Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.02.1995, Blaðsíða 48
MOEGUNBLAÐIÐ 48 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Veitingarfrá Hótel Borg að verðmæti 6000 kr., Frankenstein bækur, kúlupennar og boðsmiðar á myndir í STJÖRNUBÍÓI. Verð kr. 39,90 mtn. AÐEINS ÞÚ Sýnd kl. 9. Síðasta sýn. Miðaverð kr. 550. Sýnd í A sal kl. 7.20. Frumsýning á stórmyndinni FRANKENSTEIN Stórmynd Kenneths Branagh um dr. Frankenstein, hryllilegt sköpunarverk hans og hörmulegar afleiðingar þess. Aldrei hefur skáld- sögu Mary Shelley verið gerð jafngóð skil og nú. Frankenstein er mynd sem ekki nokkur maður má láta fram hjá sér fara. Aðalhlutverk: Kenneth Branagh, Robert De Niro, Helena Bonham Carter, Tom Hulce, Aidan Quinn og John Cleese. Framleiðandi: Francis Ford Coppola. Leikstjóri: Kenneth Branagh. Sýnd kl. 5, 9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. BIODAGAR Síðasta sýning. Sýnd kl. 7. Síðasta sýn. JAFNVEL KÚREKASTELPUR VERÐA EINMANA EINN TVEIR ÞRIR Ein stelpa, tveir strákar, þrir möguleikar threesome Svnd kl. 5 i ★ r ■■ * A M f\í n B I M M I A 14 A Nýjasta mynd Friðriks Þórs I f\ IV \J Ls mJ W IVI IV L r\ IV Friðrikssonar frumsýnd á morgun Fólk Barrymore eftirsótt EIN af þeim myndum sem birtust af Drew Barrymore í Playboy í fyrra. ► LEIKKONAN Drew Barrymore er orðin einhver eftirsóttasta leik- kona Hollywood, þrátt fyrir ungan aldur. Frammi- staða hennar í myndinni „Boys on the Side“ hefur vakið mikla athygli og hún hefur feng- ið lof og prís frá gagnrýnendum. Nú er svo komið að Barrymore hafa verið boðnar 250 milljónir króna fyr- ir næstu kvikmynd, þótt það sé enn alls óráðið hvað mynd það verður. Það má því segja að Barry- more sem sló fyrst í gegn sex ára í myndinni „E.T.“ hafi svo sannarlega staðið undir vænt- ingum. Barrymore er þó ekki jafn eftirsótt af öllum. Henry Thomas sem lék með henni í „E.T.“ sagði í nýlegu viðtali um þær nektarmyndir af Drew Bar- rymore sem birtust í Playboy í fyrra: „Ég lít ekki lengur á hana sem systur mína, samt gæti ég ómögulega fengið mig til þess að skoða hana nakta. Astæðan er sú að við lékum okkur saman sem krakkar.“ Þau léku í mynd- inni árið 1982. Annars er það að frétta af Drew Barrymore að hún skrifaði nýlega undir samn- ing við Elite-umboðsskrifstof- una og er spáð frama í fyrir- sætugeiranum. Auk hennar skrifuðu Molly Ringwald og Shannen Doherty úr „Beverly Hills 90210“ undir samning við Elite. „Fyrirsætum hefur upp á síðkastið skotið upp á stjörnuhimininn í Hollywood og núna eru kvikmynda- stjörnurnar að svara fyrir sig,“ sagði talsmaður Elite af þessu tilefni. DREW Barrymore hefur alla burði til að pluma sig vel sem fyrirsæta. GEIMVERAN og Henry Thomas í „E.T.“ HENRY Thomas í dag. * * * *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.