Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR t Ástkser eiginkona mín og móðir okkar, SIGURLAUG ÍSABELLA EYBERG, Gunnarsbraut 34, Reykjavík, andaðist í Vífilsstaðaspitala aðfaranótt 16. mars. Þorgeir Jónsson og börn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSLAUG HANNA GUÐJÓNSDÓTTIR, Öldugötu 3a, Hafnarfirði, lést af slysförum miðvikudaginn 15 mars. Fyrir hönd aðstandenda, Helgi E. Eysteinsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang amma, TORFHILDUR S. GUÐBRANDSDÓTTIR frá Bifröst í Ólafsvík, áðurtil heimilis á Hringbraut 95, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði 16. mars. Matti Ó. Ásbjörnsson, Gunnar Mattason, Indíana Jónsdóttir, Oddný Mattadóttir, Stefán Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + INGVAR GÍSLASON fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður, Haukabergi, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju á morgun, laugardaginn 18. mars, kl. 14.00 Vandamenn. + Faðir okkar og afi, TÓMAS S. JÓNSSON, lést 6. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum sýnda samúð. Guðmundur Tómasson, Guðrún Tómasdóttir og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, sonur, tendasonur og bróðir, ÞÓRARINN GUÐNASON frá Raufarhöfn, Meistaravöllum 5, sem lést af slysförum þann 6. mars, verður jarösunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 20. mars kl. 13.30. Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda, Margrét Helga Sigurðardóttir, Margrét Unnur, Egill, Óöinn, Helga Jónsdóttir, Margrét Unnur Steingrímsdóttir, Sigurður St. Þórhallsson. HREIÐAR STEFÁNSSON + Hreiðar Stef- ánsson fæddist á Akureyri 3. júní 1918. Hann lést í Reylqavík 10. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 16. mars. HREIÐAR Stefánsson, kennari og rithöfundur er látinn eftir langa og harða baráttu við erfíð- an sjúkdóm og er mér bæði ljúft og skylt að minnast hans í þessu blaði, þótt það verði aðeins með fáum og fátæklegum orðum. Kynni okkar Hreiðars og fjöl- skyldna okkar hófust á Akureyri haustið 1945, en við höfðum flutt þangað á vordögum sama ár um það leyti, sem hildarleik síðari heimsstyijaldarinnar var að ljúka. Þá um haustið settist elsta bamið okkar í Hreiðarsskóla, sem var und- irbúningsskóli fyrir bamaskóla. Hreiðar var stofnandi þessa skóla, eins og nafnið bendir til og hélt hann í fulla tvo áratugi, eða þar til hann flutti úr bænum. Síðan komu hin bömin okkar þrjú til Hreiðars og vom þau hjá honum alls á fímmt- án ára tímabili. Allan þann tíma fylgdumst við hjónin vel með skóla Hreiðars og orðstír Hreiðars sem kennara. Óllum okkar bömum reyndist vistin í skóla Hreiðars svo farsæl, að við hjónin teljum að við eigum engum kennara þeirra á langri skólagöngu meira að þakka en Hreiðari. Elsta bamið okkar hóf skólagönguna rétt fjögurra ára og reyndist lágur aldur ekki koma að sök, því barnið varð snemma mikill lestrarhestur og er svo enn. Það var sagt eitt sinn um merkan mann, að hann hefði komið öllum til nokkurs þroska, sem vom á hans vegum. Svipað mætti segja um hæfíleikaríka kennara, einkum þá sem kenna undirstöðuatriði náms- ins. Engan kennara þekki ég, sem mér þykir þessi orð eiga betur við en Hreiðar Stefánsson. Ég held ég megi segja, að Hreiðar hafí verið brautryðjandi á Akureyri í nýrri aðferð við lestrarkennslu barna, svo- kallaðan hljóðlestur, og að hann hafí náð mjög góðum árangri með þeirri aðferð samhliða því að upplag hans og hæfileikar beindust í sömu átt. Eins og að líkum lætur varð kennsla aðalstarfsvettvangur Hreið- ars Stefánssonar og varð vinnudag- ur hans þar æði langur eða nálega hálf öld. Lét hann lítt á sjá, þótt aldur færðist yfír, enda var hann stöðugt eftirsóttur til kennslu, jafn- vel eftir að hann lét af föstu starfi, einkum í aðalsérgrein sinni, meðan heilsan leyfði. Þótt kennslan væri aðalstarf Hreiðars, staldraði hann þó víðar við um dagana. í bemsku var hann víðar en á einum bæ í Eyjafírði á sumrin sem vikadrengur og minntist hann stundum þeirra tíma. Hann sagði mér m.a. að eitt sinn hafí hann verið á bæ skammt innan við Akureyri, þar sem fleiri strákar dvöldu um tíma. Húsfreyja á bæ þessum var merk kona og stjóm- söm. Þótti húsmóðurinni á stundum, að drengjunum væri áfátt í fram- göngu og háttvísi og hafði hug á að bæta þar um. Átti hún þá til að slá í rassinn á þeim og segja að þeir væru komnir af höfðingjum og ættu að ganga bein- ir í baki og bera höfuð- ið hátt. Á fullorðinsárum starfaði Hreiðar í nokk- ur sumur í tengslum við síldveiðar sem sjómað- ur á sfldarbáti eða í verksmiðju og taldi hann sig hafa lært mik- ið á því, enda kynntist hann þar ýmsum mönn- um, sem hann hefði ekki viljað missa af. Eins og kunnugt er, hafa ritstörf verið ríkur þáttur í lífs- starfi Hreiðars Stefánssonar. Hann hefur staðið að samningu fjölda bama- og unglingabóka, lengi vel í samstarfi við konu sína, Jennu Jóns- dóttur, og síðar gaf hann út íjórar bækur í sama flokki, sem hann var einn höfundur að. Margar þessara bóka hafa notið mikilla vinsælda hjá almenningi og sumar komið út í mörgum útgáfum og höfundunum hafa hlotnast viðurkenningar og tvisvar bókmenntaverðlaun fyrir. Þótt örlögin og ytri atvik hafí valdið því, að Hreiðar og fjölskylda hans fluttist suður árið 1963, við 45 ára aldur hans, mun hugurinn oft hafa dvalið á norðlægum slóðum, enda þótti honum mjög vænt um Akureyri og Eyjafjarðarbyggðir og margt sem því tengist og lágu leiðir hans gjaman þangað í sumarleyfum meðan heilsan leyfði og þangað vildu samtalsefnin stefna, ekki síst undir það síðasta. Ég gat þess í upphafi þessa máls, að kynni okkar Hreiðars Stefánsson- ar og íjölskyldna okkar hafí byijað með fyrstu skólagöngu elsta bamsins okkar á Akureyri 1945. Alla þessa tið, fyrst á Akureyri í nálega tuttugu ár og síðan á höfuðborgarsvæðinu, hafa þessi kynni haldist órofín með góðri vináttu, án þess að þar hafí nokkum tíma fallið skuggi á. Ekki veit ég annað en Hreiðar Stefánsson hafi verið gæfumaður í lífinu og ég tel víst að hann hafí sjálfur litið svo á. Hann var kvænt- ur góðri og mikilhæfri konu og eins og hið langa og nána samstarf við kennslu og ritstörf sýnir, hafa þau hjón alla tíð verið sérstaklega sam- hent í öllu sínu lífi og starfí, þótt þau hafí veirð upprunnin úr ólíku umhverfi og verið ólík að eðlisfari. Þau hjónin áfyu miklu bamaláni að fagna. Börn þeirra em tveir synir, báðir læknar, fjöllærðir og mikils virtir hér í höfuðborginni. Þeir em báðir mannkostamenn og hafa þeir og fjölskyldur þeirra jafnan stutt við foreldrana þegar á hefur reynt. Ég vil ljúka þessum minningar- brotum með þakklæti mínu og konu minnar til þeirra hjóna, Hreiðars og Jennu, fyrir margar ánægjulegar og eftirminnilegar samverastundir á heimilum okkar bæði norðan og sunnan heiða og að við hjónin mun- um jafnan minnast Hreiðars Stef- ánssonar meðal bestu manna, sem við höfum átt samleið með. Sigurður M. Helgason. Þau komu þijú að norðan um það leyti er skólinn hafði slitið bams- skónum. Fyrstur kom Eiríkur Stef- ánsson, sem látinn er fyrir ári, og nokkru síðar þau hjónin Hreiðar og + Elskulegur faðir okkar, JÓN ÞÓRDARSON, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést fimmtudaginn 16. mars. Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Þórður Jónsson, Árnína Jónsdóttir. Jenna Jensdóttir. Þau vom öll reyndir kennarar og með afbrigðum hæf í starfi. Það var því mikill styrk- ur fyrir okkur samstarfsfólkið að fá þau í hópinn á þessum ámm. Öll tóku þau mjög virkan þátt í að móta og bæta skólastarfið hvert á sínu sviði. Við fengum fljótt heim sanninn um það, sem við reyndar vissum áður, að Hreiðar hafði frábær tök á kennslu yngri barna. Yngri barna kennararnir komust fljótt upp á lag- ið með að leita í starfi sínu í smiðju til Hreiðars sem í hvívetna reyndist þeim ljúfur leiðbeinandi og verðugur lærifaðir. „Annars veistu nú allt betur um þetta sjálfur," sagði hann iðulega við slíkar kringumstæður og brosti sínu hlýja og kankvísa brosi. Hreiðari var einkar lagið að létta og bæta andrúmsloftið á kennara- stofunni á erfíðum dögum með hnyttnum athugasemdum og græskulausu gamni. Mér er Hreiðar sérstaklega minnisstæður þar sem hann stjómaði barnasöng og gam- anmálum á jólaskemmtunum í skól- anum. Þar var hann virkilega í ess- inu sínu. Því var stundum fleygt að það væm tveir snöggir blettir á Hreið- ari. Hann væri veikur fyrir bömum og bókum. Með skáldskaparhneigð sinni og einstakri frásagnargáfu auðnaðist honum að efla bamabók- menntir okkar svo um munaði. Mun það halda nafni hans á loft um langa framtíð. Honum tókst einnig á löng- um tíma með natni og þekkingu að ná saman merku safni bóka. Ég þykist þess líka fullviss að þeir séu ófáir fullorðnir sem telja sig standa í þakkarskuld við hann fyrir fyrstu árin sín í skóla því lengi býr að fyrstu gerð. Allir sem til þekkja vita að Hreið- ar var gæfumaður í einkalífnu með- an honum entist líf og heilsa. Ég vil jafnframt meina að hann hafí verið einstakur lánsmaður í starfi þar sem hann átti að ævistarfí þau viðfangsefni, sem vom honum hvorttveggja í senn ástríða og list- tjáning, það er að vinna með börnum og fyrir böm. Ég tel mig mæla fyrir munn okk- ar sem nutum samvista við Hreiðar hér við skólann í tvo áratugi er ég segi að við emm öll stolt af því að hafa átt hann að samverkamanni. Hafi heiðursmaður heila þökk fyrir samfylgdina. Á kveðjustund vil ég votta Jennu, sonum þeirra og fjölskyldum djúpa samúð. Erling S. Tómasson. Á haustdögum 1939 settist í 1. bekk Kennaraskólans óvenjustór hópur eða á fjórða tug karla og kvenna, sem þótti með eindæmum. Um þriðjungur þessara nemenda var úr Reykjavík og nágrenni, en hinir víðs vegar að utan af landi. Flestir okkar Reykvíkinganna komu úr svokölluðum Ingimarsskóla og þekktust því allvel innbyrðis. Hinir komu hver úr sínu horni og höfðu sumir þegar komið við að kenna. Aldursmunur var nokkur á nemend- um og þroski og menntun því mis- jöfn. Við sem úr Reykjavík komum vomm í yngri kantinum, en höfðum flest gagnfræðapróf. Kynslóð eftir- stríðsáranna og kreppuáranna. Þeir utan af landi vom flestir úr sveit eða þorpum, þar sem enn ríkti ís- lensk bændamenning með öllum þeim kostum, sem hana máttu prýða í þá daga. „Þorparamir“ höfðu þó kynnst harðræði kreppunnar í frek- ari mæli en bændur og áttu við at- vinnuleysi að stríða, svo sem við hér af Reykjavíkursvæðinu. Þeir höfðu kynnst harðri verkalýðsbaráttu, baráttu fyrir atvinnu og lífsbjörg. Einn slíkra var Hreiðar vinur minn og bekkjarfélagi í gegnum Kennara- skólann í þijú ár. Smátt og smátt hristist þessi hópur saman allvel og höfum við æ síðan hist á fímm ára fresti til að riija upp gömul kynni. Miklir og válegir atburðir höfðu hafíst úti í hinum stóra heimi, þ.e.a.s. heims- styijöldin síðari. Við hér í Reykjavík höfðum orðið þess varir áþreif- anlega, að mikilla tíðinda var að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.