Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Forgangslisti íslands í tollamálum til umræðu innan ESB í næstu viku Beðið um tollfrelsi fyrir síld, lamba- kjöt og hesta Norðmenn kvarta yfir seinagangi í tollaviðræðum og áhugaleysi ESB LISTI yfir þær vörur, sem Island leggur mesta áherzlu á að fái toll- frelsi á markaði Evrópusambandsins, verður ræddur í hópi embættismanna aðildarríkja ESB í næstu viku, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Efst á forgangslista Islendinga er síld, lambakjöt og lifandi hross. ísland óskaði strax síðastliðið sumar eftir viðræðum við ESB um fyrirkomulag í tollamálum, sem tryggði að íslenzkir útflytjendur yrðu ekki verr settir eftir að Svíþjóð, Finn- land og Austurríki gengju í Evrópu- sambandið um áramót. Einkum er það hækkun á tollum á síld, sem flutt er út til Finnlands og Svíþjóðar, sem kemur íslenzkum fyrirtækjum illa. Embættismenn fjalla um forgangslistann í lok nóvember lagði ísland fram forgangslista, sem hefur síðan verið til skoðunar hjá framkvæmdastjóm ESB. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu svokölluð ESB-EFTA-nefnd Evrópusambands- ins og ráð fastafulltrúa aðildarríkj- anna (COREPER) fjalla um for- gangslistann í næstu viku. Eftir það vonast menn til að skriður fari að komast á viðræður um tollamál, en fyrr í vikunni samþykkti ráðherraráð ESB umboð til framkvæmdastjórnar- innar að semja við ríki utan sam- bandsins um tollabreytingar vegna inngöngu Svíþjóðar, Finnlands og Austurríkis. Knudsen vonsvikin Grethe Knudsen, utanríkisvið- skiptaráðherra Noregs, segir í sam- tali við Aftenposten í gær að ESB sé ekkert að flýta sér að semja við Norðmenn um tollalækkanir á þeirra útflutningsvörum til EFTA-ríkjanna, sem um áramótin gengu í ESB. Knudsen átti fundi með fram- kvæmdastjómarmönnum sambands- ins í fyrradag og kom vonsvikin af þei_m fundi. í viðtalinu sagði Knudsen: „Við teljum að það gangi alltof hægt að hefja viðræður, ekki sízt um tolla- vandamál vegna norskra sjávaraf- urða. Það er greinilegt að ESB-ríkin eru nú svo upptekin af mörgum stór- um málum, að þau hafa á margan hátt lítinn áhuga á Noregi.“ íslenzkir embættismenn, sem Morgunblaðið hefur rætt við, segjast ekki hafa orðið varir við tregðu af hálfu ESB í viðræðum við Island. Bent er á að Norðmenn mæti litlum skilningi í ESB eftir að þeir felldu aðild að sambandinu í nóvember. Norskir miðjumenn í klípu vegna vega- bréfaeftirlits LAHNSTEIN og félagar: Engin opin landamæri, takk. NORSKI Miðflokkurinn er í klípu í umræðum um fyrirkomulag vegabréfa- eftirlits á Norðurlöndum, að því er fram kemur í Aftenposten. Miðflokks- menn standa frammi fyrir hugmyndum um að Nor- egur og ísland sjái um ytra landamæraeftirlit fyrir ESB og séu þar með orðin hluti af „Evrópu án landamæra", eðaþá að vegabréfsfrelsi innan Norðurlanda sé úr sög- unni, og þykir þeim hvor- ugur kosturinn góður. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, voru á dómsmálaráð- herrafundi Norðurlanda ræddar hugmyndir um að ísland og Noregur taki að sér ytra landamæraeftirlit fyrir Evrópusambandið, í því skyni að bjarga vega- bréfsfrelsinu, sem lengi hefur gilt innan Norður- landa. Fari svo, hefur það hins vegar í för með sér að ekki verður lengur leyfilegt að gera handa- hófsskoðun í farangri eða á persónu ferðamanna, sem koma frá ESB-ríkjum, til dæmis í því skyni að leita að fíkniefnum, áfengi eða landbúnaðarvörum. Á móti Evrópu án landamæra Þingflokksformaður Miðflokks- ins, Johan J. Jakobsen, segir að flokki hans hafi verið alvara í kosn- ingabaráttunni í nóvember, þegar hann lagðist gegn því undir for- ystu „nei-drottningarinnar“ Anne Enger Lahnstein að Noregur yrði hluti af „Evrópu án landamæra". Hins vegar hefur Miðflokkurinn ætíð stutt það að hægt væri að ferðast án vegabréfs milli Norður- landanna. Það verður ekki hægt nema samið verði við Evrópusam- bandið um landamæraeftirlit, eftir að Svíþjóð, Finnland og Danmörk verða aðilar að svokölluðu Scheng- en-samkomulagi um afnám innra landamæraeftirlits ESB. ERLEIMT Rannsókn á máli eins af leiðtogum Afríska þjóðarráðsins C Sagður hafa dreg- ið sér norrænt fé Jóhannesarborg. The Daily Telegraph. OPINBER rannsóknamefnd í Suð- ur-Afríku hefur komist að þeirri niðurstöðu að klerkurinn Allan Bo- esak, einn helstu leiðtoga Afríska þjóðarráðsins (ANC), hafi notað fjárstyrki frá Norðurlöndunum til eigin nota á tímum aðskilnaðar- stefnunnar. Segir í niðurstöðum nefndarinnar að Boesak hafi „auðg- ast verulega sjálfur“ á síðasta ára- tug í stað þess að nýta fjármagnið í þágu „Friðar- og réttlætisstofnun- arinnar", sem hann var í forsvari fyrir. í skýrslunni, sem birt var í gær, eru stjórnarmenn sjóðsins gagn- rýndir harðlega fyrir kæruleysi og ótrúlega slæleg vinnubrögð. Boesak vísar þessu á bug og segist vera harmi sleginn vegna þessara ásak- ana. Suður-afríska útvarpið hefur greint frá því að Boesak hafi verið afhent eintak af skýrslu nefndar- innar um helgina. Þessi niðurstaða er talin mikið áfall fyrir ANC og verður líklega til þess að Boesak mun ekki .taka við stöðu sendiherra Suður-Afríku hjá Sameinuðu þjóð- unum í Genf, líkt og stefnt hafði verið að. Nelson Mandela forseti landsins frestaði skipun hans í embætti í síðasta mánuði meðan verið var að kanna ásakanir hendur honum. Lán ekki endurgreidd í skýrslunni segir að starfsmenn stofnunar Boesaks hafi tekið lán úr sjóðum hennar sem aldrei voru endur- greidd. Þá er dregin upp mjög dökk mynd af starfsaðferðum Boesaks en hann var einn af helstu leiðtog- um ANC á síðasta ára- tug. Eftir að ítrekað framhjáhald hans Rífleg laun Allan Boesak Boeasak lét greiða sér mjög rífleg mánað- arlaun og naut ýmissa annarra fríðinda. Segir í skýrslunni að þar sem engar haldbærar skýr- ingar hafi komið fram sé ekki hægt að ganga út frá öðru en að hann hafi dregið sér fé á ólögmætan hátt. Lögregla í Höfða- borg skýrði á þriðjudag frá því að hún hefði hafið rannsókn vegna ásakana um að tæpar komst í hámæli árið 1990 neyddist hann hins vegar til að segja af sér prestsembætti. Er talið að með því að senda hann til Genfar hafi for- ysta ANC ætlað að koma honum úr sviðsljósinu. Skýrsluhöfundar fara háðulegum orðum um skýringar Boesaks á fjár- málaóreiðunni en hann gaf þær skýringar að öll fjármál hans hefðu verið í höndum Freddie Steenkamp, framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Steenkamp hefur þegar viðurkennt að hafa tekið um fimmtán milljónir króna að láni úr sjóðum stofnunar- tíu milljónir, sem söngvarinn Paul Simon gaf barnaverndarsjóð er tengist stofnun Boesaks, hafi horf- ið. Nokkur önnur áþekk mál eru í rannsókn og talið að þau geti kom- ið illa við marga háttsetta embætt- ismenn. Á meðal þeirra stofnana sem sendu fé til „Friðar- og réttlætis- stofnunarinnar" var hjálparstofnun dönsku kirkjunnar. Hjá Rauða krossi Islands og Hjálparstofnun kirkjunn- ar fengust þær upplýsingar að þær hefðu ekki sent fé til stofnunarinnar. >: Díana vinnur mál gegn ljósmyndara London. Reuter. SAMKOMULAG hefur náðst á milli Díönu prinsessu og ljósmynd- ara sem tekið hafði af henni mynd- ir í leyfisleysi. Díana kærði mann- inn og átti málið að fara fyrir rétt í næstu viku en málsaðilar hafa komist að samkomulagi sem felur í sér afsökunarbeiðni þess sem myndirnar tók og loforð um að þær verði aldrei birtar aftur. Díana prinsessa er nú í Japan og hitti í gær Akihito Japanskeisara og Michiko keisaraynju, sem buðu prinsessunni til tedrykkju. Reuter í: I V í Meginhluti rússneska hersins fluttur frá Grosní Harðnandi afstaða S vestrænna ríkja Brussel, Moskvu. Reuter. WILLY Claes, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, hefur boðað harðari afstöðu gagn- vart stjóminni í Moskvu vegna Tsjetsjníju, sem hann segir ekki vera eingöngu rússneskt innanríkis- mál. Rússar segjast vera að flytja meginhluta hers síns frá Grosní en sérsveitir innanríkisráðuneytisins munu taka að sér gæslu í borginni. „Við getum ekki fallist á, að ástandið í Tsjetsjníju sé aðeins rúss- neskt innanríkismál. Við viljum ekki einangra Rússiand en það er hætta á, að Rússar sjái um það sjálfir,“ sagði Claes í viðtali við belgíska dagbiaðið Tijd í gær. Þykja ummæl- in endurspegla harðnandi afstöðu vestrænna ríkja en hingað tii hafa þau lagt áherslu á, að um væri að ræða rússneskt innanríkismál. Stjórnarandstæðingar til Grosní í viðtalinu tók Claes lítt undir þá tillögu Bandaríkjastjómar, að komið verði á fót fastanefnd, sem reyndi að vinna að bættum sam- skiptum við Rússa á sama tíma og NATO hugaði að stækkun í austur- átt. Sagði hann, að of snemmt væri að ræða skipun slíkrar nefnd- ar, fyrst þyrfti að greiða úr þeim málum, sem fyrir lægju. Itar- Tass-fréttastofan rússneska ^ hafði það eftir hershöfðingjanum g. ívan Babístjov, að brottflutningur j rússneska hersins frá Grosní stæði fyrir dyrum og myndu sérsveitir innanríkisráðuneytisins taka að sér eftirlit í borginni. Sagt er, að sveit- ir Tsjetsjena séu að ráða ráðum sínum um það hvort þær eigi að yfirgefa þau hverfi í borginni, sem þær ráða enn, en annar hópur Tsjetsjena er hins vegar á leið til borgarinnar. Það eru þeir, sem ^ styðja stjórnina í Moskvu, og átti | að ákveða í gær hvort þeir gætu | tekið við stjórn borgarinnar. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.