Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ SIG URBJÖRN ÞÓRARINSSON + Sigurbjörn Þórarinsson var fæddur í Borg- arnesi 26. mars 1919. Hann andað- ist á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni lOb, að kvöldi 9. mars sl. Foreldrar hans voru Jónína Kristín Jónasdóttir, f. 4.8. 1887, d. 11.11.1962, og Þórarinn Ólafs- son, húsasmiður í Borgarnesi, f. 10.5. 1885, d. 19.5. 1947. Systkini Sigurbjöms vom Guð- ríður Áraý, f. 1.2. 1915, sem dvelur nú á Skjóli, og Tyrfing- ur, f. 27.12. 1917, d. 12.4. 1985. Hinn 20. september 1941 kvænt- ist Sigurbjöm eftirlifandi eigin- konu sinni, Friðbjörgu Péturs- dóttur, f. 5.8. 1922 í Svarfaðardal. For- eldrar hennar vom Pétur Gunnlaugs- son og Sigurjóna Steinunn Jóhanns- dóttir úr Svarfað- ardal. Sigurbjörn og Friðbjörg hófu búskap í Borgar- nesi en fluttu síðan til Reykjavíkur þar sem þau hafa búið síðan. Þau eign- uðust tvö böra, Áma Jóhann Þór, f. 18.7. 1942, skó- smiður í Reykjavík, og Sigur- jónu Steinunni, f. 21.1. 1958, sjúkraliði og kennari í Reylqa- vík. Útför Sigurbjörns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ELSKU pabbi minn. Það er erfítt að trúa því að við eigum ekki eftir að setjast niður og spjalla saman um lífíð og tilveruna, að minnsta kosti ekki í þessu jarðlífi. Á svona stundum koma ljúfar minningar upp í hugann. Þú besti vinurinn minn, sem áttir ómælda þolinmæði og ráð við öllu, alltaf tilbúinn að hlusta, hugga og hjálpa. Það var gott að geta sest í fangið þitt. Ég man þegar ég var lítil og við fórum á sunnudagsmorgnum með strætó og skoðuðum bæinn, Tjömina og skipin í höfninni. Ég man líka þegar við sátum saman og spiluðum og púsluðum eða skoðuðum og lás- um ættfræðibækur og aðrar bækur. Heimsóknimar í Kleppsholtið, til MARGRÉT JENSDÓTTIR + Margrét Jens- ' dóttir fæddist 12. apríl 1912. Hún lést í Seljahlíð 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar vom Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 1885, d. 1958, og Jens Vilhelm Ni- elsen, f. 1888, d. 1963. Hún ólst upp hjá móður sinni og fósturföður, Magnúsi Ólafssyni. Systkini hennar em Gyða, Kristján (látinn), Þórður (látinn), og Valur. Margrét giftist 8. júní 1935 Einari Bjarnasyni ríkisendur- skoðanda og síðar prófessor í ættfræði, f. 25. nóvember 1907, d. 17. maí 1982. Börn þeirra em: Guðrún, f. 22.1. 1937, kennari, gift Steingrími Gaut Kristjánssyni héraðsdóm- ara og em synir þeirra Einar Gautur og Ragnar Gautur; og Kristján, f. 14.2. 1939, skrif- stofumaður, kvæntur Gunn- hildi Krístjánsdóttur, banka- starfsmanni, og em þeirra börn Hildur, Bjarni og Snorri. Útför Margrétar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 15. NÚ ER ævintýrinu lokið, sagan er öll. Margrét Jensdóttir er geng- in af sviðinu. Hún er fallin í valinn þessi drottning bemsku minnar, þessi fyrirmynd mín, vinkona og velgjörðarkona mín og minna. Samneytið við Möggu hefur verið eins og ein samfelld veisla fyrir andann og holdið. Það var sama hveiju hún hafði hönd á, samstundis varð það mikilvægt, oftast skemmtilegt, þægilegt, gott og fallegt, en þó aldrei yfírdrifið. Þannig varð hvunndagurinn hátíð, nætursöltuð ýsan veislumatur og samræðurnar við borðið andleg næring og uppörvun fyrir barnið, unglinginn, námsmanninn, lækn- inn, eiginkonuna, móðurina eða hvern þann, sem hlotnaðist að sitja til borðs með henni. Ef þetta var hvunndagurinn, hvernig voru þá há- tíðisdagarnir? Þeir voru í sama fágaða stíl, bara með ennþá glaðlegri stemmn- ingu. Laufabrauðs- skurður með allri fjöl- skyldunni hennar var og er hápunktur jóla- undirbúningsins, eitt- hvað svo miklu meira en eintómur brauð- bakstur. Aðfanga- dagskvöld hjá Möggu og Einari meðan hann lifði og hjá Möggu einni eftir það, stutt innlit á gaml- ársdag og nýársdagur hjá foreldr- um mínum eru áratugagamlar jólahefðir í fjölskyldum okkar og minningarnar verma sannarlega. Flest undanfarin jól hafa Atlant- sálar skilið okkur að og ég orðið að láta mér það nægja að tala við Möggu í síma á aðfangadag með: an ijúpnasósan hefur mallað. í endurskini minninganna frá jólum liðinna áratuga hefur það líka dugað til þess að fá rétta bragðið í sósuna og jólastemmningu á heimilið. Fótamein Möggu var dragbítur hennar síðustu árin.en að öðru leyti eltist hún með afbrigðum vel. Allt- af var hún jafn falleg og tíguleg. Alltaf var sami þokkinn yfir öllu hennar fasi. Alltaf hafði hún eitt- hvað til málanna að leggja. Fram í andlátið naut hún þess að vera með fólki, en eins og títt er um félagslynt fólk var hún sjálfri sér nóg og. sagði oft að hún hefði það svo ágætt með henni Margréti vin- konu sinni. Ég gleðst í hjarta yfír því að báðar dætur mína náðu því að vera dálítið með Möggu og Ragn- hildur, sú eldri, mun muna hana. Ævintýrinu er því kannski ekki alveg Iokið. Ekki meðan mmning- unum verður haldið á loft. Á þann veg kaus ég að skilja orð Ragnhild- ar, sem er fjögurra ára, þegar henni var sagt að Magga væri dáin og yrði grafin í jörð. Þá sagði hún: „Við skulum vökva gömlu Möggu vel.“ Þóra Steingrímsdóttir. MINNINGAR Guggu frænku og Klemens eða til Tyrra frænda og Löllu. Ferðalögin okkar til Akureyrar og Dalvíkur þegar við heimsóttum fjölskylduna hennar mömmu. Ferðimar upp í Borgames tij Önnu og Halla æsku- vinar þíns. Áhugi þinn fyrir skóla- göngu minni. Áhugi þinn fyrir fyöl- skyldunni, að allt gengi vel og að öllum liði vel. Þetta var skemmtileg- ur tími sem við áttum öll saman. Það er endalaust hægt að telja upp ýmsa atburði og yndislegt að eiga þessar ljúfu minningar um þig.' Þú varst alltaf hress og stutt í brosið þitt þó svo þú værir orðinn veikur. Það var okkur mjög mikil- vægt að hafa þig heima hjá okkur mömmu og Áma sem lengst þó svo við vissum aldrei hvað sá tími yrði langur. Með góðri aðstoð mömmu, heimilishjálpar og annarra aðila tókst það þar til í byijun apríl í fyrra þegar þú veiktist meira og fórst á Hjúkrunarheimilið Skjól. En mamma er dugleg kona og gaf þér allt sem hún átti til að veita þér sem besta umönnun bæði heima og annars staðar. Ég veit að þú varst stoltur af henni og við vorum líka stolt af þér. Þú varst mikil hetja. Núna þegar þú hefur kvatt okk- ur, elsku pabbi, þá vil ég fyrir hönd okkar mömmu og Áma þakka þér allt sem þú hefur gefíð okkur og kennt okkur. Við eigum öll yndis- legar minningar um þig sem við geymum með okkur. Við vitum að núna líður þér vel, þú ert kominn á nýjan og góðan stað. Við vitum líka að góðir aðilar hafa opnað faðminn sinn og tekið á móti þér. Ég veit að elskulegur bróðir þinn, hann Tyrri, hefur fagnað þér vel. Nú getið þið haldið áfram að spjalla saman um ættfræðina. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka alla þá hjúkmn og umönnun sem þú fékkst bæði á Skjóli og núna síðustu tvær vikumar á öldr- unardeild 3 í Hátúni lOb. Einlægar þakkir til Miyako, prestsins okkar, sem hefur styrkt okkur í sorginni. Einnig sérstakar þakkir til heimilis- hjálparinnar okkar, Jóns Más, sem var okkur ómetanleg stoð til þess að þú gætir verið lengur heima. Tendraðu lítið skátaljós, láttu það lýsa þér, láttu það efla andans eld og allt sem göfugt er. Þá verður Iitla ljósið þitt ljómandi stjama skær, lýsir lýð alla tíð, nær og fjær. (H.T.) Elsku pabbi, Guð geymi þig.og minningin um þig mun aldrei gleymast. Þín dóttir, Sigurjóna. Mig langar að kveðja örfáum orðum góðan vin, Sigurbjörn Þórar- insson, sem nú hefur fengið hvíldina í náðarfaðmi hins hæsta. Ég kynntist honum ekki fyrr en eftir að hann veiktist af slagi og missti við það jafnvægisskynið að hluta. Það atvikaðist þannig að ég réð mig til starfa við heimilishjálp aldraðra og var Sigurbjöm fyrsti skjólstæðingur minn á þeim vett- vangi. Mér er í fersku minni er við hittumst fyrsta sinni, báðir trúlega haldnir kvíðablandinni eftirvænt- ingu — í það minnsta ég. Eftir að við höfðum heilsast og virt hvor annan fyrir okkur, þá fór strax vel á með okkur og varð úr góð vinátta. Starf mitt fólst í því að vera Sig- urbimi til halds og trausts á virkum dögum frá kl. 9 á morgnana og fram yfír hádegið, því Friðbjörg eiginkona hans og börn hans Sigur- jóna og Árni vom öll í vinnu á þeim tíma dagsins. Við áttum margar skemmtilegar samvemstundir er endurminningar um geymast í hug- skoti mínu sem dýrmætur fjársjóð- ur. Við spjölluðum um alla heima og geima; ættfræði, skósmíði, en það var hans fag, skátastörf á ung- lingsámnum í Borgamesi, ferðina til Akureyrar og störf hans í Skó- verksmiðjunni Iðunni — en á þeim ámm kynntist hann sínum elsku- lega lífsföranaut, Friðbjörgu Pét- ursdóttur, ættaðri úr Svarfaðardal. — Þannig mætti lengi telja. Við hentum einatt gaman að því að við væmm báðir úreltir iðnaðar- menn; hann í skósmíðinni og ég í prentverkinu — ættum eiginlega að heyra undir úreldingarsjóð! Sigurbjöm hafði ánægju af góð- um söng og hlustuðum við oft á söngelsku fjölskylduna á Akureyri, Jóhann Konráðsson, frú Fanneyju og böm þeirra, en Jóhanni kynntist Sigurbjörn á Akureyrarárum sín- KARITAS JONSDOTTIR + Karítas Jóns- dóttir fæddist 13. nóvember 1909 í Bolungarvík. Hún lést í Reykjavík 11. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar vom Jón Friðriks- son, f. 5.11 1874, d. 1.8. 1921, og Halldóra Ebenesar- dóttir, f. 15.2.1879, d. 12.2. 1912, bæði frá Skálavík vestra. Systkini Karítasar vom Arnfríður Jóns- dóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 20.12. 1904, d. 13.1. 1992, og Friðrik A. Jónsson, atvinnurek- andi í Reykjavík, f. 25.5. 1908, d. 13.6. 1974. Heimili þeirra Jóns og Halldóru var í Hregg- nesi í Bolungarvík. Eftir lát foreldra hennar sá amma Kar- ítasar, Margrét Bjarnadótt.ir, f. 1852, d. 1936, um uppeldi Karítasar og þeirra systkina. MEÐ Karítas er fallinn frá fulltrúi kynslóðar, sem nú er óðum að hverfa — kynslóðar sem bjó við allt önnur lífsskilyrði á uppvaxtarámnum en þau sem nú þekkjast og þykja sjálf- sögð. Kaja, eins og hún var ætíð kölluð, var fædd í Bolungarvík og ólst þar upp til 14 ára aldurs. Móðir hennar lést þegar hún var rúmlega árs gömul og faðir hennar fórst í sjóslysi þegar hún var 12 ára. Þessi foreldra- missir setti svip sinn mjög á líf og feril Kaju - við tók hörð lífsbar- átta, því um frekari skólagöngu var ekki að ræða á þessum áram og við þau skil- yrði sem þá vom ríkj- andi hér á landi. Amma hennar, Mar- grét Bjamadóttir, annaðist uppeldi henn- ar, fyrst að Hreggnesi í Bolungarvík og síðar í Hákoti í Reykjavík. Karítas kom til starfa hjá foreldmm mínum á 14. aldursári - og var viðloðandi heim- ili okkar alla tíð, með mismunandi löngum hléum. Starfaði hún þá fyr- ir aðra, var m.a. ráðskona í Kaup- mannahöfn í tvö ár. Hún var forkur dugnaðar og afar vinnusöm. Karít- as var einstök að trygglyndi og umhyggju fyrir öðmm. Þótt hún aldrei næmi hjúkmn var eins og allt sem snerti velferð og meðferð annarra á því sviði væri henni með- fætt. Hún var greind og eftirtektar- söm - og átti ráð við nær öllum krankleikum sem upp komu. Allt heimilishald lék í höndum hennar. Kaja var vel lesin, fylgdist með öllu sem fram fór, og sérstaka umhyggju bar hún fyrir öllu frænd- fólki og öðm vinafólki, jafnvel í marga ættliði. Hún var mikill blómadýrkandi, fór með öll blóm sem hún komst í snertingu við af um. Einnig settum við ýmsar aðrar góðar söngplötur á fóninn, kóra, kvartetta, tríó og einsöngvara. Við tókum iðulega í spil og spiluðum þá gjarnan svokallaðan „Rússa“. Var þá spilað af fullri einurð og lét hvorugur sinn hlut fyrir hinum. Mér er minnisstætt að ef Sigurbjöm varð undir einhver spil í röð, þá varð honum að orði: „Ekki batnar Bimi enn, banakringluverkurinn.“ En allt var þetta í góðu og höfðu báðir gaman af. Endurminningam- ar um þessar góðu samvemstundir okkar hrannast upp í huganum, en ég ætla að eiga þær fyrir mig. Nú er þessi góði vinur farinn yfír móðuna miklu á nýjan vett- vang. Bestu óskir fylgja honum á þeim leiðum sem framundan eru. Vonandi getum við tekið „Rússa“ seinna meir er endurfundir verða og spaugað og spjallað. Vertu sæll á meðan, kæri vinur. Guð blessi minninguna um Sigurbjöm Þórar- insson og styðji og styrki Frið- björgu, Siguijónu og Áma og aðra nána ættingja í þeirra sorg og sökn- uði. Jón Már Þorvaldsson. Sigurbjöm Þórarinsson skó- smíðameistari nam skósmíðaiðn hjá Gísla Magnússyni, skósmíðameist- ara í Borgarnesi, en árið 1939 hélt hann til Akureyrar til að afla sér frekari þekkingar í sínu fagi og starfaði um árabil hjá Skóverk- smiðjunni Iðunni. Á Akureyri kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Friðbjörgu Pétursdóttur, ætt- aðri úr Svarfaðardal, og eignuðust þau tvö böm, Áma og Siguijónu. Þessi fjölskylda hefur verið ákaf- lega samhent í gegnum árin og ekki látið bugast þótt erfiðleikar hafi að steðjað hin síðari ár er heilsu Sigurbjöms fór hrakandi. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Borgar- nesi og starfaði hann þar að iðn sinni en síðan fluttu þau til Reykja- víkur þar sem Sigurbjöm starfaði lengi sem verkstjóri hjá Skóverk- smiðjunni Rímu, við framleiðslu á skóm. Er halla tók undan fæti hjá íslenskum skóiðnaði og Ríma hætti starfsemi þurfti að leita annarra starfa og réðst hann þá til Véla- deildar Sambands ísl. samvinnufé- laga, þar sem hann starfaði til 1986, einstakri nærfærni og umhyggju - stundum var eins og hún væri að annast reifabörn þegar blóm áttu í hlut. Skyldu vera tengsl á milli umhyggju fyrir fólki og blómum - maður gat látið sér detta það í hug þegar Kaja átti í hlut. Talað er um að menn setji sér háleitt markmið með lífi sínu. Fyrir Kaju var það einfalt mál - en aldrei var það svo orðað. Hún fórnaði sér algjörlega alla tíð fyrir aðra - líf hennar snerist um umhyggju henn- ar og umönnun á öðmm. Aldrei var rætt um gjald - engar kröfur gerð- ar. Fyrir Kaju skipti það ekki máli - það sem forgang hafði alla tíð var að sinna, aðstoða og líkna öðr- um. Af einstökum kærleik og fórn- fysi miðlaði hún öðrum öllu sem hún gat af höndum reitt til að gera þeim lífíð bærilegra. Allt kom þetta af sjálfu sér - henni fannst sjálf- sagt að reiða af hendi hjálp og að- stoð eftir því sem hún gat. Við systkinin stöndum í mikilli þakkarskuld við Kaju. Hún annaðist báða foreldra okkar af mikilli var- færni og umhyggju til hás aldurs - hennar vegna þurftu þau ekki að flytja á öldmnarstofnun, gátu búið áfram á sínu heimili vegna nærveru og umönnunar Kaju. Blessuð sé minning fómfúsrar, dyggðugrar konu, sem allt lagði í sölumar fyrir aðra. Hún bar ein- kenni fábreytts þjóðfélags síns tíma, þar sem kröfur til annarra voru ekki forgangsatriði - þvert á móti því líf hennar snerist um að- stoð við samborgarana, líkn, fórn- fýsi og kærleik til annarra, sem hún sýndi í öllum verkum sínum. Eftirlifandi ættingjum er vottuð innileg samúð. Sigurður Helgason. 1 I ( ( ( ( I ( ( ( I l i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.