Morgunblaðið - 01.03.1995, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 01.03.1995, Qupperneq 46
46 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 2 eggjahvítur Matur og matgerð Framandi ávextir II Hér tekur Krístín Gestsdóttir upp þráðinn þar sem frá var horfíð með framandi ávexti 18. febr sl., en í þætti þar á eftir var skotið inn bolluuppskriftum. í dag eru það papaya og mangó sem fjallað verður um. AÐ líkindum eru papaya og mangó einna þekktastir framandi ávaxta hér á landi. Báðar teg- undirnar eru mikið notaðar í heimalandi sínu, en hafa þolað flutning mjög illa. Báðir eru þeir bestir nýtíndir. En nú er farið að rækta ýmis afbrigði sem þola flutning vel, enda hefur aðferðum við ávaxtaflutninga fleygt mjög fram með tilkomu kælig- áma, en þannig eru ávextirnir _ fluttir milli landa. í kæli- gámunum er rétt raka- og hitastig. Papaya er upp- runnið í Mexíkó en er ræktað og vex að hluta til villt í öllum hita- beltislöndum. Þar er það notað óþroskað sem grænmeti en þrosk- að sem ávöxtur. Margir ferðamenn hafa kynnst papaya á ferðum sín-. um og einkum fengið það til morgunverðar með sítrónusafa, en í ávextinum er hvatar (ensím) sem eru talin hafa góð áhrif á melting- una og varna því að maður fítni daginn sem fer í hönd eftir neyslu papya til morgunverðar. En í hei- malandi papaya ber húsmóðirin aðeins nýtínt papaya fyrir gesti sína. Þótt papaya sé viðkvæmt í flugningi er þó mangó mun við- kvæmara. Það er upprunnið í Ind- landi þar em það hefur verið rækt- að í yfir 4000 ár, en þar er talið að Búddha hafí öðlast vísdóm sinn sofandi undir mangótré. Mangó er mest ræktað allra ávaxta í hita- beltinu og til eru yfir 1.000 af- brigði af því, en aðeins fá þeirra þola flutning. Erfitt er að átta sig á hvort mangó er nógu þroskað, en lyktin er besta vísbending um það. Mangó á að ilma, auk þess má það ekki vera mjög hart og nokkrir svartir blettir á berkinum benda til þroska, það geymist ekki lengi þroskað. Mangó bragðast best hálfkalt en má þó ekki vera beint úr kæliskáp. Eins konar þræðir eru í safaríku aldinkjötinu sem situr fast í flötum stórum steini. Best er að skera aldinkjötið frá steininum niður í báta. Ávöxt- urinn myndar erfiða bletti í fatn- aði og dúkum. Einfaldur mangóréttur 2 mgngó 1 tsk karrí 2 dl brauðrasp 1 dl fínt saxaðar möndlur 2 mangó 1 dl portvín eða Vi dl romm eða 1 msk sítrónusafi blandaður 1 dl af maltöli 1. Afhýðið ávextina, skerið í rif niður frá steininum og leggið í skál. Penslið hvert rif með port- víni, rommi eða sítrónusafa og maltöli. Gerið þetta nokkrum sinn- um á tveggja klst. tímabili. Látið ekki standa í kæliskáp. 2. Setjið á litla diska og berið þeytt- an ijóma eða ís með. Kjúklingabringa með mangó 3 kjúklingabringur (6 hólfar) 2 tsk. salt nýmalaður pipgr 15gsmjör(1 smápokki) 15 g smjör - 2 msk matarolía til ______að steikja mangóið í_____ 3 msk. mangósulta (chutney) 1 dós sýróur rjómi jöklasalt (iceberg) 1. Klippið bringurnar frá beinum, takið húðina af. Stráið salti á þær og malið pipar yfír. 2. Bræðið smjörið, kælið örlítið. Þeytið eggjahvíturnar örlítið með gaffli og blandið ásamt karrí sam- an við brætt - smjörið. Penslið bringubitana jafnt með þessu. Leggið í smurt eldfast fat. 3. Hitið bakaraofn í 210°C, blást- ursofn í 200°C, setjið fatið í miðj- an ofninn og steikið fyrst í 15 mínútur, snúið þá við, stráið fínt söxuðum möndlum yfír og steikið áfram í aðrar 15 mínútur. 5. Skerið mangóið í rif, sjá hér að framan. Setjið smjör og olíu á pönnu og steikið mangórifin rétt áður en kjúkingabitarnir eru til- búnir. Setjið síðan með í fatið með kjúklingabringunum. 6. Blandið saman sýrðum ijóma og mangósultu og berið með ásamt salatblöðum. Papaya með skinku og osti, (forréttur) 3 stk. papaya ____________5 dl vgtn__________ '/2 tsk. salt 10 sneiðar soðin skinkg 1 dós rjómaostur með hvítlauk og dilli (110 g) _____________1 e99_____________ V2 dl brauðrasp 2 msk. parmesanostur 1. Afhýðið papayin, skerið í tvennt og fjarlægið steinana. 2. Setjið vatn og salt í lítinn pott og sjóðið ávextina í því þar til þeir eru meðalmeyrir. Mega alls ekki detta í sundur. Takið úr vatn- inu og hvolfið. 1. Hrærið ijómaostinn með eggi og raspi. Klippið eina skinkusneið í ræmur en hitt í smábita. Setjið skinkubitana í holurnar á ávöxtun- um. Leggið skinkuræmurnar fal- lega yfir. Stráið parmesanosti yfir. 4. Hitið bakaraofn í 210°C, blást- ursofn í 200° C setjið í miðjan ofninn og bakið í 15 mínútur. ÍDAG Farsi 1-30 Compuserve073662.731 ,, . . _ 01995 Famu» C«itoorw/Dí«t by Untvergal Pre»a Syndkate UJAISot-AZS / CöÚCTMfcf þau Mosía aðeins rneirn, e* þau borga sig Sjálf cL se% mánukum.!" COSPER ÉG skal syngja eitt lag fyrir 200 krónur og fyrir 500 kall skal ég hætta við. EFTIR að hafa tekið forystu snemma í einvíginu við Ana- tólí Karpov(2.765) var Bor- 27. Bd4? - f6 28. Rfd2 - Rxd2 29. Hxd2 - e5 og skák- inni lauk meðjafntefli í 44 leikjum. í staðinn gat Karpov unnið peð með einfaldri fléttu: 27. Hxd7! - Hxd7 28. Rxb6 og hefur þá vinningsstöðu. Þetta kom þó ekki að sök fyrir Karpov því Gelfand tókst ekki að halda jafntefli í biðskákinni. is Gelfand (2.700) frá Hvíta-Rússlandi heillum horfinn. Þessi staða kom upp í 8. skákinni. Fyrir hana var staðan 3'/2-2‘/2 Karpov í vil auk þess sem biðstaða úr sjöundu skákinni var ótefld. Karpov hafði hvítt og átti leik: STÖÐUMYND B SKÁK Umsjón Margeir Pétursson VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Góðir landsmenn! VIÐ VILJUM þakka veittan stuðning og hlý- hug í garð Hjördísar og fjölskyldu hennar. Söfn- uninni er nú lokið þar sem safnast hefur nægi- legt fé til aðstöðar Hjör- dísi og fjölskyldu, vegna fjárútláta tengdum að- gerðinni og til að tryggja örugga afkomu þeirra fyrst eftir heimkomu. Við þökkum frábærar undirtektir frá öllum þeim sem lagt hafa fram hjálparhönd eins og fyr- irtæki, félagasamtök og ekki síst einstaklinga. Með kæru þakklæti. Fjáröflunamefndin Tapað/fundið Úrí bílageymsluhúsi KVENGULLÚR á gull- keðju fannst í bíla- geymsluhúsinu við Hverfísgötu 20 í síðustu viku. Upplýsingar eru veittar í bílahúsinu eða í síma 629022, Gleraugu töpuðust GLERAUGU í nettri umgjörð merkt Oliver People í leðurhulstri sem er opið í annan endann týndust sl. föstudag. Hafí einhver fundið gler- augþin er hann vinsam- Iega beðinn að hringja í síma 13856, 22790 eða 611222. Helga. Gæludýr Týndur köttur DÖKK grábröndótt læða með brún augu hvarf frá Sólheimum 18 sl. föstu- dag. Hún er eymamerkt R5H009. Hafi einhver orðið ferða hennar var. er hann vinsamlega beð- inn að hringja í síma 38576. Kettlingur í óskilum ÉG ER einstaklega falleg og blíð u.þ.b. 4ra mánaða gömul læða og búin að vera í óskilum í tvær vik- ur og þar sem eigendur mínir hafa ekki gefíð sig fram óska ég eftir nýjum eigendum og góðu heim- ili. Uppl. í síma 12270. HÖGNIHREKKVÍSI Víkverji skrifar... HÚN var bæði skemmtileg, smekkleg og vel til fundin, gjöfín sem ungir sjálfstæðismenn á Isafirði, úr Fylki, færðu Matthíasi Bjarnasyni á laugardagskvöldið, þegar fyrsti þingmaður Vestfirð- inga hafði lokið sínum síðasta starfsdegi á Alþingi, eftir, 32 ára þingsetu. Stjórn Fylkis' færði Vest- fjarðakempunni hraunmola sem hafði verið sóttur inn í Vestfjarða- göngin. í molann hafði verði greypt Islandskort 0g fiskveiðilögsagan jafnframt. Það kom einmitt í hlut Matthías- ar Bjarnasonar, sem sjávarútvegs- ráðherra, að undirrita reglugerð um útfærslu landhelginnar í 200 mílur. Þessi frumlega gjöf á þvl örugg- lega eftir að ylja þingmanninum, þegar hann rifjar upp góða tíma og skemmtilega atburði I tvennum skilningi, því gerð Vestfjarðagang- anna hefur ekki síður verið Matthí- asi mikið baráttumál, en útfærsla landhelginnar var á sínum tíma. AÐ var af ásettu ráði, sem Víkveiji notaði skemmtilega atburði, þegar hann minntist á hraunmolann hans Matthíasar, því Víkveija grunar, að molinn góði muni einnig minna Matthías á eigin æsku og störf. Fyrir nokkrum árum sagði Matthías Víkveija þá sögu, er þeir sátu hlið við hlið, í flugvél Flugleiða á leið til ísafjarðar, að hann hefði verið við vegavinnu á Breiðadalsheiði þegar hann var unglingur, árið 1936, að því er Vík- veija minnir. Vestfjarðagöngin liggja jú m.a. undir Breiðadals- heiði, þannig að Matthías þarf ekki að fara langt I huganum, úr göngunum og upp á heiðina, þar sem hann púlaði með heldur léleg- um tólum myrkranna á milli. Matt- hlas lýsti því að heldur hefði nú verið hráslagalegt til heiða, og að- búnaður vegavinnumanna ekkert I likingu við það sem nú tíðkast. Hann hafði verið settur I tjald með gömlum karli, sem Víkveiji man því miður ekki lengur nafnið á. EITT kvöldið, þegar Matthías var um það bil að skríða í pokann sinn, var sá gamli að þrífa sig, með vaskafat fullt af jökulköldu vatni að vopni. Þá gerði sá gamli sér lítið fyrir og meig í vatnið, áður en eiginlegur þvottur hófst! Matthí- as sagðist vart hafa getað leynt undrun sinni á þessum aðferðum við þrifnaðinn, en sá gamli glotti einfaldlega og sagði: „Þetta tekur versta kulið úr vatninu, Matti minn!“ xxx AN VAFA verður mikill sjónar- sviptir að þessari kempu á þingi, sem háð hefur marga hildina á löngum ferli. Vestfirðingar hafa átt mjög ötulan talsmann I Matthí- asi Bjarnasyni I gegnum tíðina - svo ötulan að ýmsum þingmönnum úr öðrum kjördæmum, úr hans eig- in flokki sem öðrum, hefur einatt þótt nóg um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.