Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ _______________FRÉTTIR Umsögn lögmannafélagsins um stjórnarskrárfrumvarp Tilgangi endurskoðun- arinnar ekki verið náð í UMSÖGN Lögmannafélags íslands um frumvarp um nýjan mannréttind- akafla stjómarskrárinnar til stjóm- arskrámefndar Alþingis, segir að frumvarpið kunni að fela í sér aftur- hvarf til eldri tíma að því er varðar skilning á mannréttindahugtakinu og eðli þess og að svo virðist sem ekki hafí að fullu tekist að ná þeim tilgangi endurskoðunarinnar, að færa stjómarskrána til nútímalegra horfs. „Þá virðist sem samræming stjómarskrárinnar við alþjóðasamn- inga hafi ekki tekist að fullu,“ segir í umsögninni. Stjóm og laganefnd lögmannafé- lagsins gagnrýna þann skamma tíma sem félaginu var ætlaður til að skoða framvarpið í umsögn sinni, þar sem ijallað er um aðdraganda og tilgang endurskoðunarinnar, settar era fram hugmyndir um hugsanlegar viðbætur við frumvarpið og gerðar ýmsar at- hugasemdir við einstakar greinar þess. Mannréttindum gert mishátt undir höfði í ítarlegri umsögn lögmannafé- lagsins er m.a. vitnað til alþjóða- samninga og skuldbindinga um mannréttindi þar sem mannréttindi eru skilgreind sem heildstæð og sam- tengd en jafnframt er bent á að í greinargerð með framvarpi stjómar- skrámefndar séu mannréttindi hins vegar flokkuð og þeim gert mishátt Kann að fela í sér afturhvarf til eldri tíma um skilning á mann- réttindahugtaki undir höfði. Gagnrýnt er að meiri áhersla sé lögð á borgaraleg og stjómmálaleg réttindi í framvarpinu en efnahagsleg-, félagsleg- og menn- ingarleg réttindi. Vakin er athygli á að hugtakið mannréttindi er ekki notað í fram- varpinu. „Bendir niðurfelling hug- taksins til þess að ætlunin sé að tryggja sum mannréttindi en ekki önnur. Þá gefa þau ummæli í grein- argerðinni, sem áður er vikið að, um vægi efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda, tilefni til að ætla að með niðurfellingu hug- taksins sé miðað að því að draga úr skuldbindingum ríkisins hvað þessi réttindi varðar,“ segir í umsögn lög- mannafélagsins. Vitnað er í ályktun Alþingis þann 17. júní sl. um að við endurskoðunina skuli miðað að því að færa ákvæði mannréttindakaflans til samræmis við þá alþjóðlegu sáttmála um mann- réttindi, sem ísland hefur gerst aðili að'og höfð skuli hliðsjón af tillpgum stjómarskrámefndar frá 5. apríl í fyrra. „Við samanburð á ákvæðum framvarpsins og fyrmefndum tillög- um er Ijóst að framvarpið víkur frá þessum tillögum í ýmsum veigamikl- um atriðum. Ennfremur er víða mis- ræmi milli ákvæða framvarpsins og þeirra alþjóðasamninga sem hafðir skyldu til fyrirmyndar," segir í um- sögninni. Þörf á víðtækri umræðu Gerðar era athugasemdir við ein- stakar greinar framvarpsins, m.a. þá almennu jafnræðisreglu sem fram kemur í 3. grein, sem er svo- hljóðandi: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðemis- uppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ættemis og stöðu að öðra leyti.“ Höfundar umsagnarinnar komast að þeirri niðurstöðu að greinargerð frumvarpsins bendi til að þessi grein framvarpsins fullnægi ekki þeim kröfum, sem gerðar era til almennrar jafnræðisreglu. Stjóm lögmannafélagsins telur þörf á víðtækri umræðu og kynningu um frumvarpið, sem hafí verið í lág- marki. „Hætt er við að svo lítil kynn- ing, ásamt því hversu lítill tími gefst til umræðu um framvarpið í þjóðfé- laginu og á Alþingi, geri það að verk- um að endurbætur stjómarskrárinn- ar verði ekki eins vandaðar eins og þær annars hefðu getað orðið,“ áegir í umsögninni. Morgunblaðið/Þorkell Gott þotuveður BÖRNIN kunna að meta hið góða í sleðabrekkurnar. Fjöldi barna þotuveður sem verið hefur á hefur til dæmis verið að leik í höfuðborgarsvæðinu og víða um Elliðaárdalnum þar sem þessi land að undanförnu og þyrpast mynd var tekin. Skrifstofa borgarstjóra Kostnaður vegna úttekta og nefnda rúmar 5 millj. úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar, Hagvangur hf., fékk 735.000 krónur fyrir skýrslu um skipulag á borgar- skrifstofum og Ráð hf., fékk 200.000 krónur fyrir könnun á fyrirkomulagi innkaupa hjá borginni á garð- og skógarplöntum. Tekið er fram að fjárhæðir era án virðisaukaskatts enda fáist hann endurgreiddur af sérfræðiþjónustu. Kostnaður vegna launa og launa- tengdra gjalda vegna nefnda og vinnuhópa fyrir sama tímabil er sam- tals 355 þúsund kr. KOSTNAÐUR vegna úttekta og rannsókna sem unnar hafa verið á vegum skrifstofu borgarstjóra frá 15. júní 1994 til 1. febrúar sl. er lið- lega 4,7 milljónir kr. og vegna nefnda og vinnuhópa 355 þúsund kr. Þetta kemur fram í svari við fýrirspum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins frá 31. janúar sl. Fram kemur að Stefán Jón Haf- stein fékk 510.340 krónur fyrir stjómskipulagsúttekt, Endurskoð- unarskrifstofa Sigurðar Stefánsson- ar hf. fékk 3.328.200 krónur fyrir Tillögur Veðurstofu Islands um eflingn á snjóflóðavörnum o g rannsóknum á snjóflóðum Starfsfólki verði fjölgað og sjálfvirk- ar stöðvar settar upp Norðmenn telja „viðun- andi áhættu“ að fólk geti búið á stöðum þar sem ekki eru líkur á —•------------------ snjóflóðum oftar en á þúsund ára fresti. í hættumati hér á landi hefur verið miðað við innan við 100 ármilli snjóflóða. Veðurstofan telur það með öllu óvið- unandi. OSSUR Skarphéðinsson, um- hverfisráðherra, kynnti á ríkisstjómarfundi á þriðju- daginn tillögur Veðurstofu Islands um eflingu á snjóflóðavömum og rannsóknum á snjóflóðum. í tillög- unum, sem umhverfísráðherra telur að eigi að geta verið komnar til fram- kvæmda næsta haust, er m.a. gert ráð fyrir að starfsmönnum við snjó- flóðarannsóknir á Veðurstofunni verði fjölgað úr tveimur í fímm og settar verði upp sjálfvirkar veðurat- hugunarstöðvar til að mæla vind, úrkomu og hita. Umhverfísráðuneytið óskaði eftir tillögum Veðurstofu Islands um úr- bætur og eflingu starfsemi á hennar verksviði í kjölfar snjóflóðahrinunnar sem varð á Vestfjörðum og víðar í janúar. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram til eflingar á viðvöranum og rannsóknum á snjóflóðum eru afrakstur af innri umræðu á stofnun- inni, en auk þess var að nokkru leit- að í smiðju til Karstein Lied, yfír- manns snjóflóðadeildar norsku jarð- tæknistofnunarinnar, en hann átti fundi með starfsmönnum Veðurstof- unnar þegar hann var í heimsókn hér á landi í boði umhverfísráðherra í síðasta mánuði. Tilraun verði gerð með sjálfvirkar athugunarstöðvar Helstu tillögurnar era þær að ráðnir verði að minnsta kosti þrír menn til viðbótar í fullt starf á Veður- stofunni til að sinna snjóflóðaverk- efni stofnunarinnar,'en það spannar athuganir, rannsóknir og viðvöranar- þjónustu. Nú eru starfandi tveir menn sem sinna þessum verkefnum á stofnuninni. Gert er ráð fyrir að þessi efling starfseminnar kosti 11-12 milljónir króna á ári, en auk þess er gert ráð fyrir að ofanflóða- sjóður ijármagni nauðsynleg tækja- kaup og rekstur athuganakerfís í héraði. Hvað varðar snjó- og veðurathug- anir er lagt til að ráðnir verði sérstak- ir athugunarmenn á þá staði sem í mestri hættu era taldir, en þeim er ætlað að annast daglegar athuganir á úrkomu og snjódýpt á láglendi og fylgjast með ástandi snævar eins og kostur er. í ljósi þeirra erfíðleika sem oft hafa verið á því að fá hæfa veður- athugunarmenn í þéttbýli er lagt til að settar verði upp sjálfvirkar veður- athugunarstöðvar til að mæla vind, úrkomu og hita, en þar sem lítil reynsla er komin á slíkar athugunar- stöðvar hér á landi er lagt til að gerð verði tilraun með slíkar stöðv- ar, til dæmis á Seyðisfirði og Pat- reksfirði að minnsta kosti. Rannsóknir á tengslum snjóflóða við veðurþætti Þá er lagt til að ráðnir verði til reynslu sérstakir svæðisstjórar fýrir Vestfírði, Norðurland og Áustfírði sem annist eftirlit í fjöllum og aðrar mælingar sem taldar eru nauðsyn- legar og sinni þeir þessu sem aðal- starfí að minnsta kosti sex mánuði á ári, búnir öllum nauðsynlegum tækjum og öryggisbúnaði. Að lokum er svo lagt til að mælistöngum sem lesa má af úr fjarlægð verði komið fyrir í fjallshlíðum til að hægt sé að fylgjast með snjódýpt. Varðandi gögn og rannsóknir er lagt til að ráðist verði í skipulegar rannsóknir á tengslum meiri háttar snjóflóða við veðurþætti og samhliða því verði þróaðar aðferðir við að vinna vísbendingar um snjóflóða- hættu út úr skammtíma tölvuspám sem Veðurstofan er um þessar mund- ir að fá aðgengi að. Er lagt til að þetta verði gert í samvinnu við norsku veðurstofuna. Bent er á að efla þurfi greiningu á landslagi og landfræðilegum þáttum og fá með því fram yfirlit yfir varasama snjó- söfnunarstaði og lagt er til að ráðist verði í tímabundin rannsóknarverk- efni á jarðfræðilegum og gióðurfars- legum áhrifum snjóflóða, og þannig reynt að finna út snjóflóðafarvegi sem sögulegar heimildir era ekki til um. Að lokum er svo lagt til að ljúka sem fyrst skráningu og kortlagningu allra upplýsinga um þekkt snjóflóð sem verði aðgengilegar notendum í tölvutæku formi og jafnframt er tal- ið æskilegt að farið verði yfir ljós- myndagögn Landmælinga íslands, bæði með tilliti til hugsanlegra breyt- inga í landslagi sem kynnu að hafa áhrif á snjóflóð, en ekki síður til að nema breytingar í landslagi sem kunna að vera afleiðingar óþekktra snjóflóða eða skriðufalla. Hættumatsgerð verði breytt Lagt er til að hættumat verði unn- ið á Veðurstofu íslands í samvinnu við erlendar snjóflóðastofnanir og Háskóla íslands og bent er á að í upphafi verði að leggja mikla áherslu á forsendur hættumatsins, svo að þær vettvangsrannsóknir sem taldar verði eðlilegar geti hafíst strax í sumar og vinna við eiginlegt hættu- mat þurfí ekki að tefjast. Að sögn Magnúsar Jónssonar, veðurstofustjóra, telur stofnunin nauðsynlegt að hættumatsgerð fyrir einstaka þéttbýlisstaði verði breytt og þá ekki síst þeim forsendum sem að baki hættumats liggja. „Við höfum gert ráð fyrir að því sem hingað til hefur verið kallað hættumat verði skipt í hættumat og áhættumat. Hættumatið lítum við á sem vísindalegt verkefni þar sem menn reyna að gera sér grein fyrir því hversu mikil hætta er á snjóflóð- um á ákveðnum svæðum eftir öllum þeim gögnum sem hægt er að nota og útreikningi í líkönum sem menn hafa talsverða reynslu af að nota víða um heim. Það sem við hins veg- ar teljum að Veðurstofan eigi ekki að koma nálægt sem stofnun er póli- tísk ákvörðun um hversu mikla áhættu fólk á að búa við, en það er út í hött að tala um eitthvert algjört öryggi. Það er ekki til. Við vitum að fólk er alltaf að farast af einhverj- um ástæðum og öllu fylgir einhver áhætta, en það er pólitísk ákvörðun að okkar mati hvað á að setja miklar kröfur á öryggi gagnvart snjóflóð- um,“ sagði Magnús. Hann sagði að Norðmenn telji það almennt séð viðunanlega áhættu að fólk geti búið á stöðum þar sem reynsla og útreikningar eða önnur vísindaleg athugun sýni að líkur séu á snjóflóðum á þúsund ára fresti. í hættumati hér á landi hefur hins vegar verið miðað við innan við 100 ár milli snjóflóða, eða snjóflóðasögu sem víða er styttri en 100 ár, og telur Veðurstofan það með öllu óvið- unandi. Segir Magnús að kynna beri hættumatið sem byggist á tölfræði- legum líkum, en ekki skipta svæðum niður í hættusvæði eða hættulaus svæði eins og gert sé á kortum sem gefín hafi verið út af/élagsmálaráðu- neytinu. Magnús sagði að Veðurstofan hefði ekki verið með neinar tímasetn- ingar á því hvenær stofnunin teldi að tillögurnar sem lagðar hafa verið fram komi til framkvæmda, en Össur Skarphéðinsson, umhverfisráðherra, hefur lýst því yfir að hann hefði vonir um að þær verði komnar í gagnið strax næsta haust. Hjallahraun 4 - iðnaðarhúsnæði Til sölu er hluti hússins nr. 4 við Hjallahraun í Hafnar- firði (sama húsi og Aðalskoðun hf.). Eignin er 199,2 fm auk 16 fm milligólfs. Tvær stórar akstursdyr, lofthæð 5,5-7,5 m. Eignin er í mjög góðu ástandi og laus hú þegar. Áhvílandi lán kr. 2.000.000. Verð kr. 8.200.000. Nánari upplýsingar veíttar á skrifstofutíma. Ingimundur Einarsson, hdl., Helga Jónsdóttir, lögfr., Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði, sími 565-3222.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.