Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 37 Hægt er að ná góðum árangri í stærðfræði Sjónarhorn Langtíma samanburðarrannsóknir á stærð- fræðinámi í Bandaríkjunum og Asíulöndum, hófust á miðjum síðasta áratug. Þetta er síðari grein Margrétar Þorvaldsdóttur í janúarblaði Science News 1987 er greint frá rannsókn sem Harold W. Stevenson og Shin-ying Lee við University of Michigan og J.W. Stigler við University of Chicago gerðu á stærðfræðikennslu í skól- um í Japan, Taiwan, og Beijing í Kína. Tilgangurinn var að finna skýringu á betri árangri nemenda í þessum löndum í fyrsta og fimmta bekk í stærðfræði, en jafnaldra þeirra í Bandaríkjunum. Þar sem munurinn virtist koma fram snemma, jafnvel í leikskóla, voru sérstaklega könnuð þjóðfélagsleg viðhorf ef þau gætu skýrt náms- árangurinn. Jákvæð afstaða og vinna lykilþáttur góðs árangurs Niðurstaða vísindamannanna var sú að lykilþáttur góðs árangurs væri viðhorf foreldra og nemenda til stærðfræðinnar. Bandarískar mæður lögðu áherslu á hæfileika en mæður í Asíulöndum töldu góð- an námsárangur afrakstur vinnu. Foreldrar og kennarar japanskra og kínverskra bama, lögðu á sig mikla vinnu og tíma til að hjálpa þeim við námið, enda virtist sú skoðun ríkjandi að hvatning örvi áhuga nemenda sem skili sér í betri árangri. I Asíulöndunum höfðu stærð- fræði og lestur sama vægi í skóla, nemendur fengu jafn marga tíma í báðum þessum námsgreinum. Aftur á móti virtust Bandarílq'a- menn ekki telja leikni í stærðfræði jafn mikilvæga leikni í lestri. Nauðsynlegt að ná góðum tökum á undirstöðuatriðum í stærðfræði Stevenson sendi bandarískum foreldrum varnaðarorð. Hann sagði að ef bandarískir foreldrar teldu færni í stærðfræði ekki mikilvæga, væri þess varla að vænta að stærð- fræðikennslan verði bætt í skólum, né að nemendurnir fái nauðsynlega hvatningu til að gefa sér þann tíma sem þarf til að ná góðum tökum á undirstöðuatriðum og leikni í stærðfræði. Skólamenn voru alls ekki sam- mála um hvaða leiðir skyldu farnar til að auka áhuga og hæfni nem- enda. James D. Fey frá University of Maryland sagði m.a. enga ástæðu til að taka upp kerfi Jap- ana, betri leiðir væru færar eins og notkun reiknivéla og tölva til að einfalda vinnu við að leysa dæmi. Æfingar og utanaðbókalær- dómur kenndi nemendum aðeins að hegða sér eins og vélmenni. Aðrir héldu því fram að „spuna- aðferðin", sem notuð hefur verið í stærðfræðikennslu í Bandaríkjun- um, en hún felst í því að nemendum eru árlega kynntar margar aðferð- ir og síðan er farið smátt og smátt dýpra í efnið ár hvert, sé ekki til að örva áhuga nemenda. Endalaus upprifjun sé ekki aðeins tímafrek, hún komi leiða inn hjá nemendum, því beri að taka upp betra skipulag og fara ítarlegar í námsefnið. Lélegur árangur sök heimila eða skóla? Tillögur til úrbóta virðast ekki hafa fengið hljómgrunn því að fjór- um árum síðar birta D.S. Crystal og Harold W. Stevenson grein i september 1991 í „Journal of Educ- ational Psychology" þar sem enn sem fyrr er vakin athygli á lakari árangri bandarískra bama í stærð- fræði en jafnaldra þeirra í Japan og Taiwan. Skýringanna segja þeir ekki aðeins að leita í kennslustof- unni heldur einnig á heimilum. Bandarískir foreldrar eru sagðir ofmeta þekkingu og fæmi bama sinna í stærðfræði miðað við mæð- ur barna Asíu. Þeir leita skýringa hjá mæðmm barna í fyrsta og fimmta bekk grunnskóla, en í Bandaríkjunum taka þessir ár- gangar reglulega stöðluð próf, þar sem könnuð er færni þeirra og framfarir. Nemendur sem fá stuðning heima sýna betri árangur Rætt var við um 2.200 mæður í þessum löndum og kom í ljós að færri bandarískar mæður töldu börn sín eiga í erfiðleikum í stærð- fræði en mæður frá Asíulöndum, jafnvel þó að árangur bandarísku barnanna væri umtalsvert lakari en hinna. Bandarískar mæður að- stoðuðu börn sín mun sjaldnar við námið en mæður frá Asíu. Banda- rískar mæður leituðu sjaldnar til annarra fjölskyldumeðlima eftir aðstoð fyrir börnin við stærðfræð- ina en mæður í Asíu. Mæður bæði í Asíu og Bandaríkjunum sögðu feðuma sjaldnast vera aðal hjálpar- hellu barnanna við heimavinnu í stærðfræði. Í Asíulöndum veita systkini gmnnskólanema systkin- um sínum oft aðstoð, í Bandaríkj- unum var það sjaldgæft. Banda- rískar mæður segja að helstu erfið- leikar í stærðfræði séu við reikning og æfingar eins og margföldunar- töfluna. Mæður frá Asíu segja erf- iðleikana tengda mun flóknari út- reikningum. Þessi munur er talinn geta stafað af því að unglingar frá Asíu fá meiri æfingar í kennslu- stundum og að meiri samvinna sé á milli nemenda og kennara. Góð samvinna heimila og skóla skilar árangri Ef árangur á að nást í stærð- fræði þarf viðhorf nemenda, for- eldra og kennara til stærðfræðinn- ar að vera jákvætt. Foreldrar þurfa að sýna börnum sínum og námi þeirra áhuga og vera tilbúin að veita þeim stuðning við heimanám. Kennarinn verður einnig að sýna nemendum einlægan áhuga og vera tilbúinn að útskýra dæmin fyrir þeim, jafnt stúlkum sem piltum. Æfingadæmi og heimanám virðist skipta máli ef taka á mið af ár- angri nemenda frá Asíu. Síðast en ekki síst þarf góð samvinna að vera á milli kennara, foreldra og nemenda. M. Þorv. Brautskrán- ing frá Há- skóla Islands EFTIRTALDIR 125 kandídatar voru brautskráðir frá Háskóla Islands laugardaginn 4. febrúar. Auk þess luku 32 nemendur eins árs námi frá félagsvísindadeild og námsbraut í hjúkrunarfræði og sex nemendur luku eins árs djáknanámi frá guð- fræðideild. Guðfræðideild Embættispróf í guðfræði (1) Hildur Sigurðardóttir Læknadeild (3) MS-próf í læknisfræði (1) Sigríður Guðmundsdóttir Námsbraut í hjúkrunarfræði BS-próf í hjúkrunarfræði (2) Kristín Þórarinsdóttir Sigrún Sveinbjörnsdóttir Lagadeild Embættispróf í lögfræði (10) Bjarni Benediktsson Guðmundur Örn Guðmundsson Guðmundur H. Pétursson Gunnar Jakobsson Helena Þuríður Karlsdóttir Hlynur Skúlj Auðunsson Óskar Páll Óskarsson Ragnar Baldursson Þórey Sigríður Þórðardóttir Þórir Örn Árnason Viðskipta- og hagfræðideild (16) Kandídatspróf í viðskiptafræðum (10) Bryndís Guðnadóttir Guðmundur Tryggvason Gunnar Árnason Gunnlaugur Sverrisson Hanna Birna Björnsdóttir Jón Ingi Einarsson Kristján 0. Jóhannesson Magnús Freyr Hrafnsson Ragnar Zophonías Guðjónsson Sigurður L. Sævarsson BS-próf í hagfræði (4) Árni Jón Eggertsson Gunnar Þór Gestsson Gunnar Ólafur Haraldsson Helgi Þór Jónasson Masterspróf í hagfræði (2) Óttar Guðjónsson Tryggvi Þór Herbertsson Heimspekideild (34) MA-próf í íslenskum bókmenntum (1) Hallfríður Jakobsdóttir MA-próf í ensku (1) Steinunn K. Þorvaldsdóttir MA-próf í sagnfræði (1) Snorri Guðjón Bergsson BA-próf í almennri bókmennta- fræði (1) Kristín Viðarsdóttir BA-próf í ensku (4) Ása Magnea Ólafsdóttir Ástríður María Þórarinsdóttir Björg Unnur Sigurðardóttir Dóra Ósk Halldórsdóttir BA-próf í frönsku (3) Helga Egla Björnsdóttir Margrét Guðrún Ormslev Steinvör Almy Haraldsdóttir BA-próf í heimspeki (2) Guðmundur Ingi Kjerulf Ólafur G. Gunnsteinsson BA-próf í íslensku (7) Anna María Sverrisdóttir Álfheiður Ingimarsdóttir Berglind Axelsdóttir Guðrún Hálfdánardóttir Ólöf Kristín Pétursdóttir Þorsteinn G. Þorsteinsson Örlygur Steinn Sigutjónsson BA-próf í sagnfræði (5) Brynhildur Ingvarsdóttir Elsa Hartmannsdóttir Guðbjörg Kristín Jónatansdóttir Guðrún Harðardóttir Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir BA-próf í spænsku (3) Borghildur Hjartardóttir Hildur Björnsdóttir Ragnheiður Ármannsdóttir BA-próf í sænsku (1) Ingibjörg Jónsdóttir BA-próf í þýsku (4) Hrund Eysteinsdóttir Morgunblaðið/Ámi Sæberg BRAUTSKRÁNING kandídata í Háskólabíói á laugardaginn. Inga Sigursveinsdóttir Kjartan Bollason Margrét Sigurjónsdóttir Próf í íslensku fyrir erlenda stúd- enta (1) B.Ph.Isl.-próf Amal Rún Qase Verkfræðideild Lokapróf í vélaverkfræði (2) Hafsteinn Gunnar Jónsson Ragnar Þór Jónsson Raunvísindadeild (26) BS-próf í stærðfræði (2) Jón Birgir Jónsson Sigurður Ólafsson BS-próf í tölvunarfræði (2) Magnús Guðmundsson Salmann Tamimi BS-próf í eðlisfræði (2) Ásgeir Ólafur Pétursson Jón Elvar Wallevik BS-próf í efnafræði (2) Margrét Geirsdóttir Snorri Halidórsson BS-próf í lífefnafráeði (2) Matthías Þórólfsson Ólafur Þór Magnússon BS-próf í matvælafræði (1) Jón Grétar Hafsteinsson BS-próf í líffræði (7) Arnar Pálsson Bergþóra Eiríksdóttir Guðmundur Jóhann Óskarsson Guðný Ingibjörg Guðmundsdóttir Gunnsteinn Ægir Haraldsson Magnea Karlsdóttir Sigurður Pétursson BS-próf í jarðfræði (4) Bjarni Richter Eydís Líndal Finnbogadóttir Hafdís Eygló Jónsdóttir Ingibjörg Elsa Björnsdóttir BS-próf í landafræði (4) Ásdís Gíslason Dóra Magnúsdóttir Einar Ólafur Þorleifsson Gunnar Haukur Kristinsson Félagsvísindadeild (33) BA-próf í bókasafns- og upplýs- ingafræðum (5) Áslaug Þorfinnsdóttir Lísbet Kristinsdóttir Rósa Þorsteinsdóttir Sigurður Jón Ólafsson Steinunn Sigríður Ingólfsdóttir BA-próf í félagsfræði (1) Hafliði Skúlason BA-próf í mannfræði (2) Bára Jóhannsdóttir Bjarney Friðriksdóttir BA-próf í sálarfræði (12) Andri Örn Clausen Anna Lára Möller Björn Harðarson Brynhildur Jónsdóttir Haukur Örvar Pálmason Hólmsteinn Jónasson Magnús Baldursson Margrét Kristjánsdóttir Steinþór Þórðarson Svandís Sturludóttir Þorgerður Sigríður Hafsteinsdóttir Þórunn Sigríður Einarsdóttir BA-próf í stjórnmálafræði (6) Agla Elísabet Hendriksdóttir Anna Kristín Ólafsdóttir Auðunn Georg Ólafsson Drífa Sigurðardóttir Lárus Blöndal Örn Þórðarson BA-próf í uppeldisfræði (6) Ásborg Ósk Arnþórsdóttir Hulda Guðmundsdóttir Kristín Helga Gísladóttir Margrét Lind Ólafsdóttir Þóra Ragnheiður Stefánsdóttir Þórdís Bára Hannesdóttir BA-próf í þjóðfræði (1) Daníel Freyr Jónsson Auk þess hafa 12 nemendur lokið eins árs viðbótarnámi í félagsvís- indadeild sem hér segir: Uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda (1) Einar Hreinsson Hagnýt fjölmiðlun (1) Dóra Magnúsdóttir Starfsréttindi í félagsráðgjöf (10) Ásta Kristín Benediktsdóttir Elín Konráðsdóttir Guðrún Sigríður Gísladóttir Hulda Guðmundsdóttir Sif Karla Eiríksdóttir Sigríður D. Goldsworthy Sigríður Sigurðardóttir Sigrún Þórarinsdóttir Svala Kristín Hreinsdóttir Þórdís Þormóðsdóttir Eins árs djáknanám við guðfræði- deild (6) Bjarni Eiríkur Sigurðsson Brynhildur Ósk Sigurðardóttir Kristín Bögeskov Rósa Kristjánsdóttir Sigríður Valdimarsdóttir Valgerður Valgarðsdóttir Einnig útskrifuðust 20 nemendur með eins árs viðbótarnámi í hjúkr- un og heilsugæslu barna og ung- linga: Anna Guðrún Vaidimarsdóttir Arna Skúladóttir Ásdís Björg Þorbjörnsdóttir Erla María Kristinsdóttir Guðrún Áskelsdóttir Hjördís Birgisdóttir Ingibjörg A. Hjálmarsdóttir Jóhanna Eiríksdóttir Kolbrún Jónsdóttir Kristbjörg Leósdóttir Kristín Jóna Vigfúsdóttir Laufey Svanfríður Jónsdóttir Lilja Jónsdóttir Margrét Erna Baldursdóttir María Dagsdóttir Rósa Einarsdóttir Sigríður Davíðsdóttir Sigríður B. Sigurðardóttir Sigrún Berg Sigurðardóttir Svana Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.