Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 27
26 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STOFNUN VILHJÁLMS STEFÁNSSONAR HJÖRLEIFUR Guttormsson og þingmenn úr öllum flokkum flytja þingsályktunartillögu um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri. Stofnunin hafi það hlutverk að stuðla að öflugum rannsóknum íslendinga á norðurslóðum og þátttöku þeirra í alþjóðlegu samstarfi um heimskautasvæðið. Stofnunin á að tengja saman innlenda rannsóknaraðila, sem fást við norðurrannsóknir, og hafa samstarf við rann- sókna- og kennslustofnanir á Akureyri. Þar hefur skapast gott starfsumhverfi á sviði náttúruvísinda í Háskólanum á Akureyri og setri Náttúrufræðistofnunar íslands. Hjör- leifur segir og í viðtali við Morgunblaðið „að ef við náum utan um þessi málefni þá getum við tengst mörgum verk- efnum sem verið er að sinna á alþjóðlegum vettvangi og beinast að heimskautasvæðinu. Þetta á við um rannsókn- ir sem Norðurlöndin eru þátttakendur í og sömuleiðis rann- sóknir sem Evrópusambandið leggur fram fjármagn til og stendur að“. Við eigum nú forseta Alþjóðaráðs norður- vísinda (ASC), sem er Magnús Magnússon, prófessor. Is- lenzk stjórnvöld eiga og hlut í samstarfi norðurskauts- ríkja í umhverfismálum, svokölluðu Rovaniemi-samstarfi. Vilhjálmur Stefánsson, landkönnuður, var brautryðjandi í norðurrannsóknum. Hann kom upp einu mesta bóka- safni, sem til er um norðurheimskautssvæðið, og er það varðveitt í Dartmouth-háskóla í Hanover í New Hamps- hire í Bandaríkjunum. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar ætti að taka upp náið samstarf við þetta bókasafn. Við íslendingar höfum ekki haldið nafni þessa virta landa okkar nægilega á lofti. Við hæfi er að heiðra minningu hans með út- og endurútgáfu bóka hans um norðurslóðir og efla fræðasamstarf við þær stofnanir í Bandaríkjunum, sem varðveita verk hans og halda áfram starfi hans. Og síðast en ekki sízt að stórefla norðurrannsóknir, sem geta haft mikið framtíðargildi fyrir íslendinga sem aðrar þjóð- ir við Norður-Atlantshaf. Þessi tillaga Hjörleifs Guttormssonar og meðflutnings- mánna hans verðskuldar stuðning þingsins. MANNRÉTTINDI - VIÐSKIPTABANN ÞRAUTUM íröksku þjóðarinnar ætlar seint að linna. Saddam Hussein og Baath-flokkurinn halda henni enn í heljargreipum og ógnarstjórnin er slík að illskiljan- legt er fólki, sem býr við lýðfrelsi Vesturlanda. Viðskipta- bann Sameinuðu þjóðanna eykur enn á þjáningar almenn- ings í landinu, en það hefur nú staðið í fjögur ár. Bannið var sett á í kjölfar Persaflóastríðsins og tilgangur þess var að knýja stjórn Saddams Husseins til að uppfylla vopnahlésskilmála Sameinuðu þjóðánna. Mikill misbrestur hefur verið á því, m.a. hafa írakar ekki skilað fjölda fólks sem þeir rændu í Kúveit eða gert grein fyrir afdrifum þess, svo er einnig um miklar eignir er þeir stálu hernáms- dagana. Almenningur í írak býr við mikinn skort, nánast hung- ur, og flest af því sem nauðsynlegt er í nútímaþjóðfélagi er illfáanlegt. Undanþágur eru veittar frá viðskiptabann- inu til kaupa á matvælum og lyfjum og fleiri lífsnauðsynj- um. Þarfir valdastéttarinnar, hersins og ofsóknirnar á Kúrdum hafa hins vegar forgang hjá Saddam. Skorturinn í írak hefur leitt til vaxandi glæpa og eftir- litsmaður SÞ með mannréttindabrotum í landinu, Hollend- ingurinn Max Van Der Stoel, segir stjórnina hafi brugðist við af grimmd. Hendur og fætur afbrotamanna eru höggn- ir af án deyfingar og segir stjórnin þetta gert í samræmi við lög íslams. Grunur leikur samt á, að stjórn Saddams skýli sér á bak við trúarbrögðin í þeim tilgangi að kúga andstæðinga sína með þessum hætti. Augljóst er að viðskiptabann SÞ bitnar á saklausum almenningi og slíkt getur ekki verið tilgangurinn, hvað sem ógnarstjórn Saddams Hussein líður. Loðnuvinnsla Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson LOÐNU var landað úr Erni KE á Seyðisfirði í gær. Hluti af aflanum var notaður til að prófa loðnuflokkara sem SR-mjöl hefur ráðist í endurbætur á. Mikil fjár- festing í vinnslunni Ráðist hefur verið í flárfestingar á síðustu misserum sem auka vinnslugetu loðnufrysting- ar um helming. Loðnubræðslur hafa einnig aukið vinnslugetuna mikið. Hjá ýmsum þeirra - —— — sem Egill Olafsson ræddi við kom fram efí um að greinin standi undir þessari flárfestingu. AF INNLENDUM VETTVANGI Asíðustu misserum hefur mikið verið fjárfest í loðnubræðslu og loðnu- frystingu. Ekki liggja fyrir öruggar upplýsingar um hversu mikl- ar fjárfestingar er um að ræða, en leiða má líkur að því að þær séu a.m.k. vel á annan milljarð. Stjórn- endur fyrirtækja í loðnuvinnslu, sem Morgunblaðið ræddi við, eru flestir sammála um að offjárfest hafi verið í þessari atvinnugrein, sérstaklega í loðnufrystingu, og að búast megi við að sumir lendi í vandræðum af þeim sökum. Það sem á mestan þátt í þessum miklu fjárfestingum nú er að loðnu- vertíðin í fyrra gekk einstaklega vel. Arður af vinnslunni var góður, sér- staklega loðnufrystingu, og í mörg- um tilvikum hafði loðnuvinnslan úr- slitaþýðingu varðandi afkomu fyrir- tækjanna. Viðmælendur Morgunblaðsins sögðust gera sér grein fyrir að óvíst væri að loðnufrysting gengi eins vel á þessari vertíð. Þegar væri ljóst að verðið á Japansmarkaði yrði ekki eins hátt og í fyrra og óvissa um veiðarn- ar væri mikil. { fyrra má segja að allt hafi geng- ið upp á þeim stutta tíma sem hægt er að stunda loðnufrystingu. Veðrið var gott og áta lítil í loðnunni. Vel gekk síðan að selja afurðirnar, en samkeppnisþjóðir okkar, Norðmenn og Kandamenn, frystu lítið og íslend- ingar sátu því nær einir að markaðin- um í Japan. Loðnuflokkurum fjölgar um helming Ekki liggja fyrir neinar saman- teknar tölur um fjárfestingar í loðnu- vinnslu síðasta árið og stjórnendur fyrirtækja sem Morgunblaðið hafði samband við voru tregir til að upp- lýsa um fjárfestingar fyrirtækja sinna. Sem dæmi um fjárfestinguna má nefna að talið er að loðnuflokkurum hafi á einu ári fjöigað úr um 30 í 60. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins kostar fullbúin loðnu- flokkunarstöð 25-30 milljónir. í þeirri upphæð er flokkari, húsnæði og bún- aður sem tengist vinnslunni. Margir hafa farið þá leið að kaupa notaða flokkara og nota aðstöðu sem fyrir er til að ná niður kostnaði. Það er engu að síður ljóst að fjárfesting í flokkurum skiptir hundruðum millj- óna. Grandi er dæmi um fyrirtæki sem hefur verið að auka vinnslugetu í loðnufrystingu. Fyrirtækið hefur fjárfest umtalsvert á seinustu tveim- ur árum í þessu skyni. Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Granda, vildi ekki gefa upp hvað þetta væru miklar fjárfestingar. Fyrir yfirstandandi vertíð hefur hrognavinnslubúnaður í Granda verið endurbættur. Frystigetan hefur verið aukin u.þ.b. 25%. Þá hafa verið ger- ar lagfæringar á löndunarbúnaði. Fyrir síðustu vertíð var fjárfest í flokkara og hrognavinnslubúnaði. Grandi er nú með tvo loðnuflokkara. Brynjólfur sagðist ekki geta svar- að þvi hvað vinnslugetan hefði aukist mikið hjá Granda. Afkastagetan væri háð svo mörgum þáttum. í fyrra fór loðnufrystingin einungis fram í frystihúsinu á Grandagarði, en í ár er einnig áformað að frysta í Norður- garði ef mikið berst á land. Offjárfesting í loðnuvinnslu „Það er náttúrlega búið að fjár- festa allt of mikið í loðnufrystingu upp á síðkastið. Þetta gerist svona í sveiflum. Það þekkja þeir sem hafa komið nálægt loðnuvinnslu í mörg ár. Aðstaða okkar í fyrra var ein- stök. Kanadamenn frystu afar lítið af loðnu og við nutum þess gagnvart japanska markaðinum. Þetta er nú bara þannig með okkur íslendinga að við förum oft offari," sagði Brynj- ólfur. Brynjólfur sagði ekki við því að búast að allir riðu feitum hesti frá þessari vertíð. Hann minnti hins veg- ar á að sjávarútvegurinn væri áhættusöm atvinnugrein. Enginn vafi væri á að það væri mikið til vinn- andi að koma loðnunni í frystingu. Mun meiri arður fengist fyrir þjóðar- búið með því að frysta loðnuna en að bræða hana. Á síðustu vertíð hefði loðnufrystingin skilað nokkrum millj- örðum í þjóðarbúið. Eitt þeirra fyrirtækja sem hefur fjárfest í frystibúnaði er Borgey hf. á Höfn í Hornafirði. Halldór Árna- son, framkvæmdastjóri Borgeyjar, sagði að fjárfesting fyrirtækisins væri ekki sérstaklega til komin vegna loðnufrystingar. Borgey hefði aukið síldarfrystingu mikið og aukin frysti- geta Borgeyjar hefði verið fullnýtt allt frá því í september á síðasta ári við frystingu á síld. Hér væri um að ræða arðbæra fjárfestingu. í Helguvík er verið að ljúka upp- setningu á nýrri loðnuflokkunarstöð. Þar er um að ræða fjárfestingu sem nemur eitthvað innan við 100 millj- ónum króna. SR-mjöl og fleiri standa að fyrirtækinu. Það mun selja flokk- aða loðnu til fyrirtækja á Suðurnesj- um, en verður ekki með eigin fryst- ingu. Sá hluti loðnunnar sem ekki nýtist í frystingu verður fluttur með Erlendis fækkar loðnu- bræðslum og þær stækka, en hér fjölgar bræðslunum skipum til verksmiðja SR-mjöls á Norður- og Austurlandi. Miklar fjárfestingar í loðnubræðslum Fjárfesting í loðnubræðslu er einn- ig mjög mikil. Sveinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra fiski- mjölsverksmiðja, taldi að undanförnu hefðu loðnubræðslur hringinn í kringum landið verið endurbættar. Bæði væri um að ræða nauðsynlegt viðhald á búnaði og eins væru verk- smiðjurnar að fjárfesta í búnaði sem gerði þeim kleift að vinna gæðamjöl sem væri í samræmi við óskir hvers og eins kaupanda. Hraðfrystihús Eskifjarðar réðst í stærstu einstöku'fjárfestinguna fyrir þessa vertíð, en segja má að loðnu- bræðsla fyrirtækisins hafi verið end- urbyggð. Um er að ræða 250-260 milljóna króna fjárfestingu. Einnig var ráðist í miklar endurbætur á loðnubræðslunum á Vopnafirði og Þórshöfn fyrir þessa vertíð. Gamall og úreltur floti Ýmsir hafa bent á að á sama tíma og gífurlegum fjármunum er varið til fjárfestinga á búnaði við loðnu- vinnslu í landi sé sáralitlum fjármun- um varið til kaupa á nýjum loðnuskip- um, en flestir eru sammála um að loðnuflotinn sé gamall og úreltur. íslensku loðnuskipin eru að margra áliti áratugum á eftir skipum sam- keppnislanda okkar. Þórður Jónsson, rekstrarstjóri SR- mjöls á Siglufirði, sagði þetta vissu- lega áhyggjuefni, ekki síst þar sem sú þróun hefði orðið að nýjustu loðnu- skipin hefðu hætt loðnuveiðum. Hann benti á að fyrir nokkru hefði eitt stærsta og fullkomnasta loðnuskipið, Hilmir, verið selt úr landi og nýleg loðnuskip eins og Pétur Jónsson og Jón Finnsson hefðu snúið sér að rækjuveiðum. Þórður sagði að ástæðan fyrir hægri endurnýjun loðnuflotans væri að afkoma hans væri ekki nægilega góð. Á meðan rekstur skipanna væri ekki betri væri þess ekki að vænta að menn treystu sér til að endurnýja skipin. Óánægja með það loðnuverð sem frystingin hefur borgað hefur m.a. leitt til þess að nokkur loðnuskip hafa komið sér upp aðstöðu til að frysta um borð. Eitt þeirra er loðnu- skipið Hákon sem kom á loðnumiðin fyrir austan land í gær með nýjan frystibúnað um borð. Guðmundur Þorbjörnsson, einn eiganda Hákons, sagði að þarna væri á ferðinni tilraun til að auka verðmæti aflans. Ætlunin væri að veiða til bræðslu og frysta um borð það sem væri hæft til fryst- ingar. Auk Hákons eru loðnuskipin Júpiter og Þórshamar með aðstöðu til að frysta um borð. Ný loðnubræðsla í byggingu Verið er að reisa um 1.000 tonna loðnubræðslu á Fáskrúðsfirði og er stefnt að því að hún verði tilbúin fyrir næstu vertíð. Verksmiðjan er reist með það fyrir augum að hægt verði að auka afkastagetu hennar upp í 1.400 tonn án mikils viðbótar- kostnaðar. Kostnaður við bygging- una er áætlaður 600 milljónir að sögn Haraldar Haraldssonar, fram- kvæmdastjóra Andra, sem er einn af eigendum verksmiðjunnar. Har- aldur vísaði því á bug að of mikið væri fjárfest í loðnubræðslu. Búast mætti við að næsta mánuðinn bær- ust 300 þúsund tonn af loðnu á land og verksmiðjurnar í landinu önnuðu því ekki að vinna svo mikið magn í einu. Þórður Jónsson er ekki sammála því að þörf sé fyrir fleiri verksmiðj- ur. „Það er mín skoðun að menn séu að grafa gröf bræðsluiðnaðarins með því að fjölga verksmiðjum. Alls stað- ar í heiminum er stefnt að fækkun og stækkun verksmiðja. Hér stefnir þetta í þveröfuga átt ekki síst fyrir tilstuðlan opinberra sjóða,“ sagði Þórður. FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 27 SVÍÞJÓÐ Þversögn í velferö- arkerfinu MATS Svegfors, ritstjóri Svenska Dagbladet Sænska velferðarkerfið er gjaldþrota en niður- skurðarhugmyndir j afnaðarmanna mælast misjafnlega fyrir. Svíar standa frammi fyrir áður óþekktum vanda á sama tíma og þeir hefla þátttöku í Evrópusambandinu. Sigrún Davíðsdóttir sótti sænska áhrifamenn og sérfræðinga heim, þeirra á meðal Mats Sveg- fors, ritstjóra Svenska Dagbladet. EINN af þeim sem grannt hefur fylgst með umrótinu í Svíþjóð er Mats Svegfors aðalritstjóri Svenska Dag- bladet. Blaðið er ekki tengt neinum stjórnmálaflokki, en það þarf ekki að lesa það lengi til að sjá að það er á borgaralegum væng stjórnmálanna og fylgir oft Hægriflokknum að mál- um, án þess að vera málgagn hans. Er reyndar á tíðum gagnrýnið á flokk- inn. Úndanfarið hafa leiðtogar flokks- ins gjaman verið gagnrýndir fyrir að tala of mikið um efnahagsmál og of lítið um velferðina og félagslega hlið stjórnmálanna, „mjúku málin“ svo- kölluðu. En leiðarar Svenska Dag- bladet verða seint gagnrýndir fyrir þetta. Þar er skrifað jöfnum höndum um mjúku og hörðu málin. Það er því ritstjóri með víðan sjóndeildar- hring, sem Morgunblaðið ræddi við í Stokkhólmi fyrir skömmu. Það er margt, sem Svíar þurfa að átta sig á þessa mánuðina og eitt af því er inngangan í Evrópusambandið (ESB). Svegfors segir að um inn- gönguna megi hafa fjálgleg orð, en ekki megi gleyma að hún hafi aðeins verið samþykkt með fimm prósenta meirihluta. „Fjöldi þeirra sem studdi aðild og hinna sem var á móti var býsna jafn. Og það er kannski það, sem vekur mesta undrun. Svíþjóð er þróað lýðræðis- og iðnríki, þjóðin nútímaleg í hugsunarhætti, opin fyrir alþjóðlegum straumum og framfaras- innuð. Allt þetta mælir með að hún eigi ríkt erindi í Evrópusambandið. En það eru greinilega ekki allir, sem líta þannig á málið. Hver verða áhrif aðildar að þínu mati? „Það er athyglisvert að trúin á sænska „módelið", eins og það var kallað, sænska fyrirmyndarkerfíð, hefur mjög veikst undanfarin ár. Póli- tískt séð lýsti það sér í kosningaó- sigri jafnaðarmanna 1991 og efna- hagslega kemur það fram í vaxandi sparnaði. En þessari minnkandi trú fylgir jafnframt þrá eftir að end- urskapa fortíðina og hverfa til þess tíma er rífyið var algott í huga fólks, líkt og Guð áður. Nú er Guð dáinn og Svíar bíða upprisunnar á þriðja degi. Trúmissirinn er þungbært áfall, sem tekur langan tíma að vinna úr. Hluti Svía mun vísast setja ESB í það tómarúm, sem trúmissirinn á fyr- irmyndarsamfélagið hefur skapað, einkum þá menntafólk, embætt- ismenn og fólk í menningargeiranum, sumsé þeir er horfa út á við. En svo eru aðrir, sem geta það ekki. Svo vill til að um leið og Svíar ganga inn í ESB standa þeir frammi fyrir at- vinnuleysi mörg hundruð þúsund manna og verða að horfast í augu við minnkandi framleiðni, lakari menntun, minni sveigjanleika og svo framvegis. Þeir eru margir, sem tengja þetta tvennt saman, inn- gönguna og efnahagsvandann, þó úttektir á sænsku efnahagslífi og á velferðarkerfinu sýni að atvinnuleysið má rekja til óheppilegrar stefnu fyrr á árum.“ Útþensla ríkissgeirans Velferðarkerfíð og áhrif þess eru ákaft til umræðu í Svíþjóð. Hvað viltu segja um þau? „Velferðarkerfið var sannarlega þaulhugsað frá byijun og þá í þá átt að það ætti að styrkja samstöðu fólks. Launastefnan átti að stýra fyrirtækj- um þannig að þau héldu sig stöðugt við arðbæra framleiðslu og meðan ágóðanum var haldið í fyrirtækinu var hann ekki skattlagður. Og launa- stefnan jafnaði einnig út launin. Með- an fyrirtækin efldust og réðu fólk gekk dæmið upp. En þegar dró úr vextinum á sjöunda áratugnum dró úr ráðningum í einkageiranum, en þá tók ríkið við og réð fólk, svo ríkis- geirinn stækkaði. I lok síðasta áratug- ar gat hann ekki dregið í sig fleira fólk og varð að draga saman seglin, með þeim afleiðingum að atvinnuleysi jókst. Það er viss þversögn í velferðar- kerfinu. Það er hugsað fyrir heildina, en sjálf uppbyggingin er einstaklings- bundin til hins ýtrasta. Grunneining þess er einstaklingurinn og ekki fjöl- skyldan. Ábyrgð einstaklingsins fyrir öðrum er létt af honum. Hana tekur kerfið á sig. Hann þarf ekki að hugsa um neitt annað en sjálfan sig og ekki aðra. Aðeins um líðandi stund, en ekki til lengri tíma. Um leið dregur úr framsýni og forsjá. Fólk þarf ekki að hugsa um að spara fyrir eftirlaun- um, því ríkið er búið að lofa þeim. Við lifum vel í velferðarkerfinu, en kannski er lífið um leið fátæklegra. Til að skýra betur þessa þversögn tala ég gjarnan um stóru og litlu heildina. Grasrótin er einstaklings- bundin, hver svarar fyrir sig, en sjálft kerfið er allt hugsað út frá heildinni, samfélaginu. Þessi uppbygging er þveröfug við það sem gerist í Japan. Þar er næstum ekkert skipulag á samfélagssviðinu og í grasrótinni engin einstaklingshyggja, heldur allt miðað við hag heildarinnar. Þegar talað er um Svíþjóð sem þjóðfélag heildarhyggjunnar er það rétt hvað varðar yfirbyggingu samfélagsins, en ekki hvað varðar undirstöðuna. Hún byggir á einstaklingnum." Ríkið stendur illa, en landið er stöndugt Það skiptir nokkuð í tvö horn hversu aivariegum augum Svíar líta efnahagshorfurnar og framtíðina. Sumir benda á að viðskiptajöfnuður- inn fari batnandi, meðan aðrir ein- blína á ijárlagahallann og skuidir rík- issjóðs. Hvaða augum lítur þú efna- hagsvandann? „Vandinn er sá að Svíþjóð og sænska ríkið er ekki eitt og hið sama. Viðskiptajöfnuður landsins fer batn- andi og landið er stöndugt, en ríkið stendur hrikalega illa, svo ekki sé meira sagt og framfleytir í þokkabót sex af hveijum tíu íbúum. Það má líkja aðstæðunum við að ríkið væri fyrirtæki I stórborg, nefnilega land- inu. Fyrirtækið stendur hrapalega illa og er auk þess illa rekið, meðan borg- in er rík. Rekstrarhalli ríkisins er nokkurn veginn jafn mikill og nemur þjóðarframleiðslu Sviþjóðar. Ef sænska ríkið væri fyrirtæki væri það fyrir löngu farið á hausinn. Ef ríkið er umfangslítið og í stóru landi þá er hægt að leysa aðsteðjandi efnahagsvanda með skattahækkun- um. Hér hefur sú leið fyrir löngu verið gengin á enda. Jafnvel þó allar tekjur umfram meðaltekjur (sem sam- svara 200 þúsund íslenskum krónum á mánuði) væru skattaðar hundrað prósent væri aðeins hægt að raka inn 300-400 milljörðum, þegar vandinn í krónum og aurum snýst um tuttugu þúsund milljarða íslenskra króna. Því miður er það svo að margir jafnaðar- menn líta á Svíþjóð og ríkið sem sama hlut. Þar sem Svíþjóð standi vel, sé ástand ríkisins ekki svo slæmt held- ur.“ Nú kemur það í hlut jafnaðar- manna að giíma við vandann. Hvem- ig telur þú þá í stakk búna tii þess? „Innan flokksins skiptir í tvö horn hvað varðar skilning á vandanum. Eldri kynslóðin og um leið líklega meirihluti flokksins hefur þá skoðun, sem ég lýsti áður, meðan yngri kyn- slóðin hefur nútímalegri skilning. Hún leiðir þó ekki flokkinn enn sem komið er. En það er enginn efi á að þeir vilja gjarnan að sér takist verkið. Jafnaðarmenn eru byggingarmeistar- ar kerfisins og nú hriktir í. Kosningar eftir kosningar hafa þeir lofað öllu fögru og góðum gjöfum, en nú er komið annað hljóð í strokkinn." Óhugsandi atvinnuleysi Það hriktir í veiferðarkerfinu og ríkið stendur illa fjárhagsiega. Hver er þín framtíðarsýn hvað Svíþjóð varðar? „Sem stendur er sérlega erfitt að sjá hlutina fyrir. Kannski eiga blaða- menn alltaf auðvelt með að draga allt dökkum litum, en í hreinskilni sagt er hætta á að það fari allt hér til fj... og ef til vill hefur það þegar gerst. Fyrir fímm árum hefðu flestir sagt að 12 prósent atvinnuleysi væri óhugsandi í Svíþjóð. Og meðan jafn- vægi ríkti í ríkisbúskapnum virtist stöðugur halli ríkissjóðs og skulda----- söfnun óhugsandi. En við þetta búum við nú. Andstætt því sem forðum var þá hafa þeir atvinnulausu í sig og á, en margir hafa samt sem áður misst eignir sínar. Líklega verða atvinnu- leysisbætur minnkaðar, en þeim verð- ur ekki hætt. í nýrri bandarísk-sænskri úttekt á velferðarkerfinu er talað um kerf- iskreppu. Meðan kerfið gekk vel, þá gekk það líka reglulega vel. Svo er ekki lengur og nú er til dæmis skulda- söfnunin skuggalega hröð. En enginn 3 veit nákvæmlega hvernig ríkisgjald- þrot lítur út. Eitthvað I þá áttina hefur gerst í Suður-Ameríku, en við allt aðrar aðstæður. Ekki dettum við út af landabréfinu eða sökkvum niður á botn Eystrasalts, en við gætum þurft að horfa upp á vaxandi atvinnu- leysi, vaxandi þjóðfélagslegan mun og verðbólgu. Sumum fyrirtækjum myndi vísast ganga vel vegna lágra launa. Sem stendur er uppsveifla í Svíþjóð í kjölfar gengisfellingar og vegna al- þjóðlegrar uppsveiflu og iðnaðargeir- inn stendur vel. En hvað gerist þegar kúrvan vísar niður og við lendum inni í næstu efnahagslægð með ríkisskuld- ir sem samsvara þjóðarframleiðslunni eins og hún leggur sig. Margir hag- í fræðingar segja sem svo að alltaf sé hægt að taka lán, bara með háum vöxtum, en því má ekki gleyma að Svíþjóð hefur fengið lágar einkunnir af alþjóðlegum efnahagsráðgjafar- fyrirtækjum. Hlutirnir gætu gerst hratt og við þá staðið frammi fyrir brennandi fjármálakreppu. Þá verður það Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sem ákveður björgunarráðstafanirnar og ekki annað að gera en fylgja fyrir- mælum hans. Það er vissulega áieitin spurning hvar Svíar séu staddir. Þegar suður- amerísku löndin hafa staðið sem verst hafa lánastofnanir alltaf lánað lengur en i raun var skynsamlegt. Og þann- ig er það almennt, þar sem oflán eiga sér stað. Lánastofnanir halda of seint að sér höndunum. Vafasöm samstöðustefna Velferðarkei-fið var gott og hentaði sínum tíma, en það er hvorki heppi- legt að láta fólk lifa í friði atvinnu- laust á bótum, líkt og Danir hafa gert, eða taka á móti flóttamönnum, án þess að hugsa fyrir hvernig koma eigi þeim fyrir. Þarna er líka launakerfið hindrun. Ef mér sem atvinnurekanda ber skylda til að greiða sem samsvar- ar þúsund krónum íslenskum á tímann og valið stendur milli þess að ráða Svía eða innflytjanda, sem er slæmur í sænsku, ræð ég hiklaust Svíann. Þá er spuming hvort strangt launakerfi gagnast þeim sem verr stendur, eða hinum sterkari. Þá vaknar spumingin hvort þessi sænska samstöðustefna í launamálum hafi í raun leitt til sam- stöðu með þeim sterkari í samfélag- - inu, eða hinum veikari."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.