Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 31 AÐSENDAR GREINAR Góður skilningur og skjót viðbrögð Páll B. Ingimarsson Tilefni HUGMYNDIR fé- lagsmálaráðuneytisins að flytja rekstur þriggja sambýla og skammtímavistunar einhverfra yfir á svæð- isskrifstofur um mál- efni fatlaðra. Jákvæð þróun í þjónustu einhverfra Jákvæð þróun hefur átt sér stað í fjölþættri þjónustu við ein- hverfa, sem spannar allt líf þeirra. Má þar nefna greiningu fötlunarinnar, sér- hæfða meðferð á heilbrigðisstofn- un, leikskóla, skammtímavistun, sérdeildir og sérskóla á grunnskóla- stigi, sambýli og atvinnumál. Þjón- usta við einhverfa felur auk þess í sér símenntun og þjálfun fyrir þá einhverfa sem eldri eru og starfs- fólk sem vinnur með þeim, tóm- stundir, sértæka heilbrigðisþjón- ustu, foreldrasamstarf og stuðning við foreldra og aðra aðstandendur. Með aukinni þekkingu og reynslu á einhverfu hefur skilningur á málefnum einhverfra vaxið meðal þeirra sem tengjast þessari fötlun. Ekki er hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að ár hvert má gera ráð fyrir að fjögur börn að meðaltali greinist með einhverfu. Umfang og margbreytileiki þjón- ustunnar við einhverfa eykst. Slíkt krefst stöðugt aukinnar þjónustu og ekki síst samhæfingar allra þeirra aðila sem vinna að málefn- um einhverfra, ásamt skýrari markmiðslýsinga og framtíðará- ætlana. Framtíðarstefna í málefnum einhverfra Umsjónarfélag einhverfra hefur margítrekað við félagsmálaráðu- neytið nauðsyn þess að marka skýra framtíðarstefnu í málefnum einhverfra. Forsenda slíkrar stefnumótunar er m.a. heildarút- tekt á stöðu einhverfra á íslandi í dag og áætluð þjónustuþörf ein- hverfra í nánustu framtíð. Samtím- is hefur Umsjónarfélagið lagt þunga áherslu skipan nefndar, sem sæi um framkvæmd málsins. Framtíð þriggja sambýla og skammtímavistunar fyrir einhverfa Allt frá stofnun Umsjónarfélags einhverfra 1977 hafa samskiptin við félagmálaráðuneytið nást und- antekningalaust verið með ágæt- um. Skilningur Umsjónarfélagsins á slíkum samskiptum er m.a. sá að allar mikilvægar ákvarðanir er varða málefni einhverfra séu tekn- ar með vitund og vilja Umsjónarfé- lags einhverfra og að undangeng- inni ítarlegri umræðu milli þessara aðila. Eitt af samvinnuverkefnum Umsjónarfélags einhverfra og fé- lagsmálaráðuneytisins voru hug- myndir ráðuneytisins um að færa rekstur þriggja sambýla einhverfra (í Reykjavík og á Seltjamarnesi) undir svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík og á Reykja- nesi. Nánast samhliða var unnið að samsvarandi flutningi reksturs skammtímavistunar einhverfra (í Reykjavík), þar sem Styrktarfélag vangefinna sér um reksturinn. Verði rekstri ofangreindra sam- býla og skammtímavistunar ein- hverfra falin svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra, óttast Umsjónar- félag einhverfra að dregið verði verulega úr áhrifum og tengslum félagsins varðandi málefni þeirra einhverfu einstaklinga sem hlut eiga að máli. Auk þess telur félaer- ið mikla hættu á ein- hverfa veði sett undir sama hatt og margs- konar gerólík fötlun og að þjónustan dreif- ist á fleiri aðila. Svæð- isskrifstofur eru stað- settar víða um land. Við slíkar aðstæður yrði mjög erfitt að veija, viðhalda og þróa þá þekkingu og reynslu á einhverfu, sem byggist m.a. á þrotlausu starfi áhugasamra einstakl- inga og hópa. Ótti og áhyggjur Umsjónarfé- lags einhverfra verða að skoðast í ljósi þess að einhverfan er mjög sértæk fötlun og torskilin. Öll þjón- usta við einhverfa einstaklinga krefst mikillar þekkingar, ná- kvæmni, natni og reynslu. Þá telur félagið mjög brýnt og eðlilegt að ítarleg umræða fari fram um svo Ég þakka félagsmála- ráðherra afdráttarlausa afgreiðslu málsins, segir Páll B. Ingimarsson, formaður Umsjónarfé- lags einhverfra. mikilvæga ákvarðanatöku sem yf- irtaka svæðisskrifstofa á rekstri þriggja sambýla og skammtíma- vistunar fyrir einhverfa er. Mál sambýlanna var sett í nefnd skipaða fulltrúum félagsmálaráðu- neytisins, svæðisskrifstofu um mál- efni fatlaðra í Reykjavík og Um- sjónarfélags einhverfra. Fljótlega varð fulltrúi Umsjónarféiagsins ljóst að félagsmálaráðuneytið virt- ist vera búið að taka ákvörðun um að færa rekstur sambýla og skammtímavistunar einhverfra yfir á svæðisskrifstofu - án vitundar og samþykkis Umsjónarfélags ein- hverfra. Um leið og þetta var ljóst mótmælti Umsjónarfélagið kröftuglega. Auk þess kom fram á svipuðum tíma einróma ósk for- eldra barna er nýta sér skamm- tímavistun einhverfra um að Styrktarfélag vangefinna sæi áfram um reksturinn þar. Eftir ítarlega umfjöliun fór Um- sjónarfélag einhverfra þess á leit við félagsmálaráðherra að fyrir- huguðum breytingum yrði slegið á irest. Það var fulltrúum félagsins mikið fagnaðarefni er félagsmála- ráðherrann, Rannveig Guðmunds- dóttir, sýndi málefninu mikinn skilning og tók þá afdráttarlausu ákvörðun að fresta tilfærslu á rekstri þriggja sambýla og skamm- tímavistunar einhverfra yfir á svæðisskrifstofu um óákveðinn tíma. Ég vil koma á framfæri þakk- læti til félagsmálaráðherra fyrir afdráttarlausa afgreiðslu málsins, þar sem virt voru rök og áhyggjur Umsjónarfélags einhverfra. Vissu- lega er slíkur skilningur og stuðn- ingur hvatning til frekari baráttu fyrir alla einhverfa hér 'á landi. Höfundur er formaður Umsjónarfélags einhverfra. AIG AIG A8G . i M& ÁIG AEG AiG AEG ÁiG A£G AEG ASG ASG AEG AEG AEG AEG i VelSö® S ^étáOTa"' ◄ P/UM Eldavél Competence 5000 F-w: 60 cm -Undir -og yfirhiti, blástursofn, blástursgrill, grill, geymsluskúffa. Verb kr. 65.415/ Undirborbsofn - Competence 200 E - w.: Undir- og yfirhiti, og grill. Verð áður kr. 45.800,- verb nú kr. 31.477,- Þvottavél Lavamat 920 VinduhraSi 700/1000 + áfanga -vindingu,tekur 5 kg., sér hitavalrofi, sérstök ullarforskrift, orku -sparnaSar forskrift, UKS kerfi (jafnar tau í tromlu fyrir vindingu), sér hnappur fyrir viSbótar skolun, orku- notkun 2,0 kwst á lengsta kerfi Verb kr. 85.914,- BRÆÐURNIR 5)] ÖRMSSONHF Uppþvottavél Favorit 473 w 4 þvottakerfi AQUA system Fyrir 12 manns VerS kr. 72.796,- KæÍiskápur, KS. 7231 nettólítrar, kælir 302 L, orkunotkun 0,6 kwst á 24 tímum heeS 155, breidd 60, dýpt 60 VerS kr.68.322,- Nýja KRAFT þvottaefnib frá SJÖFN fylgir hverri vél, taktu þátt í AEG-KRAFT leiknum I ■ ÞVOTTAVÉLUM Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrfmsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal Vestfiröir: RafbúÖ Jónasar Þór.PatreksfirÖI. Rafverk, Ðolungarvlk.Straumur.lsafiröi. Noröurland: Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavfk. Kf, V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirölngabúð.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvlk. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urö, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavik. Rafborg, Grindavík. FIT, Hafnarfiröl Lágmúla 8, Sími 38820 EG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG LUXUS TERMÓ Borgar fyrir eina en færð tvær!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.