Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir JÓN Baldvin Hannibalsson dreifir kosningabæklingum Alþýðuflokks til samborgara sinna í verslunarferð. Alþýðuflokkurinn um ESB og matarkörfuna Aðild að ESB lækkar land- búnaðarafurðir um 35-45% Tengsl menntunar og atvinnulífs rædd á Alþýðubandalagsfundi Atvinnulífið kallar ekki á aukna menntun Fundir jafn- aðarmanna í Reykjavík og á Reykjanesi á laugardag JAFNAÐARMENN á Reykjanesi boða til opins fundar á laugardag- inn kemur 18. mars, með kven- frambjóðendum Alþýðuflokksins - jafnaðarmannaflokks íslands. Fundurinn verður haldinn í Lista- miðstöð Hafnfirðinga, Hafnar- borg, og hefst fundurinn kl. 11.30. Avörp flytja efstu konur listans í Reykjaneskjördæmi, þær Rann- veig Guðmundsdóttir, félagsmála- ráðherra, Petrína Baldursdóttir, alþingismaður, Elín Harðardóttir, matreiðslumaður, og Þóra Arnórs- dóttir, formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi. Fundarstjóri verður Bryndís Schram, framkvæmdastjóri og um létta tónlist sér Jóna Einarsdóttir. MATARKARFA sem nú kostar 4.000 krónur myndi kosta 11.840 krónur ef tillögur landbúnaðar- ráðherra um tolla á matvörur nái fram að ganga, sagði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokksins og utanríkisráðherra á biaðamannafundi í versluninni Bónus í gær undir yfirskriftinni ESB og matarkarfan. Þessir útreikningar eru tengdir GATT-samningnum sem tók gildi um seinustu áramót, en í stað banns við innflutningi er heimilt að beita tollum til að verna inn- lendan landbúnað. Með áiagningu hæstu aðflutningsgjalda sem heimilt er að leggja á, yrðu „vel- flestar innfluttar matvörur" um „þrefalt dýrari en þær innlendu. Væri innflutningur á vörunum í matarkörfunni hins vegar toll- frjáls, myndi hún aðeins kosta neytendur 1.732 krónur,“ sagði Jón Baldvin. Hann staðhæfði að með aðild Islands að Evrópusambandinu myndi verð landbúnaðarafurða hérlendis lækka um 35-45% sam- kvæmt útreikningum Hagfræði- stofnunar Háskóla íslands. Kjör hvers einstaklings myndu af þessu sökum batna um 22 þúsund krónur að meðaltali eða um 88 þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu á ári. NIÐURSTÖÐUR rannsóknar um tengsl menntunar og starfs við upphaf starfsferils benda ekki til þess að atvinnulífið kalli á aukna menntun að mati dr. Gerðar G. Óskarsdóttur kennslustjóra. Gerð- ur kynnti hluta niðurstaðna sinna í erindi um gildi starfsmenntunar í atvinnulífinu á fundi Alþýðu- bandalagsins í Reykjavik á þriðju- dag. Fram kom að fá merki hafi fund- ist í atvinnulífinu um þörf fyrir aukna starfsmenntun. Hún sagði ennfremur að niðurstöður könn- unarinnar styðji ekki hugmyndir um nýtt lokapróf eftir tveggja ára nám í framhaldsskóla. Skiptir menntun máli? Gerður kvaðst hafa leitað svara við því hvort menntun skipti máli í launuhi, þégar kröfur éru gerðar um hæfni í störfum og loks við ráðningar í störf sem ekki krefjast sérstakra starfsréttinda. Könnuhin fór fram árið 1993 og byggðist ahnars vegar á viðtalsköhhtin én hins Vegáf á spurningakönnun í síma. Sérstaklega voru bornar sam- an starfsaðstæður þeirra sem lokið höfðu framhaldsmenntun og þeirra sem ekki höfðu hafið slíkt nám eða hætt í miðju kafi. í ljós kom að 42% einstaklinga höfðu ekki lokið framhaidsnámi af neinu tagi við 25 ára aldur. Marktæk tengsl menntunar og launa Niðurstöður athugunarinnar leiddu í ljós marktæk tengsl mennt- unar við laun á fyrstu árum starfs- ferilsins ef um starfsmenntun úr framhaldsskóla eða háskólanám var að ræða. Gerður telur að spá megi fyrir um að þeir sem hafa búið sig undir ákveðið starf eða starfssvið fái hærri laun en aðrir. Ekki væri þó unnt samkvæmt nið- urstöðum könnunarinnar að spá fyrir um að stúdentspróf eða próf- skírteini frá tveggja ára náms- brautum í framhaldsskóla stuðli að hærri launum. Gerður taldi að niðurstöður könnunarinnar gæfu vísbendingu um hvers konar nám í framhalds- skóla gaghist nemendum best þég- ar þeir leita út í atvinnulifið. Hún segir að starfsmiðuð mehhtuh hafi reynst betur én almenn méhntun en það geti þó breyst þegar Ííði á starfsferilinn. Gerður telur að at- vinnulífið njóti góðs af þeirri al- mennu menntun sem ungt fólk hafi hlotið en það njóti ekki góðs af því í launum sínum. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að kjósendur hafi óvenju skýra valkosti í kosningabaráttunni leggja sjálfstæðismenn mesta áherslu á árang- ur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og að byggja verði á þeim grunni í framtíðinni. Helgi Bjarnason sat stjórnmálafund Davíðs Oddssonar og Þorsteins Pálssonar á Hvolsvelli. KJÓSENDUR standa frammi fyrir óvenjulega skýrum kostum fyrir þessar kosningar, þeir hafa val um fjögurra til fimm flokka vinstri stjórn eða tveggja flokka stjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er burðar- ásinn. Þeir fá ekki tveggja flokka stjórn nema með því að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn beint og milliliða- laust. Á þetta lagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins áherslu á opnum stjórnmálafundi með Þorsteini Páls- syni sjávarútvegsráðherra á Hvols- velli í fyrrakvöld. Árni Johnsen og Drífa Hjartardóttir, frambjóðendur í 2. og 3. sæti lista flokksins í Suður- landskjördæmi fluttu einnig ræður. Fundurinn sem var fjölmennur var fyrsti opni fundur forsætisráðherra af fimmtán með frambjóðendum í kjördæmum utan Reykjavíkur. Árangnrinn lætur ekki á sér standa Davíð sagði að þó eðlilegt væri að stjórnmálamenn tækjust á þegar nálgaðist kosningar þyrfti þjóðin að standa saman ef ekki ætti illa að fara. Sagðist hann telja að vel hefði tekist að halda friðinn á þessu kjör- tímabili. Og árangurinn hefði ekki látið á sér standa. Hann ræddi aðeins um ríkisstjórn- arsamstarfið og sagði að besti mæli- Fimm flokka vinstri stjórn eða tveggja flokka sljórn með Sjálfstæðisflokki Morgunblaðið/Sigurður Jðnsson DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra takast í hendur þegar Davíð kom til fundar Sjálfstæðisflokksins í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli. Hann kom of seint til fundarins, tafðist vegna hríðar á Hellisheiði. Með þeim á myndinni er Drífa Hjartardóttir sem skipar þriðja sætið. kvarði á það hvort ríkisstjórn starf- aði saman af heilindum eða ekki væri árangur hennar. „Á flestum sviðum stöndum við sæmilega og vel á sumum,“ sagði Davíð. Benti hann á að þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður hér á landi hefði íslandi tekist að komast í hóp þeirra þriggja landa í Evrópu sem best stæðu sig þegar almennir mælikvarðar væru lagðir á ýmsa þætti efnahagsmála, svo sem verðbólgu, ríkissjóðshalla, halla á viðskiptum við útlönd og skuldir þjóðarinnar erlendis. „Menn kunna að segja: Verð- bólgudraugurinn hefur verið kveðinn niður og verður ekki vakinn aftur upp. En það er því miður ekki svo.“ Sagði Davíð að líkja mætti stöðunni við það að verðbólgudraugurinn hefði verið bundinn við staur og ekki þyrfti nema hnífsbragð til að leysa hann og þá myndi hann æða yfír allt. Davíð sagði að síðustu sjö ár hefðu kjarasamningar snúist um það að lækka laur.in. Nú hefði tekist að snúa þessu við, launin væru að hækka í raun, ekki mikið, en þau væru þó að hækka. „Og við getum með sterkum rökum fullyrt að laun- in geta haldið áfram að hækka hægt og örugglega ef við höldum skyn- samlega á málunum og lendum ekki aftur í sama farinu og fyrr.“ í ljósi þess að nú segðust allir flokkar ýmist vilja útiloka Sjálfstæð- isflokkinn frá ríkisstjórn eða vilja fyrst gera tilraun til að mynda vinstri stjórn, rifjaði hann upp árangur vinstri stjórna í landinu. Sagði að engri vinstri stjóm í sögu lýðveldis- ins hefði tekist að sitja út heilt kjör- tímabil. Allar hefðu sprungið með brauki og bramli. Og þær hefðu ævinlega sprungið þegar erfið vandamál hefðu steðjað að, þær hefðu ekki ráðið við vandann. Davíð sagði að kjósendur hefðu óvenjulega skýra kosti til að velja á milli í þessum kosningum. Annars vegar tveggja flokka stjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn væri burðar- ásinn eða fjögurra til fimm flokka vinstri stjórn. Hann tók það fram að vinstri stjórnir gætu átt rétt á sér en það gæfi auga leið að vinstri stjórn væri ekki góð fyrir ísland í dag í ljósi þess sundurlyndis og laus- ungar sem ríkti í flokkunum. Menn yrðu að átta sig á því að ekki yrði mynduð tveggja flokka stjórn í landinu nema Sjálfstæðis- flokkurinn kæmist vel frá kosning- unum. Ekki þýddi að kjósa aðra flokka til að styrkja þá í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Til að tryggja tveggja flokka stjórn yrði fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn beint og milliliðalaust. Vaxtagjöld heimilanna lækkað um 12% Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra og fyrsti þingmaður Suður- lands, ræddi um þau umskipti sem orðið hefðu í efnahagsmálum þjóðar- innar á kjörtímabiiinu. Tekist hefði með samstilltu átaki þjóðarinnar, stjórnvalda og samtaka vinnuveit- enda og launþega, að tryggja stöð- ugleika og lága verðbólgu. Tekist hefði að sigla í gegn um djúpa efna- hagslægð og nú eygðum við von um að hagvöxtur færi að aukast á nýjan leik. Nýgerðir samningar mörkuðu tímamót, kaupmátturinn ykist, og þeir væru vísbending um að við værum að uppskera eins og við hefð- um sáð. Hann sagði að þjóðin hefði ekki verið í þessari stöðu nú ef stjórnvöld hefðu misst tökin á efna- hagsmálunum. Sagði Þorsteinn að vaxtalækkun sem náðst hefði fram þýddi það að vaxtagjöld heimilanna væru 12% lægri nú en þau voru á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar. Þá væru matar- innkaup fjölskyldunnar 11% ódýrari nú. í þessu fælist veruleg kjarabót, ekki síst fyrir efnaminni heimilin. Á þessum grunni ætti að byggja og horfa til nýrrar framtíðar. „Mikilvægur árangur af þeirri stöðugleikastefnu sem fylgt hefur verið er að nú getum við horft fram á veginn. Við sjáum hvarvetna ýmis- legt vera að gerast. Ekki í stórum stökkum. Við erum ekki að boða happdrættisvinninga í atvinnumál- um og lífskjörum. Við erum að boða hér stöðugleika, sígandi framfara- sókn, sem ein getur tryggt betri lífs- kjör í landinu," sagði Þorsteinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.