Morgunblaðið - 01.03.1995, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
••
Oryggismál sitja á hakanum í íslenskum fyrirtækjum, segja forsvarsmenn Securitas og Vara
Fyrirspurnum
rignir inn í
kjölfar ránsins
Algengt að konum og rosknum körl-
um sé án þjálfunar falið að flytja fjár-
muni margra fyrirtækja í banka
Í KJÖLFAR þess að tveir starfs-
menn Skeljungs hf. voru rændir
rúmlega 5 milljónum króna við ís-
landsbanka í Lækjargötu á mánu-
dagsmorgun hafa forsvarsmenn
tveggja stærstu öryggisgæslufyrir-
tækja borgarinnar í nógu að snúast
við að svara fyrirspumum fyrir-
tækja sem beðið hafa um ráðlegg-
ingar um hvemig standa beri að
flutningum peninga og annarra
verðmæta og hafa fyrirtækin tvö
verið beðin um að gera tilboð í slíka
flutninga hjá nokkrum aðilum. Þótt
forsvarsmenn fyrirtækja og stofn-
ana sem til var leitað hafí lítið vilja
tjá sig um fyrirkomulag þessara
mála hjá eigin fyrirtækjum virðist
ljóst að til þessa hefur verið alsiða
að starfsmenn fyrirtækjanna
sjálfra, gjaman konur eða rosknir
menn, hafí flutt dagssölu fyrirtækj-
anna í bankann. Framkvæmdastjór-
ar Securitas og Vara spá því að
þetta fari að breytast.
Öryggismál ræða menn
ekki við fjölmiðla
Morgnnblaðið leitaði til forsvars-
manna nokkurra fyrirtækja til að
spyijast fyrir um hvemig niálum
þessum væri háttað hjá þeim en
fékk hvarvetna þau svör að slíkt
ræddu menn ekki við fjölmiðla;
Brynjólfur Helgason, aðstoðar-
b^nkastjóri Landsbankans sagði að
sú regla væri fyrsta öryggisboðorð
í þessu sambandi og vísaði frá sér
spumirigum um efnið. Sömu svör
fengust annars staðar.
Tvívegis hefur verið ráðist á
starfsmenn ÁTVR með innkomu
áfengisútsölu á leið í banka. í ann-
að skiptið var starfsmönnunum hót-
að með haglabyssu og 1,8 milljón-
um króna rænt.
Eftir það rán voru peningar
ÁTVR um hríð fluttir í bankann í
lögreglufylgd, samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins en það fyrir-
komulag stóð aðeins í rúmt ár.
Seinna tilvikið var ránstilraun í
Hafnarfírði fyrir nokkram misser-
um en þá gaf roskinn útsölustjóri
sig ekki fyrir ræningja sem lét
höggin dynja á honum með barefli.
Lærdómur dreginn
Höskuldur Jónsson, forstjóri
ÁTVR sagði að vissulega hefði fyr-
irtækið dregið lærdóm af þessum
atvikum og gert ráðstafanir til að
auka öryggi í flutningunum en vildi
ekkert tjá sig um hver sá lærdómur
hefði verið og hvort starfsmenn
fyrirtækisins eða sérþjálfaðir ör-
yggisverðir flyttu nú peninga
ÁTVR.
Hannes Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Securitas, sagði ljóst
að almenna reglan væri sú að
starfsmenn fyrirtækja sæju sjálfír
um ferðir með mikla fjármuni í
bankann þó á því væra einstaka
undantekningar og til væra fyrir-
tæki sem fælu það þjálfuðum ör-
yggisvörðum. „Langflestir eru með
þessi mál í lamasessi, mismunandi
miklum," sagði Hannes.
Hann sagði ljóst að fyrirtæki
gætu sjálf gert heilmikið til að auka
öryggi þeirra starfsmanna sem ann-
ast flutninginn án þess að fela ör-
yggisgæslufyrirækjunum að annast
þau og Skeljungsránið hefði orðið
mörgum tilefni til að falast eftir
slíkum ráðleggingum. „Hér hef ég
lítið gert annað í dag og í gær en
að ræða við menn um verðmæta-
flutninga. Umræðan er heit í dag
en væntanlega mun hún dofna þeg-
ar lengra líður,“ sagði Hannes.
Vaxandi hætta
Hann sagðist þó óttast að rán
og ofbeldisverk væra að færast í
vöxt hérlendis eins og í nágranna-
löndunum og undir það yrðu fyrir-
tækin að búa sig. Illt væri að fela
starfsmönnum það verkefni að
koma stórum fjárhæðum í bankann
án þess að veita þeim Ieiðbeiningar
og tilsögn um hvemig þeir eigi að
bera sig að og hvað þurfí að var-
ast. „Það segir mikið um viðhorfíð
til verkefnisins að menn hafa gjam-
Andlát
ÞÓRUNN ELFA
M AGNÚ SDÓTTIR
ÞÓRUNN Elfa Magn-
úsdóttir rithöfundur
lést sunnudaginn 26-
febrúar síðastliðinn, á
áttugasta og fimmta
aldursári. Þórann Elfa
fæddist 20. júlí árið
1910 í Reykjavík,
dóttir Magnúsar
Magnússonar sjó-
manns og verka-
manns og Margrétar
Magnúsdóttur frá
Horni í Skorradal.
Þórunn Elfa ólst
upp hjá móðursystur
sinni Marenu Magn-
úsdóttur og eiginmanni hennar,
Einari Sigurðssyni bónda, í Klifs-
haga í Axarfirði í N-Þingeyjar-
sýslu.
Þórann hætti skóla-
námi 16 ára gömul
sökum veikinda, en
sótti námskeið heima
og erlendis eftir það.
Jafnframt námi þessu
stundaði hún verslun-
arstörf, hannyrðir
o.fL, en frá árinu 1941
helgaði hún sig rit-
störfum jafnframt því
að vera húsfreyja í
Reykjavík.
Þórunn gekk í
hjónaband með Jóni
Þórðarsyni, rithöfundi
og kennara, árið
1941. Þau slitu samvistir árið
1966. Eftirlifandi börn þeirra eru
Anna Margrét, Magnús Þór og
Einar Már.
PENINGATASKAN sem stolið var
Morgunblaðið/Júlíus
Skeljungi í ráninu á mánudag.
■é-:m
SÉRÚTBÚIN bifreið til peningaflutninga var flutt ti! Iandsins
fyrir tveimur árum en er ekki í föstum verkefnum.
an litið á þetta sem verkefni fyrir
eldra fólk eða fólk með skerta
starfsgetu," sagði Hannes.
Hann sagði að með því að fela
sérþjálfuðum starfsmönnum að
flytja peninga ynnist það í fyrsta
lagi að verkefnið væri falið fólki
með þjálfun í því hvemig ætti að
bera sig að og hvað bæri að varast.
í öðra lagi væra verðmætin tryggð
á vegum flytjandans sem og starfs-
menn öryggisgæslufyrirtækisins.
„Þannig koma fyrirtækin áhættu
eigin starfsmanna yfir á okkur. Það
er næg ástæða til að láta sérhæft
fyrirtæki sjá um þetta," sagði hann.
„Þetta er hluti af vaxandi sérhæf-
ingu. Öryggisgæslufyrirtæki era
best í því að flytja verðmæti, aðrir
eru bestir í einhveiju öðru.“
Sérbúinn bíll í fáum
föstum verkum
Hann sagði að hins vegar væri
ljóst að aldrei yrði hægt að koma
í veg fyrir rán því alltaf enduðu
menn úti á götu með peningana
fyrir framan bankann og ekki væri
ætlast til þess að öryggisverðir
stæðu í slagsmálum við ræningja.
Málið væri að þeir vissu betur hvaða
aðstæður þyrfti að varast.
Öryggisþjónustan Vari, annað
stærsta öryggisgæslufyrirtæki
landsins, festi fyrir um 2 áram
kaup á sérstökum brynvörðum bíl
til verðmætaflutninga, hinum eina
sinnar tegundar á Iandinu.
Viðar Ágústsson, framkvæmda-
stjóri Vara, sagði aðspurður að sem
stendur væri bíllinn ekki nýttur í
nein föst verkefni en hefði nýst vel
í ýmis tilfallandi verkefni þar sem
flytja hefði þurft peninga eða önnur
verðmæti.
Hann tók í sama streng og Hann-
es Guðmundsson að fyrirspurnum
hefði rignt yfír fyrirtækið í kjölfar
ránsins og nokkrir aðilar hefðu beð-
ið Vara að endurnýja fyrri tilboð í
verðmætaflutninga sína.
Auk bílsins störfuðu hjá fyrir-
tækinu sérþjálfaðir öryggisverðir
sem bæra fullkominn hlífðarbúnað
og flyttu verðmæti i sérhönnuðum
töskum. Allar miðuðu þessar ráð-
stafanir að því að gera ræningjum
erfíðara fyrir en áhrifín fælust þó
ekki síst í þeim fælingarmætti sem
sýnilegur viðbúnaður þjálfaðra
manna hefði og sýndi þeim sem
hefðu misjafnt í huga að þeirra biði
mótspyma og erfiðleikar þótt aldrei
væri hægt að útiloka að rán heppn-
uðust.
Viðar vildi ekki tjá sig um hvaða
fyrirmæli öryggisverðirnir fengju
um það hvernig bregðast ætti við
ráni og hvorki hann né Hannes
Guðmundsson vildu ræða hvort þeir
væra vopnaðir, búnir táragasi, kylf-
um eða öðru slíku.
Öryggismál fyrst
undir hnífinn
„Öryggisverðir eiga að þola
ágang ránsmanna en það er ekki
ætlast til að þeir yfirbugi þá,“ sagði
Viðar.
Viðar Ágústsson tók undir það
að forsvarsmenn íslenskra fyrir-
tækja væru sér ekki sérlega meðvit-
aðir um öryggismál og sagði að fjár-
festing í öryggismálum væri gjarn-
an fyrsti liðurinn sem settur væri
undir niðurskurðarhnífinn á sam-
dráttartímum, hvort sem um væri
að ræða þjófavarnarkerfí, bruna-
boða eða annað.
„Ég hef heyrt á forráðamönnum
fyrirtækja að þeim vex í augum
kostnaðurinn sem fylgir því að
flytja verðmæti með alvöruviðbún-
aði og það á líka við um þann við-
búnað sem þarf til að þeirra eigin
starfsmenn flytji t.d. peninga í sér-
útbúnum töskum eða hafi á sér
neyðarhnapp. Mönnum hættir til
að líta svo á að öryggismál séu
vegna fjarlægs vanda og þess vegna
viil brenna við að menn séu bláeygð-
ir. Þess vegna hafa öryggismál víða
setið á hakanum."
Hann sagði að það gæti kostað
um 100 þúsund krónur að fljdja
verðmæti með sérútbúnum bíl og
Rán við
banka
og bensín-
stöðvar
• 25. APRÍL 1990 myrtu tveir
menn starfsmann bensínstöðvar
við Stóragerði og rændu um 300
þúsund krónum úr peningaskáp
stöðvarinnar. Mennirnir voru
handteknir og annar dæmdur til
18 en hinn til 20 ára fangelsisvist-
ar.
• 30. JANÚAR 1987 rændu þrír
grímuklæddir menn hundruðum
þúsunda króna, dagssölu föstu-
dags í Stórmarkaðinum í Kópa-
vogi, þegar þeir réðust á verslun-
arstjórann við útibú Útvegsbank-
ans á Smiðjuvegi. Þeir komust
undan.
• 17. FEBRÚAR1984 réðst ung-
ur maður vopnaður haglabyssu
á tvo starfsmenn ÁTVR og stal
af þeim dagssölu föstudags í
Snorrabrautarútibúi ÁTVR, alls
1.840 þúsund krónum, eftir að
hafa hleypt af úr haglabyssunni
að bíl starfsmannanna. Maðurinn
og vitorðsmaður hans voru síðar
handteknir og dæmdir til langrar
fangelsisvistar.
• 9. FEBRÚAR 1984 gekk
ókunnur maður inn í útibú Iðnað-
arbankans í Drafnarfelli og
hrifsaði 364 þúsund krónur úr
skúffu gjaldkera. Hann komst á
brott og hefur ekki náðst.
sérþjálfuðum örygglsvörðum dag-
lega í einn mánuð. Á móti gætu
fyrirtæki sparað í starfsmannahaldi
og rekstrarkostnaði bíls.
Hann sagðist þó telja að viðhorf
stjómenda fyrirtækja mundi breyt-
ast hratt á mæstu árum og í því
sambandi skiptu fréttir af Skelj-
ungsráninu og aukinni tíðni rána
miklu máli.
„Auðvitað þurfa menn svona
áminningu til að taka við sér. Ég
vona að þetta verði lexía sem for-
ráðamenn fyrirtækja taka alvarlega
og þá er ég ekki bara að tala út
frá þessum markaði. Það var fyrir
mestu að stúlkurnar sluppu nánast
ómeiddar við Islandsbanka og menn
mega ekki gleyma að hugsa málið
út frá hagsmunum almennra starfs-
manna sem er falið að fást við þetta
án þjálfunar og bjóða það af sér
með framgöngu sinni að þeir séu
auðveld fómarlömb fyrir ræningja,"
sagði Viðar Ágústsson.