Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 35 IVIINNIIMGAR -4- Júdit Jón- ' björnsdóttir fæddist 10. desem- ber 1906 í Kölduk- inn í Torfulækjar- hreppi í Austur- Húnavatnssýslu. Hún lést 21. janúar sl. og var jarðsung- in frá Akureyrar- kirkju 27. janúar. Foreldrar hennar voru Jónbjörn Gíslason, f. 22 júlí 1879, d. 29. októ- ber 1969, og Ingi- björg Lárusdóttir Beck, f. 18. júní 1878, d. 16. maí 1956. GÓÐ kona hefur lokið langri og farsælli lífsgöngu. Ég kynntist henni þegar hún varð minn fyrsti kennari í Bama- skóla Sigluijarðar, var nemandi hennar í fimm ár og grét sáran þegar ég var látin skipta um bekkj- arkennara. Síðan eru liðin mörg ár og stundum varð langt á milli endurfunda, en þrátt fyrir það, og alla tíð síðan, hefur mér þótt vænt um fyrstu kennslukonuna mína og hefi alltaf borið virðingu fyrir henni. Fröken Júdit, eins og við öll kölluðum hana, var hinn einstaki og ágæti kennari sem bar hag skjólstæðinga sinna, nemendanna, fyrir brjósti, framar öllu öðru. Hún hló mikið þegar ég sagði henni einu sinni að aldrei mætti svo minnast hennar að maður ekki legði saman ökklana og rétti úr baki sínu. Ja hérna, sagði hún þá, var ég svona ströng við ykkur? Víst var hún strangur kennari, en á réttan og jákvæðan hátt. Hún átti líka aðra hlið þar sem var ástúð hennar og umhyggja. Ég minnist þess er ég átti í endurbata eftir slys og gat ekki sótt skóla um tíma. Hún sá til þess þegar ég kom aftur í skólann að ég færi í öllu eftir læknisráði. Hún bjó um mig við skólaborð- ið mitt, og þar sem ég ekki gat farið út í frí- mínútum, sat hún hjá mér og bætti mér það upp sem ég hafði tapað í námsefni. Fröken Júdit var vel menntuð til sinna starfa. Hún stundaði nám í Kvenna- skólanum á Blönduósi, í Alþýðu- skólanum á Laugum og lauk síðan kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands árið 1932. Ennfremur sótti hún kennaranámskeið sér til end- urmenntunar. Faðir hennar yfirgaf fjölskylu og föðurland og fluttist til Kanada. Hún sagði mér löngu síðar að hann hefði skilið eftir nokkra fjár- upphæð í banka í Reykjavík og lagt svo fyrir að hún ætti að nota peningana til þess að mennta sig og þetta var hennar lífeyrir á meðan hún var í Kennaraskólan- um. Ekki er að efa að vel fór hún með sinn föðurarf. Þær mæðgur Júdit og Ingibjörg fluttu til Siglufjarðar 1933 þegar Júdit var ráðin að Barnaskóla Siglufjarðar en þar starfaði hún þar til hún réð sig að Barnaskóla Akureyrar árið 1945 og var þar kennari þar til hún hætti störfum árið 1970. Eftir það kenndi hún um tíma litlum börnum innan skólaskyldualdurs og sagði mér að aldrei hefði hún notið þess jafn vel að kenna eins og þegar hún kenndi þessum litlu krökkum, svo opinská og námfús sem börn eru á þessum aldri. Eftir að Júdit hætti kennslu- störfum kom hún stundum til Suð- urlands til að hitta vini og kunn- ingja. Eitt sinn hittust hér heima, hún og nokkrir nemendur hennar, bekkjasystur mínar frá Barna- skóla Siglufjarðar. Slíkur var okk- ar fagnaðarfundur að ekki mátti sjá að liðnir voru nokkrir tugir ára frá því að þessar konur hittUst síðast og upphófst nú mikil yfir- heyrsla um hagi okkar, fjölskyldur og annað. Engin okkar gleymir þessari stund. En Júdit átti fleiri skjólstæðinga en okkur, nemendur hennar í Bamaskólanum á Siglufirði og Akureyri. Börn sem þurftu enn meiri aðhlynningu en við nutu hennar einnig. Hún var einlægur stuðningsmaður Sólborgarheimil- isins á Akureyri. Árið 1969 stofn- aði hún styrktarsjóð er hún nefndi „Vinarhöndina", sem skyldi nýttur til að stuðla að þroska vistmanna Sólborgar. Þegar kraftar hennar minnkuðu og hún fann til heilsu- brests flutti hún á Dvalarheimilið Hlíð og gaf þá styrktarstjóðnum hús sitt og ánafnaði sjóðnum allar sínar eigur að lífi loknu. Sjóðurinn er nú í vörslu Styrkt- arfélags vangefinna á Norður- landi. Júdit hugsaði vel um móður sína og hjúkraði henni til dauðadags. Þegar Ingibjörg var búin að kveðja þetta jarðlíf hafði Júdit samband við föður sinn í Kanada sem síðan fluttist til hennar og hlúði hún að honum þar til hann var allur. Ég heimsótti Júdit nokkrum sinnum í Hlíð og sagði hún mér þá frá ýmsu frá árunum í Húna- vatnssýslu, æskudögum sínum, með þeim sorgum og þeirri gleði er hún upplifði. Systkini hennar dóu öll kornung nema einn bróðir sem fóstraður var á öðrum bæ. Hún sagði mér frá fallegri minn- ingu sem hún átti um þann bróð- ur. Þau höfðu fengið að fara á samkomu sem haldin var í hreppn- um og hann fylgdi henni svo heim. Hún lýsti þessu svo fallega: „Þeg- ar við renndum okkur fótskriðu á hjaminu og tunglskinið vísaði okk- ur veginn,“ en bætti síðan við: „Svo sá ég hann ekki aftur, hann ofkældist í kuldatíð, fékk lungna- bólgu og dó.“ Hvort þetta var staðreynd eða draumsýn aldraðrar konu sem þá var farin að missa svolítið minnið, veit ég ekki, ég þekkti ekki henn- ar fyrri hagi nema af þessum sam- tölum okkar. Við áttum góðar stundir saman þar sem við sátum í herberginu hennar í Hlíð þá sjaldan sem ég kom norður. Hún fylgdi mér alltaf til útidyra og bað mér og mínum allrar blessunar. Ég er viss um að ég mæli fyrir munn allra okkar, gömlu skólafé- laganna í stofu fimm í Bamaskóla Sigluíjarðar, að betri kennara við upphaf skólagöngu gátum við ekki fengið og fyrir það viljum við þakka á þessum tímamótum. Það ber líka að þakka umhyggju henn- ar fyrir okkur alla tíð og einlæga vináttu. Minningin um okkar góðu kennslukonu og þau uppeldisáhrif sem við nutum af hennar hálfu, mun ætíð finnast innra með okkur. Ég gat ekki fylgt henni til graf- ar en hugur minn var hjá henni. Ég vildi mega trúa því að henn- ar góðu eiginleikar verði nýttir á nýrri strönd. Stefanía M. Pétursdóttir. JÚDIT JÓNBJÖRNSDÓTTIR Tilboð Öll tæki í baðherbergið Aðeins kr. 26.975 Innifalið í tilboði 1. Baðkar 170x70 cm 2. Blöndunartæki fyrir bað með sturtubúnaði 3. Handlaug 4. Blöndunartæki með lyfti- tappa og botnventli fyrir handlaug 5. WC með harðri WC-setu Vönduð vara Bað - handlaug og WC frá sama framleiðanda og með sama lit. Tilboðið giidir út febrúar (D * Faxafeni 9, s. 887332 Opið: mánud.-föstud. kl. 9-18 laugard. 10-14 GUÐLAUG G. BACHMANN + Guðlaug Guðjónsdóttir Bac- hmann fæddist í Borgamesi 22. október 1913. Hún lést í Landspítalanum 11. janúar sl. Útför hennar fór fram frá Borg- arneskirkju 21. janúar sl. HINN 11. janúar síðastliðinn lést góður og gegn Borgnesingur, Guð- laug Bachmann. Einhvern veginn er það svo, að mér finnst ég týna broti af sjálfri mér, þegar góður samferðamaður kveður og svo var með Laugu. Hún var eins og hluti af staðnum. + Lórenz Ingolf Halldórsson fæddist á Eskifirði 23. febr- úar 1904. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 25. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrar- kirkju 3. febrúar. MIG langar í fáum orðum að minn- ast frænda míns Lórenzar Halldórs- sonar eða Lolla eins og hann var alltaf kallaður. Nú er komið að kveðjustund og upp í hugann koma óteljandi minn- ingarbrot, allt frá því að ég man fyrst eftir mér og þar til ég sá hann síðast fyrir tveimur árum á Akureyri. Er ég bjó á Eskifirði þá minnist ég tilhlökkunarinnar þegar ég vissi að von var á Lolla og fjölskyldu, því það fylgdi honum alltaf mikil gleði og var hann þeim eiginleikum gæddur að hafa alveg einstaklega Um Guðlaugu hafa verið rituð hlýleg eftirmæli að verðugu, en mig langar til að bæta ofurlitlu við. Fyrst kynntist ég henni í verkalýðsferðum. Hún var góður ferðafélagi. Af henni stafaði festa og öryggi. Aldrei æðr- aðist Lauga þótt einhveijir óvæntir örðugleikar mættu okkur á ferðalagi eða áætlun yrði að breytast. Hún var alltaf sama bjargið. Ekki man ég til þess, að til muna færi meira fyrir farangri þeirra Hauks en annarra. Þó var það svo, að er einhver var þreyttur að sitja í bílnum og varð slæmur í baki, þá skemmtilega frásagnargáfu og var oft mikið hlegið er Lolli var að segja frá einhveiju sem hann hafði lent í yfir ævina. Ég minnist síðasta fundar okkar, Lolli þá orðinn 89 ára gamall. Mér til undrunar hafði hann ekkert breyt, sami Lolli og áður. Lolli átti eina aisystur, Aðal- heiði, og tvö hálfsystkini Eirík og Halldóru (móðir mín) og nú eru þijú þeirra látin af þessum fjórum skemmtilegu og kátu systkinum. Ég kveð þig, elsku frændi minn, og þakka þér fyrir allar okkar sam- verustundir sem í dag eru mér dýr- mæt eign. Ég veit að þín bíður stór og skemmtilegur hópur er þú tilheyrð- ir og mun án efa ríkja þar mikil gleði og verður örugglega oft hleg- ið. Guð blessi minningu þína. Erna Guðjónsdóttir. var það Guðlaug, sem dró upp hjá sér dálítinn púða og sagði: „Láttu þetta við bakið þitt, það gæti gagn- að.“ Jú, það brást naumast, að púð- inn gerði sitt gagn. Stundum sat einhver farþegi fast við hurð á langferðabílnum og hurðin var helst til lengi opin. Þegar kalt var í veðri heyrðist ef til vill kvartur hjá farþeganum um kulda á fótum, sem von var. Þá var Lauga ekki lengi að bjarga málum. „Heyrðu, ég he- klaði þetta teppi að gamni mínu. Ég stakk því niður í töskuna svona hin- seginn. Vefðu því um fætuma á þér,“ þá var það mál leyst. Ekki trúi ég öðru en einhver muni ennþá eftir „machintosh“-dós- inni hennar Guðlaugar, sem líka var dregin upp úr töskunni góðu. Þegar leið á daginn og allir voru orðnir þreyttir á að syngja „Nú blika við sólarlag" var þessi dós látin ganga eins og ekkert væri sjálfsagðara. Og hvílík dós! í henni var hið fjöl- breytilegasta nammi. Svo hafði hún þá náttúru, að hún tæmdist aldrei. Þó ferðin tæki allt að fimm daga og farið væri sumpart um óbyggðir. Ef einhvern vantaði bílveikitöflu eða höfuðverkjatöflu var ráð að leita í sömu tösku. Það var eins og Lauga væri með allt og kynni ráð við öllu. Þegar stofnað var hér félag eldri borgara gerðust fljótlega félagar Haukur og Lauga. Hún var starfsfús sem fyrr og vann í kaffinefnd. Enn- þá man ég kaffibrauðið á jólafundi 1991. Þar voru á borðum meðal annars smákökurnar hennar, frá- bærar bæði að útliti og bragði. Þær beinlínis bráðnuðu á tungunni. Það sá ekki á vinnubrögðum þó hún væri nokkuð til aldurs komin. Allt er þetta þakkarefni. Meðan ég er að pára þetta segir maðurinn minn við mig: „Já, hún Lauga, það var gott að vinna með henni, þegar við vorum að starfa í sláturhúsinu. Svo hýrði hún mig svo vel á höndunum þegar mér var kalt. Henni var alltaf svo hlýtt.“ Já, Guðlaug Bachmann var hlý kona, slíkra er gott að minnast. Ingibjörg Magnúsdóttir. LÓRENZ HALLDÓRSSON t Þökkum af alhug öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR KR. ÞORLEIFSSONAR, Þverlæk, Holtum. Þorleifur Guðmundsson, Guðni Guðmundsson og fjölskyldur. t Útför ástkærrar móður okkar, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR KRISTINSDÓTTUR, Snorrabraut 40, er lést 1. febrúar, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jóhanna Ellý Kristjánsdóttir, Vigdís Kristjánsdóttir, Kolbrún Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, RAGNARS AXELS HELGASONAR lögreglufulltrúa, Brimhólabraut 11, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkra- húss Vestmannaeyja fyrir góða umönn- un og einnig til lögregluembættisins í Vestmannaeyjum. Vilborg Hákonardóttir, Friðrik Helgi Ragnarsson, Erla Víglundsdóttir, Anna Birna Ragnarsdóttir, Hafsteinn Ragnarsson, Steinunn Hjálmarsdóttir, Ómar Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.