Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ IMEYTEIMDUR VERIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 15 Kiötálegg: Hvaða tegundir borðar þú? O 10 20 30 40 50% SS Ali Goði Búrfell Höfn Borgarnes Kjarnafæði íslenskt-franskt eldh. Fjallalamb SÖ kjötvörur Meistarinn Karó Aðrar kjötvinnslur Flestir kaupa SS kjötálegg FLESTIR kaupa kjötálegg frá Sláturfélagi Suðurlands, skv. nið- urstöðum neyslukönnunar Félags- vísindastofnun HÍ. Næstvinsælast er kjötálegg frá Alí og í þriðja sæti situr kjötálegg frá Goða. Um 90% aðspurðra kváðust borða kjötálegg, en 10% sögðu nei við þeirri spurningu. Flestir, eða um 25%, sögðust borða kjötálegg tvisvar til þrisvar í viku og um 19% vikulega. Aðeins 5,8% borða kjötálegg daglega, skv. könnun- inni. Sólbaðsstofa Náttúruleg í Drafnarfelli málning NÝLEGA var opnuð ný sólbaðs- stofa, Fellsól, í Drafnarfelli 16-18 (sama hús og Fellaval) með nýjum Q-Vision-hvíldar- bekkjum, en þeir eru með upp- hækkun fyrir hendur og fætur fyrir bakveika. Hönnun bekkj- anna er miðuð við að veita jafnan lit allan líkamann, einnig er blástur í bekkjum sem notandinn getur stjórnað sjálfur. Eigandi stofunnar er Bergljót Bragadótt- ir. VERSLUNIN Hrímgull flytur inn og selur Livos-málningavörur. í fréttatilkynningu frá versluninni kemur fram að Livos framleiði m.a. málningu, lakk, bæs, viðarolíur, vax, lím, kítti, jurtasápur, skóá- burð, barnaliti og liti fyrir lista- menn, og allar vörurnar séu náttúr- legar. „Livos notar eingöngu nátt- úruleg jurta- og steinefni í fram- leiðslu sína, sem hvað varðar slitþol og endingu standast fyllilega sam- anburð við önnur efni,“ segir í til- kynningu verslunarinnar. Verð á loðnu til vinnslu lækkar að öllum líkindum Nýrra markaða leitað í Kína, Bandaríkjunum og Tævan VERÐ á loðnu upp úr sjó er tæp- ast farið að mótast enn. Líkur virð- ast þó á því að verð til bræðslu verði svipað og á síðasta ári, en verð til vinnslu, frystingar og hrognatöku, lækki eitthvað. Því veldur að verð á mjöli og einkum lýsi hefur verið þokkalegt að undan- förnu, en samkvæmt samningum sem gerðir hafa verið við Japani um sölu loðnu og hrogna hefur af- urðaverð lækkað um allt að fjórð- ung. Því verður að teljast líklegt að verð á loðnu til vinnslu lækki einnig. Mikil óvissa er þó um fram- vindu mála og ræður gangur veið- anna, stærð loðnunnar og áta auk fleiri þátta miklu. Verð á loðnu til bræðslu líklega lítt breytt Tvöföldum framleiðslugetu í loðnufrystingu hérlendis auk minnkandi neyzlu á loðnu í Japan, hefur meðal annars valdið því að samið hefur verið um allt að 25% verðlækkun á frystri loðnu seldri til Japans í ár. En verðlækkunin er einnig talin styrkja stöðu loðn- unnar á markaðnum í Japan til framtíðar litið. Nú er hægt að fram- leiða hér tvöfalt meira en markað- urinn þar eystra ræður við árlega. Nýrra markaða hefur einnig verið leitað og þar koma til greina lönd eins og Bandaríkin og Tævan í litlu magni og sala á hæng til Japans er einnig möguleg í litlum mæli. Þá munu Rússar tilbúnir til að kaupa töluvert af loðnu, en verðið sem þeir bjóða fyrir loðnuna dugir framleiðendum ekki. Verð á loðnu til bræðslu í fyrra var á bilinu 4.000 krónur til 4.300 og jafnvel meira ef um langa sigl- ingu frá miðunum var að ræða. Þórður Jónsson, rekstrarstjóri SR- mjöls í Siglufirði, segist búast við því að verði verði svipað í ár, en reyndar sé illmögulegt að spá um það. Þá sé verðlagning á loðnu til frystingar í uppnámi. Frystingin haf borgað allt of lítið fyrir loðnu til frystingar í fyrra og því séu all- ir þessir lukkuriddarar komnir út í vinnslu til að verða ríkir og vinnslan sé í vaxandi mæli að færast út á sjó. Verð á lýsi hefur verið nokkuð gott að undanfömu, allt upp í 400 dollara á tonnið og verð á fiski- mjöli hefur einnig verið með skárra móti. Því telja margir að verð á loðnu til bræðslu ætti að verða svip- að og í fyrra. Fulltrúar sjómanna í Verðlagsráði hafa reyndar óskað þess innan ráðsins, að sett verði ákveðið lágmarksverð á loðnu, en engin ákvörðun þar að lútandi hefur enn verið tekin. Verð fyrir hrygnuna um 25 krónur hvert kíló í fyrra Verð á loðnu til frystingar hækk- aði mikið í fyrra frá árinu 1993, en það var um 13 krónur á kíló af frystri hrygnu til bátanna. í fyrra voru borgaðar allt að 25 krónur fyrir kíló af hrygnu, en þess ber að gæta að í fyrra var loðnan mun stærri en árið áður. Þá var algengt verð á loðnu frá flokkunarstöðvum allt að 40 krónum á kílóið. Auk þessa fengu bátarnir svo greiddar um 2.000 krónur á tonnið af þeirri loðnu sem flokkaðist frá, jafnvel upp í 4.000 krónur. 75 krónur fyrir hrognin Verð á loðnuhrognum í fyrra var nokkuð misjafnt, enda var ýmist greitt fyrir hreina afurð til bátanna eða heilir framar keyptir í einu. í þeim tilfellum, sem greitt var til bátanna fyrir þau hrogn sem náð- ust, fór verð á þeim upp í 75 krón- ur á kíló, en auk þess fengu bátarn- ir greitt fyrir þá loðnu sem flokkað- ist frá svo og svokallað hrat. Þá voru einnig dæmi um að keyptir voru heilir óflokkaðir farmar á 6.000 til 7.000 krónur tonnið. Um fjórðungs lækkun á afurðaverði Meðalverð á frystri loðnu til fra- maleiðenda í fyrra var nálægt 120 krónum á kílóið. Hvert meðalverðið verður nú er erfitt að segja enda ræðir stærðarflokkun því, en 90 til 100 krónur á kíló gæti reynzt niður- staðan. Verð á hrognum í fyrra var um 140 krónur á kíló til framleið- enda og hefur það einnig lækkað um nálægt 25% milli ára, sam- kvæmt gerðum samningum í ár. Allt bendir því til lækkunar á verði á loðnu til frystingar og hrognatöku, hver sem framvindan kann að verða. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um heildar- kvóta á vertíðinni, en eftir standa um 420.000 tonn af bráðabrigðak- vótanum frá því í sumar. Rannsókn- arskipin munu halda rannsóknum áfram og síðar verður ákveðið hvort kvóti verði aukinn eða ekki. LOÐNAN veidd til á grunnslóðinni. 0<>. UTSALAN I FULLUM GANGI Ath. Tökum upp nýjar vörur á hverjum degi ^Toppskórinn 0?v VI. VELTUSUNDi VIÐ INGÓLFST0RG SIMI: 21212 Ath. Vörur frá STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.