Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BL/hjpX AÐ/ /WG / fístar upatít*a.lotsfdeba. Otbar, &n w'tO kunnum. aS syrída. / Ljóska ke.ttirerU' ókzppnusiu Sfxprujr t, hejirLC ) Ferdinand VE5,MÁAM..U)E\/E MIS5ED YOU AT SCHOOL.M TH0U6MT MAYBE YOU'VE BEEN 5iCK..U)E BR0U6HT /00 SOME FLOUIERS.. U/HO ARE U)E? U)E'RE A COUPLE OF YOUR 5TAR PUPILS.. CHECK THE ADPRE55 AGAIN, MARCIE.. Já, kennari, við höfum sakn- Hver við erum? Gáðu aftur að Ég vissi það, þetta Hún hélt blóm- að þín í skólanum, við héld- Við erum tveir heimilisfang- er rangt hús! unum. um kannski að þú værir veik, bestu nemend- inu, Magga. við færum þér nokkur blóm. urnir þínir. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Orlofshúsa- byggð í Súðavík? Frá Einari Jónssyni: HINIR hörmulegu atburðir í Súða- vík hafa snert alla landsmenn beint og óbeint. Þjóðin hefur brugðist stórmannlega við og mikið fé hefur safnast til handa hinu nauðstadda fólki. Peningar bæta þó að sjálf- sögðu aldrei þann missi sem þeir hafa orðið fyrir sem horfa þurftu á eftir ástvinum sínum við þessar hamfarir. En lífið heldur áfram og söfnunarféð getur vissulega hjálp- að; meira þarf þó til. Málin standa nefnilega þannig að segja má að allir þorpsbúar hafi misst hús sín, hvort heldur þau fóru undir flóðin eða ekki, því ljóst er að af augljós- um ástæðum treysta fáir eða eng- ir sér til að búa þarna áfram nema bærinn verði fluttur um breidd sína inn fjörðinn þar sem er öruggt svæði gegn ofanflóðum. Tilveru- grundvöllur staðarins virðist þann- ig standa og falla með því hvort vilji eða möguleiki er á tilfærslu íbúðarhúsanna. Líklegt er að húsin verða trauðla færð eða tekin niður og sett upp annarsstaðar nema þá einstaka timburhús. Eru þau þá verðlaus og lítils virði? Svo þarf alls ekki að vera ef hugsað er stórt og rót- tækt en slíkt er nauðsynlegt því ljóst er að stórfé kostar að byggja upp þorpið á öðrum stað. Ekki er nóg að vísa bara á Viðlagasjóð. Hann er jú almannafé, en verkefn- ið stórt, og því best að standa sem skynsamlegast að hlutunum því víðar er verk að vinna í sambandi við snjóflóðavá en í Álftafirði. Fýsilegur kostur Hugmyndir undirritaðs eru þær að gera orlofshúsabyggð úr Súða- víkurhúsunum sem eftir standa. Ekki er sama hvernig að slíku er staðið og óskynsamlegt að selja húsin hveijum sem er í slíkum til- gangi. Þetta gæti hinsvegar farið þannig fram að Viðlagasjóður bætti mönnum öll hús á staðnum (byggði ný eða greiddi út). í stað- inn tæki sjóðurinn heil hús manna og/eða íbúðir á staðnum upp í þessa fyrirgreiðslu. Síðan seldi sjóðurinn félagasamtökum húsin sem orlofshús á gangverði venju- legra orlofshúsa í dag (3-5 milljón- ir?), en með góðum greiðslukjörum þannig að félögin væru vel fús til kaupanna. Mörg þessara húsa eru í raun stór einbýlishús sem hæg- lega geta hýst tvær fjölskyldur í orlofsdvöl. Það væri því fýsilegur kostur fyrir félagasamtök að eign- ast slík stór hús fyrir álíka verð og venjulegt orlofshús (40-50 fm), en óraunhæft sýnist að setja hærra verð á hús þarna hversu stórt og glæsilegt sem það annars kann að vera. Með þessum hætti yrði hugsanlega til 45 húsa (íbúða?) orlofshúsabyggð í Súðavík sem þó væri aðeins notuð frá vori til hausts. Slíkt kæmi ekki að sök þar sem hugsunin er sú að fólk annarsstaðar en af Vestfjörðum myndi nota þessi hús mest, þannig að ívera á öðrum árstímum kæmi ekki til. Ekkert mælir þó á móti því að félagasamtök á Vestfjörðum ættu þarna hús en skiptust svo gjarnan á dvalarrétti við félög í öðrum landsfjórðungum en slíkt er orðið algengt í dag enda fýsir fólk oft út fyrir sína heimaslóð til orlofsdvalar. í flestum landshlut- um hafa risið stór byggðahverfi orlofshúsa. í Vatnsfirði sunnan til á Vestfjörðum er stór vísir að slíku. Súðavík var orðið mjög fallegt og vinalegt þorp. Orlofshúsbyggð á þar vel heima og með henni mætti hefja eða auka þama skógrækt ekki síst til að græða það ljóta sár sem flóðin skyldu eftir í hjarta staðarins. Þjóðin er að uppgötva ýmsar náttúruperlur Álftafjörður og aðrir firðir við Isafjarðardjúp eru margir sann- kallaðar náttúruperlur sem þjóðin er í auknum mæli að „uppgötva“. Ferðamannastraumur til Vest- fjarða hefur fram að þessu verið tiltölulega takmarkaður. Nú er sem óðast verið að byggja þennan iðnað upp og bjóða upp á fleira mögu- leika fyrir ferðamenn svo sem skoðunarferðir um Djúpið á bátum o.fl. Stór orlofshúsabyggð í Súða- vík þar sem fólk kæmi til vikudval- ar í senn myndi vissulega vera vít- amínsprauta fyrir ferðamannaiðn- að á Vestfjörðum. Auk þess myndi þetta skapa atvinnutækifæri og þjónustu fyrir staðarmenn; nokkuð mörg að sumri, en einnig 1-2 heilsársstörf því að eðlilega yrði ætíð að vera þarna varsla og halda þyrfti eignunum vel við. Húsin þarf að sjálfsögðu að kynda allt árið sem er dýrt víðast- hvar á Vestfjörðum (rafmagns- kynding) þannig að ljóst er að fáir einstaklingar myndu ráða við þann kostnað, sem eru enn ein rök fyrir því að hér kæmu félagasamtök inn í dæmið. Ef þessar fyrirætlanir takast vel ættu hugsanlega að verða til hátt í 200 milljónir kr. sem auk dijúgs hluta af þegar söfnuðu fé væri kúfurinn af því sem það kostar að byggja upp Súðavík á öðrum stað. Með því móti „sparaðist“ mikið fé við upp- bygginguna sem mætti nota til að efla snjóflóðavarnir í öðrum byggð- arlögum en í þeim málum hafa flestir staðir dregið lappirnar vegna fjárskorts. Ofangreindar hugmyndir gætu því orðið þorra manna til hagsbóta en ekki ein- göngu Súðvíkingum. Að lokum skal tekið fram að þeir síðastnefndu mega ekki taka þessum línum illa, þ.e. á þann hátt að fara eigi að ráðskast með eign- ir þeirra að þeim forspurðum. Hér er verið að brydda upp á hugmynd eða lausn sem verður aðeins að veruleika ef vilji eða samþykki allra viðkomandi er fyrir hendi. EINAR JÓNSSON. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.