Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 33. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS OECD um Finnland Vill skera niður vel- ferðina Helsinki. Morgnnblaðið. EFNAHAGS- og framfarastofnun- in, OECD, telur, að ekki verði kom- ist hjá verulegum niðurskurði í finnska velferðarkerfmu. Ellegar muni erlendar skuldir þjóðarinnar þrefaldast á næstu 30 árum. Sérfræðingar OECD segja, að kreppan í finnsku efnahagslífi sé að baki og spáð 'er 4% hagvexti á þessu ári og því næsta. Samt er búist við, að atvinnuleysið verði áfram mikið. Velferðarkerfið'er talið standa efnahagslegum þrótti og þar með lífskjörum þjóðarinnar fyrir þrif- um. Telur OECD nauðsynlegt, að skattar séu lækkaðir og lög sett um hámarksútsvar sveitarfélaga. Mikil áhersla er lögð á, að eftirla- unaaldur verði hækkaður í raun. Frá því á síðasta áratug hefur þró- unin verið sú, að æ fleiri fara á eftirlaun fyrir aldur vegna ýmiss konar sérkjara. Eftirlaunaaldurinn hefur því í raun færst niður í 58 til 60 ár. Þetta gerist á sama tíma og meðalaldur Finna fer hækkandi og útkoman er því sú, að meðalstarfs- tíminn hefur minnkað. Hefur þetta kallað á stóraukin útgjöld hins opin- bera þar sem lífeyrissjóðirnir standa engan veginn undir álögunum. Morgunblaðið/RAX mm SKÁLEYJABÆNDURNIR Eysteinn og Jó- hannes Gíslasynir fengu póst og vistir í gær með Breiðafjarðarferjunni Baldri. Vegna íss var skipað upp í Ystu-Langey, síðasta spölinn var notuð 60 ára gömul trilla sem klauf skæn- Skáleyjabændur fá póst og vistir inginn örugglega. Þangað gengu bræðurnir tveggja kílómetra leið eftir björginni, á þykk- um ís, sem Eysteinn sagði að væri að verða að ágætis flugbraut, svo sterk væri hellan. Tekur Jóhannes hér við vörunum. NATO vill nán- ari samskipti við íslömsk ríki Reuter Gonzalez hyggst sitja áfram Áhyggjur af auknum óstöðug- leika á Miðjarðar- hafssvæðinu Brussel. Reuter. Atlantshafsbandalagið (NATO) hefur ákveðið að hefja viðræður við fimm ríki í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum, Egyptaland, ísrael, Marokkó, Túnis og Mári- taníu, um nánari tengsl. Er ástæð- an ekki síst ótti við þá ógn sem stafar af hreyfingum íslamskra heittrúarmanna í þessum ríkjum, að sögn heimildarmanna innan bandalagsins. Willy Claes, framkvæmdastjóri NATO, lýsti því yfir í síðustu viku að Vesturlöndum stafi jafnmikil ógn af heittrúarmönnum og kom- múnismanum á sínum tíma. Carlos Miranda, fastafulltrúi Spánar hjá NATO, sagði þó að ekki stæði til að hefja krossferð gegn íslömskum öfgamönnum. Hins vegar hefðu menn áhyggjur af auknum óstöðugleika á Miðjarð- arhafssvæðinu. „Bandalagið verð- ur að ýta undir stöðugleika í suðri,“ sagði Miranda. Frakkar og Spánveijar hafa að undanfömu lagt mikla áherslu á það innan NATO og ESB að menn beini í auknum mæli augunum að nágrannaríkjunum í suðri í stað þess að einblína á Mið- og Austur- Evrópu. Drög lögð að eldflaugakerfi Herfræðingar NATO óttast að heittrúarmenn komist yfir gjöreyð- ingarvopn úr vopnabúri Sovétríkj- anna fyrrverandi og innan NATO hafa verið lögð drög að eldflauga- varnakerfi vegna hugsanlegrar árásar frá Mið-Austurlöndum. Það hefur vakið athygli að Alsír, þar sem herforingjastjórn heyr blóðuga borgarastytjöld við sam- tök heittrúarmanna, er ekki meðal þeirra ríkja, sem rætt verður við. Herma heimildir innan NATO að það sé vegna þess að bandalagið vilji ekki láta líta svo út að það taki afstöðu með ríkisstjórninni. FELIPE Gonzalez, forsætisráð- herra Spánar, neitaði harðlega i gær ásökunum um óheiðarleika stjómarinnar og kvaðst staðráð- inn í því að sitja út kjörtímabilið, sem lýkur 1997. Gonzalez sagði þetta í stefnuræðu sinni á spænska þinginu. Þar sagði hann að Spánverjar nytu nú lengsta efnahagsstöðugleika í seinni tið, verðbólga færi þverrandi, fjár- lagahalli minnkaði og sköpuð hefðu verið 150.000 ný störf í fyrra. Stjórn Gonzalez hefur m.a. verið sökuð um að tengjast hinum svokölluðu „Baráttusveitum gegn hryðjuverkum“. Þær myrtu 27 menn á árunum 1983-87 sem voru grunaðir um að vera í skæm- liðasveitum Baska (ETA). Gonz- alez hefur neitað þessum ásökun- um en hann viðurkenndi í gær að þær hefðu skaðað ríkisstjórn- ina. Er þetta alvarlegasta kreppa sem stjórn Gonzalez hefur þurft að glíma við í þau tólf ár sem hún hefur verið við völd. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Jose Maria Aznar, réðst harkalega að Gonz- alez, sagði hann beita öllum brögðum til að sitja áfram þegar réttast væri að ganga til nýrra þingkosninga í maí, samhliða bæjar- og sveitarstjórnakosning- um og kosningum til héraðs- stjórna. Farsíma úr skrifta- stólum Róm. Reuter. I ritstjórnargrein kaþólsks tímarits á Ítalíu eru prestar hvattir til þess að skilja farsí- mana eftir fyrir utan skrifta- klefana eða slökkva í það minnsta á þeim. ítalir eru miklir farsímaunnendur og bera þá á sér nánast hvar sem er. „Hefur skynsemin yfírgefið menn Guðs?,“ sagði í leiðara febrúarheftis „Prestalífs". „Eru menn ekki færir um að átta sig á hvenær þeir geti svarað í símann og hvenær ekki? Erum við orðnir svo háð- ir farsímanum?" Tilefni leiðarans er kvörtun konu á Norður-Ítalíu sem hafði gengið til skrifta en brá illa er sími prestsins hringdi skyndilega. Sagði konan skriftamál nógu erfið þó að ekki kæmu til símhringingar í miðjum klíðum. Málið hefur vakið athygli á Ítalíu og birti dagblaðið La Repubblica skopmynd af presti í skriftastól með farsíma í hendi og undir stendur: Farðu með Faðirvorið þrisvar sinnum og þijár Maríubænir ... nei, nei, ég var ekki að tala við þig ...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.