Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR1995 21 AÐSEIMDAR GREINAR Geysishúsið BORGARYFIRVÖLD hafa á undanförnum árum staðið að ýmsum framkvæmdum og að- gerðum í þeim tilgangi að efla og styrkja miðbæ Reykjavíkur. Einn liður í þessum framkvæmd- um fólst í kaupum borgarinnar á elsta verslunarhúsi í Reykjavík, Aðalstræti 2, sem reist var af Robert Tærgesen kaupmanni árið 1855. Einnig keypti borgin Vest- urgötu 1. Þar var saltverkun eftir síðustu aldamót á vegum H. P. Duus kaupmanns, sem rak um- fangsmikla verslun og útgerð í Reykjavík á þeim tíma. í þessum húsum var verslunin Geysir frá janúar 1956 til ársins 1992. Á fundi borgarráðs 21. janúar 1992 var eftirfarandi tillaga borg- arstjóra samþykkt samhljóða: „Borgarráð samþykkir að ganga til samninga við forsvars- menn Geysis hf. um kaup á fast- eignum fyrirtækisins á horni Að- alstrætis og Vesturgötu á grund- velli tillögu framkvæmdastjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar. Húsin verði keypt með það fyr- ir augum, að þar verði rekin margþætt upplýsinga- og kynn- ingarstarfsemi á vegum Reykja- víkurborgar og í samvinnu við aðrar stofnanir og fyrirtæki eins og fyrirhugað hefur verið í svo- nefndu Borgarhúsi við Ingólfs- torg. Jafnframt verði ákveðið að hverfa frá byggingu Borgarhúss og tillit tekið til þessa í forsögn væntanlegrar samkeppni um skipulag Ingólfstorgs. Stefnt verði að því að útlit húsanna á horni Aðalstrætis og Vesturgötu verði sem næst upphaflegri mynd, en endanlegar ákvarðanir þar að lútandi teknar á grundvelli kostnaðaráætlana, sem bygging- ardeild borgarverkfræðings er falið að gera.“ Geysishúsið var því keypt j. þeim tilgangi að koma þar á fót sýningar- og upplýsingamiðstöð, einskonar borgarhúsi í miðbæ Reykjavíkur. Reykjavík hóf starfsemi í Geysishúsi í júní 1992 með það að markmiði að nýta þessi hús í þágu borgarbúa á sem fjölbreyti- legastan hátt og skapa um leið nýja möguleika til þess að efla mannlíf og auka starfsemi og umsvif í miðbænum. Margar góðar og merkilegar sýningar er tengjast sögu og menningarlífi borgarinnar hafa verið haldnar í Geysishúsi sl. tvö ár og er áætlað að u. þ. b. 60 þúsund manns hafi komið í Geys- ishús á þessu tímabili Auk borgarinnar hafa hátt í 200 stofnanir, fyrirtæki, félaga- samtök og einstaklingar lagt af mörkum bæði vinnu, fjármagn svo og lánað muni og tæki á sýn- ingarnar. Sem dæmi um sýningar má nefna „Reykjavík við stýrið", sýningu um samgöngur á íslandi og sem sett var upp í tilefni 50 ára afmælis lýðveldis á íslandi, og „Handverk og iðnmennt", sýn- ingu sem sjö félög og stofnanir MEG frá ABET UTANÁHÚS FYRIRLIGGJANDI. Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 R-listinn hefur í hyggju að leggja starfsemi í Geysishúsi niður, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, og hverfa frá samhljóða samþykkt borgarstjóm- ar um notkun þess í þágu allra borgarbúa. iðnaðarmanna, er áttu merkisafmæli á sl. ári, stóðu að. Þá hefur á undanförnum tveimur árum verið efnt til fjölda smærri sýninga og kynninga þar sem m. a. hefur verið kynnt ýmis starfsemi á vegum borgarinnar og fé- lagasamtaka. Allar þessar sýn- ingar hafa verið fróðlegar og áhugaverðar og opinberað fyrir íbúum Reykjavíkur og öðrum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson landsmönnum marg- víslega muni og tæki, sem komið hafa við sögu í atvinnu- og menningarlífi Reykjavíkur á liðnum árum og áratugum. Þessar sýningar hafa sýnt okkur fram á mikilvægi þess að varðveita sem flesta muni er tengjast lífi og starfi í höfuðborg- inni. Nú hefur R-listinn í hyggju að leggja starfsemi í Geysishúsi niður og hverfa frá upphaflegri samhljóða samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur um notkun Geysishúss í þágu allra borgarbúa. Stefnt er að því, að tómstundastarf fyrir ungt fólk, sem farið hefur fram í „Hinu húsinu“ (áður Þórskaffi) verði lagt niður og hluti þeirrar starf- semi fluttur í Geysishús. Ég er þeirrar skoðunar, að það sé bæði skammsýn og óskynsam- leg ákvörðun að hverfa frá sam- hljóða samþykkt borgarstjórnar um notkun Geysishúss. Fjölbreytt starfsemi í Geysishúsi, opin öllum borgarbúum og öðrum lands- mönnum, er að mínu mati mikil- vægur liður í þeirri viðleitni að efla miðbæ Reykjavíkur, auðga mannlífið og gera það fjölbreytt- ara og áhugaverðara. Höfundur er horgnrfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.