Morgunblaðið - 01.03.1995, Síða 9

Morgunblaðið - 01.03.1995, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 9 FRÉTTIR Salome Þorkelsdóttir forseti Alþingis um vinnubrögð þingsins Æskilegt að stytta ræður og útkljá mál í nefndum SALOME Þorkelsdótt- ir forseti Alþingis sagði á síðasta þing- fundi kjörtímabilsins að taka breyta þyrfti umræðuformi þing- funda, stytta ræðu- tíma og útkljá mál í þingnefndum. Salome hverfur nú af þingi eftir að hafa setið þar fyrir Sjálfstæðisflokk- inn síðan 1979 en hún gegndi embætti for- seta Alþingis síðustu fjögur ár. Salome Þorkelsdótt- ir flutti ávarp á síðasta þingfundi sínum og sagði meðal annars að embætti for- seta Alþingis væri áhugavert og krefjandi starf. Og hún væri þeirrar skoðunar að forseti Alþingis eigi að draga sig sem mest út úr flokks- pólitískri baráttu og standa utan við hana. „Ég tók ákvörðun um að starfa með þeim hætti í þessu embætti og tel að það styrki forseta i starfi. En þetta hefur hins vegar í för með sér að sá þingmaður sem forseta- starfi gegnir tekur pólitíska áhættu og nýtur ekki alltaf skilnings um- bjóðenda sinna í þessu starfi og á því þarf að ráða bót,“ sagði Salome. Bætt vinnubrögð Hún gerði einnig vinnubrögð á þinginu að umtalsefni og sagði að þótt störf Alþingis hefðu orðið skil- virkari mætti margt bæta, og auk þess væri þarft að breyta umræðu- forminu á Alþingi og æskilegt að útkljá ágreining um mál í þingnefndum. „Það þarf að stytta umræður og gera þær hnitmiðaðri en þær eru núna. Það þarf einnig að verða breyting á samskiptum stjórnar- meirihluta og stjómar- andstöðu. Stjórnarand- staða hefur mikil völd við þinglok og .úrslit mála mjög undir henni komin. Hún þarf að fara gætilega með þau og virða þann meiri hluta sem er í þinginu á hveijum tíma. Ríkisstjórn á hveij- um tíma verður einnig að sýna sanngirni, virða rétt þingsins til þess að íjalla um mál á þeim tíma sem það telur þurfa, knýja ekki á um afgreiðslu mála úr nefndum fyrr en þau hafa verið vel og gaum- gæfilega unnin. Konum þarf að fjölga á þingi Ég sé fyrir mér agaðri vinnu- brögð hér í þingsalnum við af- greiðslu þingmála, afmarkaðan umræðutíma þar sem öll sjónarmið fá að koma fram, en síður að veg- ist sé á með orðum þegar mál eru komin til afgreiðslu í þingsalnum. En jafnframt þarf að skapajákvæð- an ramma utan um almenna póli- tíska umræðu, bæði stutta og snarpa sem og yfirgripsmeiri um- ræður af því tagi,“ sagði Salome. Salome sagði einnig að þótt kon- um á Alþingi hefði fjölgað á síðustu árum væru þær þó enn aðeins um fjórðungur þingheims og það hlut- fall þyrfti að bæta. En Alþingi væri ekki vinnustaður sem hentaði konum, eða foreldrum yfirleitt, vel vegna gríðarlegra. annir sem þar væru í desembermánuði og við þinglok að vori. „Það er trú mín að með fleiri konum á Alþingi breytist vinnulag þingsins þannig að álag í störfum þess verði jafnara en nú er. Ein leið til þess að ná þessu markmiði væri t.d. að skipta störfum Alþing- is í nokkrar vinnulotur og að þingið fengi rýmri tíma til þess að fjalla um viðamikil mál en raun er á, bæði að þau mættu liggja lengur fyrir þinginu en nú er og ríkisstjórn kæmi fyrr fram með mál en venja hefur verið á undanförnum árum. Það er sagt að Alþingi eigi að vera þjóðarspegill, þverskurður af þjóðinni. Því er ég samþykk og tel farsælast að hér í þessum sal sitji jafnan jafnt ungir með ferskar hug- myndir sem og þeir sem búa yfir þekkingu og reynslu og endurnýjun þarf að eiga sér stað,“ sagði Salome. Hún bætti við að nýrrar forsætis- nefndar Alþingis biðu mörg verk- efni, bæði í starfsháttum þingsins og þá ekki síður við það að taka á húsnæðismálum Alþingis. Að því máli hefði verið unnið skipulega á undanförnum mánuðum og þess væri að vænta að fyrsta uppskera af því starfi komi í ljós í vor og sumar. Saiome Þorkeisdóttir Sækir um lóð fyrir kvik- myndahús JÓN Ólafsson, eigandi Bíós hf., sem rekur Regnbogann hefur óskað eftir viðræðum við borgaryfirvöld um byggingu kvikmyndahúss í Reykja- vík með allt að sex sölum er rúmi 2.000 manns. Lóðarumsóknin hefur verið lögð fram í borgarráði og er óskað eftir viðræðum um hvort og þá hvaða lóð- ir kynnu a^ standa til boða. Erindinu var vísað 'til skipulagsnefndar og skrifstofustjóra borgarverkfræðings. 00 Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins >’ , Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð Símar: 588-3322, 588-3323, 588-3327 Utankjörfundaratkvæðagreiðsia fer fram hjá sýslumanninum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, 3. hæö, virka daga kl. 9.30-15.30. Skrifstofan gefur upplýsingar um allt sem lýtur að kosningunum 8. apríl. Sjálfstœðisfólk! Hafið samband efþið verðið ekki beima á kjördag XB Framsóknarflokkurinn Olafur Örn Haraldsson er fylgjandi að persónuafsláttur hjóna og sambýlisfólks verði millifæranlegur að fullu. Nýr baráttumaður fyrir Reykvíkinga 2. sætiö í Reykjavík Hotel Ishind kynnir skemmtidagskrána ÞÓ LÍÐI ÁR 0G ÖLD BJÖRGVIN HAIJJ)ÓRSSON - 25 ÁRA AFMÆIJSTÓNLEIKAR _ BJÖRGVIN HALLDÓRSSON lítur ylir dagswrkið scm dægurlagasiingrari á hfjómplöt um i aldarfjórðung, og við heyrum nær (»0 lög l'rá glæstum I'erli - frá 1909 til okkar daga 8TröHat§eigsnámskeiÖ Litað deig. Veggmyndir og frístandandi styttur. Mikið úrval hugmynda. Tek einnig að mér að koma út á land fyrir hópa. Upplýsingar hjá Aldísi í síma 5650829. Næstu sýningar: 4, 11, 18 og 25 mars. 1,8, 12, 19, 22, og 29 apríl beslasonjíxari: ^ SIGRÍDI R BKINTEINSDOmir I.tMkmynd oj» loikstjórn: BJÖRN (i. BJÖRNSSON IUjomsveitarstjorn: GUNNAR I»ÓRDARSON ásamt I() rnanna hljómsveit Matsedill Koníakstóneruö humarsúpa meö rjómatopp Lamba-piparsteik meö gljáöu grænmeti, kryddsteiktum jaröeplum og rjómapiparsósu Kynmr: JÓN AXKL ÓLAFSSON Islaiuls- oj> Noróiirlamlaineistarar i samktu'misdönsiiiu l'rá Dansskola Auóai llaralds s\na ilans. Grand Marnier ístoppur meö hnetum og súkkulaöi karamellusósu og ávöxtum. Verd kr. 4.600 - Sýningarverd kr. 2.000 . Dansleikur kr. 800 Sértilboð a gistmgu, sími688999. Bordapantanir i sima 687111 &LÁND .•Ml Ríkisvíxlar! • Ríkisvíxlar hafa fjölmarga kosti við fjárstýringu. • Ríkisvíxlar eru örugg skammtímaverðbréf með tryggri ávöxtun. Þau eru skráð á Verðbréfaþingi íslands sem tryggir greið viðskipti við kaup og sölu. • Ráðgjafar Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa veita þér allar nánari upplýsingar í síma 562 6040. Hafðu samþand við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðþréfa sem aðstoða þig við kaup á ríkisvíxlum. Hverfisgötu 6,2. hæð (rfeðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fáx 562 6068 ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Þú getur boðið í vextina á ríkisvíxlum til 3ja, 6 eða 12 mánaða í útboðinu fyrir kl. 14 í dag. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.