Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ . FIMMTUDAGUR 9, FEBRÚAR1995 23 AÐSENDAR GREINAR Abba labba lá LESBÓKIN var góð að þessu sinni, afburða góð, enda af nægta- brunni ausið og af einstakri smek- kvísi niðurraðað. En þar sem þetta eintak Lesbókar Morgunblaðsins verður vafalaust geymt og lesið og endurlesið af aðdáendum Dav- íðs Stefánssonar tel ég nauðsyn- legt að leiðrétta jafn meinlega hugsanavillu og kemur fram í ann- ars vel skrifuðum þætti. Þá drenglund Davíðs, sem fram kemur í Abba-labba-lá má ekki kaffæra í nýaldar hugarrugli og láta skáldið takast á við framliðn- ar nornir eða fegurðardísir þegar hann í rauninni er að opna hjarta sitt fyrir verandi og verðandi drykkjumönnum í von um að ein- hver taki einhverntíma mark á kynnum hans af Abba-labba-lá. „Hún hét Abba-labba-lá. Hún var svört á brún og brá og átti kofa í skóginum á milli grænna greina og trúði á stokka og steina.“ Kofana hennar Öbbu-löbbu, krárnar, barina, sprúttsölurnar er enn að finna innan um vel búin hús og skreytta glugga, „milli grænna greina" eins og skáldið segir. Og enn trúir Abba-labba á stokka og steina. Gefur skít í allt. „En enginn vissi hvaðan hún kom í þennan skóg; enginn vissi hvers vegna hún ærslaðist og hló, og enginn vissi hvers vegna hún bæði beit og sló.“ Menn ærslast og hlæja í skjóli Öbbu, en bitnir og slegnir og í sárum segjast þeir ekki þekkja hana. „Hún hét Abba-labba-lá. Hún var svört á brún og brá og gerði alla vitlausa sem vildu í hana ná. A villidýrablóði, á villidýra- blóði lifði Abba-labba-lá.“ Hveijum skyldi vera ljósara en byttunni sem í hlut á hveiju sinni hversu djöfulllegt villidýr maður elur með sjálfum sér með því að halda of stíft við hana Öbbu- löbbu, flöskuna sem geymir inn- tökuna sem sózt er eftir. En Abba týnist ekki í skóginum. Hún er til taks þegar kallið kemur. „Einu sinni sá ég Abba-labba-lá. Hún dansaði í skóginum svört á brún og brá. Mér hýrnaði um hjartað og hrópaði hana á: Abba- labba, Abba-labba, Abba-labba- lá.“ Það var þá sem kauði sleppti skynseminni. Víst átti hann skilið að fá sér einn. Fyllið glasið, fyllið glösin, ég borga. „Þá kom hún til mín hlaupandi og kyssti mig og hló, beit mig og saug úr mér blóðið, svo ég dó.“ Þegar þarna var komið í kvæð- inu hefur sá sem skrifaði um ljóð Davíðs í Lesbókina loks farið end- anlega úr sambandi. Sennilega vantaði reynsluna af að deyja brennivínsdauða. En samt fínnst mér að enginn þurfi að ruglast á því að undanfari þessa dauða er annar en gengur og gerist: „Hún kyssti mig og hló“, kannast enginn við þetta? „Hún beit mig og saug úr mér blóðið, svo ég dó.“ Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum kl. 11 - 16 Vegna mikillar ritfimi höfundar Lesbókar á bæði raunverulegri og ágizkaðri snilld skáldsins er hætt við að fleiri en ég hrífist með þessu skrifelsi inn í heim óraunveruleikans og sætti sig við að sú slungna Abba-labba-lá sem um getur í kvæðinu sé bara aftur- gengin huldustúlka sem bítur menn á háls og sýgur úr þeim blóðið. En ef fjalla á um Öbbu-löbbu Davíðs verður að taka á boðskapn- um eins og hann er, en vefja hann ekki einhveijum slæðum dulúðar og óraunveruleika. Drengskapar- Davíð er að vara við brennivíninu, segir Steinar Guðmunds- son, opna hjarta sitt fyrir verandi og verð- andi drykkjumönnum. maðurinn Davíð Stefánsson er að vara mig við flöskunni, vara mig við drykkjuskapnum, en það hvarflar ekki að honum að kenna einhveiju öðru um þótt illa fari, hvorki erfðum né sjúkdómum, félag- anum né flöskunni, þar koma engir aðrir við sögu en Abba- labba og hann sjálfur, ég og áfengið. Og áfengið kallar ekki á mig það er ég sem kalla „mér hlýnaði um hjartað og hrópaði hana á: Abba labba, Abba labba, Abba- labba-lá.“ í þynnkunni hrópaði Tómas: „Vötn - vötn.“ Skrælnunin var slík að minna mátti ekki gagn gera. Hann var að ljúka fýlliríi. En þegar pró- fessor Ami Pálsson í örvæntingu þynnkunnar hvoldi í sig ómenguðu vatninu heyrðist hann muldra þessi fleygu orð: „Illa farið með góðan þorsta.“ Þá var undir hælinn lagt hvort fyll- iríið væri búið eða ekki. Það gat oltið á ýmsu. En Davíð lauk sínu fylliríi með þessum al- vöruþrungnum orðum: „Og afturgenginn hrópa ég út yfir land og sjá: Varið ykkur, vesalingar, varið ykk- ur, vesalingar, á Abba-labba-lá.“ Höfundur hefur unnið við ráðgjöf fyrir áfengissjúklinga. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs í Búnaðarbankanum ‘■m Láttu næsta skref verða spor f rétta á ?J ssj Stjörnubók III foriniíirer 'nr,iausnarc,a9ur l\Ja IwUIUUI gparjsi^Crtejpa rfkissjóOs. Þú getur innleyst spariskírteinin í útibúum Búnadar- bankans um land allt og greidir ekkert innlausnargjald. Hringdu í þjónusturáðgjafa í næsta útibúi eða aðalbanka. Nokkur dæmi um góðar sparnaðarleiðir fyrir þá sem vilja ávaxta fé sitt áfram. # Ný spariskírteini ríkissjóðs - með skiptikjörum, 5,3% raunvöxtum - binditími 4 eða 9 ár. Stjörnubók / 30 mánaða Stjörnubók / 12 mánaða Stjörnubók Æskulínu Bankavíxlar Bankabréf - binditími 3 1/2 ár. Innlend og erlend verðbréf Verðbréfavarsla Hæsta ávöxtun sérkjarareikninga. T i Stjömubók Búnaðarbankans bar hæstu ávöxtun allra sérkjarareikninga síðastliðið ár, miðað við sambærilegan binditíma, 6,18% sem jafngildir 4,86% raunávöxtun. “>8Wt"V4>DS Spariáskrift á Stjörnubók er kjörin leið fyrir þá sem vilja hafa binditfmann skamman og njóta jafnframt hámarksávöxtunar. BUNAÐARBANKINN - Traustur banki • • • • Steinar Guðmundsson. Nýbýlavegi 12, sími 44433.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.