Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fyrri grein í MORGUNBLAÐINU laugar- daginn 28. janúar sl. er fjallað um hugmyndir og tillögur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum ' ? um gerbreytingu á fískveiðistjóm- unarkerfínu sem þeir hafa lagt fram til umræðu í málefnanefnd flokksins um_ sjávarútvegsmál. Ég vil sérstaklega fagna þessari tillögu vegna þess að í henni eru margar hugmyndir sem fara saman við mínar um það með hvaða hætti megi standa betur að vemdun nýt- ingu þessarar auðlindar sem er gmndvöllur undir lífínu í þessu landi. Grunnhugmynd Vestfírðinganna er sú sama og kom fram á fylgi- skjali með þingsályktunartillögu þingflokks Alþýðubandalagsins á síðastliðinu vori, þ.e.a.s. flota- og sóknarstýring sem beita á með til- “ liti til ástands lífríkisins á hveiju veiðisvæði. Viðbrögð sjávarútvegsráðherra og forystu LÍÚ voru með hefð- bundnum hætti. Ásakanir um ábyrgðarleysi án málefnalegrar gagnrýni. Andstæðingar kvótakerf- isins verða að halda sinni baráttu áfram með gagnrýnni málefnalegri umræðu þrátt fyrir að andstæðing- amir kjósi sér önnur vopn. í þessari grein verður leitast við að færa fram fáein rök fyrir þeim fullyrðingum > sem sjá má í fyrirsögn greinarinnar. Flota- og sóknarstýring Flota- og sóknarstýring er óum- flýjanleg vegna þess að afkastageta flotans er of mikil. Skynsamlegt er að hafa áhrif á stærð flotans vegna þess að mest hagkvæmni næst ef sóknargeta skipa í hveijum útgerð- arflokki er sem næst því sem þarf til að veiða það sem taka má úr viðkomandi veiðistofni. En sóknarstýring er líka óumflýj- anleg vegna þess að þó að sóknar- geta skipa í einhveijum útgerðar- flokki væri komin í það sem kalla mætti æskilega stærð miðað við veiðistofna til lengri tíma litið þá verður aldrei hægt að leyfa stöðuga sókn sem miðast við þessar forsend- ur, til þess er lífríkið of breytilegt. Það sem er hæfileg sókn eitt árið getur verið of mikil sókn það næsta. Það verður að leggja mat fískifræð- inga á lífríki viðkomandi hafsvæðis til grundvallar ákvarð- ana um sókn hvers árs. Það er þess vegna nauðsynlegt að hafa möguleika á að stjórna sókn flotans. Sóknarstýring er líka nauðsynleg í kvótakerfinu Kvótakerfísmenn hafa á undanfömum árum haldið því fram að ekki væri mögulegt að stjórna fískveiðum með sóknarstýringar- aðferðum. Á sama tíma hafa ýmsar sóknarstýr- ingar verið auknar. Þar má telja svæðalokanir, tímabundnar takmarkanir eða bann við notkun veiðarfæra á tilteknum svæðum, kröfur um gerð veiðar- færa, bann við veiðum tiltekinna skipagerða á tilgreindum hafsvæð- um, ný landhelgi við Vestmannaeyj- ar, ný landhelgi með suðurströnd- inni, hrygningarstopp svo eitthvað sé nefnt af þeim sóknarstýringarað- ferðum sem hafa verið og eru í notkun. Hér er þess vegna verið að þróa upp algerlega tvöfalt stjóm- kerfi vegna þess að kvótakerfið er ekki og verður aldrei nothæft til að stjórna nýtingu lífríkisins í hafínu. Það ætti að fara að renna upp fyrir kvótamönnum eins og öðmm sem um þessi mál hugsa að flota- og sóknarstýring er líka óumflýjan- leg þó að kvótakerfíð yrði áfram við lýði. Það er reyndar þegar viður- kennt með ákvörðun stjómvalda um stofnun Þróunarsjóðs sjávarútvegs- ins. Þar er búið að ákveða að veija þrem milljörðum til úreldingar físki- skipa. Þetta er auðvitað ákvörðun um minnkun sóknargetu og þar með viðurkenning á því að kvótakerfíð tryggir ekki hagkvæmni í útgerðinni og sóknarminnkun en hvort tveggja átti að koma af sjáfu sér með fijálsu framsali veiðiheimilda sem sagt var að ylli því að kvótar söfnuðust á hagkvæmustu útgerðirnar sem myndu sameina aflaheimildir og fækka skipum. Þetta varð ekki raunin, þvert á móti, sóknargeta flotans hefur aukist með hveiju ári, þar segir rúmlestatala skipa ekki alla söguna. Ný tæki, ný veiðarfæri öflugri vélar, betri skip og miklu lengra úthald hluta flotans, allt eyk- ur þetta sóknargetu hans. Vegna þess að stjómkerfíð gengur út frá því að kvótakerfíð leysi flest vandamál er þessari sóknargetu beitt án nokkurar heildaryfírsýnar þann- ig að takist öflugum aðilum í útgerð í ein- hveijum landshluta að komast yfír miklar aflaheimildir getur flotinn af því svæði sargað upp hvert ein- asta kvikindi á sínum heimamiðum. Heimildir útgerðar- manna til að kaupa og selja aflaheimildir verða þannig til þess að misvægi myndast í sókninni Flota- og sóknarstýring er óumflýjanleg, að mati Jóhanns Arsæls- sonar, vegna þess að afkastageta flotans er of mikil. vegna þess að þeir hlutar flotans sem hafa mestan fjárhaglegan mátt ná til sín veiðiréttinum. Þetta hefur gerst á undanfömum ámm. Hér skal eitt dæmi tilfært. Tog- skipaflotinn hefur á undanförnum ámm haft það miklar veiðiheimildir að honum hefur ekki tekist að veiða þær upp. Það er fræðilegur mögu- leiki á því að þessi hluti flotans kaupi til sín allar veiðheimildir. Ef við yrðum nú svo heppnir þrátt fyr- ir galla kvótakerfisins að þorsk- stofninn næði sér á strik og veiði- stofninn stækkaði vemlega myndi þessi hluti flotans hafa möguleika á að hirða alla aukninguna í troll fyrir utan 12 mílur. Það yrði sem sagt áfam allt of mikil sókn utan 12 mílna en gmnnslóðin yrði van- nýtt. Það er af þessum ástæðum auðsætt að veiðistjórnunin verður að vera miðuð við það að mögulegt sé að hafa áhrif á sókn skipa. Ef kvótakerfið verður áfram við lýði munu stjómvöld fyrr en seinna verða að viðurkenna að nauðsynlegt er að stýra því hve mikið er veitt í troll utan 12 mílna vegna þess að sá hluti flotans hefur á undanförn- um ámm sogað til sín veiðiheimildir þannig að á veiðum hans eru engar hömlur aðrar en þær sem náttúran setur. Fáist stjómmálamenn og aðrir sem láta sig þessi mál varða til að líta á rök og gagnrök með sann- girni út frá verndunarsjónarmiðum og þar með hagsmunum þjóðarinnar er ég sannfærður um að menn sjá að flota- og sóknarstýring er nauð- synleg. Helstu gallar kvótastefnunnar Aðalágreiningurinn um stjóm- kerfí fískveiða hefur verið um það ígildi eignarréttar á fískistofnunum sem felst í því að einstakar útgerðir eigi rétt á að nýta ákveðinn hluta fiskistofna og hafí leyfí til að kaupa og selja þann rétt. í reynd hefur rétturinn til afla- hlutdeildar úr einstökum fískistofn- um og fijálst framsal aflaheimilda orðið í framkvæmd ígildi eignarrétt- ar á viðkomandi fískistofni. Nú skal afskrifa aflaheimildir eins og hveijar aðrar eignir og fyrir Alþingi liggur fmmvarp um samn- ingsveð sem gerir ráð fyrir því að veðsetja megi aflaheimildir. Það er unnið fast og sleitulaust að því að gera fiskistofnana að raunvemlegri séreign útgerðarmanna. Framkvæmd laganna um stjórn fískveiða er því í andstöðu við það meginmarkmið um sameign þjóðar- innar á nytjastofnum á íslandsmið- um sem þó var sett í fyrstu gr. núgildandi laga um stjórn fískveiða, frá 5. maí 1990. Vegna þess að mjög mikill meirihluti landsmanna telur að auðlindir sjávar eigi að vera ævarandi sameign þjóðarinnar hef- ur það vafíst fyrir þeim sama meiri- hluta að skilja hvemig hægt er að leyfa það fyrirkomulag sem nú gild- ir að einstaklingar og fyrirtæki í sjávarútvegi eigi ákveðna hlutdeild í hveijum fiskistofni og megi ráð- stafa öveiddum físki að vild með kaupum og sölu. Þessi tvískinnung- ur sem raunverulega er í lögum um stjóm fiskveiða og framkvæmd þeirra er óhæfa og sú ástæða er ein og sér næg til að óhjákvæmilegt er að afleggja núgildandi kerfí. En fjölmargir aðrir annmarkar hafa komið í ljós við framkvæmd þessara laga og skulu hér rakin fáein dæmi. Kvótakerfið veldur byggðaröskun og neyðir þeirri stefnu uppá sveita- stjórnir að til lengri tíma litið verði þær að hafa tök á að halda veiði- heimildunum í byggðarlaginu. Þau byggðarlög sem mjög era háð fiskveiðum hafa bragðist við með því að reyna enn frekar að ná tangarhaldi á þeim kvóta sem boð- inn er til sölu. Þróunin hefur einnig sýnt mjög greinilega að aflaheimild- ir safnast á stærstu aðilana í útgerð og færast þar með frá bátaútgerð til togskipaútgerða. Svo er nú kom- ið að einstakar stórútgerðir láta báta físka stóran hluta kvóta sinna og vegna hinnar miklu skerðingar sem orðið hefur á þorskveiðiheimild- um bátaflotans geta „kvótaeigend- ur“ ákveðið verð sem þeir greiða fyrir fískinn nánast einhliða. Sannað er að afla er kastað í sjó- inn vegna kerfísins, t.d. lélegum físki úr netum, smáum fiski og verð- litlum fiski, einnig er físki hent vegna þess að kvóti er ekki til stað- ar í viðkomandi tegund. Afla er landað framhjá vigt. Afla er umskip- að á hafí út. Tegundir afla eru rangt skráðar. Gangi lítill fískur á miðin hefur reynslan sýnt að sókn eykst vera- lega því að miklu meira en áður er kostað til að sækja þann kvóta sem viðkomandi útgerð hefur eignarétt á. Nái viðkomandi útgerð ekki að veiða sinn hlut getur hún fengið önnur skip til veiðanna. Þannig verður ásókn á miðin mest þegar fískistofnarnir era veikastir. Þrátt fyrir að aðalmarkmið kvóta- kerfísins hafí verið að byggja upp fiskistofnana, hefur ekkert miðað í þá átt. I stað þess að vera fyrst og fremst til verndunar fískistofnunum hefur aðalhlutverk kerfísins verið að skipta með mjög flóknum og umdeil- anlegum hætti réttinum til að nýta fískistofnana milli einstaklinga og fyrirtækja. Kvótakerfið er eins og sjá má af þessari upptalningu gersamlega misheppnað. Hvað er ábyrgðarleysi ef það er ekki að veija og viðhalda þessu kerfí mismununar og sóunar? Það þarf að sameina krafta allra andstæðinga þessarar óheillastefnu, þá mun sigur vinnast. Það er ýmislegt keimlíkt í því sem fram kemur í tillögum frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Vestíjörðum og þeim tillögum sem ég hef mælt fyrir og áður era nefndar. Þessum tillögum verður nánar lýst í síðari hluta þessarar greinar sem mun birtast í Morgunblaðinu innan skamms tíma. Höfundur er alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið í Vesturlandskjördæmi. AÐSENDAR GREINAR Flota- o g sóknarstýríng er óumflýjanleg Jóhann Ársælsson Horft til framtíðar ÁRIÐ 1990 var sam- þykkt á Alþingi tillaga um stöðvun jarðvegs- og gróðureyðingar fyrir aldamót. Þá voru 10 ár * til stefnu og hvað hefur áunnist? Nú eru aðeins 5 ár eftir og ekkert bólar á íjárframlögum til þessara mála. Millj- arðar króna til upp- græðslu skila þó aldrei nógum árangri á með- an búsmali rásar um næstum allt landið og rífur upp nýgræðing- inn, hvar sem hann fínnst, hvort sem það er á nöktu hálendinu, í stækkandi gijótskriðum í fjöllum eða í kjarrgróðri sem er á stöðugu und- anhaldi. Alls staðar nema í nokkrum friðuðum og víggirtum reitum. Er þetta ekki kleppsvinna að sá og rækta þar sem bitið er jafnóðum? Víða eru ræktunarsvæði þó friðuð með rándýrum girðingum sem væru óþarfar ef beitarsvæði væru girt og menn bæru ábyrgð á sínum skepn- um. Á hveiju ári borg- um við milljarða til bænda fyrir offram- leiðslu á kindakjöti, alls um 7.000 tonnum, auk þess sem um 130 millj- ónir króna fara í mark- aðssetningu og niður- greiðslur. Það getur ekki veitt mönnum mikla ánægju að vita að þeir eru að framleiða umfram- magn af kjöti á kostnað landsins. Það óorð sem fer af rányrkju og skipulagsleysi í beitar- málum hefur skaðað ímynd bændastéttar- innar og stuðlar e.t.v. að einhveiju leyti að minnkandi sölu á lamba- kjöti. Um 80% þjóðarinnar lítur á gróður og jarðvegseyðingu sem al- varlegasta vandamálið í dag og þetta ættu bændur að taka með í reikning- inn. Ræktunarbúskapur í stað rán- yrkju og vörsluskylda á búfé er það eina sem er mannsæmandi í búskap- Ræktunarbúskapur í stað rányrkju og vörslu- skylda á búfé, segir Herdís Þorvaldsdótt- ir, er það eina sem er mannsæmandi í bú- ’skaparháttum arháttum á okkar dögum. Ef vilji væri fyrir hendi, mætti aðstoða bændur við að vinna við að græða upp landið og borga því eitt- hvað af skuld fortíðarinnar, í stað þess að þurfa að framleiða umfram- magn af kjöti á kostnað minnkandi gróðurlendis. Fólk hefur sagt mér að það hafí misst Iystina á lamba- kjöti eftir að hafa séð, á ferðum sín- um á sumrin, sauðkindina að verki. Á hveiju ári naga u.þ.b. 1.500.000 fjár viðkvæman gróðurinn oft í fjallaskriðum á hálendinu eða hvar Herdís Þorvaldsdóttir sem það fínnur nýgræðing, oft er það á gróðurlitlu og viðkvæmu landi, sem síðan endar sem örfoka svæði. Hvað getum við lengi horft á þetta ráðaleysi þeirra sem eiga að gæta hagsmuna allra landsins barna í nútíð og framtíð? Hvenær missum við þolinmæðina og tökum til okkar ráða að stöðva rányrkjuna og gera hirðingjabúskap- inn að nútíma ræktunarbúskap til að bjarga þeim náttúrulegu gróður- tætlum sem eftir eru? Viljum við stríð og sívaxandi erg- elsi við ráðamenn og bændur? Nei, tökum heldur höndum saman og sameinumst um að leysa vandann í bróðerni. Við viljum öll búa í hag- inn fyrir afkomendur okkar. Eða hvað? Er það ekki á dagskrá? Höfundur erleikkona og formaður gróðurvcrndarnefndar íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.