ástæðum hennar, er ljóst að hún hefur sjálf verið eyðilögð og það er ekki hægt annað en að fínna til með þessari konu. En þótt verkið fjalli um nístandi sársauka, djúpa sorg, sambands- leysi og einsemd er það hrikalega fyndið. Textinn sem Cartwright leggur í munn persónum sínum er svo einkennandi fyrir örlög þeirra. Þær eru kaldhæðnar og fyndnar, gera grín að sjálfum sér og hver annarri. Oft ómeðvitað en stundum líka meðvitað; hláturinn er jú ein leið til að afbera lífið. Leikurinn er hreint út sagt frá- bær. Ég sá sjálfa verðlaunasýning- una í London árið ’93 og verð að segja að mér fannst sú uppsetning á þessu fína verki fremur leiðinleg. Hér kveður heldur betur við annan tón. Þessi uppfærsla er mun ágengari; nákvæmnin í svipbrigð- um og hreyfingu er svo mikil að persónumar eru afhjúpaðar hvað eftir annað. Bilið milli blekkingar og vemleika er alltaf ljóst. Áhorf- andanum er ekki hlíft við sársauk- anum og húmorinn er unninn af mikilli nákvæmni; verður hvergi groddalegur né farsakenndur. Þetta eru fyrst og fremst mann- eskjur. I hlutverki Möllu er Kristbjörg Kjeld og víst er að hún vinnur hér enn einn stóran leiksigur. Malla er meira og minna drukkin alla sýninguna; eyðilegging hennar á sjálfri sér og öðrum er orðin svo mögnuð að það getur ekki endað öðmvísi en í ijúkandi bmnarústum. En það er sama hversu allt er von- laust í kringum Möllu, hún er allt- af sama skvísan; drykkjusjúk, full- orðin kona úr botnfalli bresks sam- félags. Klæðaburðurinn og heysát- an á hausnum á henni em „vúl- ger,“ jafnvel þótt útlit Möllu sé það eina sem eftir er af stoltinu og sjálfsvirðingunni. Kristbjörg leikur snilldarlega á alla strengi þessarar persónu; skilar örvæntingunni sem býr undir allri kerskninni óað- fínnanlega, gengur aldrei of langt í „grótesku" hennar. Textameð- ferðin er frábær (sama í hvaða ástandi Malla er) á þeim fyndna og skemmtilega texta sem hún hefur. Allar hreyfingar og svip- brigði em unnin af þvílíkri ná- kvæmni að unun er á að horfa. Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur dótturina, Lóu; þessa döpm og þegjandalegu ungu stúlku sem fer eiginlega aldrei út úr húsi - og má þá jafnvel sleppa þessu „eigin- lega“. Ólafía Hrönn skilar þessari einmana, vonsviknu og feimnu stúlku sem nokkuð sterkum per- sónuleika. Líf hennar einkennist af söknuði eftir föðurnum sem er látinn - annað hreyfir ekki við henni. Enginn annar á nokkur ítök í henni. Það er styrkur hennar gagnvart umhverfinu. Allt þar til hinn ámóta þögli Símon kemur inn í líf hennar. Hann er góður og þögull, eins og hún segir föður sinn hafa verið. Hún er ömgg í návist hans og þorir að leyfa honum að snerta tilfinningar sínar. En þar kemur að Raggi saggi fær Lóu til að syngja opinberlega og þá kemur styrkur hennar hvað best í ljós. Þótt hringlað sé með hana um tíma, er það Lóa sem setur mörk- in. Hún kann að stoppa og setja landamæri - og því er ljóst að hún á einhveija von sem manneskja þrátt fyrir umhverfí sjálfseyðingar. Lóa er sú persóna sem samúðin er með frá byijun og Ólafía Hrönn leikur mjög fallega á viðkvæmustu strengi hennar. Söngur hennar er sériega áhrifaríkur og það þarf lík- lega steinhjarta til að hrærast ekki í því atriði. Lóa er aldrei feimnari en þar sem styrkur hennar er mestur. Ragnheiður Steindórsdóttir leik- ur átvaglið og fítubolluna Siddý. Hún huggar sig með mat og sykri; stekkur í sykurkarið við minnsta uppnám. Það var hreint ótrúlegt að sjá Ragnheiði í þessu hlutverki, svo hrikalegt er gervi hennar. Siddý segir ekki margt en túlkun Ragnheiðar á þessari fullkomlega vonbrotnu konu, með svipbrigðum og líkamstjáningu verður mér ógleymanleg. Ég held að óhætt sé að segja að þetta hlutverk sé ann- ar leiksigurinn í þessari sýningu. Pálmi Gestsson leikur Ragga sagga. Raggi er „megatöffari" sem er að leita að „talentum" í skemmtibransanum. Hann kann enga aðra leið til að vinna fyrir sér en þá að nota aðra. Pálmi leik- ur Ragga geysivel; það fer ekkert á milli mála hver hann er: Gamall sukkari, sem hefur enga samlíðan með þeim sem verða á vegi hans. Hann notar og misnotar fólk í eig- in þágu - og til.þess þarf vissan sjarma. Þessum persónuleika skil- ar Pálmi óaðfinnanlega - og fínnst mér þetta einhver besta vinna sem ég hef séð á hlutverki hjá Pálma. Hilmar Jónsson leikur Símon sem gerir við síma og er feiminn og þögull, með áhuga á ljósum. Hilmar túlkar þennan „til baka“ dreng svo fallega og vel að manni þykir vænt um Símon frá fýrstu mínútu. Ég held að ljóst megi vera að Hilmar er einn af okkar sterk- ustu leikurum af yngri kynslóð- inni. Hlutverk hans eru unnin af þvílíkri nákvæmni og hæfni að maður hlýtur að fara að spyija hvenær hann verður settur í burð- arrullu. Róbert Amfinnsson leikur annan símamann og klúbbeigandann Bú. Sá er ansi mikið í bleikum jakkaföt- um og það undirstrikar þennan yfír- borðskáta karl mjög vel. Róbert skilar honum þannig að ljóst er að undir kátínunni er auðn - rétt eins og undir hárkollunni hans. Þetta er lítið hlutverk en vel unnið. Þýðingin er mjög góð; orðaleikir vel ofnir saman og húmorinn í text- anum skilar sér ótvírætt. Tónlistin er í höndum Jóns Ólafssonar, vel útsett og leikin. Sjálfur fer Jón með hlutverk hljóðfæraleikarans í klúbbnum, Manólítós, og gerir það mjög vel. Leikmyndin er hreint út sagt frá- bær. Hún er hugvitssamlega hönn- uð inn í þetta litla rými; skiptingar milli heimilis Möllu og klúbbsins eru framkvæmdar á augnabliki svo aldrei verður dauður punktur í sýn- ingunni. Heimili Möllu er ákaflega raunsæislegt - og vægast sagt skrautlegt, eins og konan sjálf, þótt hvergi sé gengið of langt, hvorki í ofhlæði né subbuskap. Lýs- ingin er mikil og flókin á þessari leikmynd, en hvergi uppáþrengjandi heldur vönduð og þótt maður staldri við hana á stöku stað, er það vegna þess hversu hugvitssamlega hún er unnin. Búningamir era heill heimur út af fyrir sig. Maður sér ekki fólk í svona fatnaði nema í Bretlandi hjá fólki sem hefur sjálfseyðingu að lífsstefnu. í rauninni er þetta ofsa- lega „smart" fólk, en drottinn minn hvað það á langt í land með að vita hvað klæðir það og hvað hæfír aldri þess og útliti. Búningamir gefa mjög sterka mynd af hveijum persónuleika fyrir sig og gefa skýra mynd af fólki sem er að reyna að bögglast við að lifa, þrátt fyrir allt; skýra mynd af heimi sem er dálítið falinn í hveiju samfélagi. Leikstjómin er eins vönduð og nákvæm og allt annað í þessari sýningu. Ég held að ekki sé úr vegi að fullyrða að leikstjórim; hafi sannað tilverarétt sinn í leikhúsi all-rækilega með þessari sýningu. Þótt mér hafi þótt Bar-Par, eftir sama höfund, í leikstjóm Hávars aldeilis frábær, er þetta kannski í fyrsta sinn sem mér finnst hann hafa unnið leikstjómarsigur. Þetta er mun flóknara, dýpra og merki- legra verk. Ég óska aðstandendum sýn- ingarinnar til hamingju með frá- bæra sýningu og ráðlegg fólki að láta hana ekki framhjá sér fara. Verkið hefur svo mikið að segja okkur um manneskjuna og sýningin er sýnishom af leikhúsi í háum gæðaflokki. Súsanna Svavarsdóttir I I 1 I I i I i I I I í I I í I I í i Bláir tónar MYNPLIST StöAIakot MÁLVERK HANNA GUNNARSDÓTTIR Opið daglega kl. 14-18 til 12. febrúar. Aðgangur ókeypis LANDIÐ á sér mikilvægan sess með þjóðinni sem hér býr, ekki síst í menningarlegu tilliti. Á svip- aðan hátt og sagan er grundvöllur bókmennta okkar hefur landið örð- ið undirstaða myndlistarinnar; landslagsmálverkið hefur lengst af verið einn sterkasti meiður hins íslenska myndheims. Rúmri öld eftir að innlendir listamenn tóku að leita til landsins eftir myndefn- um sínum eru margir listamenn enn á þessum slóðum, og víða í landslagsmálverkinu má enn finna ónumið land. Ýmsir hafa orðið til þess að bregða nýju ljósi á viðfangsefnin í gegnum nýstárleg og oft persónu- leg vinnubrögð, og framþróum fjöl- breyttra stíltegunda hefur haft sitt að segja fyrir landslagsmálverkið. En jafnframt slíkum nýgræðingi er hefðin á þessu sviði einnig afar sterk; hér kemur fyrst og fremst til staðarval, þar sem ákveðnir gimsteinar náttúru landsins heilla flesta sem þá sjá, og síðan vinnsla birtunnar í síbreytileik árstíða og veðrabrigða, sém gefur óþijótandi möguleika fyrir dugandi listafólk, eins og öll listasaga okkar á 20. öld sýnir ótvírætt. Hanna Gunnarsdóttir byggir á þessari hefð. Myndefni frá Þing- völlum, Snæfellsnesi, Sprengisandi og Vestfjörðum era alvanalega HANNA Gunnarsdóttir: Hrafnabjörg. undirstaða listamanna, sem vilja koma fram eigin sýn á landið. Síð- an ræður úrvinnslan hvort bryddað er upp á einhveiju nýju, sértæku og persónulegu í framsetningunni. Hanna stundaði myndlistamám í Reykjavík, London og Múnchen áður en hún lauk námi í innanhúss- hönnun og myndlist frá háskóla í Bandaríkjunum 1978. Hún hefur tekið þátt í nokkram samsýningum erlendis, en hér er á ferðinni fjórða einkasýning hennar í Reykjavík. Listakonan sýnir að þessu sinrti sextán olíumálverk, þar sem við- fangsefnin eru flest frá kunnugleg- um stöðum. Hanna hefur gefið sýningunni yfirskriftina „Bláir tón- ar“, og er það í fullu samræmi við hina ríkjandi liti í verkunum; blámi fjarlægðarinnar, ljósaskiptanna og sumarþokunnar era ráðandi í flest- um myndanna. Þetta kemur skýrt fram í verk- um eins og „Hrafnabjörg“ (nr. 1) og „Frá Vestfjörðum" (nr. 6), en í hinu síðamefnda fer listakonan afar vel með þá mildu birtu, sem * ræður ríkjum í þokunni. í nokkram tilvikum bregður þó út frá þessu almennasta sjónarhomi til lands- ins. Málverk eins og „Bæjarhóll- inn“ (nr. 7) og „Veðrabrigði“ (nr. 9) sýna meira af litadýrð veðra- breytinga himinsins, og þá um leið smæð mannsins gagnvart um- i hverfi sínu. Þessi síðastnefndu málverk era ef til vill hin áhugaverðustu á sýn- ingunni, en þrátt fyrir þau er hefð ' landslagsmálverksins sterkasti þáttur heildarinnar. Verklagið er fyrir hendi, en framkvæðið vantar til að skapa sérstaka sýn á landið. Hér era á ferðinni vel gerðar mynd- ir, sem þó skortir þann lífsneista, sem greinir áhugaverða myndlist frá einfaldri myndgerð. Án þess neista verður engin sýning eftir- minnileg þegar hún hefur verið yfirgefin. Eiríkur Þorláksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.