Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bjartur NK var staðinn að ólöglegum veiðum Skipstjórinn sýknaður af refsikröfu í héraðsdómi Afli og veiðarfæri gerð upptæk BIRGIR Sigurjónsson, skipstjóri á togaranum Bjarti NK frá Neskaup- stað, var í gær sýknaður í Héraðs- dómi Austurlands af refsikröfu ákæruvaldsins fyrir fiskveiðilaga- brot en togarinn var staðinn að ólöglegum veiðum í hólfi á utan- verðu Lónsdýpi innan fiskveiði- markanna 9. febrúar sl., en þar eru veiðar bannaðar frá kl. 8 að morgni til kl. 20 að kvöldi. Dómurinn féllst aftur á móti á kröfu um upptöku á veiðarfærum skipsins, þar með töld- um dragstrengjum svo og öllum afla innanborðs. Skipstjórinn var sofandi og stýrimaður við stjórn Málið dæmdu Bernhard Bogason dómarafulltrúi og meðdómsmenn- imir Daði Jóhannesson, stýrimaður og héraðsdómslögmaður og Friðrik Jón Amgrímsson stýrimaður og héraðsdómslögmaður. Dómurinn taldi sannað að togar- inn hefði verið að ólöglegum veiðum í fiskveiðilandhelgi íslands. Hins vegar lá fyrir að skipstjórinn var sofandi þegar atvikið átti sér stað og 1. stýrimaður við stjórn skips- ins. Stýrimaðurinn kom fyrir dóm- inn og greindi frá því að hann hefði kastað í átt að umræddu hólfi og lent inni í því vegna mikils straums. Dómurinn taldi upplýst að hinn ákærði ætti enga sök á hinum ólög- legu veiðum. í forsendum hans seg- ir að í íslenskum rétti gildi megin- reglumar um lögbundnar og skýrar refsiheimildir og að refsiábyrgð ein- staklings byggist á sök. Réttarþróun í þá átt að tryggja vernd mannréttinda Vísað ertil eldri dóma Hæstarétt- ar varðandi sambærileg tilvik þar sem skipstjómm hefur verið gerð refsing en jafnframt segir í dómn- um að frá því að nefndir dómar Hæstaréttar hafi verið kveðnir upp hafi réttarþróunin verið í þá átt að tryggja vemd mannréttinda. Vitnað er í eftirfarandi orð í dómi Hæstaréttar frá 1988 í þessu sam- bandi: „Lagaákvæði er takmarka mannréttindi verða að vera ótvíræð. Sé svo ekki, ber að túlka þau ein- staklingi í hag, því að mannrétt- indaákvæði eru sett til verndar ein- staklingum en ekki stjórnvöldum.“ „Telja verður að í þessum orðum felist m.a. að í þeim tilfellum sem það kann að vera heimilt sé skýlaus lagaheimild forsenda þess að vikið verði frá saknæmisreglunni. í lög- um nr. 81/1976 er ekki að finna skýra og ótvíræða heimild til að refsa skipstjóra án sakar. Af þeirri ástæðu og með vísan til þess sem að framan er rakið ber að sýkna ákærða af refsikröfu ákæruvalsins í máli þessu,“ segir í dómi Héraðs- dóms Austurlands. Flytja mjólk- ina á drátt- arvélum Skagaströnd. Morgunblaðið. Gríðarlegt fannfergi er nú á Skagaströnd eins og víðar í Húnavatnssýslum. Hefur þetta komið illa niður á færð á vegum og þó mokað sé daglega, ef þess þarf, á milli Skagastrandar og Blönduóss þá gildir ekki það sama um þjóðveginn frá Skaga- strönd út á Skaga. Vegurinn út í Skagahreppi hefur verið koló- fær í margar vikur, Hafa bændur á Skaganum að undanförnu ekið mjólkinni í brúsum og tunnum til móts við mjólkurbílinn sem beðið hefur á þjóðveginum rétt fyrir utan Skagaströnd. Ferðirn- ar með mjólkina hafa tekið allt upp í 12 klst. oft í mjög vondum veðrum. Vegagerðin mokar veg- inn út á Skaga einu sinni til tvisv- ar á ári, annars þurfa hreppsbú- ar að borga moksturinn sjálfir. Morgunblaðið/Olafur Bernódusson MJÓLKINNI dælt úr ílátunum yfir í mjólkurbílinn. Ekki líkur á skíðahelgi SPÁÐ er norðan- og norðaust- anátt um allt land í dag. Ymist er gert ráð fyrir allhvössu eða hvössu sunnanlands og vestan og upp í norðan hvassviðri eða storm fyrir austan. Litlar líkur eru á að gefi til skíðaiðkana í dag. Af þeim sök- um birtist ekki i blaðinu í dag sérstakur þjónusturammi fyrir skíðaáhugafólkk eins og verið hefur undanfarna föstudag. Prestaköll auglýst laus til umsóknar BISKUP íslands hefur auglýst eftirtalin prestaköll og störf laus til umsóknar. Digranesprestakall í Reykja- víkurprófastsdæmi eystra; sr. Þorbergur Kristjánsson, sókn- arprestur, lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir. Ólafsfjarðarprestakall í Eyja- fjarðarprófastsdæmi; sr. Svav- ar Jónsson, sóknarprestur, hef- ur verið ráðinn héraðsprestur í Eyjaljarðar- og Þingeyjarpróf- astsdæmum. Seyðisfjarðarprestakall í Múlaprófastsdæmi; sr. Kristján Róbertsson, sóknarprestur, læt- ur nú af störfum fyrir aldurs sakir. Þá er auglýst staða aðstoðar- prests í Grafarvogsprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Margrét SH Rannsókn stendur yfir HAFIST hefur verið handa við rannsókn á því hvað gerðist eftir að trillan Margrét SH lenti í hrakningum skammt frá Rifi á þriðjudag. Skipstjóri trillunnar segist hafa kallað eftir aðstoð, m.a. á neyðarrás, í tæpan hálftíma áður en til hans heyrðist. Sjóslysanefnd annast rann- sókn málsins. Sjávarútvegs- og utanríkisráðherra deila áfram um stuðning við Kanada Ósammála um áhrif- in á Smugudeiluna JÓN Baidvin Hannibalsson utanrík- isráðherra og Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra eru hvor sinnar skoðunar á því hvort stuðningur við Kanadastjórn í deilu hennar við Evr- ópusambandið vegna grálúðuveiða myndi færa Norðmönnum vopn í hendurnar í Smugudeilunni. Þá greinir sömuleiðis á um gagnsemi þess að boða fund í Norðvestur-Atl- antshafsfiskveiðinefndinni (NAFO) til þess að reyna að finna lausn á deilunni. Aðspurður hvemig hann myndi bregðast við, tækju Norðmenn ís- lenzkan togara á Smugumiðum með vísan til fordæmis Kanadamanna er þeir tóku spænska togarann Estai utan lögsögu, segist Jón Baldvin myndu mótmæla því harðlega og ís- lenzk stjómvöld myndu leita réttar síns að alþjóðalögum. „Enginn mað- ur rengir að strandríki hefur ekki rétt til þess að taka skip á opnu út- hafi utan lögsögu. Þar hefur fánarík- ið lögsögu samkvæmt hafréttar- samningum. Ef við hefðum lagt blessun okkar yfir gjöming Kanada- manna, hefðum við hins vegar ekki haft neina stöðu til að andmæla slík- um ólöglegum aðgerðum, hefði þeim verið beitt gegn okkur," segir Jón Baldvin. Þorsteinn Pálsson sagði i Morg- unblaðinu í gær að Kanadamenn væru að ryðja brautina fyrir nýja réttarþróun i hafrétti. „Sjávarútvegs- ráðherrann er líka dómsmálaráð- herra og lögfræðingur," segir Jón Baldvin. „Ég bara spyr, ólöglærður maðurinn: Ef menn fremja lagabrot, er þá til siðs að afsaka það með því að þeir séu að ryðja braut nýjum hugmyndum í réttarfari?" Smugudeilan ekki sambærileg Þorsteinn Pálsson, aðspurður um viðbrögð við hugsanlegri togaratöku Norðmanna, segir að deila fslands og Noregs og Kanada og ESB sé ekki sambærileg. í síðara tilvikinu sé ESB að bijóta niður lögmæta sam- þykkt þar til bærrar stofnunar, sem er NAFO. Slíku sé ekki til að dreifa í Smugunni, þar hafi NEAFC (Norð- austur-Atlantshafsfiskveiðinefndin) ekki tekið nefnar kvótaákvarðanir. Það sé því misskilningur hjá til dæm- is stjórnvöldum í Norður-Noregi að málin séu sambærileg. „Málin eru óskyld að þessu leyti og við verðum auðvitað að meta út- hafsveiðihagsmuni okkar út frá þvi hvar þeir eru mestir í framtíðinni," segir Þorsteinn. „Við erum að beij- ast fyrir því að settar verði virkar stjómunarreglur um veiðar utan lög- sögumarka. Ef við eigum að njóta þeirra þarf að vera hægt að hægt að hafa eftirlit með þeim og fylgja reglum eftir. Þess vegna tel ég að Kanadamenn séu að ryðja brautina fyrir þjóðarétt, sem gagnast hags- munum strandríkjanna, þar á meðal okkar." Jón Baldvin segir misskilning að íslendingar geti leitað réttar síns fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni, tregðist Evrópusambandið við að veita tollfrelsi fyrir íslenzka síld. Þorsteinn Pálsson hefur sagt Evr- ópusambandið bundið af GATT-regl- um í þessu efni. Jón Baldvin segir að samkvæmt GATT eigi að bæta þriðja ríki skerta viðskiptastöðu vegna inngöngu ríkja í viðskipta- bandalög. Dæmi um slíkt sé til dæm- is kröfur Kanadamanna um bætur vegna viðskiptasambanda á Norður- löndum. „Þar er ekki verið að tala um tollfijálsan aðgang heldur lag- færingar á tollum,“ segir Jón Bald- vin. Hann segir að sendiherra íslands í Brussel hafi fengið að heyra það milliliðalaust frá Spánveijum að ef ísland hefði blandað sér í þjóðrétt- ardeilu Kanada og ESB, gætu íslenzk stjómvöld gleymt samningum um tollftjálsan aðgang að síldarmörkuð- um sambandsins. Ekki horfið frá fyrri stefnu „Hvers vegna eigum við að blanda okkur í deilu þar sem við eigum engra beinna hagsmuna að gæta, ef fyrir- sjáanlegt er að það skaðar mikilvæga þjóðarhagsmuni íslendinga á tveimur sviðum; varðandi réttarstöðu í deilum við Norðmenn og markaðsaðgang fyrir síldarafurðir í samningum við ESB. Hvaða nauð rekur okkur til þess?“ spurði Jón Baldvin. Hann seg- ir að afstaða sín, að styðja ekki Kanadamenn, breyti engu um þá stefnu íslands að styðja fískvemdar- sjónarmið á alþjóðavettvangi. Það hafí heldur aldrei verið beðið um stefnubreytingu, og þess vegna hafí samráð við önnur ráðuneyti eða ráð- herra verið óþarft af sinni hálfu. Þorsteinn Pálsson segir að ekki sé verið að leggja Norðmönnum nein vopn í hendur með siðferðilegum stuðningi við Kanada. „Það sem er hættulegt í málinu er að Jón Baldvin leggst á sveif með Evrópusamband- inu,“ segir Þorsteinn. „Stuðningur við Kanada hefði verið stuðningur við þann málstað, sem við erum að beijast fyrir. Menn mega ekki líta á hagsmuni okkar út frá einu, þröngu sjónarhomi eins og utanríkisráðherr- ann virðist gera. Hann virðist ekki sjá hvar mestu framtíðarhagsmun- irnir em, meðal annars vegna þess að hann leggur upp úr að taka af- stöðu, sem er Evrópusambándinu þóknanleg." Ekki lagzt gegn NAFO-fundi Evrópusambandið hefur farið fram á skyndifund í NAFO í næstu viku til að ræða deiluna við Kanada. Sérhvert aðildarríki NAFO getur hafnað því að fundur sé haldinn með svo stuttum fyrirvara og hefur því verið leitað samþykkis Islands. Jón Baldvin segist hafa rætt beiðni ESB við Davíð Oddsson forsætisráðherra og séu þeir sammála um að leggjast ekki gegn fundinum. „Reglumar era þannig að kvótaúthlutunin á nóv- emberfundinum er ekki endanleg. Ef ríki telur á sér brotið og mótmæl- ir innan tveggja mánaða, eins og ESB hefur gert, á það rétt á að fá málið tekið upp aftur,“ segir Jón Baldvin. Þorsteinn Pálsson segir að íslend- ingar muni ekki leggjast gegn fundi í NAFO. Hins vegar segist hann vantrúaður á að sá fundur skili ár- angri og auðveldi lausn deilunnar. „Við leggjum höfuðáherzlu á að Kanada og Evrópusambandið leysi deiluna sín á milli. Ábyrgðin á að hvíla á þeim,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.