Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 -MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR + Elskulegur faðir okkar og maðurinn minn, KÁRI GUNNARSSON bflstjóri, lést í Landspítalanum 8. febrúar. Anna Karen Káradóttir, Einar Kárason, Guðrún Edda Káradóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Camilla Einarsdóttir og aðrir aðstandendur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÁSGEIRSDÓTTIR, Aðalstræti 17, ísafirði, lést í Fjórðungssjúkarbúsinu á ísafirði 5. febrúar. Jarðsett verður frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 11. febrúar kl. 11.00. Margrét Kjartansdóttir, Rannveig Kjartansdóttir, Guðmundur E. Kjartansson, Bryndís Jónasdóttir, Ásgerður Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR EYJÓLFSDÓTTUR, Birkihæð 6, Garðabæ, fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 10. febrúar, kl. 10.30. Sigurður J. Helgason, María Sigurðardóttir, Helga Sigurðardóttir, Maríus Ólafsson, Jóhann Þór Sigurðsson, Júlíana Gunnarsdóttir og barnabörn. + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ZOÉGA, Bankastræti 14, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Barnaspítala Hringsins. Hanna Zoega, Guðmundur Ágúst Jónsson, Jón Gunnar Zoéga, Guðrún Björnsdóttir, Anna Sigrfður Zoéga, Nanna Guðrún Zoéga, Lárus Johnsen Atlason, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum, nær og fjær, sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát, minningarathöfn og jarðar- för mannsins míns og föður okkar, - ÓLAFS SVEINSSONAR bónda á Grund, Reykhólahreppi. íbúum Reykhólahrepps og öllum öðrum, sem komu við sögu vegna björgunarstarfsins á Grund, þökkum við ómeta'nlega hjálp sem aldrei gleymist. Lilja Þórarinsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Unnsteinn Hjálmar Ólafsson. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar og mágs, GEIRFINNS MAGNÚSAR ÞÓRHALLSSONAR, Ásgarði, Svalbarðsströnd. Sérstakar þakkir til Kvenfélags Svalbarðsstrandar. Kristján Þórhallsson, Tómas Þórhallsson, Sigrún Pálsdóttir, Jón Árni Þórhallsson, Þuríður Sigurvinsdóttir. HELGIGESTSSON + Helgi Gestsson fæddist á Saurbæ á Rauðas- andi 14. ágúst 1900. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 31. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Runólfsdóttir og Gestur Jósepsson. Helgi giftist Sig- ríði I. Brynjólfs- dóttur 1938. Börn hans eru: Ingiberg- ur Gestur, f. 1939, Sigríður Bryndís, f. 1940, Jós- ep Helgi, f. 1941, Jónína Þóra, f. 1946, d. 1992, Hrönn, f. 1949, Einar, f. 1950, Kristrún, f. 1957. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ÖRFÁ kveðjuorð og hjartans þakk- ir til þín, Helgi minn. Ég þakka þér föðurlega umhyggju sem þú sýndir mér. Seinna varðst þú mér ákaflega góður tengdafaðir. Það var 1950 sem Helgi og Sigga og börnin fluttust frá Pat- reksfirði til Reykjavíkur og keyptu húsið við Bergstaðastræti. Okkur krökkunum í hverfínu þótti gaman að fá nýja leikfélaga í hópinn. Það var alltaf opið hús hjá Helga og Siggu fyrir ættingja og vini að vestan, sem áttu erindi til Reykja- víkur. Eitt af uppáhaldsverkefnum Helga var að hjálpa fólki sem hafði lent í erfiðleikum í lífinu. Helgi átti bara einn bróður, Guðmund, og voru þeir alltaf ákaf- lega samrýndir. Það var svo gaman að hlusta á Helga segja frá upp- vexti þeirra í Kolsvík. Þeir bjuggu við sára fátækt eins og flestir landsmenn upp úr aldamótum. Skuggi kreppunnar var ekki langt undan og varð Helga tíðrætt um kreppuárin og lífsbaráttuna þá. Þeir bræður voru miklir framsýnis- menn, t.d. þegar þeir keyptu fyrstu bátsvélina sem kom til Kolsvíkur. Þá gerðu sumir grín að þeim fyrir að vera svo latir að nenna ekki að róa til fískjar. Eða þegar ung- mennafélagið safnaði fyrir útvarpi. Þeir fóru nokkrir félagar gangandi í kaupstað og keyptu útvarpið og báru til skiptis á bakinu yfír fjöll og heiðar, og var mikil gleðin þeg- ar allir söfnuðust saman að hlusta á útvarpið. Helgi var oftast beðinn að sækja ljósmóður til Örlygshafn- ar þegar þess þurfti með, hann var svo léttur á fæti. Ég hef stundum hugsað um það þegar ég hef verið á göngu á þessum stöðum í góðum gönguskóm, hvernig það hefur verið að ganga þessi grýttu fjöll, illa skóaður á okkar mælikvarða í dag. Ég hef ekki kynnst vinnusamari manni. Helgi var ekki að eyða timanum í svefn, mest 4-5 tíma á sólarhring. Hann fór til Reykja- víkur og tók próf í húsasmíði við Iðnskól- ann, og eftir hann standa mörg hús á Vestfjörðum, í Reykjavík og víðar. Helgi fylgdist svo vel með tækni og framför- um og þegar fyrstu þvottavélamar komu til Patró var ein þeirra handa Siggu. Hann keypti fyrstu vélsögina sem kom til Patreksfjarðar, en stuttu seinna var honum bannað að nota hana, því hún tæki of mikið rafmagn. Svo þegar Helgi fór að vinna við byggingu sjúkrahússins fékk hann leyfí til að nota vélsögina, og þá sáu menn að þetta var kostagripur. Hann steypti fyrsta steinloft sem steypt var í hús á Patreks- fírði. Það höfðu ekki margir trú á að það væri hægt. Svona mætti lengi telja upp nýja tækni sem hann tileinkaði sér við byggingar. Þeir bræður keyptu saman Kol- svíkurjörðina og bjuggu þar í nokk- ur ár með foreldrum sínum og fyöl- skyldu Gumma. Eitt sumarið fór Helgi á síld og Gummi sá um búið. Síldartekjurnar dugðu fyrir efni í húsið sem þeir byggðu á Króknum á Patreksfírði. Seinna byggðu þeir sér sitt húsið hvor á Stekknum. Helgi var ákaflega bókelskur maður. Ég man eftir að á sunnu- dögum var bókin aldrei langt und- an, og svo þessi brennandi áhugi á stjórnsýslu og öllu því sem var að gerast í þjóðlífínu. Eg kvéð þig, elsku Helgi minn, með þessum fátæklegu minningar- brotum. Takk fyrir allt og allt. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Bliðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (S.Kr. Pétursson) Sigríður. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með þessum erindum kveð ég þig, elsku afi minn. Sylvía. GUÐLAUG EIRÍKSDÓTTIR + Guðlaug Eiríksdóttir fædd- ist í Hlíð í Lóni 19. ágúst 1894. Hún lést á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði 25. janúar síðast- liðinn. Útför Guðlaugar var gerð frá Heydalakirkju í Breiðdal 2. febrúar sl. HÚN amma Guðrún hafið dvalist á Sjúkrahúsinu Jl Seyðisfirði frá 1992 í mjög góðu yfirlæti og naut hún þar einstakrar hlýju og velvild- ar starfsfólksins, sem ég varð vitni að síðastliðin tvö sumur er ég heimsótti hana. Mér er minnisstætt sem það hefði gerst í gær þegar ég fór sex ára gömul austur að Ormsstöðum JOHANN SIGURPALL SIGURÐSSON -I- Jóhann Sigurpáll Sigurðs- ' son fæddist á Gásum í Glæsibæjarhreppi 15. janúar 1922. Hann andaðist á heimili sínu Ilóli, Hauganesi, föstu- daginn 27. janúar síðastliðinn. Útför Jóhanns fór fram frá Stærri-Arskógskirkju 2. feby- úar sl. Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, fjör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur lítii bóla, hverfull reykur. (B. Halld.) Þegar við fengum hringingu út og okkur tilkynnt að afi hafi látist um morguninn, var okkur mjög brugð- ið. Hann afi í Hóli sem var svo hress í haust þegar við kvöddum hann. En við huggum okkur við að eiga mikið af minningum um góðan afa. Afi var mikill fjöl- skyldumaður og naut þess að hafa alla fjölskylduna í kringum sig. Hann var líka þannig að hann gat aldrei verið aðgerðalaus, þurfti alltaf að hafa eitthvað að gera. Elsku amma, við hugsum til þín á þessari stundu og biðjum algóðan guð að vera með þér og veita þér styrk. Elsku afi hafðu þökk fyrir allt. Þín minning lifir. Ég gestur er í heimi hér tíðin líður, það ei bíður. Senn ég heim til feðra fer. (V. Briem) Jónína Sigrún, Austurriki, Sigrún Anna, Bandaríkjunum. til ömmu, afa og Siggu frænku. Amma er mér sérstaklega minnis- stæð þar sem hún er að bjástra í eldhúsinu með fínu svuntuna sína og fallegu flétturnar. Það var allt- af svo notalegt og spennandi. Hún sagði mér frá æsku sinni, frá Reykjavíkurdvölinni og síðast en ekki síst frá Kaupmannahafnar- dvölinni. Hún hélt til Danmerkur árið 1913 að beiðni landshöfðin- gjafrúarinnar til að vera hjá dóttur hennar Elínu Magnúsdóttur og manni hennar Júlíusi Guðmunds- syni. Þau bjuggu við Villemo- segade í Kaupmannahöfn. Ári eftir að amma kom til Hafnar eignuð- ust þau Elín og Júlíus dreng, Agn- ar (faðir Guðrúnar, Hans, Elínar og Júlíusar). Amma var hjá þeim hjónum í þrjú og hálft ár. Þótti mér ákaflega heillandi þegar hún talaði um dönsku manna- og götu- heitin og kom með þennan fallega danska hreim. Oft var ég úti við með afa og þótti mér mikið til um þegar afi bölvaði hressilega ef eitthvað fór úrskeiðis og apaði ég það allt eftir honum orðrétt. En þegar inn í bæ var komið var aldrei sagt ljótt orð, a.m.k. minnist ég þess ekki. Amma sagði aldrei styggðaryrði við nokkkum mann eða talaði illa um samferðarmenn sína. Ömmu mun ég alltaf minnast fyrst og fremst sem Ömmu með stórum staf og ekki síður jafnaðar- geðsins og höfðinglegs yfirbragðs hennar. Amma var sómi sinnar fjöl- skyldu og sveitar. Nú þegar amma er öll skilur sálin líkamann eftir og heldur á vit nýrra og æðri ævintýra og endurfunda við þá sem henni voru kærastir. Megi góður Guð geyma sálu hennar og eftirlifandi aðstandenda. Guðrún Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.