Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR V estmannacyj abær vill fá höfuðstöðvar íslenskra sjávarafurða iG^uMD Bíddu bara þangað til að þú ert búinn að heyra Johnseninn syngja... Formaður Alþýðuflokksins telur hægt að ná niður verði á opinberri þjónustu Vill auka samkeppni í opinberum rekstri JÓN BALDVIN Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokks- ins, segist telja að með hagræðingu væri hægt að ná fram nokk- urra prósenta lækkun á verði opinberrar þjónustu eins og orku- kostnaði, símakostn- aði, flutningskostnaði, fargjöldum og trygg- ingakostnaði. Hann vill að sett verði á stofn nefnd skipuð fulltrúum frá stjóm- völdum og aðilum vinnumarkaðarins til að finna leiðir til ha- græðingar. Hugmyndir um lækkun á verði opinberrar þjónustu er meðal þess sem fínna má í kjaramálaályktun aukaflokksþings Alþýðuflokksins. „Við nefnum sérstaklega orkuverð, símakostnað, flutningskostnað, far- gjöld og trygginga- kostnað. Almennur rökstuðningur okkar er sá að þetta eru svið sem búa ýmist við ein- okun eða fákeppni og við sláum því föstu að þegar svo háttar til þar sem ekki er um að ræða samkeppni þá gjaldi neytendur þess. Þess vegna viljum við láta skoða það sérstak- lega hvort ekki sé svig- rúm til að lækka verð þjónustunnar,“ sagði Jón Baldvin. Viljum nýta kosti markaðshagkerfis Jón Baldvin sagðist vera þeirrar skoðunar að unnt væri ná niður kostnaði við þessa þætti opinberrar þjónustu um nokkur prósent. Hann sagði að þetta yæri hægt að gera með breytingum á verði þjón- Hannibalsson ustunnar og hagræðingaraðgerðum eins og að fækka bankaútibúum. Þetta snerti einnig breytingar á rekstrarformi fyrirtækja í eigu rík- isins. „Við teljum yfirleitt rétt að nýta kosti markaðskerfisins hvar sem því verður við komið. Við erum t.d. þeirrar skoðunar að það eigi að breyta ríkisbönkunum í hluta- fjárbanka," sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin sagði að til skemmri tíma litið væri hægt að ná fram hagræðingu á verði opinberrar þjónustu með ýmsum aðhaldsað- gerðum. Til lengri tíma væri hins vegar hægt að ná fram hagræðingu með því að breyta rekstrarformi fyrirtækja í eigu ríkisins. Um það hefði Alþýðuflokkurinn margsinnis gert samþykktir á landsþingum. Jón Baldvin sagði að hugmynd Alþýðuflokksins væri að þessi nefnd stjórnvalda og aðila vinnumarkað- arins tæki fljótlega til starfa. Starf nefndarinnar yrði hluti af gerð al- mennra kjarasamninga. Milljarður gegn atvinnuleysi „STJÓRNVÖLD geta án efa beitt sér fyrir lækkun tilkostnaðar hjá ríkisbönkunum með hagræðingu og fækkun útibúa, auk þess sem allar efnahagsforsendur hníga að því að bankavextir geti lækkað enn frekar í kjölfar raunsærra en réttlátra kja- rasamninga," segir m.a. í stefnu- yfírlýsingu aukaflokksþings Al- þýðuflokksins um leiðir til jöfnunar lífskjara í tengslum við gerð kjara- samninga. í • kosningastefnuskrá alþýðu- flokksmanna sem samþykkt var á þinginu segir að veija eigi minnst einum milljarði króna á ári í sértæk- ar aðgerðir gegn atvinnuleysi. Einn- ig vilja alþýðuflokksmenn að samið verði um launahækkanir í ákveðn- um krónutölum með sérstakri ábót til þeirra sem eru undir einhveiju ákveðnu marki í komandi kjara- samningum og að stjómyöld eigi að taka jákvætt undir framkomnar tillögur um afnám lánskjaravísi- tölunnar. Beingreiðslum tií bænda breytt í búsetustuðning Skorað er á samtök launafólks að fylgja því fast eftir í komandi kjarasamningum að neytendur njóti hagræðis af nýju GATT-samning- unum með lækkun vöruverðs og er lögð til sú kerfisbreyting að núver- andi beingreiðslum ríkissjóðs til bænda megi breyta í búsetustuðn- ing í stað framleiðslutengdra styrkja. Þá vilja alþýðuflokksmenn að hugað verði að breytingum á hús- næðiskerfinu vegna kaupa á fyrstu íbúð og sveigjanlegri lánstíma án þess þó að lenging lánstíma auki greiðslubyrði lántakenda. í kosningastefnuskrá er einnig lagt til að atvinnuráðuneytin verði sameinuð í eitt ráðuneyti og íjár- festingalánasjóðir atvinnuveganna verði sameinaðir í einn sjóð. Alþýðu- flokkurinn leggur einnig áherslu á að kosningaréttur landsmanna verði jafnaður og landið gert að einu kjördæmi. Norræna sakfræðiráðið á Islandi Fjöldi forgangs- verkefna fyrir afbrotafræðing’a Hildigunnur Ólafsdóttir ►HILDIGUNNUR Ólafsdóttir Norræna sakfræðir- áðið hefur starfað frá 1962 og hefur það meginhlutverk að styðja og styrkja rannsóknir í afbrotafræði og vera stjómvöldum til ráðgjafar um afbrotafræðileg málefni auk þess að veita upplýs- ingar um starfsemi sína og um norræna afbrotafræði. Þrír fulltrúar frá hveiju Norðurlandanna skipa stjóm ráðsins, tveir afbrota- fræðingar og fulltrúi dóms- málaráðuneytis viðkomandi lands. íslendingar fara í fyrsta skipti með for- mennsku í ráðinu næstu þrjú ár. Hinn nýi formaður er Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur og á starfstíma hennar, til loka ársins 1997, verður skrif- stofa ráðsins við Háskóla íslands. — Hver eru verkefni og hlutverk Norræna sakfræðiráðsins? „Þetta er norrænt rannsóknar- ráð sem veitir rannsóknarstyrki til einstaklinga og samvinnuverk- efna. Verkefnin geta verið um öll hugsanleg svið afbrotafræðinnar. Sakfræðiráðið vinnur að því að efia norrænar rannsóknir í af- brotafræði þannig að þær megi nýtast við stefnumörkun og við fræðimennsku á Norðurlöndum. Á fyrstu árum ráðsins var reynt að stýra verkefnunum meira en nú er gert og þá voru meðal annars styrktar rannsóknir á duldum brotum, það er hversu algeng em afbrot, hveijir fremja þau og hvers konar afbrot það em. Eftir því sem afbrotafræðin hefur elst hefur meira verið horft til þess hvaða rannsóknir eru í gangi og hvaða rannsóknum fræðimenn vilja sinna. í fyrra var til dæmis veittur styrkur til rann- sókna á afbrotum í kvikmyndum og því hvernig afbrotamenn komi fyrir í fjölmiðlaumfjöllun. Þá var t.d. styrktur vinnufundur til að ijalla um refsipólitík á Norður- Iöndum síðustu 10 ár og útgáfa kennslubókar um þolendur af- brota og til að kanna fyrirbyggj- andi aðgerðir gegn ofbeldisbrotum i norrænum stórborgum. Samfélagsgerð á Norðurlönd- um er lík þannig að norrænar rannsóknir nýtast oft og tíðum- milli landa og að einhveiju leyti var það ástæða þess að Norræna sakfræðiráðið var stofnað, auk þess að vera vettvangur fyrir sam- eiginlega úrvinnslu og samanburð. Það má segja að það sé haft að leiðarljósi í ráðinu að unnar séu samanburðarrann- sóknir' sem hafi gildi fyrir Norðurlöndun eða til að afla þekkingar á nýju sviði afbrotafræð- innar. Ráðið gefur út fréttabréf og ritröð á ensku. Árlega er haldin rannsóknarráðstefna fyrir 50-60 manns og annaðhvert ár ráðstefna með fræðimönnum og fulltrúum stjórnsýslu. Svo eru veittir styrkir til einstaklinga og samvinnuverk- efna og ferðastyrkir til fræði- manna og til gestafyrirlesara komi tvö lönd við sögu. Norræna sakfræðiráðið hefur veitt þýðingarstyrki og lagt áherslu á að þýða úr finnsku og íslensku á önnur Norðurlandamál. — Þú gegnir formennsku í Norræna sakfræðiráðinu næstu þrjú árín. Hver verða helstu verk- efni þess á þeim tíma? „Verkefni þessa árs er árleg er 50 ára afbrotafræðingur. Hún lauk prófi í afbrotafræði við Háskólann í Osló árið 1971 og hefur starfað hér á landi síðan. Hún starfar á geðdeild Landspítalans við áfengisrann- sóknir. Hildigunnur hefur setið fyrir íslands hönd í Norræna sakfræðiráðinu í sex ár sem einn þriggja fulltrúa íslands og hefur nú tekið við formennsku i ráðinu. rannsóknarráðstefna, sem verður haldin í Svíþjóð, og við stöndum að Nordisk forskerkurs ásamt Norrænu rannsóknamefndinni um vímuefni í haust. Það stendur fyr- ir dymm útgáfa bókar um refsi- pólitík og refsirétt á Norðurlönd- um. í mars verður haldinn árlegur ráðsfundur og teknar ákvarðanir um úthlutun styrkja og önnur verkefni." — Hvernig nýtast helst rann- sóknir og störf afbrotafræðinga stjórnvöldum við stefnumarkandi ákvarðanir eða við lausn einstakra vandamála? „Afbrotafræðingar afla með rannsóknum þekkingar á ein- hverju sem ekki er fyrir hendi þekking á eða leita skýringa á þróun, t.d. í hegðun afbrotamanna eða viðbrögðum samfélagsins, eðli brota; breytingum á afbrotum og nýjum refsileiðum, eins og t.d. samfélagsþjónustu. Forvarnar- starf hefur einnig verið vinsælt rannsóknarefni. Séu til víðtækar afbrotafræði- rannsóknir eiga menn auðveldara með að rökstyðja ákvarðanir og úrlausnir en hins vegar em ákvarðanir í refsipólitík pólitískar. En hafí menn víðtækar rannsóknir og þekk- ingu á viðkomandi sviði er hægt að velta fyrir sér fleiri kostum og rökstyðja hvers vegna einn er valinn frekar en annar.“ — Er eitthvert sérstakt ein- kenni á íslenskri afbrotafræði og hvað er hún helst að takast á við? „Það er erfitt að tala um ein- kenni á henni því það hefur ekki verið neinn vettvangur og engin stofnun sem sinnir afbrotafræði- legum rannsóknum hér. Það sem hefur verið gert hafa einstaklingar gert. Okkur skortir mjög rann- sóknir á þessu sviði og greinin er ekki kennd hér heldur hafa menn sótt nám til útlanda. Hvað varðar forgangsverkefni afbrotafræð- inga á Islandi má segja að þeirra bíði verkefni á flestum eða öllum sviðum. Hér hefur verið ákaflega lítið um afbrotarannsóknir." Vettvangur fyrir úrvinnslu og samanburð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.