Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 41
BRÉF TIL BLAÐSINS
Umboðsþjófar
Frá Axel Birgissyni:
FYRIR nokkru fór ég með nýja bílinn minn
til umboðsins í 10.000 km skoðun. Það er
svo sem ekki í frásögur færandi, en upphæð-
in sem umboðið rukkaði mig um er tilefni
skrifa minna. Ég var rukkaður um hvorki
meira né minna en 18.000 krónur fyrir þjón-
ustuna eins og sjá má á myndinni.
Ég og konan mín fórum með bílinn í skoð-
un til umboðsins þar sem hann var keyptur
vegna þess að þar fáum við stimpil í sér-
staka þjónustubók sem fylgir bílnum, því
við héldum það væri betra upp á hugsanlega
sölu á bílnum síðar. Einnig var okkur sagt
þegar við keyptum bílinn að við þyrftum
að láta skoða hann hjá umboðinu, annars
félli ársábyrgðin niður.
Ég hafði reiknað með að
það yrði aðeins dýrara að láta
skoða bílinn við 10.000 km
skoðunina heldur en þegar
hann var skoðaður eftir 5.000
km, en fyrir þá skoðun borg-
aði ég 3.000 krónur. Það
hvarflaði hins vegar ekki að
mér að það væri svona miklu
dýrara.
Það mætti halda að ein-
hveijar stórkostlegar viðgerð-
ir hafi farið fram, en svo er
ekki eins og meðfylgjandi
mynd af reikningnum gefur
til kynna.
Mér fannst eins og verið
l2ð3*yzD?v
KlvfíasmU ii
iOV RFTKJAVIKHP-
- -M-■
»SW'
A y/fiQiUHtf#*.
gAHXAlS VIM* Á*
«M*0CXl> ■>
tti««u^
T v.Ígi&A
XCIU Sfinr+t* 1.
MTALt • *
olía oo rv» • •*’
VJRDTíAUKAlKMm 24.3»
REIKNINGURINN umræddi.
væri að stela af mér þegar ég sá þennan
reikning. Konan mín spurði viðgerðarmann-
inn hvort það væri rétt sem sölumaður bíls-
ins sagði okkur að ábyrgðin á honum félli
niður ef við færum með hann á annað verk-
stæði til að skipta um kerti, olíu, rúðupiss
og þess háttar og hann svaraði þannig til:
„Arsábyrgðin á bílnum þínum fellur ekki
niður þótt þú farir eitthvað annað með
hann.“ Við urðum algjörlega orðlaus við
þessar nýju upplýsingar.
Við fengum að borga reikninginn á Euro-
raðgreiðslum og við svo búið löbbuðum við
út.
Framvegis ætlum við að fá þá þjónustu
sem við þurfum fyrir bílinn á þjónustustöðv-
um bensínstöðvanna fyrir miklu minni pen-
ing og láta svo stilla hann eftir þörfum
annars staðar.
AXEL BIRGISSON,
Klyfjaseli 11, Reykjavík.
Iþróttir
og heilindi
Frá Helga Ásmundssyni:
Margar vísbendingar eru á lofti
sem óneitanlega valda því að þær
raddir gerast sífellt háværari sem
setja spurningamerki við heilindi
íþróttamennskunar og eiginlegt
gildi keppnis-
íþrótta. Ber þar
hæst að lyfja-
misnotkun verð-
ur æ oftar uppvís
meðal íþrótta-
manna og full-
yrða sumir sem
vel til þekkja að
notkun hjálpar-
meðala sé al-
mennari en for-
ystumenn
íþróttahreyfingar í heiminum vilja
almennt viðurkenna.
Við sem ekki efumst um gildi
eflingar líkama og sálar hljótum að
spyija okkur hvað veldur því að
ungir einstaklingar virðast í dag til-
búnir til að stofna heilsu sinni til
lengri tíma litið í hættu og misbjóða
eigin heilbrigði til að ná því að gera
sig gildandi í heimi íþróttanna.
Hvert er þá hið eiginlega markmið
íþróttaiðkunar.
Ljóst er að miklar framfarir hafa
orðið hvað varðar aðstöðu til þjálf-
unar og ástundunar íþrótta sem
vafalaust hefur sitt að segja um það
að árangur íþróttamanna í dag er
sá sem raun ber vitni. En samkeppn-
in er hörð og ljóst að takmörk sem
þarf að ná gera sífellt auknar kröf-
ur um algera einurð ástundunar og
ýtrustu einbeitingu þegar til keppni
er komið. íþróttamaður verður því
að leggja að jöfnu eflingu hugar og
líkamlegs atgervis jafnt til æfinga
sem keppni eigi tilætlaður árangur
að nást.
Og hver er þá samkeppnisstaða
þess sém vill vera heiðarlegur kann
margur að spyija, og er það kapp
sem liggur til grundvallar keppni
um að ná sífellt betri árangri heil-
brigt og raunhæft þegar sífellt fleiri
met virðast sleginn með vélarbrögð-
um. Fullyrða má að hinar síauknu
kröfur til einstaklings sem slíkt
kallar á krefst þess að sá sem ætlar
að koma heill til árdaga lífs síns
verður ekki síður að standast kapp
gagnvart sjálfum sér en keppinaut-
um því að það takmarku sem náð
er með notkun lyfja rýrir gildi
íþrótta og gera skráða afrekaskrá
marklausa.
Að sama skapi og aðstaða til
íþróttaiðkunar hefur batnað í ár-
anna rás þá hefur notkun ýmissa
aukaefna við matvælaframleiðslu
aukist. Sá sem vill ná árangri í
íþróttum á heiðarlegan hátt eins og
sönn manngildishugsjón mælir fyrir
um ætti því sem mótvægi við lyfja-
notkun að vanda val fæðu sinnar.
Lífrænt ræktuð matvæli laus við öll
eiturefni hafa sannað sig gagnvart
ýmsum meinlegum kvillum, jafnvel
krabbameini, og í nýútkomnum lista
manneldisráðs yfír næringargildi
matvæla kemur fram að sojabaunir
og sjoaafurðir (sojakjöt) er eggja-
hvíturíkasta fæða sem völ er á, sem
og vitað er að óunnin matvara, t.d.
hýðishrísgijón, inniheldur margfalt
meiri næringu en unnin matvara.
Vöndun fæðuvals getur nefnilega
haft meira að segja þegar byggja
þarf sig til átaka og er varanlegri
en að vera að misbjóða líkama sínum
með skammtímamarkmið í huga
sem skilar engri sigurvissu þegar
upp er staðið.
Einungis sá er sýnir heilindi
gagnvart íþróttinni, sjálfum sér og
sinni heilsu mun standa uppi sem
sigurvegari að lokum.
HELGIÁSMUNDSSON,
Asparfelli 12, Reykjavík.
Fylgstu meb á sunnudögum!
Á sunnudögum kemur út efnismikið og áhugavert blað með fjölmörgum greinum og viðtölum.
Birt eru vibtöl vib athyglisveröa einstaklinga, íslenska sem erlenda, til sjávar og sveita, borga og
bæja. Metnaðarfullir blabamenn skrifa um málefni sem tengjast öllum hliðum mannlífsins.
Á hverjum sunnudegi er umfjöllun um þab nýjasta úr heimi kvikmynda og dægurtónlistar.
Einnig er ab finna stutta pistla þar sem lesendur fræöast um ýmis athyglisverð mál svo sem
læknisfræöi, sibfræði, vínsmökkun, umhverfismál og stangveiði. Þeir sem hafa gaman af dular-
fullum glæpasögum fyrri tíma fá nýja sögu í hverri viku og fastir libir eins og Reykjavíkurbréf,
Nezeril losar um nefstíflur
Nezeril® er iyf sem losar um nefstíflur
af völdum bólgu í nefslímhúö, t.d. vegna kvefs.
Einnig er Nezeril notað sem stuðningsmeðferð
við miðeyrnabólgu og ofnæmisbólgum í nefi.
NezeriT verkar fljótt og minnkar bólgur í nefi
sem gerir þér kleift aö anda eðlilega. Mikilvægt
er aö lesa vandlega leiöbeiningar um skömmtun
sem eru á fylgiseöli meö lyfinu.
^vuxna oohWinírk
h0r«ym«g<i» i
Blátt Nezeril® ffyrir fulloröna
Nezenil fæst
iapótekinu
Ne2eril (oxymetazoiin) er lyf sem losar
nefstíflur af völdum kvefs. Verkun
kemur fljótt og varir t 6-8 klst.
Aukaverkanir: Staðbundin erting
kemur fyrir. Varúd: Ekki er róðlagt að
taka lyfið oftar en 3svar á dag né
iengur en 10 daga f senn Aö Öðrum
kosti er hætta á myndun lyfjatengdrar
nefslímhimnubóJgu, Nezeril á ekki að
nota víð ofnæmisbótgum í nefi eða
langvarandi nefstíflu af öðrum toga
nema i samráði viö lækni. Leitið til
læknis ef tíkamshiti er bærri en 38.5° C
lengur en 3 daga. Ef mlkill verkur er til
staðar. t.d eyrnaverkur, ber einníg að
leita fæknis.
Skömmtun: Skðmmtun er
einstakllngsbundin. Lesiö teiðbeiningar
sem fylgja hverri pakkníngu lyfsins
Umboö og dreifing Pharmaco hf
ASTKA
4löiKBSlAitrci ísjarid tiMiiWife