Morgunblaðið - 01.03.1995, Page 14

Morgunblaðið - 01.03.1995, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ r Sjónvarpsfélagið Fjölsýn í Vestmannaeyjum Útsendingar hefjast í vor FJÖLSÝN er heitið á sjónvarpsfé- lagi sem stofnað hefur verið í Vest- mannaeyjum. Búið er að festa kaup á móttöku- og sendibúnaði, velja myndlyklakerfí og er reiknað með að útsendingar hefjist um mánaða- mót maí og júní í vor. Að sögn Gísla Valtýssonar, stjórnarmanns í Fjölsýn, verður tækjabúnaður keyptur af fyrirtæk- inu Elnet í Reykjavík. Tekið verður við efni erlendra sjónvarpsstöðva um 3 metra móttökudisk og það síðan sent út á örbylgju. Sex sjónvarpsrásir Félagið hefur fengið leyfi fyrir útsendingu á sex sjónvarpsrásum. A fimm rásum verður endurvarpað efni erlendra gervihnattastöðva. Helst koma þar til greina BBC, Cartoon Network/TNT, NBC, Sky News og Eurosport, að sögn Gísla. Á sjöttu rásinni verða til að byija með skjáauglýsingar og textavarp til Vestmannaeyinga og í framtíð- inni er reiknað með að þar verði einnig sýnt efni framleitt i Eyjum. Fjölrása myndlykill Það er tæknilega mögulegt að endurvarpa mun fleiri sjónvarpsrás- um. Gísli nefndi að myndlykillinn sem valinn var réði við að opna 31 dagskrá samtímis. Þannig verður hægt að horfa á eina rás og taka aðra upp um leið, eða horfa á sína rásina í hveiju sjónvarpstæki á heimilinu. Reiknað er með að loftnet, mynd- lykill og uppsetning verði boðin í einum pakka sem mun kosta ná- lægt 20 þúsund krónum. Áskriftar- gjald er talið verða nálægt eitt þús- und krónum á mánuði. LANDIÐ Fjölmenni við útför oddvita Gnúpverja Eystra-Geldingaholti - Útför Steinþór Ingvarssonar, Þrándar- lundi, oddvita Gnúpverja, fór fram laugardaginn 25. febrúar sl., en hann lést 16 þ.m. eftir langa vanheilsu, 62 ára að aldri. Athöfnin hófst í Skálholtsdóm- kirkju að viðstöddu miklu fjöl- menni. Sóknarprestur Stóra- Núpsprestakalls, sr. Axel Árna- son, jarðsöng. Söngfélag Stóra- Núpskirkju og Kór Ólafsvallar- kirkju leiddu söng. Einsöng söng frændi Steinþórs, Þorgeir J. Andrésson. Orgelleikari var Hilmar Orn Agnarsson, organisti í Skálholti. Að lokinni athöfninni í Skál- holti var haldið til sóknarkirkju Steinþórs að Stóra-Núpi. Þar fór fram stutt en einkar hlýleg kveðjustund. Söngfélag kirkj- unnar söng Blessuð sértu sveitin mín undir stjórn Þorbjargar Jó- hannesdóttur organista kirkj- unnar. Sr. Axel flutti ritningar- orð og bæn og Kristjana Gests- dóttir söng einsöng. Jarðsett var í Stóra-Núpskirkjugarði. Erfi- drykkja var í Árnesi í boði Gnúp- verjahrepps. Öll var þessi útför látlaus og fögur og var það mjög í anda þess geðfellda og afar vinsæla manns Steinþórs Ingvarssonar sem hér var kvaddur. Veður var fagurt þennan dag. Sólin hellti geislum sínum yfir sveitina og ég ætla að mörgum muni seint úr minni líða er lík- fylgdin fór frá Skálholti að Stóra-Núpi. Hin mikla og stór- kostlega fjallasýn og sveitirnar baðað í geislum sólar. I austri gnæfði hin mikla mynd, Þríhyrn- ingur, Tindafjöll, Eyjafjallajökull og Hekla. Sýnin sem blasti við Steinþóri alla ævi. Rétt eins og sveitin skartaði sínu fegursta síð- asta spölinn. Vetrarríki í Stykkis- hólmi KÁTIR krakkar á skólasvellinu Morgunblaðið/Árni Helgason Stykkishólmi - Vetrarríki hefur verið í Stykkishólmi í febrúar. Um síðustu mánaðamót kyngdi niður snjó og hefur ekki komið hláka síðan. Snjómagnið er það mesta sem hefur komið hér í a.m.k. 60 ár segja eldri menn. Er algengt að sjá 2-3 metra skafla við hús í bænum. Yfirleitt er snjólétt í Hólmin- um og því eru Hólmarar óvanir slíku fannfergi. Hefur verið nóg að gera hjá bæjarstarfsmönnum að moka götur og heimkeyrsl- ur. I fyrstu var aðeins stungið í gegn en upp á síðkastið hafa göturnar verið mokaðar betur og á örfáum stöðum er hægt að ganga á gangstéttum en ann- ars verða fólk og bílar að fara um sama veginn og þá sýna menn tillitssemi á báða bóga. Nýtt leiksvæði fyrir börnin En snjórinn er ekki bara til traf- ala. Eitt af því sem tilheyrir vetrinum er að komast á skauta og renna sér á góðu svelli. I Stykkishólmi er ekkert um tjarnir sem hægt er að nota til skautaiðkunar. Hólmarar hafa því farið upp á Ögursvatn eða Helgafellsvatn þegar þar hefur verið gott svell. Nú á dögunum tóku starfsmenn grunnskólans sig til og útbjuggu skautasvell fyrir framan skólann. Var feng- inn slökkvibíll staðarins og dældi hann vatni í lægð sem búin var til. Nemendur kunnu heldur betur að meta þessa nýju skautaaðstöðu og hafa verið duglegir að renna sér á skaut- um eins og myndin ber með sér. SNJÓRUÐNINGSTÆKI að störfum í Stykkishólmi. Fundur um mengunarmál Stykkishólmi - Fundur var haldinn í Stykkishólmi 23. febrúar sl. á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og voru mættir starfs- menn á vegum umhverfisráðuneyt- isins, Hollustuverndar ríkisins, Náttúruverndarráðs og Skipulags ríkisins. Frá Hollustuvernd mættu Lúðvíg Gústafsson, deildarstjóri úrgangs- förgunardeildar, og Olafur Péturs- son, forstöðumaður mengunar- varnasviðs. Frá Náttúruverndarráði mættu Guðríður Þorvarðardóttir og Þórunn Reykdal og frá Skipulagi ríkisins komu Sigurður Thoroddsen, Þóroddur Þóroddsson og Elín Smáradóttir. Fundurinn var ætlaður sveitar- stjórnarmönnum á Snæfellsnesi og í Dalabyggð og reyndar öllum sem að þessum málum starfa á svæð- inu. Frummælendur fluttu fróðleg erindi um starf og tilgang sinna stofnana. Rætt var m.a. um skipu- lagsmál, byggingamál, umhverfis- mál, náttúruvernd og hollustu- vernd. Þá kynntu heimamenn ástand þessara mála á sínu svæði. Voru fundarmenn ánægðir með að þessi fundur var haldinn og voru sammála um að gott samband þyrfti að vera á milli heimamanna og þessara stofnana því hér er um að ræða mikilvæg mál sem þurfa að vera í lagi og í sátt við heimafólk. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir HÉRAÐSSAMBANDIð Skarphéðinn kaus Ingólf Snorrason, karatemann á Selfossi, sem hér er með unnustu sinni Huld Hákonardóttur, íþróttamann ársins. HSK á uppleið eftir erfitt landsmótaár Fimm milljón króna tap varð á landsmóti ung- mennafélaganna á Laugarvatni sl. sumar Hellu - Héraðssambandið Skarp- héðinn hélt sitt 73. héraðsþing um sl. helgi á Hellu en um 100 manns sóttu þingið úr 45 félögum í Árnes- og Rangárvallasýslum. Á þinginu, sem er árlegur aðal- fundpr þeirra Skarphéðinsmanna, var Árni Þorgilsson á Hvolsvelli kos- inn nýr formaður sambandsins er fráfarandi formaður, Jón Jónsson á Hellu, gaf ekki kost á sér til end- urkjörs. Á þinginu var flutt skýrsla lands- mótanefndar sambandsins en HSK hélt landsmót ungmennafélaganna á Laugarvatni sl. sumar svo sem kunn- ugt er. Fram kom að náðst hefur að stórum hluta að greiða niður fimm milljóna króna halla sam- bandsins vegna landsmótsins með dyggum stuðningi sveitarfélaga á svæðinu og ÚMFÍ. Mun HSK vera komið yfir erfiðasta hjallann og stefnir að því að ná núllinu um næstu áramót. Á þinginu gekk Golfklúbburinn Úthlíð í Biskupsstungum til Iiðs við HSK og eru þá aðildarféiögin orðin 45 með 7500 félagsmenn. Að lokn- um þingstörfum bauð Rangárvalla- hreppur þingfulltrúum til kvöldverð- ar í Hellubíói þar sem fjöldi viður- kenninga og verðlauna voru að venju veitt íþróttamönnum sem skarað hafa fram úr í sinni grein. Hápunktur þess var kjör íþrótta- manns ársins sem að þessu sinni kom úr röðum karatemanna en Ingólfur Snorrason, karatemaður hjá Umf. Selfossi, þótti vel að þessum titli kominn þar sem hann hefur staðið sig mjög vel á mótum og er Norður- landameistari í karate 1994. Þá voru í fyrsta sinn veitt svokölluð starfs- merki til þeirra sem starfað hafa um langt árabil í þágu félaga innan HSK en þau hlutu Stefán Jasonar- son, Vorsabæ, Hafsteinn Þorvalds- son, Selfossi og Þórir Þorgeirsson, Laugarvatni, en þeir eiga sameigin- legt að hafa skilað áratuga óeigin- gjörnu starfi til ungmennafélag- anna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.