Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 52
Afl þegar þörf krefur! HEWLETT j PACKARD ---------UMBOÐJÐ H P Á ÍSLANOJ HF Höfðabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frú möguleika til veruleika RISC System / 6000 <o> NÝHERJI MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Glasa- frjóvgnn- - ardeild verði efld TILLAGA um að tvöfalda afkasta- getu glasafijóvgunardeildar Land- spítalans á þessu ári hefur verið lögð frarn á Alþingi. í greinargerð með tillögunni kem- ur fram að mjög langur biðlisti hafi myndast og lengist stöðugt. Nú bíði um 650 pör eftir aðgerð og bið- tíminn sé um tvö ár en 250 aðgerð- ir eru framkvæmdar á ári. Þá séu einungis um þriðjungs líkur á því að fyrsta aðgerð takist. Því gætu _^um 400 pör þurft að fara aftur í aðgerð og komist ekki að fyrr en árið 2000. 40 milljóna kostnaður Sjö þingmenn í öllum flokkum flytja tillöguna en fyrsti flutnings- maður er Ingibjörg Pálmadóttir, Framsóknarflokki. Kostnaður við að tvöfalda afkastagetu deildarinnar hefur verið metinn og er áætlað að 9 milljónir kr. þurfi til að kaupa fósturvísafiysti og um 31 milljón til að breyta húsnæði. ♦ ♦ ♦ Loðnan færist nærlandí Á MILLI 30-40 skip eru við loðnu- veiðar suðaustur af Hvalbak. Skipin hafa verið að fá sæmilegan afla, en hafa þurft að hafa mikið fyrir veið- inni því loðnan er enn dreifð og ^stendur djúpt. Aðeins Örn KE-13 landaði í gær. Loðnan mjög blönduð Loðnuskipstjórar, sem Morgun- blaðið ræddi við í gærkvöldi, sögðu greinilegt að loðnan væri að færa sig nær landi og þá kæmu kostir djúpnótarinnar ekki lengur að gagni. Lárus Grímsson, skipstjóri á Júp- íter, sagði að loðnan væri enn mjög dreifð og flest skipin næðu því ein- ungis litlum köstum. Hann sagðist vera sannfærður um að hún færi að þétta sig ihjög bráðlega og þá myndi veiðin glæðast fljótt. Lárus sagði að loðnan væri mjög ^^ilönduð. Hún væri allt frá því að ' vera stór og feit niður í hálfgert rusl. ----♦-♦-♦--- I gegnum göngin ísafirði. Morgunblaðið. VEGAGERÐIN opnaði í gær veg- inn yfir Breiðadalsheiði. Myndin var tekin þegar Ebeneser Þórar- insson kom á jarðýtu sinni út úr átta til níu metra háum snjó- göngum í Kinninni. Hann var fenginn í gærmorgun til þess að moka efstu metrana af snjóskafl- inum þannig að snjóblásararnir gætu athafnað sig. Á eftir honum kom mjólkurbíllinn með fyrstu mjólkina úr Önundarfirði og Dýrafirði frá því 13. janúar. ----♦-♦ ■♦--- Nýtt píla- grímaflug Atlanta FLUGFÉLAGIÐ Atlanta samdi á mánudag við norður-nígeríska flug- félagið Kabo Air um þiggja mánaða verkefni við að flytja pílagríma milli Norður-Nígeríu og Jeddah í Saudí-Arabíu. Um 60 Islendingar munu fá vinnu við verkefnið, sem hefst 12. apríl. Að sögn Árngríms Jóhannssonar, forstjóra Atlanta, verða a.m.k. tvær Boeing 747 þotur notaðar við píla- grímaflugið og tekur hvor þeirra 480 farþega í sæti, en hugsanlegt er að þriðja vélin verði tekin á leigu. í vetur hefur Atlanta aðeins haft tvær vélar í fragtflutningum í Evr- ópu og kallar þetta verkefni því á að ráðnir verði flugliðar. Arngrímur sagði að bæði útlend- ingar og íslendingar fengju vinnu og reiknaði með að um 60 íslend- ingar yrðu ráðnir til starfa. Arngrímur vildi ekki tjá sig að svo stöddu um verðmæti þessa samnings fyrir félagið og um hve mikið velta þess ykist vegna verk- efnisins í Nígeríu. Tilboð samninganefndar ríkisins til kennarafélaganna Beinar launahækkanir og aukið vinnuframlag Leggst illa í samtök kennara Markaðar fyrir loðnu leitað í Kína MINNKANDI neysla á loðnu í Jap- an og lækkandi verð hefur orðið til þess að söluaðilar beina nú sjónum að nýjum mörkuðum. Áhugi er á að skoða til hlítar hvort mögulegt er að selja frysta loðnu til Kína, Bandaríkjanna og Tævan. Rússar eru tilbúnir til að kaupa loðnu en bjóða lágt verð. ■ Verð á loðnu/15 ■ Mikil fjárfesting/26 SAMNINGANEFND ríkisins (SNR) lagði fram tilboð vegna nýs kjara- samnings fyrir viðræðunefnd kenn- arafélaganna í gær. í tilboðinu eru lagðar fram nokkrar tillögur þar sem gert er ráð fyrir að gerður verði kjara- samningur til tveggja ára og að kenn- arar fái hliðstæðar launahækkanir og samið verði um á almenna vinnu- markaðinum. Hins vegar eru lagðar fram tillögur um skilvirkara skóla- starf, lengingu á vinnutíma kennara og um auknar kröfur til starfa þeirra. Elna K. Jónsdóttir formaður Hins íslenska kennarafélags sagði að til- boðið leggðist illa í samtök kennara og þau hafni því að miklu leyti. „Okk- ur fínnst þetta lítið og ómerkilegt en fyrst og fremst ákaflega óljóst, auk þess sem við undruðumst mjög að SNR hljóp á blaðamannafund á miðj- um samningafundi sem er andstætt venjulegum siðum í samningaviðræð- um,“ sagði hún. I tillögum SNR um sérmál kennara segir að skólayfírvöld setji almennar reglur um skipulag skólastarfs og vinnu í skólum og skólastjórar skipu- leggi skólastarfíð í samræmi við það. Skólayfirvöld ákveði fjölda kennslu- og prófdaga og hvemig öðrum nauð- synlegum verkefnum í skólastarfi skuli sinnt. Þetta hefði í för með sér nokkra fjölgun á kennsludögum í grunn- og framhaldsskólum og að unnt verði að gera ýmsar breytingar á vinnufyrirkomulagi. Forystumenn SNR sögðu í gær að þetta hefði m.a. þá þýðingu að færa mætti starfsdaga kennara til þannig að þeir yrðu ekki á kennslutíma. Enginn hvati til samninga Elna sagði að í fyrsta lagi væri óviðunandi að SNR vísi frá sér skipu- legri hækkun grunnlauna í áföngum, sem miðist sérstaklega við kjör kenn- ara. I öðru lagi að SNR $é ekki með í gögnum sínum neinar vísbendingar um að nefndin hyggist koma til móts við kröfu kennarafélaganna um kennsluskyldulækkun í því skyni að rýma fyrir öðrum störfum. í þriðja Tagi að SNR komi ekki fram með neitt mat á því hvaða kjarabreytingu það myndi skila kennurum að kennsludögum yrði fjölgað. Hug- myndir um vinnutíma virðast meira og minna vera ávísun á einhveija óljósa framtíð. Hvati fyrir samninga hér og nú sé enginn. „Eina kjarabreytingin sem við sjáum skýrt úr þeim gögnum, sem voru lögð fram, er upp á hálfs launa- flokks hækkun að meðaltali, eða um 1,5%, og þá verður að hafa í huga að sumir félagsmenn kennarafélag- anna myndu lækka,“ sagði Elna. Deiluaðilar funda í dag og segist Elna vænta þess að í samræmi við tillögur kennara verði þar lögð meg- ináhersla á að ræða launahækkanir annars vegar og hins vegar ein- hveija nánari útfærslu og mat á kjarabreytingum sem tengjast íjölg- un kennsludaga og öðrum breyting- um á skólaári."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.