Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MYKT OG AGI HALLSTEINN Sigurðsson: Pýramídar. 1994. MYNPLIST Listasaf n ASl HÖGGMYNDIR Hallsteinn Sigurðsson. Listasafn ASÍ: Opið alla daga (nema miðvikudaga) kl. 14-19 til 19. febrúar. Aðgangur 200 krónur. MYNDHÖGGVARAR hafa meiri möguleika en flestir aðrir listamenn til að marka umhverfi sitt þannig að eftir verði tekið. í höfuðborginni skipta höggmyndir á opinberum vettvangi mörgum tugum, en einhverra hluta vegna er fremur hljótt um þau verk, sem eru eftir listamenn seinni áratuga. Þó mundu eflaust flestir sakna þeirra, ef þau hyrfu, og þá fyrst átta sig á mikilvægi listaverkanna í umhverfínu. Hallsteinn Sigurðsson hefur ver- ið með ötulli myndhöggvurum á þessu sviði. íbúar Seljahverfis kannast margir við verk hans í nágrenni Ölduselsskóla og þeir sem stunda útivist á jöðrum hverfanna í Grafarvogi hafa á undanförnum árum séð verkum hans fjölga á ákveðnu svæði nálægt Gufunesi. Þannig hefur Hallsteinn stöðugt verið að, en sýningarhald hans spannar nú rúma þrjá áratugi frá því hann tók fyrst þátt í haustsýn- ingu FÍM átján ára gamall. Hér er hins vegar á ferðinni fyrsta einkasýning hans frá 1991 og má vænta þess að flesta listunnendur fýsi að sjá hvað hann hefur verið að fást við. Hallsteinn á að baki mikla og góða menntun sem myndhöggvari, því að eftir að hann lauk Mynd- lista- og handíðaskólanum var hann um sex ára skeið í námi og starfi við ýmsa listaskóla í London. Þar stóð hann nærri slagæðum nútímalistarinnar, enda hafa Bret- ar átt marga merkustu mynd- höggvara þessarar aldar. Höggmyndir Hallsteins hafa um langt skeið snúist um rýmið og samhengi þess við frumformin. Hann hefur mest unnið með málm og á sýningunni nú eru öll verkin úr jámi. Þessar þrettán höggmynd- ir skiptast í nokkra flokka; suma þeirra hefur listamaðurinn verið að fást við um nokkurt skeið, en aðra hefur hann ekki sýnt áður. Þannig er uppistaðan í myndun- um „Fönsun hálfhringir, sem Hall- steinn hefur unnið með áður, og raðar saman á ærslafullan hátt, þar sem léttleikinn og þétt hrynj- andi er ráðandi. „Viðjar — þar sem efni hálfhringanna er grennra — er hins vegar líkt og að leysast upp og helst aðeins saman á mið- lægri grind; tilfínningin af því verki er því gjörólík, þó einingar for- manna sé náskyldar. í verkunum „Bugar bætast hlið- ar keiluformsins við og hinir form- rænu mögurleikar aukast að sama skapi. Þetta kemur einkum skemmtilega fram í svifverkinu, sem nýtur sín vel um leið og það gefur gestum gott tækifæri til að meta hvernig listamaðurinn lokar rýminu. Athyglisverðustu verkin á sýn- ingunni eru hins vegar í nýjum flokkum formathugana, sem nefn- ast annars vegar „Pýramídar og hins vegar „Skeljar. í fyrrnefnda flokknum eru aðeins tvö verk, en einkar sterk; hér hefur Hallsteinn notað formið til að skapa skýrar byggingarlegar heildir, sem líkt og svífa yfír pöllunum á grönnum teinum. Þessi verk bjóða jafnframt upp á nýja sýn frá ólíkum sjónar- homum, sem vert er að skoða. „Skeljamar em fjölmennastar á sýningunni, en í þessum verkum lætur listamaðurinn ýmist létta grindina njóta sín eða klæðir hana plötum að hluta. Fjögur verkanna svífa frá gólfí, en í þeim öllum er vemdun rýmisins meginatriðið; skeljarnar vernda það sem innra er, líkt og fyrirmyndir þeirra úr náttúrunni. Öll eru verkin sem fyrr segir úr járni og markast öðru fremur af nákvæmri úrvinnslu og vönduð- SÝNINGU Hafdísar Helgadóttur í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi lýkur nú á sunnudag kl. 16. í kynningu segir að „eldsneyti sýningarinnar sé sótt í „strætó" og ummyndað í skjálist og blandaða tækni á pappír. Efnisins aflaði Haf- dís í Reykjavík síðastliðið sumar en um frágangi. Hallsteinn hefur kos- ið að láta flest verkin vera ryðguð, sem gefur þeim afar mjúkt yfir- bragð, sem hæfír formunum vel; málningin lífgar hins vegar upp á sum verkanna, en í hófi þó. í þessum flokkum verka má segja að helsta einkenni formanna sé sú lokun, sem þau stefna að. Byggingin er hins vegar opin, þannig að áhorfandinn er meðvit- aður um það sem innra er; því er nær að líkja einstökum verkum við faðm, sem umvefur rýmið, en opn- ast síðan þeim, sem vilja koma nærri; samanburður við líf skel- dýra er heldur ekki fjarri, þar sem kjarninn er mjúkur, þrátt fyrir hörku ytra byrðis. „Pýramídamir bjóða svipaða tilfínningu, þrátt fyrir strangari form, þar sem þau svífa yfir grunninum. Hér er á ferðinni mjög góð sýn- ing, þar sem vandvirkni og íhugun era í fyrirrúmi. Um leið era hér komin verk sem vissulega marka umhverfí sitt; lifandi en öguð högg- myndalist, sem endurspeglar þá hógværð og þolinmæði, sem þarf til markvissra formrannsókna. Listunnendur ættu ótrauðir að stefna á Listasafn ASÍ næstu dag- ana. sýninguna vann hún í Finnlandi." Þetta er fyrsta einkasýning Haf- dísar en hún hefur áður tekið þátt í samsýningum hér heima og er- lendis. Sýningin er opin frá kl. 10-21 mánudaga-fimmtudaga og frá kl. 13-16 föstudaga-sunnudaga. Eiríkur Þorláksson Síðasta sýningar- helgi Hafdísar AUKIN RÉTTINDI Vinnuvélanámskeið hefjast á eftirtöldum stöðum ef næg þáttaka fæst: Reykjavík (kvöldnámskeið) 13. feb. -2. mars. Skráning og upplýsingar í síma 877000. Vestmannaeyjum (kvöld- og helgarnámskeið) 17. - 27. feb. Skráning og upplýsingar í síma 98-12834. Selfossi (kvöld- og helgarnámskeið) 24. feb.-6. mars. Skráning og upplýsingar í síma 98-34600. Akureyri (kvöld- og helgarnámskeið) 17. - 26. mars. Skráning og upplýsingar í síma 96-25868. Iðntð&knÍStOf 111111 ■ ■■■ÉHBBBaBBBiiBaMaaaaaMuas Danska tónskáldið Per Nnrgárd fær Tónlistar- verðlaun Sonnings 1996 DANSKA tónskáldið Per Norgárd fær Tón- listarverðlaun Sonn- ings 1996. Meðal fyrri verðlaunahafa era Stravinsky, Bernstein, Fischer-Dieskau, Miles Davis, Boulez og Lut- oslawski. Per Norgárd (f. 1932) er afkastamikið tónskáld og afar virkur um þessar mundir. Eft- ir hann liggja m.a. óperar og hljómsveitar- verk svo sem sinfóníur, kammertónlist, píanó- og kórverk og raftónl- ist. gerð Sirkusins guð- Meðal margra verka sem eru dómlega eftir Per Norgárd. Sýning- væntanleg frá honum er kammer- in verður í Borgarleikhúsinu 9. ópera sem verður framflutt í haust mars og önnur sýning daginn eftir. í tónleikasal Tívólís í Kaupmanna- Per Nergárd höfn. Óperan er sögð mjög leikræn. Tónlist- in er byggð á ástarljóð- um eftir franska skáld- ið Guillaume Apollina- ire sem hann orti í skotgröfum fyrri heimsstyijaldar. Ljóðin fjalla um manninn, konuna og stríðið. Tón- skáldið hefur sagt að efni ljóðanna sé tíma- bært því að stríð sé allt í kringum okkur. Á Norrænu menn- ingarhátíðinni í Reykjavík framflytur Norska óperan nýja Snúður og snælda „Reimleikar í risinu“ SNÚÐUR og Snælda, leikfélag eldri borgara, framsýnir nýtt íslenskt leikrit í Risinu, Hverfísgötu 105, sunnudaginn 12. febrúar. Leikritið nefnist Reimleikar í Risinu og er eftir þær systur Iðunni og Kristínu Steinsdætur. í kynningu segir: „Leikritið er skrifað sérstaklega fyrir Snúð og Snældu. Þetta er gleðileikur sem gerist á árinu 1995, en er með al- varlegu ívafí og sterkri tilvísun í líðandi stund. Þar koma við sögu verar þessa heims og annars, ástin blómstrar sem aldrei fyrr og sama er að segja um ýmis konar við- skipti á andlegu og veraldlegu sviði. 10 leikarar taka þátt í sýning- unni. Leikstjóri er Sigrún Valbergs- dóttir og lýsingu hannar Kári Gísla- son. Leikfélagið Snúður og Snælda heldur upp á fimm ára afmæli sitt um þessar mundir og er þetta fjórða leikritið í fullri lengd sem félagið tekur til sýningar. Á hveiju ári stendur félagið fyrir námskeiðum í framsögn, upplestri og leiktúlkun.“ LEIKHÓPURINN Snúður og Snælda frumsýnir leikrit eftir Kristínu og Iðunni Steinsdætur á sunnudag. Uppboð hjá Sotheby’s Búningar Joan Suth- erland BÚNINGAR óperusöngkonunnar heimskunnu, Joan Sutherland, verða boðnir upp hjá Sotheby’s í London í dag. Þetta er einkasafn söngkonunnar með íburðarmiklum búningum sem sagðir eru einkar hrífandi. Búningunum klæddist söngkon- an á fjörutíu ára frægðarferli. ítal- ir heiðraðu hana með nafngiftinni „La Stupenda" sem merkir hin undravérða eða stórfenglega. Sjábu hlutina í víbara samhcngi! Nýjar bækur • ÚT er komin, á vegum Viðeyj- ar, bókin Viðeyjarprent. Þetta er skrá yfír þau rit, sem prentuð voru í Viðey, en eina prentsmiðjan í landinu var þar á áranum 1819- 1844. Það er Böðvar Kvaran, sem hefur tekið skrána saman og skrif- ar einnlg inngang um sögu prent- verksins, sem var fyrst í Hrapps- ey, en síðan að Leirárgörðum, Beitistöðum og loks í Viðey, en var flutt þaðan til Reykjavíkur. Kápumynd er eftir Jóhannes Long. Fleiri myndir prýða bókina, meðal annars af titilblöðum nokk- urra Viðeyjarrita. Kolbrún Sveinsdóttir hannaði bókina, sem er að öðru Ieyti unnin í Steindórsprenti - Gutenberghf. Hið íslenzka bókmenntafélag ann- ast dreifingu. Sr. Þórir Stephensen staðarhaldari í Viðey skrifar for- mála. Hann segirþar, að þess sé vænst, að framhald geti orðið á bókaútgáfu á vegum Viðeyjar. Því sé bók þessi hugsuð sem fyrsta bindi ritraðar, ernefnist Viðeyjar- rit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.