Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir UNGIR nemendur Tónskóla Egilsstaða léku við opnun bókasafnsins. Bókasafn Héraðsbúa flytur í Safnahúsið Egilsstöðum - Bókasafn Héraðsbúa hefur flutt á 2. hæð í Safnahúsi á Egilsstöðum og er safnið í fyrsta sinn í eigin húsnæði. „Breyting á aðstöðu er mikil“, segir Kristrún Jónsdóttir, safnvörð- ur, „en safnið var í 73 fm húsnæði en nýja aðstaðan er 183 fm“. Kristrún hefur starfað við safnið frá 1973 og hafa húsnæðismál þess allar götur fram til dagsins í dag verið visst vandamál, því í upphafi var safnið í kössum, kjöllurum og herbergjum í íbúðarhúsum en flutti svo í kjallara Valaskjálfs þegar fé- lagsheimilið var tekið í notkun og var þá fyrst opið reglulega. Þegar Kristrún hóf störf hjá safninu þá voru 2.000 bindi til en eru nú um 10.000. Þetta er í fjórða skipti sem safnið flytur á starfsferil Kristrúnar. Mikil aukning í útlánum hefur orðið á undanförnum árum. Hið nýja húsnæði hefur ekki verið formlega tekið í notkun en fyrirhugað er að það hýsi Héraðsskjalasafn, Minja- safn Austurlands og skrifstofu Safnastofnunar Austurlands. Hornafjarðarbær A * Asgrímur Halldórsson heiðursborgari BÆJARSTJÓRN Hornafjarðar hefur kosið Asgrím Halldórs- son heiðursborgara Hornafjarðar vegna mikilvirks framlag hans til atvinnuupp- byggingar og annarra starfa í Hornafirði, seg- ir í samþykkt bæjar- stjórnar. Ásgrímur fæddist 7. febrúar 1925 og var því sjötugur sl. þriðjudag. Ásgrímur lauk Sam- vinnuskólaprófi 1946. Hann stafaði hjá Kaupfélagi Vopnfirð- inga 1946-1953 ogvar kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Áustur-Skaftfellinga frá því í mars 1953 til 1. ágúst 1975. Hann var jafnframt framkvæmda- stjóri Fiskimjölsverksmiðju Horna- fjarðar frá stofnun 1969 til 1. ágúst 1975 og Borgeyjar hf. frá 1953 þar til í júní 1977. Ásgrímur sat í hreppsnefnd Hafn- arhrepps í 11 ár, þar af nokkur ár sem odd- viti hreppsnefndar. Ás- grímur stofnaði físk- vinnslu- og útgerðarfé- lagið Skinney hf. og var framkvæmdastjóri hennar fram á síðasta ár. Framlag Ásgríms til hinnar öflugu atvinn- uppbyggingar sem ver- ið hefur á Hornafirði á liðnum áratugum er ómetanlegt og því var samþykkt einróma í Bæjarstjórn Horna- fjarðar að heiðra Ás- grím á þessum tímamótum, segir í frétt frá bæjarstjórn. Eiginkona Ásgríms er Guðrún Ingólfsdóttir sem verið hefur virk í félags- og menningarmálum byggð- arlagsins. Ásgrímur Halldórsson. Ljósaskilti á Höfn ÞEGAR inn i bæinn í Hornafirði er komið blasir við ijóSaskilti með aug- lýsihgum frá fyrir- tækjum á Höfn. Kiw anisklúbburinn Ós setti skiitið upp til í fjáröflunar. Morgunblaðið/Sigrún AKUREYRI Helmingxir snjó- moksturs pening- anna er búinn Á FJÓRUM fyrstu vikum ársins var búið að eyða um helmingi þess fjár sem áætlað hafði verið að nota til snjómoksturs og hálkueyðingar á Akureyri eða um 7 milljónum króna. í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár var áæltað að veija 14,1 milljón til snjómoksturs og hálkueyðingar í bænum. Guðmundur Guðlaugsson yfir- verkfræðingur hjá Akureyrarbæ sagði dijúgan hluta peninganna hafa farið á síðustu tveimur vikum janúar mánaðar en þá hefði snjó kyngt niður látlaust og miklar ann- ir verið við moksturinn. Enn er ver- ið að því nú er verið að víkka út götur og gatnamót og keyra snjón- um í sjóinn af miklum móð, þannig að ljóst er að bróðurpartur fjárveit- ingarinnar fer að verða búinn. Óvenjulegar aðstæður Fimbulkuldi hefur verið á Akur- eyri síðustu daga, frost farið í 15 stig. Guðmundur sagði óvenjulegt að svo miklum kulda fylgdi hálka, sem að öllu jöfnu væri hverfandi við slíkar aðstæður. í ljósi þess hefði ekki verið lögð áhersla á að eyða hálkunni með sandburði, en málið yrði skoðað vegna hinna óvenjulegu aðstæðna. „Ég dreg ekki í efa að bæjarverkstjóri mun skoða þetta vel og hefjast handa,“ sagði Guðmundur. Tilraunir standa nú yfir með nýtt efni til hálkueyðingar, vikur er not- aður í stað sands. Þetta er fyrsti veturinn sem efnið er reynt og er það einungis notað á afmörkuðum stöðum í bænum. Yfirverkfræðing- ur taldi vikurinn virka vel, hann færi betur með holræsakerfið en sandurinn þar sem hann flýtur bet- Morgunblaðið/Rúnar Þór FROSTHÖRKUR hafa verið norðanlands undnafarna daga en Leifur Sveinsson kann að klæða sig; gengur í úlpu sem þolir 50 stiga frost og hlífir höfðinu með refa- skinnshúfu. Og við hinar óvei\julegu aðstæður sem fylgja þessum fimbulkulda norðan heiða, hálkunni, er gott að styðja sig við skíða- stafinn, 50 ára gamlan grip. ur í burtu, en hann væri dýrari. Vega og meta yrði hvor kosturinn væri betri áður en ákvörðun yrði tekin um hvort í framtíðinni verði haldið áfram að sandbera eða menn myndu snúa sér aifarið að vikrinum. Morgunblaðið/Rúnar Þór ÞÓREY Eyþórsdóttir við vélknúnu bekkina í æfingastöðinni Mjóddinni sem hún opnaði fyrir skömmu. Hjón með þríþætt starf í Hekluhúsi Æfingastöð, tal- meinastofa og ráðgjöf HJÓNIN Þórey Eyþórsdóttir og Kristján Baldursson keyptu fyrir skömmu hluta af Hekluhúsinu svo- kallaða við Dalsbraut 1 á Gleráreyr- um en þar hafa þau sett á fót þrí- þætta starfsemi, æfingastöðina Mjóddina, talmeinastofu sem Þórey rekur og ráðgjafarþjónustu sem Kristján hefur með höndum. Æfingastöðin Mjóddin er byggð upp af vélknúnum bekkjum sem hannaðir eru með það fyrir augum að örva mikilvægustu vöðva líkam- ans, maga, fætur, btjóst, læri, mjaðmir og handleggi. Þórey sagði bekkina henta vel fólki með vöðva- bólgu og æðabólgu og eins væru þeir ákjósanlegir fyrir t.d. eldri borg- ara og þá sem ekki geta stundað hefðbundna leikfimi. Kerfið miðar að því að styrkja vöðva og gera þá lipra. Þeir auka blóðstreymi og hjálpa til við að losa um fitu og appelsínuhúð. Æfingastöðin er opin virka daga eftir hádegið, þá er opið á þriðju- dags-, fimmtudags- og laugardags- morgnum. Verður að bjarga sér Þórey sem er talmeinafræðingur hefur opnað á sama stað talmeina- stofu sína þar sem hún vinnur jafnt með börn og fullorðna, en meðal þess sem hún fæst við eru radderfið- leikar, málstol vegna heilablæðing- ar, málþroska sem ekki er í sam- ræmi við aldur, framburðarerfiðleika og fleira. Eiginmaður hennar, Kristján Baldursson tæknifræðingur, er með ráðgjafarþjónustu á sviði bygginga- tæknifræði undir sama þaki. Hluti þess húsnæðis sem þau hjónin keyptu í Hekluhúsinu er ónotaður en Þórey sagði ýmislegt í bígerð hvað varðar starfsemi þar þó enn væri ekki ákveðið hvað yrði ofan á. Þórarinn í stað Braga ÞÓRARINN E. Sveinsson hef- ur tekið sæti Braga V. Berg- manns í íþrótta- og tómstund- aráði. Tilkynnt var um þessa breytingu á fundi bæjarstjórn- ar Akureyrar í fyrradag. Bragi sagði af sér for- mennsku vegna óánægju með fjárveitingar til ráðsins og taldi hann meirihlutann í bæjarstjórn ekki hafa staðið við fyrirheit sín. Ráðið hafði sótt um 10 milljóna króna aukafjárveitingu til að standa straum af nauðsynlegum breytingum á íþróttahöllinni vegna heimsmeistarakeppn- innar í handbolta í vor. Jakob Björnsson bæjar- stjóri sagði að fjárveitingar til ráðsins hefðu valdið deilum sem enduðu með því að for- maður þess sagði af sér. Það hefði komið á óvart, þar sem farið hefði verið yfir málið við gerð fjárhagsáætlunar og að ráðið hefði þó nokkurt fé til viðhalds. Tilboði Sjafnar tekið BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt að taka tilboði Efnaverksmiðjunnar Sjafnar í viðgerð á gólfi íþróttahallar- innar. íþrótta- og tómstundar- áð hafði mælt með því að til- boð Vélsmiðjunnar Óðins á Suðurnesjum yrði tekið. Þórarinn E. Sveinsson, bæj- arfulltrúi Framsóknarflokks, lagði til í ljósi nýrra upplýsinga um gólfefni Sjafnarmanna að þeirra tilboði yrði tekið fremur en Vélsmiðjunnar Óðins sem íþrótta- og tómstundaráð hafði mælt með. Hinar nýju upplýsingar hefðu leitt í ljós að Sjafnargólfið væri jafngott því sem Vélsmiðjan Óðinn bauð, það væri 200 þúsund krónum ódýrara og auk þess lagt af innanbæjarfyrirtæki. Kynning Alþýðu- bandalags FJÓRIR kynningafundir á vegum Alþýðubandalags og óháðra verða haldnir á næstu dögum á Norðurlandi eystra. Sá fyrsti verður í kvöld í Hótel Ólafsfirði og hefst hann kl. 21.00. Á föstudagskvöld kl. 20.30 verður fundur í Berg- þórshvoli á Dalvík. Þriðji fund- urinn verður í Snælandi á Húsavík á laugardagsmorgun kl. 11.00 og sunnudagskvöldið kl. 20.30 verður fundur í Breiðumýri í Reykjadal. Silungs- veiði undir þykkum ís Mývatnssveit. Morgrinblaðið. SILUNGSVEIÐI hófst 1. febr- úar í Mývatni undir ís í net. ísinn er talinn vera 60-70 sentimetra þykkur. Ofan á honum er um 30 sentimetra snjólag. Allgóð færð er á ísn- um fyrir vélsleða, en nokkuð þung fyrir bíla. Veiði hefur verið nokkuð góð og silungurinn vel feitur. Haft er eftir neytendum að hann sé hreint sælgæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.