Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 11
MORGU NBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 11 __________________________ FRÉTTIR_________________________________________ Nýjar reglur um fjárhagsaðstoð Félagsmálastofnunar til umfjöllunar í félagsmálaráði Stefnt að gild- istöku 1. mars MEÐ nýjum reglum er skjólstaeðingum Félagsmálastofnunar auð- veldað að sækja þangað rétt sinn. Breytingin fjölgar skjól- stæðingnm TVEIR fulltrúar Sjálfstæðisflokks í félagsmálaráði sátu hjá við af- greiðslu tillagna um nýjar reglur um fjárhagsaðstoð Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar. Guð- rún Zoéga, annar fulltrúanna, seg- ir að tillögurnar séu ekki nógu vel unnar og ekki sé séð fyrir endann á afleiðingum þeirra, hvorki fyrir aðstoðarþega né borgarsjóð. Guðrún sagði að upphaflega hefði komið fram að breytingin hefði minni kostnað í för með sér. „Síðar komu fram upplýsingar um hið gagnstæða. Miðað við fyrir- liggjandi upplýsingar getur kostn- aðurinn aukist um allt að 100 millj- ónir eins og skjólstæðingahópurinn var settur saman á síðasta ári. En í viðbót kemur að nýir munu geta gengið að aðstoð vísri í nýja kerf- inu,“ sagði Guðrún. Samkvæmt upplýsingum Guð- rúnar er algengt að fjárhagsaðstoð hækki um 50 til 60% við breyting- una. Þörf á endurskoðun Hún sagðist engu að síður hlynnt því að reglurnar væru endur- skoðaðar og einfaldaðar. „Við mun- um gjarnan taka þátt í að gera það á skynsamlegan hátt enda þörf á að rétta hlut sumra hópa. Hins vegar held ég að þetta sé ekki rétta leiðin. Ég helda að breytingin eigi eftir að fjölga skjólstæðingum fé- lagsmálastofnunar og letja fólk til að komast út úr kerfinu." FÉLAGSMÁLARÁÐ miðar við mánaðarlega 53.596 kr. greiðslu til einstaklinga og 96.472 kr. til hjóna/sambýlisfólks í tillögum að nýjum reglum um fjárhagsaðstoð Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar. Með reglunum verður sú breyting að greiðslur vegna kostnaðar við barnauppeldi úr al- mannakerfinu, þ.e. barnabætur, barnabótaauki o.s.frv., leggst ofan á fjárhagsaðstoðina. Húsnæðis- kostnaði er á sama hátt mætt með almennum rétti til húsaleigu- og vaxtabóta. Guðrún Ögmundsdótt- ir, formaður félagsmálaráðs, segir að stefnt sé að því að reglurnar taki gildi 1. mars næstkomandi. Hún gerir ráð fyrir að þær spari allt að 50 milljónir. Núgildandi reglur gera ráð fyrir 43.504 kr. mánaðarlegri fjárhags- aðstoð vegna einstaklings og hækki sú upphæð í samræmi við fjölskyldustærð. Einstætt foreldri með tvö börn fær samkvæmt því 69.606 kr. á mánuði og gæti 24.50,0 kr. húsaleigustyrkur vegna 40.000 kr. húsaleigu lagst ofan á upphæðina. Af henni myndu hins vegar vera dregin 5.000 kr. mæðralaun, 20.600 kr. meðlög, barnabætur og barnabótauki. Hvort tveggja hið síðastnefnda eru tekjutengdar greiðslur frá ríkinu. Megintillaga félagsmálaráðs gengur, eins og áður segir, út á að fylgja einni grunnupphæð og er miðað við lífeyri Trygginga- stofnunar vegna 75% örorku. Líf- eyririnn er nú, að tekjutryggingu og 50% uppbót meðtalinni, 53.596 kr. á mánuði. Nýju reglumar gera ráð fyrir að hjón fái 1,8 hluta líf- eyris. Nokkur undantekningará- kvæði eru í tillögunum og veita þau m.a. heimild til að veita ungu fólki styrk til grunnnáms, húsbún- aðarstyrk, fermingarstyrk, áfalla- aðstoð og lán/styrk til greiðslu skulda. Skýrari og einfaldari reglur Fram kemur í máli Láru Björns- dóttur, félagsmálastjóra Reykja- víkurborgar, og Anni G. Haugen, yfirmanns fjölskyldudeildar, að meginmarkmið tillagnanna sé að skýra og einfalda reglur um fjár- hagsaðstoð svo ekki verði eins mikið um undantekningar og hvers kyns „duldar“ greiðslur til viðbótar grunnupphæð. Þær segja að með breytingunni ætti a.m.k. þrennt að vinnast: auðveldari og fljótvirkari greiðslumáti, meira jafnræði með umsækjendum og aðgreining frá annarri aðstoð. Lára tók fram að með breyting- unni væri sértaklega komið til móts við einstæða foreldra og barnafólk. Hún nefndi í því sam- bandi að 25% einstæðra foreldra í Reykjavík hefðu einhvern tíma leitað aðstoðar félagsmálstofnun- ar vegna fjárhagsvanda og fram kom að tæplega 10% skjólsæðinga stofnunarinnar væru einstæðir foreldrar í launaðri vinnu. Lára sagði að sú staðreyndi sýndi svo ekki yrði um villst ríkjandi „lág- launastefnu“ í landinu. Fólk á lægstu launatöxtum gæti ekki framfleytt sér og fjölskyldu sinni með góðu móti. Hún sagði að fólk með tekjur undir áðumefndri grunnupphæð Félagsmálstofnun- ar gæti fengið styrk upp að þeirri upphæð en vísaði því alfarið á bug að láglaunafólk myndi fremur kjósa fjárhagsaðstoð félagsmála- stofnunar en launaða vinnu. Fljótvirkari ferill Fram kom að setja ætti reglurn- ar fram með skýram hætti og mögulegt ætti að vera að skýra skjólstæðingum stofnunarinnar frá því á fyrsta fundi hvort þeir ættu rétt á aðstoð og hve mikilli. Lára sagðist vonast til að fólk nýtti sér rétt sinn og hætt yrði að líta á aðstoðina sem ölmusu. Hún sagðist vona að allur ferill fjárhagsaðstoðarinnar yrði fljót- virkari og hægt yrði að fá viðtöl fyrr en áður. Með því væri komið til móts við skjólstæðinga stofnun- arinnar og vonandi yrði hægt að nýta menntun starfsmannanna betur til sérhæfðra verkefna. fyrir fjölskylduna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.