Morgunblaðið - 04.02.1995, Side 56

Morgunblaðið - 04.02.1995, Side 56
MORGUNBLADW, KRINGIAN 1, 103 REYKJAVlK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Rætt um stækkun álversins í Straumsvík sem kosta mun 10 milljarða Um 200 manns fengju störf við framkvæmdir UM 200 manns fengju atvinnu við framkvæmd- ir vegna stækkunar álversins í Straumsvík, en formlegar viðræður eru nú hafnar milli ís- lenskra stjórnvalda og svissneska fyrirtækisins Alusuisse-Lonza um möguleika á stækkun ál- versins. Náist samningar um stækkunina ættu framkvæmdir að geta hafist síðar á þessu ári. Flutningur á nýlegum kerskála í eigu þýska álfyrirtækisins VAW er einn af þeim kostum sem sérstaklega hafa verið kannaðir, en bygg- ingartími slíks álvers er um tvö ár. Leiði viðræð- urnar til jákvæðrar niðurstöðu ætti því nýr ----'kerskáli að geta tekið til starfa síðari hluta ársins 1997. Áformað er að hinn nýi kerskáli rísi milli núverandi kerskála og Reykjanes- brautarinnar. 60% aukning framleiðslunnar Um yrði að ræða 60% aukningu á álfram- leiðslu við Straumsvík, eða um 60 þúsund tonn, en núverandi framleiðslugeta ÍSAL er 100 þús- und tonn á ári, og er áætlaður kostnaður við stækkunina um 10 milljarðar króna. Viðbótar- starfslið í Straumsvík þegar skálinn væri risinn yrði 100-120 manns. Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Lands- virkjunar, segir að orkuþörf þeirrar viðbótarál- framleiðslu sem rætt er um í Straumsvík sé á bilinu 800 til 900 gígawattstundir, en það sam- svarar nánast allri þeirri umframorku sem nú er til í landinu. Því þyrfti ekki að bæta við orku- framleiðsluna hér á landi strax, en hins vegar þyrfti að gera það mjög fljótlega. Stækkun álversins í Straumsvík hefur áður verið til umræðu, en af hálfu viðsemjenda ís- lenskra stjórnvalda hefur það til þessa ekki verið álitinn fýsilegur kostur. Geir A. Gunnlaugsson, stjómarformaður Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar, segir að í viðræðunum við Alusuisse-Lonza sé verið að ræða um fjárfest- ingu upp á um 150 milljónir dollara, á meðan nýtt álver kosti um 1.000 milljónir dollara. Hann segir að ákvörðun um stækkun álversins sé því miklu minni ákvörðun en ef ráðist yrði í byggingu nýs álvers. ■ Tíumilljarðafjárfesting/12 Steinhús fleyguð af sökklinum ÞRÍR innlendir aðilar hafa kom- ið þeim ábendingum til sveitar- stjórans í Súðavík, Jóns Gauta Jónssonar, að hægt sé að flytja steinhús af hættusvæðum í byggðinni með því að taka þau af sökklunum. Jón Gauti segir að aðferðinni hafi verið beitt með góðum ár- angri í Svíþjóð við að flytja hús af jarðsigssvæðum. Er um að ræða svissneska tækni, að hans sögn, sem felst i því að losa húsið af sökkli sínum með kerfi vökvafleyga. „Þessar ábendingar gefa til- efni til þess að þær verði kann- aðar frekar og að mínum dómi er eðlilegast að Ofanflóðasjóður geri það enda stendur upp á hann í hugum fólks að kaupa þessar eignir,“ sagði Jón Gauti. Formaður VSÍ um launahækkanir Svigrúmið 2-4% á ári næstu tvö ár VINNUVEITENDUR leggja áherslu á að svigrúm sé til 2-4% launahækk- ana á ári næstu tvö árin í þeim samn- ingaviðræðum sem nú standa yfir. Þetta kom fram hjá Magnúsi Gunnarssyni, formanni Vinnuveit- endasambands íslands. Hann sagði að gert væri ráð fyrir 3,6% launa- hækkunum í OECD-löndunum. Þetta sé mikil breyting fyrir fyrirtækin frá síðasta samningstímabili og það sé ljóst að atvinnulífið sé að taka á sig verulegar byrðar. Magnús sagði að í meginatriðum —>-séu allir sammála um að viðhalda stöðugleikanum, fjölga störfum, styrkja samkeppnishæfni atvinnu- lífsins og reyna að auka kaupmátt. Viðræður um helgina í gær hófust samningafundir í húsnæði ríkissáttasemjara milli vinnuveitenda og nokkurra aðildar- félaga og sambanda innan Alþýðu- sambands Islands. Rætt er um samn- ing til tveggja ára eða til ársloka 1996. Gert er ráð fyrir að viðræðum verði haldið áfram um helgina. Full- trúar Samiðnar, Verslunarmannafé-. lags Reykjavikur, Landssambands ís- Ienskra verslunarmanna og Iðju, fé- lags verksmiðjufólks, funduðu í gær, —cn í dag eru ráðgerðir fundir með Rafiðnaðarsambandinu, Samiðn og forystu Verkamannasambandsins. ■ Rætt um/6 ♦ ♦ ♦ Færeyingar fá 5.000 tonn SAMIÐ var um aflaheimildir Fær- eyinga hér við land á fundi þjóðanna sem haldinn var í Reykjavík í gær. ^ills verður þeim leyfilegt að veiða hér 5.000 tonn af botnfiski nú, en það er þúsund tonnum minna en heimildir þeirra voru. Ivan Johannesen, sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, segist sáttur við niðurstöðuna. I raun sé um hreina gjöf að ræða, því ekkert komi á móti. ■ AflaheimiIdir/4 Sjávarútvegsráðherra kynnir lög um umgengni um auðlindir sjávar Frystiskipum fjölgi ekki til aldamóta í DRÖGUM að lagafrumvarpi sjáv- arútvegsráðherra um umgengni um auðlindir sjávar sem kynnt hefur verið í ríkisstjórn og þingflokkum, er lagt til að breytingar verði gerð- ar á lögum um fullvinnslu botn- fiskafla um borð í vinnsluskipum, þannig að fram til næstu aldamóta verði skipum ekki fjölgað. Þetta þýðir í raun að fjöldi frystiskipa myndi standa í stað næstu fimm árin. í rökstuðningi með frumvarps- drögunum er minnt á að þorskafli hafi dregist verulega saman á und- anförnum árum og ekki sé að vænta verulegrar aukningar í þorskveiði á næstu árum. Með hliðsjón af þessum samdrætti þyki eðlilegt að stöðva fjölgun fullvinnsluskipa um tíma. Ráðherra geti þó vikið frá þessu banni, farist skip með fullvinnslu- leyfi eða verði fyrir altjóni. Jafnframt er lagt til að frestað verði til 1. janúar árið 2000 að skylda eldri fullvinnsluskip til að nýta allan afla og fiskúrgang, þar sem í Ijós hafi komið að eldri skip hafi fæst möguleika á að sinna slíkri skyldu án verulega kostnaðarsamra breytinga. Fiskistofa upplýsi um brot í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að lögfest verði bann við að henda fiski í hafið. Ráðherra geti þó með reglugerð heimilað að varp- að sé fyrir borð innyflum, hausum, afskurði og öðru sem fellur til við verkun eða vinnslu afla um borð, enda verði þessi úrgangur ekki nýtt- ur með arðbærum hætti. Meðal annarra atriða sem nefna má í frumvarpi sjávarútvegsráð- herra, er að bátum undir 30 brúttó- tonnum að stærð verði óheimilt að stunda veiðar með þorskfisknetum frá 1. nóvember til loka febrúar. ► Oheimilt verði að hefja veiðiferð án þess að skip hafi veiðiheimildir í þeim tegundum, sem líklegt er að fáist í veiðiferðinni. ► Fiskistofu verði heimilt að áætla viðbótarafla á skip, víki aflasam- setning þess verulega frá aflasam- setningu annarra skipa, sem stunda hliðstæðar veiðar. ► Að skylt verði að draga reglu- lega veiðarfæri sem skilin eru eftir í sjó, svo sem net og línu. Heimilt verði að draga upp veiðarfæri sem ekki er sinnt, á kostnað eigenda, en selja þau ef ekki er vitað um eiganda. ► Fiskistofa skal birta opinber- lega upplýsingar um sviptingu veiði- heimilda. Tilgreina skal þar heiti skips, skipsskrárnúmer, útgerð þess, tilefni leyfissviptingar og til hvaða tímabils sviptingin nær. ► Fiskistofa skal birta reglulega upplýsingar um þau skip sem hafa veitt umfram aflaheimildir og upp- lýsingar um álagningu gjalds vegna ólögmæts sjávarafla skips. Morgunblaðið/Þorkell KLAKABUNKAR voru víða í Reykjavík í gær og átti fólk erfitt með að fóta sig, jafnt ungir sem gamlir. Morgunblaðið/Kristinn JON Baldursson yfirlæknir og Kristín Jónsdóttir Íýúkrunarfrædingur búa um handleggs- brot á slysadeild í gær. Fjölmörg hálkuslys MJÖG mikið álag var á slysadeild Borgarspít- alans í gær og í gærkvöldi höfðu yfir 90 manns leitað þangað. Erillinn var bein afleiðing af hálkunni sem var gífurleg og lúmsk á öllum gangstéttum og götum, öðrum en þeim sem mest umferð er um. Ágúst Kárason, læknir á slysadeild, orðaði það svo að allir væru á hausnum og þorri þess- ara tæplega hundrað manna væri beinbrotinn eða illa snúinn. „Menn eru að snúast í hring í loftinu og lenda allavega þannig að þetta eru alls konar brot,“ sagði Ágúst og kvaðst óttast að fleirum yrði hált á svellinu í nótt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.