Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aðeins gert ráð fyrir 1,9% aukningu á almennri raforkunotkun næstu 20-25 ár Finna þarf orkufrek- an markað Orkunefnd Sjálfstæðisflokksins boðaði á mánudag til opinnar ráðstefnu um mikilvægi orkulinda til að tryggja hagvöxt, atvinnu og velmegun þjóðarinnar. Frummælendur voru Helgi Bjamason yfírverkfræðingur hjá ------------n-------------------- Landsvirkjun, Ossur Skarphéðinsson um- hverfísráðherra, Edgar Guðmundsson verk- fræðingur og Benedikt Jóhannesson fram- kvæmdastjóri Talnakönnunar. EKKI er gert ráð fyrir nema 1,9% árlegri aukningi í almennri raforkunotkun hérlendis á næstu 20-25 árum, að sögn Helga Bjamasonar, yfirverkfræðings hjá Landsvirkjun. Engin þörf verði fyrir nýja orku- gjafa vegna almennrar raforkueft- irspumar fyrr en eftir 10-12 ár að óbreyttum forsendum um eftir- spum. Því þurfi að leggja alla áhersiu á að fínna raforkufrekan markað, framleiðslu á orkufrekum iðnvarningi til útflutnings og hugs- aniega útflutning um sæstreng á næsta áratug. „Við þurfum að haga virkjunar- áætlunum og undirbúningi þannig að um báða þessa kosti geti verið að ræða,“ sagði Helgi. Hann minnti á að í spá OECD um líklegt raforku- verð frá nýjum orkuverum um næstu aldamót komi fram að vatns- orka hér á landi muni geta orðið samkeppnisfær til útflutnings um sæstreng við hlið hefðbundinna orkugjafa í löndum Vestur-Evrópu. Sé þá miðað við að nýta um 20 Terawatt-stundir (TWh) á ári (ein Terawatt-stund jafngildir 1.000 Gigawatt-stundum), að meðtöldum þeim 5 TWh á ári sem virkjaðar hafa verið til þessa. Orkuver fyrir 350 milljarða Kostnaður við að reisa orkuver til framleiðslu þessarar raforku nemur um 350 milljörðum króna. Helgi segir að miðað við að meðal- orkuverð á næstu tveimur áratugum verði um 1,40 krónur á kílówatt- stund, auk 5% fjármagnskostnaðar og eðlilegs rekstrarkostnaðar virkj- ana sem sé um 0,7% af stofnkostn- aði, ættu árlegar nettótekjur af raf- orkusölunni einni að nema um 5,2 miiljörðum króna á afskriftartíma virkjana en um 26 milljörðum að afskriftartíma loknum. Með 4,5% vöxtum á fjárfestingu fáist sam- svarandi árlegar tekjur um 7,5 millj- arðar króna. „Þessar tölur eru vitaskuld settar fram með ákveðnum gefnum for- sendum, til að sýna fram á hversu mikil auðæfi felast í orkulindum okkar. Hér er hins vegar ótalinn ailur hagur sem verður til vegna þeirra atvinnumöguleika sem þessi framleiðsla skapar," sagði Helgi. Virkjunarkostir kannaðir Hann ræddi um áform um stækk- un álversins og byggingu sinkverk- smiðju og sagði að árleg tiltæk umframorka í raforkukerfí landsins, um 700 Gigawatt-stundir, muni nýtast strax ef áætlanir verði að veruleika. Að auki muni þurfa að auka orkugetu raforkukerfisins um 600 Gigawatt-stundir á ári. Stefnt sé að því að sú aukning verði gerð NYTANLEG OG HAGKVÆM VATNSORKA A ISLANDI Að teknu tilliti til helstu umhverfisþátta VESTURLAND, VESTFIRÐIR: 3.300 GWh/ári NORÐAUSTURLAND: 4.300 GWh/ári Virkjað, smávirkjanir 100 GWh/ár / ' Jökulsá á Fjöllum 3.900 GWh/ár Annað . 400 GWh/ár Hvalárvirkjun A, 1 .OOÚGWh/ár NORÐURLAND: Samantekt: Skipting virkjanakosta GWh/ári SUÐURLAND 15.100 VESTURL., VESTF. 1.100 NORÐURLAND 3.300 NORÐAUSTURLAND 4.300 AUSTURLAND 6.200 Samtals: 30.000 Virkjað í dag: 4.800 Líkleg samk.hæf valnsorka til stóriBju/úHlutnings: 25.200 Blönduvirkjun /St. Blondulóns t Vestari-Jökulsá j Austari-Jökulsá Villinganesvirkjun Skjálfandafljót 3.300 GWh/ári 650 GWh/ár 150 GWh/ár 100 GWh/ár 1.200 GWh/ár 200 GWh/ár 800 GWh/ár AUSTURLAND: 6.200 GWh/ári Lagarloss- og Grimsárirkjun 100GWh/ár Fljótsdalsvirkjun '1.200 GWh/ár St. Lagarflj.virkjúnar 200 GWh/ár Hraunavejta 900 GWh/ár Jökulsá á Brú 3.600 GWh/ár Fjarðará, annað 200 GWh/ár Hvítár- og Sogsvirkjanir: Sogsvtrkjanir 500 GWh/ár Efri-Hvíta 'Jökulfallið Stóri-Laxá ■ V 1.200 GWh/ár 400 GWh/ár 250 GWh/ár Aðrar virkjanir á Suðurl.: Markarfljót 600 GWIi/ai Skaftá-TungufIjót 1.900 GWh/ár Hverfisfljót 1.100 GWh/ár Þjórsá-Tungnaá: Búrfellsvirkjun St. Búrf.v. m. miðl.aukn. Hrauneyjalossvfrkjun Sigölduvirkjun St. Hr.eyjaf. og Sigöldu Vatnsfellsvirkjun Búðarhálsvirkjun Sultartangavirkjun Urriðafossvirkjun Neðri-Þjórsá 1.550 GWh/ár 700 GWh/ár 940 GWh/ár 660 GWh/ár 800 GWh/ár 700 GWh/ár 750 GWh/ár 900 GWh/ár 950 GWh/ár 1.200 GWh/ár Verði öll áform um stóriðju að veruleika Allt að 500 langtíma- störf gætu skapast með jarðgufuvirkjun á Nesjavöllum, orkuaukandi aðgerðum á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár, auk stækkun- ar á miðlunarlóni Blönduvirkjunar. Allt séu þetta framkvæmdir sem talið sé unnt að ljúka á tveimur til þremur árum. Verði af samningum um bygg- ingu á álveri á Keilisnesi innan eins árs sé líklegt að unnt verði að gang- setja það á árunum 2000-2002. Gert sé ráð fyrir að reisa þurfí Fljótsdaisvirkjun, Sultartangavirkj- un, Vatnsfellsvirkjun og að auiri jarðgufuvirkjun til að mæta orku- þörf þess. Helgi skýrði jafnframt frá því að þær virkjunaráætlanir sem nú er unnið að vegna hugsanlegrar lagn- ingar sæstrengs til Evrópu beinist fyrst og fremst að hagnýtingu vatnsins í Jökulsá á Fjöllum og Jök- ulsá á Brú. Þar hafí rannsóknir á sl. 15 árum leitt í ijós að varla sé unnt að virkja Jökulsá á Fjöllum vegna jarðtæknilegra ástæðna, svo og vegna jarðskorpuhreyfinga í kjöl- far Kröfluelda. Hafi áætlanir síð- ustu ára miðast við að veita ánni úr farvegi sínum við Upptyppinga inn í miðlunarlón í Amardal og það- an yrði hún virkjuð til Jökuidals og Fljótsdals með tveimur virkjunum. Jökulsá á Brú yrði virkjuð með veitugöngum til Fljótsdals frá miðl- unarlóni sunnan við Kárahnúka. Samtals sé áætlað að unnt yrði að nýta um 7.500 Gigawatt-stundir á ári til raforkuframleiðslu með virkj- un þessara fallvatna. Helgi nefndi jafnframt dæmi um hugsanleg umhverfisáhrif af virkjun þeirra, sem væru bæði til hins betra og hins verra. ALLT að 500 langtímastörf gætu skapast ef áætlanir og hugmyndir sem gerðar hafa verið um álver, virlganir, sæstreng og stækkun álversins í Straumsvík yrðu að veruleika, samkvæmt útreikning- um Edgars Guðmundssonar verk- fræðings. Mesti hugsanlegi fjöldi skammtímastarfa er áætlaður 10.000 ársverk á hvern miHjarð Bandaríkjadala í fjárfestingu. Á ráðstefnu orkunefndar Sjálf- stæðisflokksins á mánudag sagði Edgar þróunina á alþjóðlegum vettvangi sýna að frumstörfum í fjármagnsfrekum iðnaði, að minnsta kosti í álverum, hafi fækkað gífurlega mikið á síðast- liðnum aldarfjórðungi. Ekki sé unnt að sjá fyrir endann á þessari þróun. Fjöldi hugsanlegra „ígildis- starfa“ á byggingartíma fjár- magnsfrekra stóriðjuvera vegi orðið álíka þungt og í mörgum tilvikum þyngra en fjöldi framtíð- arstarfa í framleiðslu. Edgar lagði jafnframt áherslu á mikilvægi „ígildisviðskipta" í sambandi við fjármagnsfrek verk- efni, meðal annars í þeim tilgangi að huga að sköpun atvinnutæki- færa á uppbyggingartíma fjár- magnsfrekra stóriðjuvera, og leita leiða til að breyta skammtíma- störfum í langtímastörf. Hann vakti jafnframt athygli á að ekki er mikill munur á atvinnusköpun í fjármagnsfrekum stóriðjuverum og fjármagnsfrekum framkvæmd- um vegna útflutnings roforku með sæstreng, og fari þessi munur minnkandi. Mikilvægi umhverfisþáttar Geir H. Haarde, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, jagði áherslu á mikilvægi þess að ís- lendingar nýti sér þá möguleika sem orkufrekur iðnaður býður upp á og nefndi hann ísal sem dæmi um að vel geti tekist til með orkufrekan iðnað. íslendingar þurfi hins vegar að samræma stór- iðju og umhverfismál, enda sé slíkt auðvelt með nútíma ráðstöf- unum um mengunarvarnir og ann- að slíkt. Ossur Skarphéðinsson, um- hverfisráðherra, benti á að ein helsta orsökin fyrir mikilli meng- un af CO2, koltvísýringi, stafi af orkuframleiðslu með brennslu olíu og kola. Orka frá íslandi, fram- leidd með vatnsafli eða jarðgufu, tejjist því „græn“ orka. Við virkj- un fallvatna og jarðgufu skuli þó tekið tillit til umhverfisins og lagði hann áherslu á rannsóknir á um- hverfisþáttum áður en ráðist er í framkvæmdir. Fjárfesting við sinkverksmiðju áætluð nema 11,5 milljörðum Talið að hún skapi 400 manns vinnu VERÐI áform um byggingu sinkverksmiðju hérlendis að veruleika, mun fjárfesting í Gufunesi nema um tveimur milljörð- um króna, að sögn Benedikts Jó- hannessonar, framkvæmdastjóra Talnakönnunar, sem hefur verið ráð- gjafí um athuganir á sinkverksmiðju hérlendis. Fjárfesting á Grundart- anga næmi 8,5 milljörðum og viðbót- arfjárfesting þar á fyrstu fímm árum einum milljarði króna. Árleg velta yrði um tíu milljarðar króna, sem miðaðist þó við sinkverð hvers tíma. Þetta kom fram á fjölmennum fundi orkunefndar Sjálfstæðisflokks- ins um orku, umhverfi og atvinnu sem efnt var til á mánudag. Bene- dikt segir að á uppbyggingartíman- um sé reiknað með að 200 manns vinni við byggingarframkvæmdir. Tekjur af hönnunarverkefnum hér- lendis gætu numið um 500 milljónum króna, sem væri um helmingur af hönnunarkostnaði verksmiðjunnar. Erlendu samstarfsaðilamir hefðu mikinn áhuga á að íslendingar önn- uðust sem stærstan hluta af hönnun- inni. Þar af gæti vinna fyrir um 75 milljónir króna átt sér stað á þessu ári.Jafnvel innan nokkurra mánaða. Áætlaður starfsmannafjöldi yrði 100 manns í Gufunesi og rúmlega 300 manns á Grundartanga. Raf- orkusala næmi á milli 500 og 700 milljónum á ári. Skatttekjur ríkis- sjóðs af starfsmönnum og verksmiðju gætu numið um einum milljarði króna. „Rangar fréttir" Til að þetta verði að veruleika þurfi hráefnissamning, en reiknað sé með að hráefniskostnaður nemi um 60% af heildarkostnaði. Raforku- verð sé um 10-15% af kostnaði. „Gagnstætt því sem komið hefur fram í fjölmiðlum hefur ekki borið mjög mikið á milli hugmynda manna um raforkuverð. Fréttir Morgun- blaðsins um þetta efni hafa verið rangar eins og reyndar flestallar fréttir Morgunblaðsins um þessa sinkverksmiðju," sagði Benedikt. Tímaáætlunin gerir ráð fyrir að forhönnun og ýmsir samningar fari fram frá janúar 1995 til maí, en Zinc Corp. hefji þegar undirbúning. Hönnun og fjármögnun fari fram frá júní 1995 til vors 1996, og uppbygg- ing frá þeim tíma til ársins 1998 eða 1999. Stofna eigi fyrirtæki hérlend- is, íslenska sinkfélagið að líkindum, í vor. Samningum um hráefni ljúki vonandi fyrri hluta árs 1995 og samningum um raforku í vor. Rætt sé um að í upphafi nemi framleiðslan 75 þúsund tonnum á ári en aukist eftir fjögur ár í um 100 þúsund tonn. Mál Schimmelbusch Benedikt vék sérstaklega að máli Heinz Schimmelbusch, fyrrverandi forstjóra þýska stórfyrirtækisins Metallgesellschaft, sem unnið hefur að undirbúningi málsins og kom ís- lendingum m.a. í samband við Zinc Corporation of America, stærsta sinkframleiðenda í Bandaríkjunum. Fréttir hafa borist þess efnis að fyrr- um vinnuveitandi hans, MG, hafi lagt fram kæru á hendur honum vegna mikils taps á olíuviðskiptum í Banda- ríkjunum. „Ég fékk pata af því á föstudags- kvöld að Morgunblaðið ætlaði að birta frétt um þennan mann og hafði jafnframt pata af því að hún yrði mjög neikvæð. Ég hringdi í ritstjóra Morgunblaðsins og spurði með hvaða hætti hann ætlaði að segja frá þessu, og hann sagði að Morgunblaðið segði fréttir. Eg spurði hvort hann vildi ekki hafa ákveðið jafnvægi í þessu máli, þannig að bæði sjónarmiðin kæmu fram, og ég komst að því að það er ekki nokkur leið til þess að fá Morgunblaðið til að hætta við að birta fréttir. Það er ekkert sem gerir það og allra síst staðreyndir máls- ins,“ sagði Benedikt. Hann rakti síðan verðleika Schim- melbusch og heppni íslendinga að honum skyldi hafa verið vikið úr starfi hjá MG. Annars væru engin áform uppi um sinkver á íslandi og Schimmelbusch væri mikið í mun að sanna að árangur sá sem hann náði hjá MG væri engin tilviljun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.