Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 33 MINNINGAR OLAFUR SÆVAR SIG URGEIRSSON + Ólafur Sævar * Sigurgeirsson fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1952. Hann lést í Reykja- vík 2. febrúar síð- astliðinn. Foreldr- ar hans eru Sigríð- ur Guðmundsdóttir og Sigurgeir Jó- hannsson og eiga þau einnig tvær dætur, Kristínu og Sigrúnu Lóu. Hinn 25. ágúst 1974 kvæntist Olaf- ur Auði Tryggva- dóttur, f. 25. ágúst 1953. Þau eignuðust þrjú börn, Arnar, f. 1979, Hörpu Rún, f. 1982, og Hlyn, f. 1988. Ólafur átti áður eina dóttur, Helgu Björk, f. 1972. Sambýlismaður hennar er Sigursteinn Bjarni Leifsson. Útför Ólafs fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. HANN Óli er horfinn úr lífi okkar. Ég átti erfitt með að trúa því þeg- ar systir mín hringdi í mig og sagði mér tíðindin. Ég sagði hana segja ósatt og var langt frá því að trúa henni. Enda gat þetta ekki verið því ég hitti hann í sundlauginni á laugardag. En þegar leið á símtalið gerði ég mér ljósa alvöru málsins, Öli var látinn. Mín fyrstu kynni af Óla, eða Óla Bestu eins og flestir þekktu hann, voru þegar ég var smá peyi í Eyj- um. Það var toppurinn á tilverunni að fá að vera með Óla frænda og „stóru strákunum" að leika sér. Við vorum félagar í skylminga- flokki vesturbæjarins. Óli var for- inginn því hann átti alvöru sverð. Ég fékk að vera aðstoðarmaður foringjans, en það þekktist ekki að smápolli eins og ég fengi þá stöðu, en ég var í klíkunni, ég var frændi Óla sem átti alvörusverð. Árin líða hratt og fæst okkar fá að vera börn nógu lengi. Nýir hlut- ir taka við, menn þroskast, breyt- ast og takast á við alvöru lifsins. Óla var það eðlislægt að ganga þessa ævibraut með glæsibrag. Hann var framgöngumaður í hópi fullorðinna og röggsamur athafna- maður. Meðal barna var hann jafn- oki og félagi sem þau litu upp til. í fyrrahaust þegar við Óli fórum til Eyja með fjölskyldur okkar á lundapysjuveiðar, þá var Óli sjálf- skipaður foringi flokksins en ég aðstoðarmaðurinn og okkur leið vel. Við fengum að vera börn í nokkra daga og leika okkur. Við Óli vorum dálitlir grínkarlar. Okkur fannst gaman að spauga svolítið og skemmtum okkur oft konung- lega, en ég á eftir að sakna hans og þessara góðu stunda. Auði, Arn- ari, Hörpu og Hlyn votta ég mína dýpstu samúð, og guð gefí ykkur styrk í sorginni. Óli, ég vil þakka þér fyrir þær stundir sem þú gafst okkur. Vertu blessaður, frændi. Axel, Fríða og börn. Hvað flýgur í gegn um hugann þegar fréttist af andláti æskuvinar? Minningar liðins tíma yfirtaka alla hugsun, góðar minningar. Á augnabliki rífjast upp stundirnar sem við áttum saman úti í Eyjum í barnaskóla. Uppátektasami gló- kollurinn sem var alltaf með eitt- hvað á pijónunum allt frá því að smíða seglbáta til þess að hanna eilífðarvél. Þú varst stöðugt með áætlanir um að bæta það sem fyr- ir var. Þér var ekkert óviðkom- andi. Þú varst peyinn á Boðaslóð- inni sem með atorkunni einni sam- an gerði hina í bekknum að af- gangsstærðum. Svo urðum við vin- ir, miklir vinir. Bestu ár ævinnar eru námsárin og frelsið sem fylgir því að vera ungur og finnast að allt sé mögulegt. Framtíðin er björt og þú varst ljósið sem geislaði af. Ég mun ávallt njóta þeirrar birtu. Ég minnist sumars- ins í Maine hjá „mom and dad“, Dave og Karen. Allra prakkara- strikanna sem íbúar norðausturfylkja Bandaríkjanna eru enn að súpa seyðið af. Góðu tímanna hjá Sigga og Bestu og þeirrar hlýju sem þar ríkti. Svo tók alvaran við. Fjölskylda, böm og ábyrgð sem því fylgir. Við uppteknir í lífsbaráttunni. Ég fylgdist með þér og þú með mér. Eg sá hve góður þú varst Auði og bömunum. Þú varst fyrirmyndar- faðir og eiginmaður. Það lék allt í höndum þér hvort sem það voru smíðar, CB-tækni eðatölvur. Vand- virkni, hjálpsemi og góður smekkur vom þín aðalsmerki. Ég kveð þig, vinur, með söknuði og óska þér góðrar ferðar. Elsu Auður, Arnar, Harpa Rún, Hlynur, Helga, Siggi, Besta, Krist- ín og Lóa, megi almættið gefa ykkur styrk og huggun. Einar Oskarsson. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljðta skalt. (V. Briem.) Elsku Auður, Arnar, Harpa Rún og Hlynur, Guð gefí ykkur stvrk í sorginni. Blessuð sé minning Ölafs S. Sigurgeirssonar. Valdís, Þorbjörn og Bryiyar. Dáinn, horfinn! - Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! en ég veit að látinn lifir. Það er hugpn harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða? Hvað væri sigur sonarins góða? Illur draumur, opin gröf. (Jónas Hallgrímsson) Óli. Við árgangssystkin úr Eyj- um hugsum til þín á sorgarstundu. Innilegustu samúðarkveðjur send- um við eiginkonu, börnum og öðr- um ástvinum. Minningin um þig á bemskuslóðum lifir með okkur. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Árgangssystkin ’52 úr Eyjum. Það er ekki auðvelt að setja kveðjuorð á blað, þegar fólk í blóma lífsins hverfur af braut. Okkur starfsfólki Borgarspítalans var öll- um mjög brugðið þegar tilkynnt var um lát Ólafs á lagernum, eða Óla eins og flest okkar kölluðum hann. Óli var innkaupastjóri Borgar- spítalans og sem slíkur hafði hann mikil samskipti við stóran hóp starfsmanna, bæði stjómendur og aðra. Hann birtist okkur sem hress og kátur drengur og mörg okkar munum eftir honum segja ótrúlegar veiði- og golfsögur. Við eigum því erfítt með að trúa að við eigum ekki oftar eftir að mæta honum á göngum spítalans. Á stórum vinnustað eins og Borgarspítalinn er, þá þekkti fólk Óla auðvitað misvel. Sumir þekktu hann það vel að þeir fylgdust með afmælisdögum barna hans, skíða- ferðum með íjölskyldunni og ýmsu öðru sem tengdist fjölskyldulífi hans, en aðrir þekktu hann minna. En eitt er víst að öll vorum við harmi slegin við ótímabært fráfall góðs drengs. Við viljum þakka Óla samfylgdina á undanförnum árum. Vort líf er lán frá þér, það líður harla skjótt, og lát oss eygja ljósið þitt, er lýkur dauðans nótt. (Siguijón Guðjónsson) Kæra Auður, við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til þín og barnanna þinna þriggja. Ykkar sorg er mikil, megi algóður Guð styrkja ykkur og leiða á þessum erfiðu tímum. Einnig sendum við öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Guð veri með ykk- ur öllum. F.h. starfsmanna Borgarspítal- ans, Inga J. Arnardóttir form. starfsmannaráðs Borgarspítalans. Kveðja frá foreldrafélagi Barnakórs Grensáskirkju Ólafur S. Sigurgeirsson er í dag kvaddur hinstu kveðju. Hann var einn þeirra sem fyrir þremur árum stofnaði foreldrafélag til stuðnings Barnakórs Grensáskirkju. Hann gaf strax kost á sér til setu í for- ystusveit og sat þar til dauðadags. Hann átti sinn þátt í að móta starf félagsins og vann af snerpu og áhuga að því sem á döfinni var hveiju sinni. Hann var ævinlega hvetjandi fyrir okkur hin sem náið samstarf áttum við hann og ódeig- ur að takast á við ný verkefni hvort sem um var að ræða tónleika eða söngferðalög. Hann sýndi sjálfu kórstarfinu vakandi áhuga, lét sig ekki vanta þegar kórinn kom fram, hvort sem var í kirkj- unni sinni eða annars staðar og hann gladdist yfir framförum ungu söngvaranna. Að leiðarlokum viljum við for- eldrar þakka Ólafi óeigingjarnt starf í þágu Barnakórs Grensás- kirkju og biðjum góðan Guð að styrkja Auði, Hörpu, Arnar og Hlyn í þungbærri sorg. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú; og aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú. (M.Joch.) + Ástkœr eiginkona mín og móðir okkar, MARGRÉT BRYNJÓLFSDÓTTIR, Álfheimum 17, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. febrúar kl. 10.30. Friðrik Rafn Kristjánsson, Bjarney Friðriksdóttir, Brynjar Þór Friðriksson. Móðir mín og tengdamóðir, ANNA KATRI'N SIGFÚSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, lést í Landspítalanum að kvöldi hins 7. febrúar. Margrét Kristjánsdóttir Arnar, Örn Arnar. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MARINÓ MAGNÚSSON frá Þverá, Ólafsfirði, Bylgjubyggð 39a, Olafsfirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. febrúar. Margrét Hallgrimsdóttir, Kristín Halla Marinósdóttir, Bjarki Bragason, Stefán Marinósson, Jóhanna Herdfs Árnadóttir og barnabörn. + Elskuleg eiginkona mín, KRISTÍN EINARSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, Hraunbæ 128, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 7. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Bjarni Bjarnason. + Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, MARÍUS G. GUÐMUNDSSON frá Görðum, Snæfellsnesi, verður jarðsunginn frá Garðakirkju, Garðabæ, föstudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Dagmar Mariusdóttir, Hólmbert Friðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir mín, LISE GÍSLASON, sem lést 2. febrúar, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstu- daginn 10. febrúar kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á liknarstofnanir. Eva Ólafsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Magnús B. Pétursson, Unnur Kristinsdóttir, Gunnar P. Pétursson, Þórdís Sigurðardóttir, Sofía B. Pétursdóttir, Haraldur Ingólfsson, barnabörn og langömmubarn. + Ástkær eiginkona mín, móöir, tengda- móðir og amma, MARÍA VESTMANN MÖLLER, Brekkustfg 33B, Njarðvfk, er lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja miðviku- daginn 1. febrúar sl., verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Einar Möller, Kristján Möller, Díana Arthúrsdóttir, Birgir Möller, Ragnheiður Möller, Arthúr Ross Möller, Einar Marius Mötler.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.