Morgunblaðið - 01.03.1995, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
. + Óli M. ísaksson
' var fæddur á
Eyrarbakka 26. jan-
úar 1898. Hann lést
í Reykjavík 21. febr-
úar sl. 97 ára að
aldri. Foreldrar
hans voru hjónin
Isak Jónsson verzl-
unarmaður hjá Le-
foli-verslun á Eyr-
arbakka f. 7. nóv.
1852, d. 9.júní 1912,
og Ólöf Ólafsdóttir
frá Argilsstöðum í
Hvolhreppi, f. 11.
nóv. 1859, d. 5. maí
1945. Ólöf var síðari kona ís-
aks, en með fyrri konu sinni,
sem hann missti, átti hann fimm
dætur. Þær voru Magnea, Syl-
vía, Friðsemd, Karen og Guð-
ríður. Synir Magneu voru
Magnús og Hjálmar Magn-
ússynir í Garði. Sylvía var móð-
ir Ingibjargar Árnadóttur,
konu Hallsteins Hinrikssonar í
Hafnarfirði, og Guðmundar
Árnasonar, fyrrv. aðalgjald-
kera Búnaðarbankans. Frið-
semd var gift Eiríki Jónssyni
bónda að Asi í Holtum, föður-
.bróður Ingólfs á Hellu. Þeirra
börn voru ísak Eiríksson á
Rauðalæk og Guðrún Eiríks-
dóttir, kona Benedikts Ög-
mundsonar, skipstjóra, foreldr-
ar Guðbjargar, konu Eyjólfs
Konráðs Jónssonar, _ alþingis-
manns. Alsystkini Óla voru:
Ingibjörg, f. 3. sept. 1889, d.
7. júlí 1979, kona séra Jóhanns
Kr. Briem á Melstað í Miðfirði.
Þeirra börn: Ólöf, látin, Stein-
dór, látinn, Sigurður, látinn og
_ Camilla. Nils, f. 3. mars 1893,
d. 16. febrúar 1991, kona hans
var Steinunn Stefánsdóttir úr
Fljótum og lifir hún mann sinn
Þeirra börn: Gústav, fram-
leiðslustjóri í Kísiliðjunni, Mý-
MÓÐURBRÓÐIR minn og uppá-
haldsfrændinn, allt frá æskudögum,
er nú látinn í hárri elli, hinn síðasti
af systkinahópnum stóra frá Eyrar-
bakka. Þeirra er að nokkru getið
hér að framan. Ég man þau öll
nema Magneu, Friðsemd og Júlíu,
sem raunar var látin fyrir mína
fæðingu. Að mörgu leyti var þetta
einstakur systkinahópur, myndar-
lpgt fólk á velli með sterkt ættar-
rriót sem við gjarnan nefndum Ár-
gilsstaðsvipinn, skapmikið, stund-
um nokkuð þóttafullt en orðheppið
og gat verið gamansamt svo af bar.
Myndir þeirra bræðranna eru
mér afar ljósar. Bogi var á æsku-
heimili mínu á Siglufirði til margra
ára og Níls átti sitt heimili í bænum
öll mín æsku- og unglingsár. Óli
var hins vegar í Reykjavík. Mér eru
afar minnisstæðar heimsóknirnar á
Frakkastíginn þar sem Óli og Unn-
ur bjuggu fram yfír 1950 er þau
fluttu að Dyngjuvegi 4. Á heimili
þeirra kom ég fyrst með foreldrum
mínum barn að aldri og svo oft síð-
ar.
Þau hjónin eignuðust ekki böm,
en böm löðuðust að þeim vegna
einstakrar barngæsku þeirra. Það
veit ég af eigin raun og svo frá
grönnum á Dyngjuvegi.
Lýsingin hér að framan á systk-
inahópnum á kannski helst við Óla.
Hann var höfðinglegur maður og á
ungum aldri hefur hann verið
stórglæsilegur og efalaust fengið
mörg meyjarhjörtun til að slá hrað-
ar. Hann var léttur í lund og orð-
heppinn, en gat líka verið orðhvatur
svo að undan gat sviðið. Að því
leyti vom þau lík systkinin, hann
og móðir mín.
Lífsstarf hans var tengt bílum
og hann var raunar einn af frum-
kvöðlum þeim sem innleiddu bíla-
öldina á íslandi. Og hann átti lengri
starfsævi en flestir aðrir, eða allt
til þess að hann var 93 ára gam-
all. Synir Sigfúsar í Heklu vom
vatnssveit, Ólafur,
löggiltur endurskoð-
andi, Bogi, rann-
sóknarlögregl-
ustjóri ríkisins og
Anna, prestsfrú í
Ólafsvik. Júlía Guð-
rún, f. 4. nóv. 1895,
lést úr spönsku
veikinni 1919. Ólöf,
f. 21. sept. 1900, d.
1. maí 1987. Maður
hennar var Einar
Krisljánsson, f. 21.
júlí 1898, d. 28. okt.
1960. Þau bjuggn á
Siglufirði, Akur-
eyri og síðast í Reykjavík.
Þeirra börn: Dorothea Júlía
Eyland, húsfrú á Akureyri, Ól-
afur G., menntamálaráðherra
og Kristján Bogi, búsettur í
Hafnarfirði. Bogi, f. 8. febrúar
1905, d. 11. des. 1951, ókvæntur
og bamlaus. Hann var allmörg
ár á Siglufirði, Akureyri, en
síðast í Reykjavík og þá sam-
starfsmaður Óla bróður síns.
Kona Óla var hin þekkta lista-
kona Unnur Ólafsdóttir, hún
lést árið 1981. Þeim varð ekki
barna auðið. ÓIi Iauk prófi frá
Verzlunarskóla íslands árið
1914. Starfaði hjá Garðari
Gíslasyni hf. um skeið en síðan
hjá Jónatan Þorsteinssyni, sem
var einn af fyrstu innflytjend-
um bifreiða hingað til lands.
Þeir Óli og Jónatan voru bræð-
rasynir. Þá starfaði hann hjá
Sveini Egilssyni hf. sem fram-
kvæmdastjóri þar til hann
stofnaði Stefni hf. með Sigfúsi
Bjamasyni, 1946. Sigfús keypti
síðar hlut Óla. ÓIi starfaði svo
hjá Sigfúsi í Heklu hf. allt til
ársins 1991 er hann lét af störf-
um; 93 ára að aldri.
Utför Óla fer fram frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
kl. 13.30.
honum einstakir. Vart getur marga
stjórnendur fyrirtækja sem hafa
menn í starfi í aldarfjórðung eftir
að venjulegum starfsaldursmörkum
er náð. Fyrir slíkan drengskap ber
að þakka og raunar samstarfs-
mönnum hans öllum hjá Heklu hf.
Tómstundum sínum varði Óli
fyrst og fremst með hestunum sín-
um. Þeir bræðurnir voru aljir ein-
staklega lagnir hestamenn. Ég man
þá sérstaklega Boga og Níls á
Siglufirði. Þeir gátu tekið til kost-
anna hesta sem lítil reisn var yfír
ef aðrir sátu þá. Hið sama veit ég
að var með Óla. Hann naut útiver-
unnar og samskiptanna við þessa
vini sína, sem nutu þeirra forrétt-
inda að búa í kjallaranum á Dyngju-
vegi 4, með borgarstjórann á aðra
hönd og flugmálastjórann á hina.
Mér er til efs að slíkt yrði heimil-
að nú, að halda hross í íbúðar-
hverfi, að ekki sé talað um ef um
sjálfa „snobþhill" er að ræða. En
svona var þetta þá og enginn amað-
ist við, enda snyrtimennska algjör.
Óli var kominn nokkuð yfír nírætt
þegar hann lét hestana frá sér. Um
sama leyti hætti hann að aka bíl,
enda sjónin farin að daprast.
Heimili Óla og Unnar var engu
öðru líkt. Það var raunar eins og
að koma í listasafn að sækja þau
heim. Unnur var einstök listakona
og ekki að efa að hún hefur mestu
ráðið um alla skipan innan húss.
Víst er þó að Óli hefur haft auga
fyrir þessu öllu saman.
Eftir andlát Unnar bjó Óli einn
í þessu glæsilega húsi. Ásdís Jak-
obsdóttir, sem lengi starfaði við
hannyrðir hjá Unni, leit til með
honum síðustu árin. Ættingjar Óla
þakka henni tryggðina og alla hjálp.
Allar mínar minningar um Óla
eru mér jafn verðmætar. í bernsku
minni og æsku vildi ég helst líkjast
honum. Á háskólaárum mínum kom
ég oft til þeirra Óla og Unnar og
naut gestrisni þeirra. Svo fækkaði
MINNINGAR
fundum, því miður, en aldrei slitn-
aði þó sambandið. Minnisstæð er
bílferð sem ég bauð þeim í bræðrun-
um Níls og Óla og Gizuri Berg-
steinssyni, en Gizur og þeir bræður
voru systkinasynir. Níls var þá 95
ára, Óli 90 ára og Gizur 86 ára.
Við ókum austur fyrir Fjall um
Eyrarbakka og að heimili forfeðr-
anna, Árgilsstöðum í Hvolhreppi.
Fyrir mig var þetta eftirminnilegur
dagur, að heyra þessa öldnu menn
rifja upp minningar frá því skömmu
eftir aldamót, segja frá mönnum
og hestum og mannlífínu yfirleitt á
þessum löngu liðna tíma. Og ég
held að þeir hafi notið dagsins líka.
Óli naut góðrar heilsu lengst af.
Fyrir allmörgum árum kenndi hann
veilu fyrir hjarta, sem læknum tókst
að stilla. Hann dvaldist þó síðustu
mánuðina á Landspítalanum við
góða umönnun. Þangað heimsótti
ég hann fyrir nokkrum vikum.
Hann var ánægður með alla að-
hlynningu, gerði að gamni sínu við
hjúkrunarfræðinga en sagði þó að
nú væri nóg lifað og hann væri
sáttur við að kveðja.
í nafni okkar systkinanna og §öl-
skyldna okkar kveð ég yndislegan
frænda og bið honum allrar bless-
unar.
Ólafur G. Einarsson.
Ég ólst upp í næsta húsi við Óla
og umgekkst hann og Unni Ólafs-
dóttur konu hans eins og um afa
og ömmu væri að ræða, en Unnur
lést fyrir tæpum 12 árum. Þau voru
barnlaus og ég átti aðeins föð-
urömmu á lífí til 8 ára aldurs. Það
má því segja að Óli hafi á margan
hátt komið mér í afa stað. Unnur
og Óli voru einnig búin að umgang-
ast eldri systur mínar með svipuð-
um hætti og voru ávallt með fjöl-
skyldunni á jólum og gamlársdag,
svo_ lengi ég man eftir.
Ég gisti oft hjá Unni og Óla og
fékk þá framanaf að sofa á milli
þeirra í rúminu. Þau kunnu að gera
það spennandi, því í hvert sinn var
ávallt einhver pakki undir koddan-
um sem mátti taka upp þegar ég
var tilbúinn að fara að sofa. Ég
borðaði oft hjá þeim og hafði þann
háttinn á að ef maturinn heima var
ekki að mínu skapi bað ég Unni
að bjóða mér að borða og hafði því
þennan valkost sem aftur leiddi til
þess að ég var þar tíður gestur.
Óli hafði hesta í kjallaranum í
húsi sínu á veturna og þótti okkur,
sem ólumst upp við þetta, eðlilegt
en það var ekki algengt að hestar
væru hafðir í íbúðarhverfí í Reykja-
vík, þó nokkur dæmi væru um það
í nágrenninu. Laugardalurinn var
undirlagður búskap og þar var mik-
ið af skepnum, bæði hestar, kýr og
kindur. Við krakkamir í hverfinu
tókum fljótlega til við heyskapinn
á lóðinni hjá Óla en þar var ávallt
slegið með orfí og ljá og sá Óli oft-
ast um sláttinn sjálfur. Þá var einn-
ig heyjað á næstu túnum og rakað
í garða og þurrkað eftir kúnstarinn-
ar reglum. Óli kenndi mér handtök-
in í heyskapnum, hvernig ætti að
setja í sátur og hvernig best væri
að koma heyinu í hlöðu, en engin
vélknúin tæki voru notuð við þessa
iðju. Hlaðan var stór bílskúr sem
er undir húsinu en þar er nægilegt
rými fyrir hey sem dugir í vetrar-
fóðmn á þremur hrossum og pláss
fyrir einn fólksbíl við enda heystafl-
ans.
Óli var ótrúlega duglegur við
heyskapinn og ekki mikið fyrir að
hlífa sér. Hann gerði heldur ekki
mikið af því að biðja aðra um að-
stoð, en það gerði Unnur hins veg-
ar, hún sá um að fá menn til aðstoð-
ar ef mikið var framundan og nauð-
synlegt að sáta heyið þegar leit út
fyrir rigningu eða taka það saman
og setja í hlöðu þegar það var orð-
ið þurrt. Óli var oftast með 2-3
hesta í húsi yfir veturinn og hann
reið út nær daglega allt árið um
kring. Hann fór eldsnemma á fætur
til að gefa hestunum, kemba þeim
og þrífa hesthúsið áður en farið var
til vinnu, en Óli mætti yfirleitt fyrst-
ur manna til vinnu hjá Heklu hf.
þar sem hann starfaði mestan sinn
starfsferil. Að loknum fullum vinnu-
degi var farið í hestagallann og
hann brá sér á bak og reið sem
leið lá yfir Laugardalinn yfir í Ell-
iðaárdal og upp að Árbæ eða jafn-
vel enn lengra og svo heim sömu
leið til baka. Þegar Óli kom heim
að loknum útreiðartúrnum dreif oft
að mikinn fjölda krakka sem hljóp
á eftir honum og stóð síðan utan
við hestagirðinguna og gaf hestun-
um brauð eða tuggu m^ðan hest-
húsið var þrifið og heyið sótt í hlöð-
una.
Ég átti þess kost að fá að kynn-
ast Öla mjög náið og fá að hjálpa
honum við öll helstu störfín í kring-
um hestana, en það var heilmikill
skóli fyrir mig og nokkuð sem ég
hefði ekki viljað missa af. Á sumrin
fórum við nokkrum sinnum saman
í útreiðartúra út á eyrarnar í Leir-
voginum, en Óli var með hestana í
mörg ár á sumarbeit í landi Leir-
vogstungu.
Það var sérstaklega gaman að
ríða eyrarnar í stórstraumsfjöru og
finna sjávarlyktina. Þá var gaman
að skoða krossfiskana, sílin og
stundum silunga sem voru fastir í
pollum úti á eyrunum. Eitt sinn
náði Óli í nýgenginn lax sem svart-
bakur hafði stungið úr annað aug-
að, rétt áður en hann reið hjá, en
hann náði laxinum óskemmdum að
öðru leyti. Þetta var held ég í eina
skiptið sem Óli „veiddi" lax.
Hin seinni árin og alveg fram á
það síðasta ræddi ég við Óla sem
góðan vin og ráðgjafa um hin ýmsu
mál sem voru áhugamál mín og
önnur mál, sérstaklega pólitík. Óli
hafið mikinn áhuga á pólitík og
hafði þar mjög ákveðnar hugmynd-
ir og skoðanir sem fóru að mestu
saman við skoðanir sjálfstæðis-
manna og frjálshyggjumanna. Það
voru því oft líflegar umræður um
menn og málefni þegar pólitík bar
á góma. Óli hafði alveg einstaklega
gott minni og fylgdist mjög vel með
öllu sem fram fór í þjóðlífinu alveg
fram á síðasta dag.
Flestir þekkja víst Óla fyrir þá
miklu gjafmildi sem hann hefur
sýnt með því að styrkja hin ýmsu
líknarfélög með fjárframlögum, en
nýjasta dæmið var þegar reist var
nýtt íþróttahús að Sólheimum í
Grímsnesi, en það var nefnt Ólahús
vegna þess stuðnings sem Óli hefur
sýnt stofnuninni. Unnur Ólafsdóttir
eiginkona Óla, sem lést árið 1983,
hafði ávallt mikinn áhuga á að
styrkja líknarfélög og kirkjusöfnuði
sem hún gerði t.d. með því að gefa
hökla, altarisklæði og fleira sem
hún vann á vinnustofu sinni með
Ásdísi Jakobsdóttur aðstoðarkonu
sinni. Eftir fráfall Unnar sá Ásdís
um heimilishaldið og gerði Óla kleift
að búa í húsinu. Þau fjárframlög
sem Óli lagði til líknarmála voru í
þeim anda sem þau hjón höfðu
ákveðið.
Með þessum orðum langar mig
til að kveðja góðan vin sem staðið
hefur mér nær en flestir og veitt
mér stuðning og fræðslu í gegnum
lífíð.
Guð gefí þér frið, Óli minn.
Agnar Kofoed-Hansen.
Með þessum orðum langar mig
að kveðja vin minn Óla Magnús.
Þrátt fyrir 77 ára aldursmun gátum
við alltaf fundið eitthvað til að tala
um. Hann var fyrrverandi Verzlun-
arskólanemi og þótti mjög gaman
að heyra og segja sögur frá gamla
skólanum sínum. Hann vildi Iíka
alltaf fá nýjustu fregnir úr skemmt-
analífi mínu og var búinn að láta
mig lofa sér því að vera harðtrúlof-
uð fyrir 100 ára afmælið hans.
Óli var ekki einn af þessum
venjulegu gömlu mönnum. Hann
var einn af fyrstu íslendingunum
sem fékk sér bíl, hann var með
hesta í kjallaranum hjá sér og það
í miðri Reykjavík. Og þó að hann
væri kominn hátt á tíræðisaldur,
leit hann út eins og sjötugur og
hugsaði stundum eins og tvítugur.
Oli var mjög trúaður og það leið
ekki sá sunnudagur eða stórhátíð
sem hann fór ekki í kirkju. Hann
gaf kirkjunni sinni margar góðar
gjafir, sem Unnur konan hans bjó
til. Kirkjan var ekki sú eina sem
naut góðs af gjafmildi hans, því að
hann styrkti ýmsar stofnanir þar
OLIMAGNUS
ÍSAKSSON
má til dæmis nefna Sólheima í
Grímsnesi og Blindrafélagið.
Frá unga aldri hafði Oli mikinn
áhuga á hestum og hann var kom-
inn yfír nírætt þegar hann lét hest-
ana frá sér vegna aldurs og heilsu-
brests. Hestana hafði hann eins og
áður sagði í kjallaranum heima hjá
sér, og hann fór í útreiðartúra um
græn svæði Reykjavíkur. Hann
fékk oft einhvetjar smábyltur í út-
reiðartúrum sínum og læknaði sig
sjálfur þegar hann kom heim með
því að bera steinolíu á auma bletti
og það var að hans mati besta lækn-
ing við þannig meiðslum.
Það var alltaf gott að koma í
heimsókn til Óla, ég mun sakna
þeirra stunda þegar við sátum og
töluðum um hin ýmsu mál. En
minningarnar um góðan vin munu
alltaf lifa.
Bergljót Þórðardóttir.
Mig langar að kveðja Óla vin
minn og þakka honum fyrir sam-
fylgdina. Þegar ég kalla mynd hans
fram í huga mér þá sé ég hann
fyrir mér hnarreistan á hestbaki á
Dyngjuveginum með tvo eða þrjá
til reiðar. Óli var mikill hestamaður
og naut sín vel á hestbaki. Nokkrar
byltur fékk hann í útreiðartúrum
sínum en enga svo slæma að ekki
væri hægt að lækna með steinolíu.
Það var með mikilli eftirsjá að hann
lét frá sér hestana fyrir nokkrum
árum þegar hann hafði ekki lengur
þrek til að sinna þeim.
Annað áhugamál Óla voru bílar
og hann var heppinn að geta sam-
einað áhugamál sitt og ævistarf ög
stundaði hann vinnu sína fram yfir
nírætt.
Þegar sjónin fór að gefa sig svo
hann gat ekki lesið lengur tók hann
tæknina í sína þjónustu, keypti sér
stækkara og las dagblöðin af stór-
um skjá og nýtti sér blindrabóka-
safnið. Óli þekkti því vandamál
sjónskertra af eigin raun og fannst
gott að geta styrkt Blindrafélagið
með fjárframlögum. Önnur samtök
og líknarfélög nutu líka góðs af
gjöfum hans.
Óli og Unnur voru nágrannar
okkar frá því að ég man fyrst eftir
mér. Samgangur heimilanna var
alltaf mikill og mér fannst Óli og
Unnur koma í staðinn fyrir afa og
ömmu sem dóu áður en ég fæddist.
Þau voru fastir gestir á hátíðum
og tyllidögum, alltaf eins og hluti
af fjölskyldunni.
Ég sótti mikið þangað og var
alltaf tekið opnum örmum. Fyrstu
bernskuminningar mínar eru tengd-
ar Óla. Þegar hann kom heim úr
vinnunni settist ég í fangið á hon-
um, tók greiðuna úr vasa hans og
svo greiddi ég honum á ýmsa vegu,
fékk að finna lyktina af pípunum
hans og njóta þess að vera mið-
punktur allrar athygli. Óli kallaði
mig alltaf stjörnuna sína og mér
fannst mikið til um þá upphefð.
Þolinmæði hans var einstök, ég fékk
að vera með honum í hesthúsinu,
kemba hestunum, leika mér í heyinu
og hafa það á tilfínningunni að hjálp
mín væri ómetanleg. Síðan var far-
ið upp til Unnar þar sem ég fékk
mjólkurkaffi og rúgbrauð með púð-
ursykri, algjört hnossgæti.
Óli hafði sérstakt lag á börnum,
hann var ekki að leika trúð eða
reyna að skemmta en gaf sér tíma
til að hlusta og tala við þau eins
og viti bornar manneskjur. Dætur
mínar sóttu til þeirra og_ eftir að
Unnur dó heimsóttu þær Óla oftast
þegar við komum á Dyngjuveginn.
Ég hafði gaman af því að fylgjast
með því hvernig þær tengdust hon-
um hver á sinn hátt.
Fyrrverandi vinnufélagar og vinir
héldu tryggð við hann og það var
oft fjölmennt á stofunni hans á
Landspítalanum þar sem hann
dvaldi síðustu mánuðina. Á þorran-
um var meira að segja súr hvalur
á boðstólnum. ÓIi fylgdist vel með
öllu sem var að gerast og var ótrú-
lega ern. Hann var þakklátur
starfsfólki Landspítalans fyrir góða
umönnun og það reyndist honum
um megn þegar hann var sendur
þaðan.
Minningunni um Óla mun ætíð
fylgja birta í huga mínum og að