Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Visa ísland með 78 millj- óna hagnað Rúmlega 5 þúsund korthafar í vanskilum með 436 milljónir um síðustu áramót HAGNAÐUR Visa íslands varð alls um 78 milljónir króna á sl. ári samanborið við 57 milljónir árið áður. Starfsemin á sl. ári mótaðist mjög af markaðssetningu debetkorta en alls höfðu verið gef- in út 70 þúsund Visa Electron kort í árslok af um 103 þúsund debetkortum. Kreditkort voru um 96 þúsund. Á árinu bættust um 7.500 nýir korthafar í hópinn en 5.700 korthafar heltust úr lestinni af ýmsum ástæðum. Þróunin á sl. ári einkenndist einnig af því að farkortum, gullkortum og gullvið- skiptakortum fjölgaði á kostnað almennu kortanna, segir í frétt frá Visa íslandi. Kreditkortavelta jókst um 3,5% í fyrra Velta ársins nam alls um 44,2 milljörðum og jókst um 1,5 millj- arða eða 3,5% frá árinu á undan. Þetta er í samræmi við spár um að með tilkomu debetkortanna myndi hægja á aukningu kredit- kortaviðskipta. Kortaviðskipti inn- anlands námu alls 38 milljörðum og jukust um 3% en 6,2 milljörðum erlendis sem er um 7,5% aukning. Sjálfvirkar greiðslur eða svonefnd- ar boðgreiðslur námu alls 4,9 millj- örðum og jukust um 10%. Rað- greiðslur námu að meðaltali 250 milljónum á mánuði og alls um 3 milljörðum á árinu. Af einstökum flokkum viðskipta jukust ferðavið- skipti og skemmtun einna mest eða um 12%, ýmis þjónusta jókst um 10%, bensínviðskipti um 8% en hlutdeild matvöru- og stór- markaða lækkaði hlutfallslega. Rafræn kortaviðskipti hafa aukist verulega og lætur nærri að um 90% allra færslna fari fram með sjálfvirkum hætti. Markaðshlutdeild 76% í kreditkortum Vanskil korthafa um áramót voru alls 436 milljónir eða um 1% af heildarviðskiptum ársins sem er ívið hærra hlutfall en árið áð- ur. Voru alls 5.146 korthafar í vanskilum um áramót eða um 6,8% af reikningshöfum. Markaðshlutdeild Visa hér á landi er um 76% í kreditkortum og 68% í debetkortum. Stjórn Visa var endurkjörin en hana skipa þeir Jóhann Ágústsson, aðstoðarbankastjóri Landsbanka íslands, Sólon Sigurðsson, banka- stjóri Búnaðarbanka íslands, Sig- urður Hafstein bankastjóri Spari- sjóðabanka íslands hf. og Bjöm Björnsson, framkvæmdastjóri ís- landsbanka hf. Framkvæmdastjóri er Einar S. Einarsson. Breytingar á gengi hlutabréfa frál.jan. til 27. feb. 1995 Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið líflegur frá áramótum og nemur hækkun þingvísitölu hlutabréfa rösklega 4% frá áramótum. Bréfí einstökum félögum hafa þó þróast mjög misjafnlega eins og séstá meðfylgjandi yfirliti frá Kaupþingi. Góðar fréttir af rekstri og afkomu Hampiðjunnar og Flugleiða hafa greinilega aukið eftirspurn eftir bréfum í þessum félögum. A hinn bóginn hafa bréfí olíufélögunum átt undir högg að sækja og lækkað nokkuð sem að öllumjíkindum má rekja til frétta af yfirvofandi nýrri samkeppni á oiíumarkaði. í einhverjum tilvikum hafa lítil sem engin viðskipti átt sér stað. Miðað er við síðasta viðskiptagengi nema ef hagstæðasta sölutilboð er lægra eða ef hagkvæmasta kauptilboð er hærra. Hlutafélag Gengi h/utabr. 1. jan. 1995 Gengi hiutabr. 27. teb. 1995 Hlutfallsleg breyting á gengi. 1. jan. 1995 - 27. sept 1995 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 % Hampiðjan hf. 1,80 2,10 Flugleiðir hf. 1,50 1,70 : Þormóður rammi hf. 2,05 2,31 .... Z3+13 Sæplast hf. 2,90 3,25 m+12 Tollvörugeymslan 1,05 1,15 ■■ ■ +10 Síldarvinnslan hf. 2,70 2,95 Skagstrendingur hf. 2,50 2,70 J+ 8 íslandsbanki hf. 1,21 1,30 3+' 7 Eimskip hf. 4,66 5,00 " ...j+' r Marel hf. 2,70 2,84 Z3+5 Samein. verktakar 6,96 7,30 ZD+5 Hlutabréfasjóðurínn 1,38 1,43 Zl+4 Haraldur Böðvarss. 1,65 1,68 1+í Grandi hf. 1,99 2,00 3+i Útgerðarfélag Ak. 2,89 2,90 0 Auðlind hf. 1,20 1,20 0 Hlutabr.sj. Norðurl. 1,26 1,26 0 ísl. útvarpsfélagið 3,00 3,00 0 fsl. hlutabr.sjóðurinn 1,30 1,30 0 KEA 2,20 2,20 0 Sjóvá-Almennar hf. 6,50 6,50 0 Ármannsfell hf. 0,97 0,95 -2^ Jarðboranir hf. 1,79 1,75 ■2_r Olíufélagið hf. 5,85 5,67 - Hlutabréfasj. VÍB 1,21 1,17 - .c -g- Alm. hlutabréfasj. 1,00 0,95 -5 §- § Skeljungur hf. 4,40 4,16 -5 Í3 ísl. sjávarafurðir hf. 1,24 1,15 -7\~ Olíuverslun ísl. hf. 2,75 2,42 -12\ • f Hagnaður Sparisjóðs Vest mannaeyja 18,4 milljónir Heildarinnlán jukust um 7% HAGNAÐUR Sparisjóðs Vestmannaeyja var 18,4 milljónir á síðasta ári að teknu tilliti til tekju- og eignaskatts. í ársskýrslu sparisjóðsins segir að greiddir tekju- og eignaskattar á árinu 1994 nemi 11,2 milljón- um. Árið 1993 var hagnaður Sparisjóðs Vestmannaeyja eftir skatta 14,3 milljónir. Vinnuvélainn- flytjendur stofna með sér samtök Fyrsti hagnaður NeXT Computer San Francisco . Reuter. NEXT-tölvufyrirtækið virðist loks- ins eiga velgengni að fagna, tíu árum eftir að Steven Jobs hætti hjá Apple og kom á fót eigið fyrir- tæki. NeXT hefur skýrt frá fyrsta árshagnaði sínum og segir að hug- búnaðartækni fyrirtækisins muni bráðlega ná til mun stærri markað- ar einkatölunotenda. Jobs stofnaði NeXT 1985, sama ár og hann hætti hjá Apple, og setti á markað nýja gerð af einka- tölvu sem notaði sérstakt stýri- kerfi sem hann hannaði. Tölvan seldist illa og Jobs neyddist til þess að draga saman seglin 1993. Þar með beið hann mikinn álits- hnekki, því að hann hafði átt þátt í smíði fyrstu einkatölvunnar og verið í hópi stofnenda Apple Comp- uter Inc. Með NeXT átti meðal annars að nýta margmiðlun til kennslu, en markaðurinn var ekki tilbúinn. Fyrirsjánlegt var að NeXT yrði gjaldþrota og Jobs sneri sér alfarið að hugbúnaði og fór að selja stýri- kerfið, NeXTStep, sem þykir mjög fullkomið. Nú hefur NeXT skilað 1,03 millj- óna dollara hagnaði og að sögn Jobs mun fyrirtækið bráðlega ná til notenda Windows notendaskila Mierosofts — og þar með 80% einkatölvumarkaðarins. FLEST stærstu fyrirtæki í innflutn- ingi á vinnuvélum stofnuðu nýverið með sér Félag íslenskra vinnuvéla- innflytjenda. Tilgangur félagsins er að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna út á við, m.a. í tengsl- um við aðgerðir ríkisvaldsins og lagasetningu, segir í frétt frá félag- inu. Stofnaðilar félagsins eru fyrir- tæki sem eru mörg hver leiðandi i innflutningi vinnuvéla, þ.e. Brim- borg hf., Globus — Vélaver hf., Kraftvélar hf., Merkúr hf. og Vélar og þjónusta hf. í stjórn félagsins eru þeir Þórður H. Hilmarsson framkvæmdastjóri Globus-Vélavers hf., formaður, Ævar Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Kraftvéla hf., varaformaður og Karl Sigurðsson sölustjóri hjá Vélum og þjónustu hf., ritari. Þá segir að nokkrar ástæður séu fyrir stofnun félagsins. í fyrsta lagi séu að taka gildi ýmsar reglugerðir sem rekja megi til EES-samnings- ins. Þær hafi margháttuð áhrif á skyldur og starfsumhverfi vinnu- vélainnflytjenda. I öðru lagi hyggist félagið taka upp virkari samskipti við Vinnueft- irlit ríkisins, m.a. varðandi upplýs- ingavinnslu tengdri flokkun inn- flutnings. Loks muni félagið starfa að þeim hagsmunamálum sem upp komi hveiju sinni vegna löggjafar og aðgerða ríkisvalds. Verði reynt að tryggja að samkeppnis- og starfsskilyrði séu á hveijum tíma sem hliðstæðust því sem gerist í nágrannalöndunum. Aðalfundur Sparisjóðs Vest- mannaeyja var haldinn 25. febrúar sl. í ársskýrslu kemur fram að heild- arinnlán í árslok 1994, að meðtöld- um sparisjóðsbréfum, hafi aukist um 7% frá árinu áður í rúmlega 1.336 milljónir króna. Heildarútlán voru í árslok 1994 rúmlega 1.054 milljónir og höfðu aukist á árinu um 4,3%. Afskriftareikinngur útlána nam í árslok 1994 tæpum 36 milljónum. Eigið fé sparisjóðsins var tæplega 163 milljónir og jókst á árinu um rúm 14%. Aðalfundur Sparisjóðs Vest- mannaeyja lýsti ánægju sinni með aukið samstarf sparisjóðanna og fagnaði sérstaklega starfsemi Spari- sjóðabanka íslands hf. sem tók til starfa í ársbyijun 1994. Þá voru fundarmenn ánægðir með það skref sem nokkrir sparisjóðir stigu í síð- asta mánuði með stofnun fjármögn- unarleigu SP-fjármögnun hf., en Sparisjóður Vestmannaeyja var meðal stofnenda. Á aðalfundinum var tekinn í notk- un hraðbanki í eigu Sparisjóðs Vest- mannaeyja. Að meðaltali voru 11 starfsmenn í fullu starfi hjá spari- sjóðnum á síðasta ári og hafði fækk- að um tæplega eitt stöðugildi frá árinu áður. I stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja sitja, Arnar Sigurmundsson, formað- ur, Ragnar Óskarsson, varaformað- ur, Gísli G. Guðlaugsson, Skæringur Georgsson og Þór Vilhjálmsson. Sparisjóðsstjóri er Benedikt Ragn- arsson. Mars hættir við Saatchi London. Reuter. SAATCHI & Saatchi hefur orðið fyrir enn einu áfallinu vegna þess að sælgætisframleiðandinn Mars hefur sagt upp samningi sínum við auglýsingafyrirtækið eftir 40 ára samstarf. í staðinn samdi Mars við þijú önnur auglýsingafyrirtæki, en ekki við „New Saatchi Agency,“ sem Maurice Saatchi stofnaði í janúar eftir brottrekstur frá Saatchi. Tekjur Saatchi af auglýsingum fyrir Mars námu 47,39 milljónum punda 1994 og þær voru um 4% af heildartækjum fyrirtækisins að þess sögn. Mars flutti viðskipti sín til keppinauta Saatchi, BBDO, Grey Advertising og D’Arcy Masius Ben- ton & Bowles. Sérfræðingar verða því að endur- skoða spár um hag fyrirtækisins í annað skipti á tveimur mánuðum. ♦ ♦ ♦----- Applegreiðir fyrirtognun Minneapolis. Reuter. APPLE-tövufyrirtækið hefur komizt að samkomulagi við konu, sem hélt því fram að hún hefði tognað við að nota lyklaborð tölvu frá Apple og IBM. Nancy Urbanski, fyrrverandi ritari framhaldsskóla í Eagan, Minnesota, og fjölskylda hennar höfðuðu málið gegn Apple og IBM. Að sögn Apples var ákveðið að semja við konuna vegna skyssu lög- manns við rannsókn málsins sem fyrirtækið hefði ekki átt sök á. Ekki er látið uppi hve háar skaðabætur konan fær. Réttarhöldum í máli konunnar gegn IBM mun ljúka í næstu viku. Upphaflega voru IBM og Apple kraf- in um 50.000 dollara í skaðabætur, en auk þess kann IBM að verða dæmt í sekt. ------♦ ♦ ♦----- Fokker boðar nýja endur- skipulagningu Amsterdam. Reuter. FOKKER-flugvélaverksmiðjumar í Hollandi hafa boðað fjórðu og síð- ustu endurskipulagningu sína á þremur árum og búast við miklu tapi í ár, en hagnaði á ný 1996. Fokker hyggst segja upp 1,760 starfsmönnum af 8,500, minnka launakostnað um 10% og loka ein- ingaverksmiðju til þess að treysta samkeppnisstöðu sína. Fyrirtækið, sem Daimler Benz Aerospace í Þýzkalandi á 51% hlut í, ætlar einnig að flytja aðalstöðvar sínar til Schiphol-flugvallar frá suð- austurhluta Ámsterdam og taka upp nýjar samningaviðræður við alla sem útvega verksmiðjunum efni. ------» ♦ «----- Aukinn hagn- aður Royal Dutch/Shell London. Reuter. NETTÓTEKJUR ensk-hollenzka olíufyrirtækisins Royal Dutch/Shell Group jukust um 24% í fyrra í tæpa fjóra milljarða punda vegna upp- sveiflu í efnadeild. Hagnaðurinn er meiri en markaðs- fræðingar höfðu spáð, en hafði lítil áhrif á hlutabréf í Shell Transport, sem seldust fynr óbreytt verð í Lond- on, 724 pens. 1 Amsterdam hækkuðu hlutabréf í Royal Dutch um 60 gyll- ini í 191,20 gyllini. Framleiðsla efna sem unnin eru úr jarðolíu eða jarðgasi jókst til muna síðari hluta árs í fyrra og efna- deild Shell var rekin með umtalsverð- um hagnaði eftir tap í þrjú ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.