Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 25 AÐSENDAR GREINAR Um stj órnar skrár málið Loforð o g efndir Björgrin Brynjólfsson VORIÐ 1944, 20. til 23. maí fór fram þjóðaratkvæða- greiðsla um stofnun lýðveldis á íslandi og jafnhliða um nýja stjómarskrá. Hún var að stofni til sú sama sem áður hafði verið hér í gildi, með þeim breytingum einum sem fylgdu þ ví að gera konungsríki að lýðveldi. Ýms- um kjósendum þótti meiri breyt- inga þörf og létu það óspart í ljós á mannfundum og í blaðaskrifum. Þjóðinni var þá heitið af þingflokk- um Alþingis að nýja stjórnarskráin yrði aðeins til bráðabirgða. Ný og vönduð stjórnarskrá skyldi samin svo fljótt sem hægt væri. Síðan er liðin hálf öld og enn er hér búið við gömlu stjórnar- skrána sem var í mörgu úrelt frá upphafi. Á henni hafa aðeins verið gerðar breytingar er varða kjör- dæmaskipun, kosningalög og deildaskiptingu Alþingis felld nið- ur. Á þessum 50 árum hafa orðið hér meiri breytingar á lífsháttum en á nokkmm öðrum sambærileg- um tíma í sögu þjóðarinnar. Al- þingi hefur kosið nokkrar stjómar- skrámefndir á þessum ámm án þess að nokkur ný stjórnarskrá hafi verið fullgerð. Skýr og réttlát Stjórnarskráin þarf að vera þannig gerð að hún fullnægi rétt- lætiskennd fólksins. Hún þarf einn- ig að vera traustur rammi um lög, rétt og stjómsýslu. Nægilega rúm- ur til að löggjafarvaldið geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki en skapi jafnframt öllu ríkisvaldinu öruggt aðhald. Ennfremur tryggi stjórnarskráin öllum landsmönnum fullt jafnrétti. - Það gildir jafnt í trúmálum sem stjórnmálum, því frjáls hugsun og óþvinguð skoðana- myndun er undirstaða lýðræðis á öllum svið- um þjóðfélagsins. Lýðræðisþjóðir leyt- ast ætíð við að semja stjómarskrár sínar í anda réttlætis og mannréttinda. Þar sem lýðræði er lifandi hugtak í sífelldri fram- þróun þarf að gæta þess að þær fylgi þróuninni. Að öðrum kosti lenda þjóðir í kyrrstöðu og dragast aftur úr sinni samtíð. Jafnrétti og mannréttindi Þegar rætt er eða ritað um end- urbætur á stjórnarskránni þá er mest áhersla lögð á 7. kafla sem tekur til mannréttinda. 6. kaflinn 62. grein stjómarskár- innar tryggir Þjóðkirkj- unni sérréttindi, meðal annars fjárhagsleg, að mati Björgvins Brynj- ólfssonar, sem telur tíma kominn til endur- skoðunar á greininni. er einnig um mannréttyindi og tak- markanir á þeim, með sérréttindum þjóðkirkjunnar, sem síðar verður getið nánar. 3. kaflinn sem tekur til kjördæmaskipunar, kosninga- réttar og kjörgengis er einnig mikil- vægur mannréttindakafli sem tekið hefur nokkrum breytingum á lýð- veldistímanum. Væntanlegar breytingar á kjördæmaskipun eru mikiið mannréttindamál sem von- andi tekst að leysa til framtiðar. - En það verður ekki gert með öðrum hætti en landið verði allt eitt kjör- dæmi. - Þá helst jafnrétti milli flokka, manna og byggðalaga. þó þjóðin færi sig til í landinu. Arfur frá einveldinu 62. greinin í okkar stjórnarskrá hefur algerlega sérstöðu. - Hún tryggir stærsta meirihluta með þjóðinni (92%) þjóðkirkjunni opin- bera vernd og stuðning ríkisvalds- ins og veitir henni með því sérrétt- indi umfram aðra. Þannig skerðist jafnrétti, trúfrelsi og fleiri almenn mannréttindi landsmanna. Enn- fremur er þetta mikið íjárhagslegt misrétti, um einn milljarður á ári ef ýmskonar hlunnindi em meðtalin sem mál þetta varða. Sóknargjöld sem innheimt em af ríkinu með þinggjöldum um 800 milljónir á ári em ekki meðtalin. Þessi furðulega grein er afkvæmi siðaskiptanna í dönskum lögum. Þá, fyrir 450 ámm, var full ástæða til að vernda og styrkja ný trúar- brögð sem ekki höfðu náð fótfsetu en ríkisvaldið studdi í Danaveldi. Nú þarfnast þjóðkirkjan ekki sérs- takrar vemdar ríkisvaldsins eftir öll þessi ár og aldir. Þetta steinfóst- ur var í stjórnarskránni sem Krist- ján 9. færði okkur 1874. Við höfum ekki haft víðsýni og manndóm til að fjarlægja það enn. Nú er til þess kjörið tækifæri fyrir Alþingi við endurskoðun á stjórnarskránni. Þjóðaratkvæða- greiðslan sem fylgir þessari breyt- ingu (samkv. 79. gr.) gæti farið fram um leið og kosið verður til Alþingis í vor. Höfundur er fyrrverandi sparisjóðsstjóri & Skagaströnd. Fram til fortíðar! Ríkisyfirtaka í heilbrigðisþjónustunni SVOKOLLUÐ tilvís- anadeila hefur vart far- ið fram hjá nokkmm. Þar takast á mismun- andi sjónarmið um það hvernig landsmenn skuli njóta þeirra sjúkratrygginga sem þeir hafa þegar greitt fyrir með sköttum sín- um. Ekki er hér ætlun- in að rýna í talnadálka einhverjum sjónarmið- um til stuðnings, held- ur litið á málið í stærra en síður augljósu sam- hengi. Einkarekstur í heil- brigðiskerfinu er hverf- andi lítill. Hæst ber þar svokallaða sjálfstætt starfandi sérfræðinga, sem stunda sinn atvinnurekstur á eigin stofum. Það mun láta nærri að kostnaður við þennan hluta nemi 2% af heildarkostnaði heilbrigði- skerfisins. Illa hefur þessari starf- semi gengið að hljóta náð fyrir aug- um embættis- og stjórnmálamanna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir lækna- samtakanna er hennar hvergi getið í heilbrigðisáætlun. Það er ekki fyrir tilviljun að svo er. Þannig virðist henni ekki ætlað hlutverk í framtíð- inni. Nú stendur til að koma á svokall- aðri tilvísunarskyldu. Hún skal gilda frá heimilislækni til sérfræðings. Kjósi viðkomandi getur hann leitað beint á göngudeild til sérfræðings án tilvísunar. Ekki beinlínis eðlileg samkeppnisstaða, heldur í raun að- ferð ríkisins til að gera út af við einkarekstur, eða eins og það heitir á máli embættismanna, „að ná utan um málið“. Fyrirkomulag hvað varð- ar rannsóknarstofur/röntgenstofur mun einnig verða einkarekstri í óhag. Þetta mun sem sé fela í sér Þórður Sverrisson Tillaga um breytingu á stjórnarskrá Heppilegasta leiðin að mati Sigurgeirs Sigur- jónssonar er að fella hina umdeildu frum- varpsgrein niður. Stutt athugasemd SÚ ALMENNA opinbera deila, sem risið hefur um frumvarp þings- flokksmanna um nýjan mannrétt- indakafla í stjórnarskrána hefur varla farið framhjá neinum. Er ekki nóg að allur almenningur láti til sín heyra í þessu sambandi, heldur hafa heil stéttarfélög mótmælt frumvarpinu og þar á meðal Versl- unarráð íslands. Ennfremur hafa tveir af virtustu lögmönnum lands- ins, þeir Ragnar Aðalsteinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson deilt op- inberlega um það hvernig skilja beri og skoða frumvarp þetta. Ég held það heyri frekar til und- antekninga, að einstök grein laga- frumvarps veki svo mikla athygli o g deilur sem þetta frumvarp gerir. Þessa miklu athygli og deilur má e.t.v. skýra vegna þess að hér er um að ræða eitt þýðingarmesta ákvæði mannréttinda, þ.e. um tján- ingarfrelsið, sem enginn vill missa. Ég held þó að hér sé einnig annað þýðingarmikið atriði á ferðinni sem sé það, að sjálft hið umdeilda ákvæði eða skilning- ur á því orkar tvímæl- is. ^ í þessu sambandi má benda á að ein grundvallarregla í sambandi við samn- ingu dóma er að nið- urstaða þeirra eða sjálft dómsorðið sé óumdeilanlegt. Sama má segja um setningu laga. Þess verður að krefjast að lögin séu það skýrt orðuð að sem minnst hætta sé á að þau verði miskilin eða mistúlk- uð, en það orð hefur lengi legið á alþingi að eigi sé ávallt nógu vel vandað til lagasetningar. Flutningsmenn þessarar um- deildu lagatilögu hafa sjálfir lýst því yfir í Morgunblaðinu sunnudag- inn þann 5. þ.m. að hugmyndin að þessari tillögu þeirra (þ.e. 3. mgr. 11. gr. frumvarpsins) hafi verið sú Sigurgeir Sigurjónsson að útrýma réttaróvissu. Sú hugmynd er að sjálf- sögðu allrar virðingar verð, en með tilliti til þess að tveir af þekkt- ustu lögmönnum lands- ins eru á öndverðum meiði hvað túlkun á greininni varðar, þá er augljóst að sá tilgangur eða hugmynd hefur al- gerlega mistekist. Að halda því fram, að um- ræðan um þessa tillögu sé á villigötum og að þeir sem gagnrýna hana hafí ekki hugsað málið til enda sýnir aðeins skort á rökum og er í raun móðgun við þá sem andmæla frumvarpinu. Þá má einnig gera ráð fyrir því að deilur um þetta ákvæði þagni ekki enda þótt að lögum verði breytt. Má frekar búast við enn frekari deilum og auknum málaferl- um ef tillagan verður samþykkt óbreytt. Er þá betur heima setið en af stað farið. Ef þessi spá mín er rétt má fullyrða að frumvarpið sé dauðadæmt fyrirfram. Mér sýn- ist því, að til þess að leysa þessa deilu sé ekki nema tvennt til. í fyrsta lagi að orða 3. mgr. 11. gr. frumvarpsins á þann veg að um innihald greinarinnar þurfi ekki að deila, eða sem ég tel þó heppilegri lausn, að fella hana alveg niður. Þessi málsgrein er alger óþarfí enda höfum vð hingað til komist af án hennar, án þess að sjálft tjáningar- frelsið hafí orðið fyrir hnjaski. Höfundur er hæstaréttariögmaður og fyrrverandi dómarií Mannréttindadómstól Evrópu í Strasbourg. flutning frá einkageir- anum yfír í ríkisreknar göngudeildir og rann- sóknarstofur. Upp- bygging stórra göngu- deilda og yfirtaka hins opinbera á öllum rekstri heilbrigðismála er vart í takt við tímann. Fyrir nokkrum áratugum var þetta gert í Svíþjóð og tókst að koma á lag- girnar ótrúlega dýru kerfi, enda eru Svíar nú óðum að hverfa frá því á náðir kerfís sem umber og stuðlar að einkarekstri í vissum hluta heilbrigðisþjón- ustunnar. Það er verðugt umhugsunarefni hvers vegna við Islendingar þurfum að framkvæmda kerfisbreytingar að sænskri fyrirmynd þegar skaðsemi þeirra hefur sannast í Svíþjóð og annarra lausna leitað þar. Hugs- anlegur þáttur er sú staðreynd að það tekur embættismenn ákveðinn tíma að ná frama í kerfinu þannig að þeir hafi mótandi áhrif. Þegar Eigum við að taka upp sænsk kerfi, spyr Þórð- ur Sverrisson, sem þar hafa miður reynst. þangað er náð endurspeglar mennt- un þeirra og viðhorf heimspeki lið- inna tíma og verður úr takti við hljómfall líðandi stundar. Þær kerfisbreytingar sem nú er verið að boða eru mestu breytingar í heilbrigðiskerfi landsmanna um áratugaskeið. Markmið þeirra er að „sósíalisera" alla heilbrigðisþjónustu á íslandi og eru þær vafalítið gerðar í góðri trú. Ekki ætla ég neinum þeim sem hlut eiga að máli illan vilja í garð landsmanna. Það verður þó að segjast að í Evrópu gervallri, jafnt austur sem vestur, fer málsvörum ríkisyfirtöku á einkarekstri fækk- andi, fæstir telja það leiða til bættr- ar þjónustu hvað þá aukinnar skil- virkni eða minni kostnaðar. Þau sýndar markmið sem fram eru sett til að ná að framkvæma áður um- rædda kerfisbreytingu munu ekki nást. Þetta er öllum ljóst sem aðild eiga að málinu. Kostnaðarhliðin hefur mest verið nýtt til að réttlæta kerfisbreytingu þessa. Hvergi hefur verið sýnt fram á að yfirtaka hins opinbera á einka- rekstri af þessu tagi leiði til minni kostnaðar. Þvert á móti leiðir hún yfirleitt til meiri kostnaðar. Hún mun einnig leiða til minni skilvirkni og verri þjónustu. Einnig er vert að benda á að eftir að miðstýringin hefur verið innleidd í heilbrigðiskerf- ið glatast allur samabnburður ólíkra rekstrarforma. Orð þessi eru ekki rituð til að gæta þröngra sérhagsmuna heldur til að mótmæla sósíaliskum áformum embættis- og stjórnmálamanna. Neytendur sjá fram á verri þjónustu og skattgreiðendur auknar byrðar. Höfundur er augnlæknir. Ætlarðu að missa af þessum einstöku möguleikum? Við drögum á morgun. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.