Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ <W\ ÞJOÐLEIKHUSIÐ sími 11200 Stóra sviðið kl. 20.00: Söngleikurinn • WEST SIDE STORY e. Jerome Robbins og Arthur Laurents við tónlist Leonards Bernstein Frumsýning 3/3 uppselt - 2. sýn. lau. 4/3 uppselt - 3. sýn. fös. 10/3 uppselt - 4. sýn. lau. 11/3 uppselt - 5. sýn. fös. 17/3 uppselt - 6. sýn. lau. 18/3 uppselt - 7. sýn. sun. 19/3 uppselt - 8. sýn. fim. 23/3 nokkur sæti laus - fös. 24/3 örfá sæti laus - fös. 31/3 örfá sæti laus. Ósóttar pantanir seldar daglega. • GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson Fim. 2/3 uppselt, 75. sýning. Aukasýn. végna mikillar aðsóknar fim. 9/3 örfá sæti laus - þri. 14/3 - mið. 15/3. • FÁVITINN eftir Fjodor Dostojevskí Sun. 5/3 nokkur sæti laus - sun. 12/3 nokkur sæti laus - fim. 16/3 - lau. 25/3 nokkur sæti laus. • SNÆDROTTNINGIN eftir Evgeni Schwartz Byggt á ævintýri H.C. Andersen. Sun. 5/3 kl. 14 nokkur sæti laus - sun. 12/3 kl. 14 nokkur sæti laus - sun. 19/3. Sólstafir — Norræn menningarhátíð • NORRÆNN DANS frá Danmörku, Svíþjóð og islandi: Frá Danmörku: Palle Granhöj dansleikhús með verkið „HHH" byggt á Ijóðaljóð- um Salómons og hreyfilistaverkið „Sallinen". Frá Svíþjóð: Dansverkið „Til Láru" eftir Per Jonsson við tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar. Frá íslandi: Dansverkið „Euridice" eftir Nönnu Ólafsdóttur við tónlist Þorkels Sigurbjörnssonar. Þri. 7/3 kl. 20 og mið. 8/3 kl. 20. Smíðaverkstæðið kl. 20.00: • TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright i kvöld aukasýn. laus sæti fös. 3/3 uppselt - lau. 4/3 uppseit - sun. 5/3 upp- selt þri. 7/3 aukasýn. laus sæti - mið. 8/3 uppselt - fös. 10/3 uppselt - lau. 11/3 uppselt - fim. 16/3 uppselt - fös. 17/3 uppselt - lau. 18/3 uppselt, sun. 19/3 aukasýn. uppselt - fös. 24/3 uppselt - lau. 25/3 uppselt - sun. 26/3 uppselt - fim. 30/3 uppselt fös. 31/3 uppselt. Ósóttar pantanir seldar daglega. Litla sviðið kl. 20.30: • OLEANNA eftir David Mamet Fös. 3/3 - fös. 10/3 næstsiðasta sýning - sun. 12/3 síðasta sýning. Listaklúbbur leikhúskjallarans sun. 5/3 kl. 16.30 • DÓTTIRIN, BÓNDINN OG SLAGHÖRPULEIKARINN eftir Ingibjörgu Hjartardóttur. GJAFAKORT íLEIKHÚS - SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÖF Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00 til 18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti simapöntunum virka daga frá kl. 10.00. Græna linan 99 61 60 - greiðslukoriaþjónusta. gjg BORGARLEIKHUSIÐ símí 680-680 7 LEIKFÉLAG REYKfAVÍKUR STÓRA SVIÐIÐ KL. 20: • Söngleikurinn KABARETT Sýn. fös. 3/3, lau. 11/3, lau. 18/3, fim. 23/3. • LEYNIMELUR 13 > eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Aukasýning vegna mikillar aðsóknar, föS. 17/3. • DÖKKU FIÐRILDIN eftir Leenu Lander. Frumsýning lau. 4/3 örfá sæti laus, 2. sýn. sun. 5/3 grá kort gilda, örfá sæti laus, 3. sýn. sun. 12/3, rauð kort gilda, fáein sæti laus, 4. sýn. fim. 16/3, biá kort gilda. NORRÆNA MENNINGARHÁTÍÐIN Stóra svið kl. 20 - Norska óperan • SIRKUSINN GUÐDÓMLEGI Höfundur Per Norgard Fim. 9/3, fös. 10/3. LITLA SVIÐIÐ kl. 20: • ÓFÆLNA STÚLKAN eftir Anton Helga Jónsson. Sýn. þri. 14. mars kl. 20. • FRAMTÍDARDRAUGAR eftir Þór Tulinius Sýn. í kvöld uppselt, fim. 2/3 uppselt, fös. 3/3 uppselt, lau. 4/3 uppselt, sun. 5/3 uppselt, mið. 8/3 uppselt, fim. 9/3 uppselt, fös. 10/3 örfá sæti laus, lau. 11/3 örfá sæti laus. Munið gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20. Miðapantanir í síma 680680 alla virka daga kl. 10-12. - Greiðslukortaþjónusta. eftir Verdi Sýning fös. 3. mars, uppselt, lau. 4. mars, uppselt, fös. 10. mars, fáein sæti laus, lau. 11. mars, uppselt, fös. 17. mars, lau. 18. mars. Ósóttar pantanir seldar þremur dögum fyrir sýningardag. Sýningar hefjast kl. 20. Munið gjafakortin - góð gjöf! Sólstafir - Norræn menningarhátíð Kroumata og Manuela Wiesler sun. 19. feb. kl. 14. Ljóðatónleikar með Hákan Hagegárd og Elisabeth Boström sun. 19. feb. kl. 20. Kynningarskrá Sólstafa liggur frammi í (slensku óperunni. Miðasalan er opin frá kl. 15-19 daglega, sýningardaga til kl. 20. Sími 11475, bréfsími 27384. - Greiðslukortaþjónusta. KaífiLeikhúfiÍ Vesturgötu 3 IHLADVAKPANUM Leggur og skei -þamaleikrit sýning í dag Id. 13 - uppselt Frumsýning í kvöld Sópa tvö; sex við somo borð .. . og enginn lýgur - uppselt eftir Ingibjörgu Hjartardóttur og Sigrúnu Öskarsdóttur Leikendur: Bessi Bjarnason, Edda Björgvinsdóttir, Eggert Þorleifsson, Margrét Guomunds- dóttir, Margrét Akadóttir og Valgeir Skagfjjörð. Leikstjóri: Sigríður M. Guðmundsdóttir Litill leikhúspakki- I kvöldverður og leiksýning aðeins kr. 1.600 ó mann - Kvöldsýningar hefjast kl. 21.00 K ii Leikfélag Kópavogs Fannborg 2 A GÆGJUM eftir Joe Orton. Frumsýning sun. 5/3 uppselt, fim. 9/3, fös. 10/3. Sýningar hefjast kl. 20. Miðapantanir í síma 554-6085 eða í símsvara 554-1985. - Miðasalan er opin kl. 18:00-20:00 sýningardaga. LEIKFELAG AKUREYRAR Beávvas Shámi Teáther sýnir: • ÞÓTT HUNDRAÐ ÞURSAR... í fþróttaskemmunni lau. 4/3 kl. 20:30. Aöeins þessi eina sýning! Miðasalan opin virka daga kl. 14-18, nema mánud. og fram að sýningu sýn- ingardaga. Sími 24073. FÓLK í FRÉTTUM Gengnr allt hægar fyrir sig HILMAR W. Hannesson afhenti Jiang Zemin, forseta Kína og aðalritara Kommúnistaflokksins, trúnaðarbréf sitt. HILMAR W. Hannesson afhenti Jiang Zemin, forseta Kína og aðal- ritara Kommúnistaflokksins, trún- aðarbréf sitt sem sendiherra í Kína hinn 25. janúar síðastliðinn. Blaða- maður Morgunblaðsins hafði sam- band við hann og fyrsta spurningin var hvernig nýja verkefnið legðist í hann. „Þetta leggst vel í okkur hjónin, enda gífurlega spennandi. Sá haust- mánuður sem við komum hingað sýnir okkur hvað allt hérna er fram- andi. Það er annar hraði á hlutunum og allt gengur hægar fyrir sig. Ansi mikil orka fer í tæknileg at- riði varðandi húsnæði og innrétting- ar, sem væru aðeins formsatriði annarsstaðar. Við sjáum þó fram á að geta opnað skrifstofuna alveg næstu daga og vorum til dæmis að fá síma tengdan í dag. Verkefnið er heillandi og þær samfélagsbreytingar sem átt hafa sér stað eru alveg með ólíkindum. Þegar maður ekur hér um götur minnir það að mörgu leyti á Man- hattan, svona utan frá. Umhverfíð er fjarri því sem maður ímyndaði sér og skýjakljúfar um allt. Kínvetjar eru afskaplega vin- gjarnlegt og góðlegt fólk og við njótum góðs af. Við höfum líka verið í sambandi við norræna sendi- ráðsfólkið sem hefur reynst okkur vel, auk þess sem við höfum heim-' sótt kínverska ráðamenn. Ekki má gleyma Halldóri Briem og Líðu konu hans. Halldór er hótel- stjóri hér á Hilton hótelinu og þau hafa reynst afskaplega hjálpleg. Auk þess hafa komið hingað nokkr- ir íslenskir ferðamenn og það hefur verið gaman að fá þá í heimsókn.“ Hvert er hlutverk sendiherra ís- lands í Kína? „Að læra á kerfið og reyna með þeim lærdómi að hjálpa íslenskum útflutningsaðilum að koma sér á framfæri í Kína. í þessu sambandi er rétt að minna á að ákvörðunin um að opna hér sendiráð er auðvit- að langtímaákvörðun. Bæði er verið að leggja grunn að samskiptum framtíðarinnar við efnahagslegt stórveldi sem er að vaxa úr grasi og auka við það pólitísk samskipti. Viðskipti eru að sjálfsögðu kveikjan að því að þetta er gert núna. Hér er hæglega hægt að markaðssetja íslenska þekkingu. í því langtímaspili getur íslenska sendiráðið verið einskonar lykill að kerfinu, hjálpað til við að opna ýmsar dyr. í þessu sambandi þarf auðvitað að kynna ísland, íslenskan málstað og íslenska menningu.“ Hvernig líkar þér dvölin í Kína? „Við komum á kaldasta tíma. Hann er afskaplega grár og lofts- lagið er þurrt. Það er ekki nema tíu prósent raki í lofti og menn þurfa að nota rakakrem til að þeir springi ekki alveg á þessum árs- tíma. Það kom okkur á óvart að þrátt fyrir þetta er margt mjög skemmtilegt að sjá hér og afar spennandi. Þannig að ef að þetta er grái tími, þá er tilhlökkunarefni að sjá þann græna. Okkur finnst við vera ógurlega langt frá börnum okkar, ættingjum og vinum. Ekki aðeins fjarlægðar- innar vegna heldur spilar tímamun- urinn líka inn í. Eitt barna okkar stundar til dæmis nám í Bandaríkj- unum sem eru hinum megin á hnettinum og tímamunurinn er ell- efu tímar. Við erum því langt í burtu hvernig sem maður hugsar um það.“ Við svo búið kveður Hilm- ar W. Hannesson sendiherra í Kína, enda nóg af verkefnum á hans könnu í hinu rísandi efnahagsstór- veldi; Kína. BROT af uppstill- ingu Þormars í keppninni. Þar má sjá meðal annars konur í þjóðbún- ingum, Islands- sögubók með skjaldarmerkinu og Geysisgos. Þormar Þorbergs- son og Gert Sar- ensen Evrópu- meistari í köku- skreytingalist. Seljavegi 2 - sími 12233. KIRSUBERJAGARÐURINN eftir Anton Tsjekov. Síðdegissýning 5/3 kl. 15.00 og kvöldsýn. sun. 12/3 kl. 20. - Allra síðustu sýningar. Miðasalan opnuð kl. 13 sunnudag. Miðapantanir á öðrum timum í símsvara, sími 12233. Nemendaleikhúsið Lindarbæ, sími 21971 TANGÓ í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar. 13. sýn. fimmtud. 2. mars kl. 20. 14. sýn. föstud. 3. mars kl. 20. 15. sýn. sunnud. 5. mars kl. 20. síðasta sýningarhelgi. Þormar Þor- bergsson hlaut tvenn verðlaun Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. í NÝAFSTAÐINNI evrópskri köku- gerðarkeppni var eini íslenski kepp- andinn, Þormar Þorbergsson, verð- launaður fyrir frumlegt efnisval, sem reyndar var með íslensku yfir- bragði. Auk þess gekk honum vel í ísgerðarkeppninni. Til keppninnar var boðið ýmsum alþjóðlegum meisturum, svo keppendur komu meðal annars frá Kína, Japan og Ástralíu, auk Evrópu. Alls voru keppendur um fimmtíu talsins. Þormar Þorbergsson er ungur kökugerðarnemi, sem er að ljúka námi frá iðnskólanum í Ringsted á Sjálandi. Hann tók þátt í keppninni frá skólanum, en valdi _sér íslenskt efni í kökuskreytingar. í marsipan-, sykur- og súkkulaðiskreytingum hans gat að lýsa gos úr Geysi, ís- lenska fána og litla karla og kerl- ingar á íslenskum búning. Auk þess var tertuskreyting eins og gömul skinnbók með áletrun og allt hið lystilegasta á að líta. Skreytingin skar sig mjög úr öðrum skreyting- um, sem voru með hefðbundnari sniði. Þormar lenti í 7. sæti í keppn- inni, en var auk þess verðlaunaður sérstaklega fyrir frumlegt og sér- stakt efnisval. Þormar tók einnig þátt í ísgerðar- keppni og var þar í 8. sæti. Hann hefur verið við nám í tækniskólan- um í Ringsted á Sjálandi undanfar- in ár, en lýkur námi nú í vor. Enn er allt óljóst hvar hann muni hefja störf. Hann ætlar bara að bíða og sjá til hvar kaupin gerist best og áhugaverðust. í náminu hefur hann meðal annars unni hjá St. Taffel- bay’s, sem er glæsilegt og þekkt kökugerðarhús á Strandvejen í Kaupmannahöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.