Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR í sjónvarpsþætti um menntamál á mánu- daginn hóf Jón Bald- vin Hannibalsson mál sitt á því að vitna í Stein Steinarr sem hefði sagt það í Al- þýðublaðinu fyrr á öldinni að peningar væru afl þeirra hluta sem gera skal. Akaflega er ósenni- legt að Steinn hafí slegið um sig með ein- mitt þessum orðum. Þó veit maður aldrei, enda var hann „soltinn og klæðalaus“ þegar hann orti í Alþýðublaðið. Steinn hefur þá hinsvegar haft þetta yfír sem tilvitnun því að þessi hugsun var orðuð á íslensku nokkru áður. í kvæðinu „Aldamótum" (í bók- inni Hafblik) segir Einar Bene- diktsson nefnilega að hér sé „ei stoð að stafkarlsins auð“ - og má heita vel viðeigandi í umræðu um íslensk menntamál: Nei, stórfé! Hér dugar ei minna! Oss vantar hér lykil hins gullna gjalds að græða upp landið frá hafi til fjalls. Hann opnar oss hliðin til heiðanna, á miðin, í honum býr kjami þess jarðneska valds. Þann Iykil skal ísland á öldinni fínna, - fá afl þeirra hluta er skal vinna. Raunar er Einar líka að vitna til fyrri manna. Elsta íslensk orðun þessa málshátt- ar sem ég veit um er nefnilega hjá Jóni Víd- alín úr Hússpostillunni frá 1718-20 (vænt- anleg í nýrri útgáfu Máls og menningar síðar á árinu). Þar hefst útleggingin í húslestri á fyrsta sunnudegi eftir trinit- atis nefnilega svo: vilji yður auður til þá hengið ekki hjartað þar við, segir Davíð. Ekki fordæmir hann auðinn í sjálfum sér, heldur of mikla elsku á hönum. Ríkdómurinn er góður þeim er rétt kann að brúka hann. Auður er afl þeirra hluta sem gjöra skal, skrifar Jón biskup, og gætir trúnaðar við heimild sína einsog sönnum meistara sæmir: „segir Cicero.“ Teitur latínukennari Benedikts- sonar staðfestir þetta auðvitað, og á latínu Marci Tullii Ciceronis, sem nefndi þetta einkum um styrjaldir, hljómar það nokkurnveginn svona: Pecunia nervus rerum gerend- arum. Teitur segir þetta sennilega enn eldra og komið úr grísku, er meðal annars til í ræðuslitrum eft- ir Demosþenes mælskusnilling. Fleiri hafa reyndar ort um auð- inn en þeir Vídalín, Einar, Cicero, Demosþenes og Hannibalsson. Og það á kannski vel við nú á síðustu tímum þess stjórnmálaflokks sem Akaflega er ósennilegt, segir Mörður Arnason, að Steinn Steinarr hafi slegið um sig með þeim orðum að auður sé afl þeirra hluta sem gjöra skal. eitt sinn dreifði rauðum rósum að rifja upp vísuna Halldórs Laxness í orðastað Bjarts í Sumarhúsum úr Sjálfstæðu fólki: Því er mér síðan stirt um stef, stæri mig lítt af því sem hef, því hvað er auður og afl og hús ef engin jurt vex í þinni krús. Með vinsemd. Höfundur er íþriðja sæti J-listans í Reykjavík. PABBI/MAMMA Allt fyrir nýfædda barnið ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 -S. 5512136 na Sjábu hlutina iBi í víbara samhcngi! Afl þeirra hluta sem gera skal Orðsending til Jóns Baldvins Hannibalssonar Mörður Árnason FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 25 ÞRJÁR B GÓÐAR A GOLFIÐ 15.409 Afb. verð Ryksuga 7100 1300 W mótor. Stillanlegur sogkraftur. Fjórföld míkrósía. Pokastær& 4 L. Inndraganleg snúra. 16.730Alb. vecð Ryksuga 7200 1300 W mótor. Stillanlegur sogkraftur. Fjórföld míkrósía. Pokastærð 4 L. Inndraganleg snúra. 18.720 Afb. verð ^ngjanlegt rör. 03 Ryksuga 7400 1400 W mótor. Stillanlegur sogkraftur. Sexföld míkrósía og ultra filter. Inndraganleg snúra. Lengjanlegt rör. Pokastærð 4 L. BRÆÐURNIR p] ORMSSON HF Lágmúla 8. Sími 38820 3500 I S L A N D w- The World Championship in Handball for Men, 1995 & ss=bi:=ii ÍSLAND ISLA tmmi HMI HAND- KNATTLEIK'95 ÁkUREYRI L.W A Af/>/ iAFNARFJORÐUR KOPAVOGUR \> iknottleik. 1995 ' ■■ FRIMERKI GEFIN UT 14. MARS 1995 STAMPS ISSUED 14 MARCH 1995 PÓSTUR OG SlMI er FRÍMERKJASALAN - POSTPHIL P.O. BOX 8445 128 REYKJAVÍK SÍMI 5506051/52/53 FAX 5506059 m 18. mars kl. 9.00 -18.00 verða starfsmenn okkar með á torginu í Kringlunni. Einnig verður HM-gjafamappan til i handboltans og þátttaka íslendinga í keppninni rakin í máli og er í senn glœsileg vinagjöf og minjagripur sem kostar aðeins 480 kr. AEG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.