Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚÁR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Nauðsyn í lýðræðis- lcgu þjóðfélagi í MORGUNBLAÐINU sl. föstu- dag 3. febr. ræðst Jón Steinár Gunnlaugsson hrl. gegn Verslun- arráði íslands fyrir gagnrýni þess á tillögu þá sem nú liggur fyrir Alþingi um breytingu á tjáningar- frelsisákvæðinu í mannréttindak- afla stjómarskrárinnar. Lögmaður Verslunarráðsins hefur þegar svar- að þeirri gagnrýni á þessum vett- vangi með miklum ágætum í grein sl. laugardag og þarf engu þar við að bæta. Mig langar þó til að legggja hér nokkur orð í belg, annarsvegar vegna niðurlagsorða greinar Jóns Steinars sem mér sýnist brýnt að sem flestir bregðist við, hinsvegar að fara nokkrum orðum um hugtakið „nauðsyn í lýðræðislegu þjóðfélagi", - hugtak- ið sem bent hefur verið á að vant- ar í umrætt ákvæði í frumvarpinu. Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl., vísar á bug þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á tillögumar sem fyrir liggja í framvarpi formanna þingflokkanna á Alþingi til breyt- inga á mannréttindaákvæðum stjómarskrárinnar. Lokaorð grein- ar hans era þessi: „Að undanfömu hafa reyndar sést fleiri dæmi um hávaðasama gagnrýni á frumvarp þingflokksformannanna, án þess Ekki er um handahófsá- kvæði að ræða, segir Margrét Heinreksdótt- ir, heldur grundvallar- hugtök í alþjóðlegri mannréttindalöggjöf. að séð verði að hún hafi nægiieg tilefni. Sýnist mér að efni, eða öliu .heldur efnisleysi, gagnrýninnar sanni ágæti málstaðarins. Máiið verður því vonandi drifíð í gegn nú á vorþinginu. “ Fyrstu viðbrögð mín við lestri þessara orða vora að harma að maður svo mætur sem Jón Steinar skyldi láta þau frá sér fara. Síðan varð æ sterkari gremjan yfir þeim hroka sem þau lýsa. Ég tel mig hafa skoðað framvarpið og greinargerð þess nokkuð vel og fylgst með þeirri gagnrýni, sem fram hefur komið á hvoratveggja og leyfi mér að mótmæla því að hún sé „efnislaus" Margir hafa byggt gagnrýni sína á sterkum röksemdagrandvelli - aðrir ekki, sem við er að búast því að ekki hafa allir til þess þá þekkingu sem til þarf. En flestir hafa haft sitt- hvað til síns máls og sýnt fram á að framvarpinu er ábótavant að ýmsu leyti. Tjáningarfrelsi er enn að því marki í hinu íslenska þjóðfélagi að hinn óbreytti borgari á fullan rétt á því láta í Ijós gagnrýni sína án fræðilegrar framsetningar. Þar sem beinlínis hefur verið auglýst eftir athugsemdum við framvarp þetta verður að gera þá kröfu til þingmanna og þeirra sérfræðinga sem fyrir þá vinna að tillit sé tek- ið til þeirra hugmynda sem fram koma. Verði þeim hafnað ber að gera það með skynsamlegum rök- um. Tjáningarfr elsið Svo vikið sé að deilunni um tján- ingarfrelsisákvæðið vil ég taka undir með þeim sem hafa gagnrýnt orðalag 3. mgr. 11. gr. framvarps- ins. Mér brá í brún þegar ég las þetta ákvæði í fyrsta sinn og enn hefur ekkert komið fram sem breytir þeirri skoðun minni að það sé óhæfilega mikið opið. Lögm. Verslunarráðsins hefur réttilega bent á að í 3. mgr. 11. gr., - undan- SÍUl'/JJJ Láttu Otrivin losa þig og krakkana við nefstífluna. Kynntu þér vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 10 mf N&SESPRAY l Otrivin nefúöinn og nefdropamir fást nú í naesta apóteki - án lyfseðils! Otrivin nefúöinn og nef- dropamir eru áhrifamiklir og einfaldir í notkun. Meö virka efninu Xylometa- zolin vinnur Otrivin gegn nefstrflum vegna nefkvefs og bráörar bólgu í ennis-og kinnholum. Otrivin veldur æðasam- drætti, dregur úr blóðflæði, og minnkar þannig slím- myndun. Otrivin er fljótvirkt, áhrifin vara í 8-10 klst. Otrivin má nota 3var á dag en einungis vikuísenn. Varúð: Langtímanotkun Otrivin getur leitt til þurrks í nefslím- húð. Sjúklingar meö gláku ættu ekki að nota Otrivin. Framleiðandi: Ciba - Geigy AG. Basel, Sviss. Innflytjandi: StetánThorarensen h.f., simi: 568 6044. tekningarákvæðinu, sem sagt er sniðið eft- ir 10. gr. Mannrétt- indasáttmála Evrópu - er sleppt hinum veiga- miklu hömlum á und- antekningunum sem lýsa sér í orðunum „og eru nauðsynlegar í lýðfrjálsu þjóðféiagi“. Ég taldi þetta mistök, sem rekja mætti til tímaskorts við samn- ingu framvarpsins en Ragnar Arnalds alþm. aftók það með öllu í sjónvarpsviðtali í síð- ustu viku, sagði þetta með ráði gert. Við sitj- um því uppi með stór augu og spurninguna: Hversvegna vilja ís- lenskir þingménn ekki vísa til þeirrar hugsunar að takmarkanir þessara réttinda megi ekki verða meiri en nauðsynlegt er í lýðfij álsu þjóðfélagi - hugsunar sem m.a. Mannréttindadómstóll Evrópu leggur til grandvallar í dómum sín- um.? Hvað vakir fyrir þeim? Öllum er ljóst að tjáningarfrelsið getur ekki verið ótakmarkað frem- ur en nokkurt annað frelsi einstakl- inga. En við því mætti sjá annað- hvort með því að bæta inn í 3. mgr. orðunum „sem nauðsynlegar eru i lýðftjálsu þjóðfélagi“ eða með því einfaldlega að láta 2. mgr. 11. gr. duga, sleþpa 3. mgr. og setja inn í stjómarskrána almenna tak- mörkun á borð við 2. mgr. 29. greinar Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna þar sem seg- ir: „Þjóðfélagsþegnar skuiu um réttindi og fijálsræði háðir þeim takmörkunum einum, sem settar eru með lögum í því skyni að tryggja viðurkenningu á og virð- ingu fyrir frelsi og réttindum ann- arra og til þess að fullnægja réttl- átum kröfum um siðgæði, reglu og velferð almennings í lýðfrjálsu þjóðfélagi." (Allar leturbreytingar era greinarhöfundar.) Sú hugsun að mannréttindi megi einungis tak- marka með Iögum og að því marki sem nauðsynlegt sé í lýðftjáisu þjóðfélagi til vemdar brýnum rétt- indum annarra og almannahags- munum gengur eins og rauður þráður um alþjóðlegu mannrétt- indalöggjöfina. Má sem dæmi til- greina auk 10. gr. Mannréttinda- sáttmálans sem fyrr var gerið, eft- irfarandi ákvæði úr Mannréttinda- samningum Sameinuðu þjóðanna, sem ísland staðfesti árið 1979 og Mannréttindasáttmála Evrópu, sem hefur nýlega verið leiddur í lög; I 4. gr. Alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menn- ingarleg réttindi segir: „Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum viðurkenna að ríki megi einungis binda slík réttindi (þ.e. réttindin sem kveðið er á um í samningnum. innskot. gr. höf.) þeim takmörkun- um, sem ákveðið er / lögum og einungis að svo miklu leyti sem það getur samrýmst eðli þessara réttinda og einungis í þeim tii- gangi að stuðla að velferð almenn- ings í lýðftjálsu þjóðfélagi.“ í 8. gr. sama samnings, a-lið 1. mgr. um stéttarfélög segin „Eigi má binda rétt þennan neinum tak- mörkunum öðrum en þeim sem maélt er / lögum og nauðsynlegar eru í lýðfrjálsu þjóðféiagi í þágu þjóðaröryggis eða allsherjarreglu eða til þess að vernda réttindi og frejsi annarra." í upphafi 3. mgr. 12. gr. Al- þjóðasamnings um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi, ferðafrelsis- greininni, segir: „Öfangreindur réttur skal ekki vera neinum tak- mörkunum háður nema þeim, sem ákveðnar eru / iögum, eru nauð- synlegar til þess að vernda þjóða- röiyggi, allsherjarreglu (ordre public), heilbrigði al- mennings eða siðgæði eða réttindi og frelsi annarra og eru sam- rýmanlegar öðrum réttindum sem viður- kennd eru í samning þessum.“ í 19. gr. sama samnings um tjáningarfrelsi segir í 3. mgr. „Sérstakar skyldur og ábyrgð fel- ast í því að nota sér réttindi þau sem um getur í 2. mgr. þessar- ar greinar. Því má tak- marka þessi réttindi að vissu marki en þó aðeins að því marki sem mælt er í iögum og er nauð- syniegt a) til þess að..o.s.frv. í 21. gr. sama samnings um funda- frelsi segir “ ... Eigi skal réttur þessi öðrum takmörkunum háður en þeim sem settar eru í samræmi við lög og nauðsyniegar eru í lýð- frjálsu þjóðfélagivegna....“ o.s.frv. í 22. gr. sama samnings um fé- lagafrelsi segir í upphafi 2. mgr. „Eigi skal réttur þessi háður öðram takmörkunum en þeim sem mælt er / lögum og nauðsyniegar eru í lýðfijálsu þjóðfélagi vegna ..." o.s. frv. í 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi einkalífs segir í 2. mgr: „Stjórnvöld mega ekki raska þessum réttindum nema samkvæmt lögum og nauðsynlegt sé /iýðftjálsu þjóðfélagi..." o.s.frv. í 2. mgr. 9. gr. sama samnings segir „Frelsi til að láta í ljós trú sína eða sannfæringu skal einung- is háð þeim takmörkunum, sem mæit erílögum ogeru nauðsynleg- ar í lýðftjálsu þjóðfélagi..." o.s.frv. í 11. gr. sama samnings um funda og félagafrelsið segir í 2. mgr. „Eigi skulu réttindi þessi háð öðr- um takmörkunum en þeim, sem mælt er í lögum og nauðsynlegar era í lýðfrjálsu þjóðfélagi vegna ...“ o.s.frv. Grundvaliarhugtök -- Þessi dæmi sýna, að hér er ekki um að ræða nein handahófsá- kvæði. Þetta era grundvallarhug- tök í alþjóðlegri mannréttindalögg- jöf sem byggir á þeirri grandvallar- hugsjón að samræma vemd rétt- indi einstaklinganna annarsvegar og vernd lýðræðisins hinsvegar. Brýnt er að íslendingar þekki þau og íslenskir dómstólar taki mið af í niðurstöðum sínum þar sem þau séu vegin saman og metin. Séu einhver sérstök rök fyrir því að þessi hugtök eigi eða megi ekki vera í íslensku stjórnarskránni verður að ætlast til þess af höfund- um framvarpsins og þingmönnum að þeir skýri þau rök fyrir þjóðinni. Ég man ekki betur en haft væri við orð í fyrra að verðugt væri að Alþingi gæfí þjóðinni það í afmæl- isgjöf í tilefni þjóðhátíðarinnar 17. júní 1994 -að breyta mannréttinda- ákvæðum stjórnarskrárinnar. Hafí einhver alvara verið með slíkum ummælum verður að vænta þess að alþingismenn taki athugasemd- um almennings um frumvarpið með fullri virðingu. Sú er reyndar trú mín að þeir hafi til þess fullan vilja og láti hvorki Jón Steinar Gunnlaugsson né aðra mana sig til að afgreiða þær sem „efnis- lausar" og „drífa málið í gegn“ með offorsi. Að lokum vil ég hvetja Morgun- blaðið til að birta yfirlit yfir kjama og meginröksemdir helstu athuga- semda sem komið hafa fram við frpmvarp um mannréttindaákvæð- in. Það væri þarft verk því að mjög skortir á kynningu þessa mikil- væga máls. Höfundur er lögfræðingur og fyrrv. blaða- og fréttamaður. Margrét Heinreksdóttir. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.