Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
TILGANGUR fisk-
veiðistjórnar er að
tryggja afkomu sjáv-
arútvegsins, veiða og
vinnslu. Löggjöfín á
að stuðla að tveimur
markmiðum: Upp-
byggingu fiskistofna
til að þeir gefi há-
marksafrakstur og
hagkvæmni í sjávar-
útvegsstarfseminni
með því að afkasta-
geta flota og vinnslu-
stöðva verði í sam-
ræmi við afraksturs-
getu auðlindarinnar.
Þrátt fyrir nær tvo
áratugi fiskveiðistjórnar, fyrst
með skrapdagakerfi, þá sóknar-
markskerfi og síðan aflamark-
skerfí, hafa þessi markmið ekki
náðst. Þorskstofninn, undirstaða
fiskveiða okkar, er í sögulegu lág-
marki. Þó tekist hafi að byggja
upp aðra stofna, svo sem SV-
lands-sfldina, auka sókn á önnur
mið og í aðra stofna, og rækjuveið-
ar séu meiri en nokkru sinni fyrr,
hefur það ekki dugað til að mæta
skertum þorskveiðum. Fiskiskipa-
stóllinn og vinnslustöðvamar eru
afkastameiri, og því
meiri fjárfesting í
þeim bundin, en af-
rakstur fiskimiðanna
gefur tilefni til.
Framangreind tvö
markmið eru ólík. Hið
fyrra er eiginlegt
markmið fískveiði-
stjómar. Hið síðara
verður að miðast við
lengri tíma, annars fer
mælikvarði þess
hveiju sinni eftir því
hversu við emm stödd
gagnvart hinu fyrra.
Við höfum orðið að
skerða veiðiheimildir
ítrekað svo viðmiðun um afkasta-
getu í veiðum og vinnslu lækkar
sífellt og því rangt að tala um
offjárfestingar í þeim. Veiðarnar
munu ekki mesti orsakavaldurinn
um afrakstur fiskimiðanna í land-
helginni. Aðrir verða afgerandi ef
úrskeiðis gengur í náttúmnni, og
svo kann að vera um þessar mund-
ir — heill áratugur lélegrar við-
komu þorskstofnsins við ísland.
Enn vitum við svo lítið um lífríki
hafsins, að mat okkar á veiðiþoli
og ákvarðanir um veiðiheimildir
Skýringar skortir á því
hvernig floti með „alltof
mikinn sóknarmátt“,
*
segir Arni Ragnar
*
Arnason, getur nýtt
90% sóknardaga án
þess að leiði til ofveiði
og hruns stofnsins.
em einungis viðbrögð hveiju sinni
við þeim afleiðingum afdrifaríkari
orsaka sem við komum auga á.
Grundvöllur hagkvæmni
Reynsla okkar af fiskveiðistjóm
hefur sýnt, að aflamarkskerfi get-
ur leitt til hagræðingar í fískveið-
um eftir afkomusjónarmiðum út-
gerðarfyrirtækja innan marka
veiðiheimilda. Grundvöllur þess að
aflamarkskerfí nái hagkvæmni
jafnframt stjómun veiðanna, er
óheft frelsi útgerðarfyrirtækja til
hagræðingaraðgerða með kaupum
og sölu á veiðiheimildum, eins og
þær em á hveijum tíma. Krafan
um viðskiptafrelsi er viðurkennt
efnahagslegt sjónarmið um virk
markaðslögmál. Þannig fá þeir
handhafar slíkra réttinda sann-
gjamt verð ef þeir óska að nýta
þau ekki og vilja selja, og hinir
ná að eignast réttindin sem það
vilja og bjóða sanngjarnt verð, sem
næst þegar báðir aðilar fallast
sjálfviljugir á skilmála. Viðskipta-
frelsi og virk markaðslögmál leiða
enn fremur til þess að fjárfesting
og tilkostnaður leita á hveijum
tíma þangað sem best von er um
arð og ávöxtun. Þau leiða því til
hagsældar í þjóðarbúinu innan
þeirra marka sem ytri skilyrði,
eins og hámarksafli eða verð á
erlendum mörkuðum, setja okkur
hveiju sinni.
Nýtt stjórnkerfi
Frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins á Vestfjörðum hafa lagt
fram tillögur um nýtt eða gjör-
breytt stjórnkerfi fiskveiða. Flota-
og sóknarstýringu með hvers kon-
ar sérstökum ákvæðum. End-
urnýjun verði háð stuðlum og yf-
irstuðlum auk mismunandi stuðla
fyrir hvem útgerðarflokk eftir
veiðum, stærð, vélarafli og veið-
iaðferð. Sérstakar reglur verði um
allar gerðir veiðarfæra og um al-
menna sókn skipa sem leyfi hafa
til sérveiða. Sóknarmark verði með
svæðastýringum og friðun svæða
til mismunandi tíma. Afskipti hins
opinbera með banndögum skuli
verða í lágmarki, eða innan við
10% af almanaksári. Réttilega
hefur verið á það bent, að sóknar-
stýring ein leiði til ofveiði, en til-
lögumenn þá sagt sjálfsagt að
miða kerfíð við aflahámark. Enn
þarfnast þó skýringar hvernig floti
sem hefur „allt of mikinn sókn-
armátt“ getur með „öflugri flota-
og sóknarstýringu" sótt 90% af
sóknardögum án þess að það leiði
til ofsóknar á fískimiðunum, of-
veiði og hruns fískistofna.
Því miður
Sóknarmarkskerfi leiðir til
kapphlaups um aflamagn og um
nýtingu heimilla sóknardaga burt-
séð frá gæðum og verðmæti afla
eða hagkvæmni. í því er ekki hvati
né tilhneiging til hagræðingar
heldur á hinn bóginn til fjárfest-
ingar í afkastagetu. Það krefst
mikilla stjórnvaldsafskipta af
ákvörðunum útgerðarmanna og
fyrirtækja um fjárfestingar, skipa-
kost, vélbúnað, veiðarfæri og hve-
nær veiðar skuli stundaðar. Sókn-
arkerfi hefur áður verið viðhaft
hér á landi og reyndist okkur illa
til að ná markmiðum fískveiði-
stjórnar, m.a. þess vegna erum við
enn fjarri markinu. Aflamark-
skerfi hefur reynst betri kostur,
auk þess að það krefst minni
stjómvaldsafskipta og hvetur til
hagræðingar og hagkvæmni við
þær aðstæður sem ástand og af-
rakstur fískistofnanna skapar.
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins fyrir
Reykjaneskjördæmi.
Hvemig1
fiskveiðistj óm?
Árni Ragnar
Arnason
Alþýðuflokkurinn tók upp
tillögu Alþýðubandalagsins
En stjórnarskrárbinding er því miður engin trygging
ALÞÝÐUFLOKK-
URINN lagði til á
aukaflokksþingi sínu,
4. febrúar sl., að sam-
eign þjóðarinnar á
fiskimiðunum verði
bundin í stjómarskrá.
Það er að vísu nokk-
uð seint í rassinn gripið
hjá forystumönnum Al-
þýðuflokksins að koma
loksins nú með þessa
tillögu.
Við alþýðubanda-
lagsmenn lögðum til á
sl. vori, þegar stjómar-
skrámefnd sendi tillög-
ur frá sér, að slíkt
ákvæði yrði haft þar
með. Fulltrúar Alþýðuflokksins
sýndu þó ekki tillögu okkar neinn
áhuga og hún hlaut ekki nægan
stuðning. Þegar formenn þingflokk-
anna undirbjuggu stjómarskrár-
fmmvarpið til flutnings nú í haust
minnti ég enn á þessa tillögu okk-
ar, en þingflokkur Alþýðuflokksins
virtist enn engan áhuga sýna.
Einnig minnti ég á þessa tillögu
við 1. umræðu málsins, en hún er
svohljóðandi: „Náttúmauðlindir
landsins skulu vera ævarandi eign
Islendinga.
Auðlindir hafa og
hafsbotna innan ís-
lenskrar lögsögu em
þjóðareign. Eignarétti
að náttúmauðæfum
skal skipað með lög-
um“.
Auðlindin læst inni
í öruggu hólfi?
Að sjálfsögðu er
ánægjulegt, að þeir al-
þýðuflokksmenn skuli
nú taka undir með okk-
ur, þótt seint sé. Hitt
er athyglisvert, að þá
fyrst fá þeir áhuga á
málinu, þegar þeir telja
sig geta hagnýtt sér
það í baráttunni fyrir aðild íslands
að Evrópusambandinu, en tillaga
þeirra er beinlínis tengd því, að Is-
lendingar sæki um aðild.
Eitt helsta hlutverk stjórnar-
skrárinnar er að veija þjóðina fyrir
misvitru löggjafarvaldi, enda getur
meirihluti á Alþingi ekki breytt
henni, án þess að ijúfa síðan þing
og efna til kosninga. Með því að
tengja tillögu sína við ESB em for-
ystumenn Alþýðuflokksins að reyna
að endurvinna traust kjósenda og
bjóðast nú til þess, áður en gengið
Stjómarskrárákvæði um
fiskimiðin yrði því miður
engin trygging fyrir því,
segir Ragnar Amalds,
að forystumenn Alþýðu-
flokksins og aðrir ákafir
stuðningsmenn aðildar
íslands að ESB gæfu
ekki eftir á lokastigi
samninga.
yrði til samninga við ESB, að læsa
yfirráðin yfir fiskimiðunum inni í
öryggishólfí stjórnarskrárinnar.
Þegar því væri lokið ætla þeir að
segja við þjóðina í næstu kosning-
um: Treystið okkur! Auðlindin er
inni Iæst í ömggu hólfi og verður
ekki frá ykkur rænt!
Stjóraarskránni yrði breytt
Tillagan er góð og ekki stendur
á okkur alþýðubandalagsmönnum
að samþykkja hana, þótt að sjálf-
sögðu þurfi jafnframt að tryggja
íslendingum yfirráð yfír náttúm-
auðlindum í sjó, á hafsbotni og á
landi, en tillaga kratanna snýst ein-
ungis um fískimiðin.
Hitt er meira efamál, hvaða
traust þessi tillaga vekur.
í Rómarsáttmála Evrópusam-
bandsins er sameiginleg fískveiði-
stefna aðildarríkjanna eitt lykilatr-
iðið. Stjórnarskrár aðildarríkja hafa
orðið að víkja, þar sem þær hafa
stangast á við grundvallaratriði
Rómarsáttmálans.
Það er óumdeilt, að vegna full-
veldisákvæða er útilokað fyrir ís-
lendinga að ganga í Evrópusam-
bandið án þess að breyta stjórnar-
skrá landsins. Þótt stjórnarsinnar
hafí ekki hirt um stjómarskrána,
þegar EES-samningurinn var gerð-
ur, hafa þeir ætíð viðurkennt, að
stóra skrefið inn í ESB yrði alls
ekki stigið án breytinga á stjórnar-
skránni.
Við vitum því fyrirfram, að yrði
það samþykkt að hefja viðræður við
ESB um aðild og utanríkisráðherra
kæmi síðan heim með samning í
höndunum yrði það fyrsta verk hans
að gera tillögur um breytingar á
stjórnarskránni. Næðist hliðstæð
niðurstaða í sjávarútvegsmálum og
Ragnar
Arnalds
Norðmenn náðu í sínum samningum
við ESB yrði það örugglega hluti
af tillögum hans að endurorða
ákvæðið um sameign þjóðarinnar á
fiskimiðunum.
Að mála sig út í horn
Með öðrumorðum: Stjómar-
skrárákvæði um fískimiðin yrði því
miður engin trygging fyrir því, að
forystumenn Alþýðuflokksins og
aðrir ákafir stuðningsmenn aðildar
islands að ESB gæfu ekki eftir á
lokastigi samninga. Jón Baldvin
Hannibalsson lýst því yfir hvað eft-
ir annað sl. sumar, þegar Norðmenn
sömdu við ESB, að sjávarútvegs-
samningur þeirra við Evrópusam-
bandið væri mjög góður. Hann hef-
ur að vísu síðar dregið í land. En
fáir treysta því, eftir það sem á
undan er gengið, að hann láti stjóm-
arskrárákvæði hefta sig í hugsan-
legum samningum við ESB.
Það vantar margt í stjórnar-
skrártillögur þingflokkanna enda
voru þær málamiðlun. Ég minni á
tillögu okkar alþýðubandalags-
manna um rétt fjórðungs alþingis-
kjósenda til að krefjast ráðgefandi
þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök
mál, um náttúruvernd og um rétt
til eðlilegrar nýtingar landsins til
útivistar. Þessar tillögur þurfa fleiri
að styðja.
En tillagan um að stjórnarskrár-
binda sameign þjóðarinnar á fiski-
miðunum mun ekki hagga því, að
Alþýðuflokkurinn hefur málað sig
út í horn í Evrópumálum og líklega
mun enginn annar flokkur treysta
þeim til forystu á því sviði.
Höfundur er formaður þingflokks
Alþýðubandalags.
Ertu ekki búinn að tryggja þér
númer í Happdrættinu?
-v