Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 35 vænta. Tíðar heimsóknir stríðsaðila og alls kyns hemaðarbrölt, þótt leynt færi, lágu í loftinu. Island lá þá sem áður lengst úti í ballarhafí og hafði að nokkru notið einangrun- ar sinnar. Sú einangrun átti eftir að hverfa og land og þjóð að taka stakkaskiptum. Allt þetta hafði að sjálfsögðu mikil áhrif á okkur þessa daga og gætti mikillar óvissu hjá okkur. Daglegt nám fékk okkur þó næg verkefni. Úrvalslið kennara og skólastjórinn Freysteinn Gunnars- son störfuðu í anda Magnúsar Helgasonar frá Birtingaholti, sem mótað hafði skólann á meistaraleg- an hátt frá byrjun og var hann þá enn lifandi, háaldraður. Þetta vega- nesti átti eftir að setja svip á okkur öll á lífsleiðinni, hvort sem við reyndumst kennsluköllun okkar trú eða ekki. Þessi ár voru upphaf mestu byltingar í íslensku þjóðlífí fram til þessa. Það var því gott að hafa veganesti skólans í þeim umskipt- ingaheimi, sem nú fór í hönd. Á öðrum vetri lá við að skólinn gæti ekki hafíð göngu sína vegna hemámsins 10. maí 1940, en allt leystist þetta þó á farsælan hátt og vorið 1942 útskrifuðust um 30 kenn- araefni. Þeir sem utan af landi komu bjuggu flestir í leiguhúsnæði og sum- ir áttu frændalið, sem hljóp undir bagga, en húsnæði 1939 var tak- markað og um 70-80% íbúanna bjuggu í leiguhúsnæði þannig að flestir urðu að leigja hjá ókunnugum og borða á matsölustöðum í heima- húsum, sem var þá nokkuð algengt. Sjoppumenningin hafði ekki hafíð innreið sína þetta árið. Þannig held ég að Hreiðar heitinn hafí búið alla þá vetur, sem hann var í skóla. Hann var ekki óvanur fátæktinm að norðan og undi því sáttur við sitt eða ekki gat maður annað fundið. Við kynntumst nokkuð vel þessa vetur, en þó ekki sem skyldi því vinnudagurinn var harður og lítill tími til aflögu nema þá helst í frímín- útum. Hreiðar var hæglátur og fór ekki mikið fyrir honum en þeim mun íhugulli. Hann átti þó til að bregða á glens og voru eftirlætis skemmt- anir hans að herma eftir þekktum mönnum og syngja. Tókst honum hvort tveggja vel. Hreiðar hafði mikla köllun til að uppfræða og lagði sig í framkróka að afla sér kennslu- menntunar, sem upp á var boðið. Er mér nær að halda að fáir hafí staðið honum á sporði í þeim efnum með allri virðingu fyrir öðrum bekkj- arsystkinum. Það fór einnig svo að hann átti eftir að reynast stórvirkur í þeim efnum. Þar naut hann konu sinnar Jennu, sem var honum sam- stíga í þeim efnum svo af bar. Þau stofnuðu einkaskóla á Akureyri strax að loknu námi og bar Akur- eyrarbær gæfu til að skilja þau og styðja, að ég hygg, mjög snemma. Þau hjón eignuðust tvo syni, sem báðir eru læknar. Ég þykist vita að þau hafí fundið sig knúin til að flytja til Reykjavíkur, þegar þeir þurftu að hefja háskólanám og kenndu þau bæði við Langholtsskóla, sem bekkj- arbróðir okkar, Kristján Gunnars- son, stýrði af mikilíi snilld. Þar kenndi einnig annar skólabróðir okkar, Þorvaldur Sæmundsson. Hreiðar og Jenna nutu alls kyns upphefðar frá félögum sínum og því opinbera enda munu fáir hafa lagt íslenskri kennslu jafn mikið af mörkum og þau hjón. Barnabækur þeirra urðu vinsælar um allt land og enginn vafí, að margur núlifandi miðaldra íslendingur og yngri býr þar að því veganesti, sem þau lögðu fram í kennslu og ritmennsku. Skömmu eftir að Hreiðar hætti kennslu tók hann sjúkdóm, sem leiddi til hrörnunar þar til yfír lauk. Jenna og fjölskyldan reyndist hon- um haukur í horni alla tíð í erfiðum sjúkdómi. Oft á tíðum gekk Jenna ekki heil til skógar þann tíma, en ég held enginn dagur hafi fallið úr hjá henni að heimsækja Hreiðar í Hátúnið. Það er mikill söknuður hjá fjölskyldunni og vinum og elliárin urðu ef til vill ekki eins skemmtileg og draumar voru um, en góðar minningar standa eftir. Ég sendi ykkur öllum samúðarkveðju. Kjartan Helgason. ÞÓRA SIG URBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR + Þóra Sigur- björg Þórarins- dóttir var fædd á ísafirði 13. júní 1919. Hún lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 11. mars sl. Foreldrar hennar voru Guð- rún Sveinsdóttir og Þórarinn Stef- ánsson. Hún flutt- ist ung með móður sinni að vestan til Hafnarfjarðar. Þóra ólst upp í Hafnarfirði hjá móður sinni og stjúpa, Borg- þóri Sigfússyni, sjómanni. Systkini Þóru sammæðra eru Kristín Björg, sem er látin, Sigfús, Brynja, Sveinn, sem er látinn, Bára Sigrún, sem dó í frumbernsku, og Rúnar. Þóra eignaðist þrjú börn, þau eru: Karl Magnússon, sem lést í æsku, Benedikt Elenbergs- son, bílstjóri, búsett- ur í Hafnarfírði. Benedikt er kvænt- ur Ingibjörgu Bene- diktsdóttur. Eiga þau þrjú börn. Dótt- ir Þóru, Erla Svein- björnsdóttir, var ný- fædd gefin móður- bróður Þóru, Svein- birni Sveinssyni og konu hans Halldóru Jónsdóttur. Erla á fjögur börn. Þóra giftist Jóhanni Arnórssyni 1963, en hann lést árið 1981. Hann var lengst af sjómaður, en starfaði síðustu árin hjá ISAL. Þóra og Jóhann bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði. Útför Þóru fór fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag. HVAÐ ætli ég hafí verið gamall þegar ég vissi hvað hún Siffa frænka hét fullu nafni? Sennilega hefur það ekki verið fyrr en eftir að ég flutti úr foreldrahúsum og hafði stofnað eigið heimili. Þá kom að því að ég fór að skrifa mínar eigin jólakveðjur og komst þá að því að ekki var hægt að skrifa utan á bréf Siffa frænka. Svo náin tengsl voru við Siffu frænku á mínu heimili að hún gekk aldrei undir öðru nafni. Nema ef vera kynni að Halldóra amma sem var ömmusystir Siffu, hafi einhvern tíma talið sig þurfa að vanda um við frænku sína og ávarpað hana „Þóra Sigurbjörg!" til að leggja ERLA G UNNARSDÓTTIR + Erla Gunnarsdóttir fæddist í Hafnarfirði 23. febrúar 1936. Hún andaðist á Landa- kotsspítala 11. mars síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði 16. mars. OKKUR Keðjukonur langar að minnast Erlu Gunnarsdóttur nú þegar hún kveður alltof fljótt, að- eins sex vikum eftir lát eignmanns síns. Það er margs að minnast frá liðnum árum, við gerðum okkur margt til gamans og eigum góðar minningar sem gott er að ylja sér við. Erla var glæsileg kona, glaðvær og hlý og næm á líðan samferða- fólksins. Þegar Erla gekk til liðs við okk- ur í Keðjunni hafði ég á orði að það væri einmitt svona konur eins og hún sem ættu að vera í kvenfé- lögum. Erla var ritari í stjórn Keðj- unnar og margt sem okkur óx í augum framkvæmdi hún áreynslu- laust, hvort sem það var Laugar- vatnsferð, einhver gleðiatburður sem í vændum var eða hvaða vinna sem var í þágu félagsins. Við eigum Erlu margt að þakka. Það eru konur eins og hún, sem auðga tilveruna með návist sinni og gera það eftirsóknarvert að vera í félaginu okkar sem hefur það meðal annars á stefnuskrá að efla samúð og samheldni meðal vél- stjórafjölskyldna. Við munum sakna þeirra hjóna, Erlu og Guð- mundar, og kannski mest þegar hópurinn kemur saman á Laugar- vatni eða á árshátíð félaganna. Keðjukonur þakka Erlu störf henn- ar öll í þágu félagsins og votta dætrum og fjölskyldum þeirra dýpstu samúð. Sigríður Smith. Nú þegar bytjað er að birta og vorið nálgast kveðjum við kæra vinkonu, Erlu Gunnarsdóttur, sem fallin er frá langt fyrir aldur fram. Það er skammt stórra högga á milli því ekki eru nema rúmar sex vikur síðan eiginmaður Erlu, Guð- mundur Jafetsson, vélstjóri, varð bráðkvaddur um borð í skipi sínu vs. Óðni. Fráfall þessara mætu hjóna er mikið áfall fyrir okkur vini þeirra, hvað þá fyrir dætur þeirra, fjölskyldur og aðra aðstand- endur. Það er margs að minnast þegar litið er yfir ótal samverustundir á löngum tíma, en vinátta okkar og Erlu var orðin æði löng. Sum okk- ar nutu vináttu hennar allt frá fyrstu bernskuárum þegar hún var að alast upp í foreldrahúsum við Krosseyrarveginn í Hafnarfírði og áfram í gegnum Barnaskólann og Flensborg. Svo kom hann Guð- mundur inn í líf hennar og þau eignuðust sína fyrstu dóttur af þremur en þau gengu í hjónaband 14. apríl 1956. Þá bættist enn við vinahópinn sem enn heldur saman. Erla var einstaklega góður fé- lagi, skemmtileg, hláturmild og þægileg í allri umgengni, bjartsýn, dugleg og gott að eiga hana að vini. Það geislaði af henni lífsorkan og hún var ekki að vandræðast yfír þeim hlutum sem að höndum bar heldur gekk að hverju verki af einurð. Það var á fyrri hluta seinasta árs sem Erla fann fyrir því meini sem dró hana til dauða. Við trúðum því að þessi kraftmikla kona, sem nánast aldrei hafði orðið misdæg- urt, mundi hrista þetta af sér. Annað kom ekki til greina og af sinni eðlislægu bjartsýni trúði Erla því sjálf. En það var með ólíkindum hvað meinið var fljótt að ná undir- tökunum þrátt fyrir harða baráttu. Við dáðumst að styrkleika og ró Erlu þegar hún varð fyrir því áfalli að missa mann sinn 26. janúar sl., þá helsjúk. Auðvitað vissi Erla þá að hvetju stefndi hjá henni, en henni var gefinn kraftur til þess að ganga í gegnum þá raun og allan sinn sjúkdómsferil með reisn. Þannig var Erla. Elsku Margrét Halla, Björg og Elva. Við vottum ykkur, fjölskyld- um ykkar svo og systur Erlu, Hall- björgu, og fjölskyldu hennar, okkar dýpstu hjartans samúð. Blessuð sé minning vinar okkar Erlu Gunnarsdóttur. Vélstjórar úr RB 1960 og eiginkonur þeirra. áherslu á orð sín. Já, Siffa var í raun ekkert mjög skyld okkur bræðrunum því við vorum þre- menningar við hana. Samt var hún alltaf tekin með í innsta hring þeg- ar eitthvað stóð til í fjölskyldunni. Yngsta dóttir mín, sem vegna ungs aldurs, er ekki sterk í ættfræð- inni, spurði mig er við fréttum lát Siffu: „Var hún Siffa frænka syst- ir hans afa?“ Nei, Guðrún móðir Siffu og Friðrika móðir mín voru systradætur,_ ættaðar úr Önundar- firði vestur. Á kreppuárunum flutt- ust margir vestan af fjörðum „suð- ur“. Þar á meðal nokkur af systkin- unum frá Tannanesi í Önundarfirði og fjölskyldur þeirra. Settist sumt af þessu fólki að í Hafnarfírði. Góð tengsl voru á milli Halldóru móð- urömmu minnar og Bjargar elstu systur hennar sem að nokkru leyti hafði tekið að sér ömmu mína eft- ir að foreldrar þeirra dóu. Urðu amma mín og Guðrún, elsta dóttir Bjargar, mjög nánar. Var sam- gangur milli heimila þessa frænd- fólks að vestan mikill þarna í Firð- inum og samhjálp og samstaða sterk á erfiðum tímum frumbýl- ingsáranna þar syðra. Samband Siffu við bernskuheimili mitt, við móður mína og Dúnnu móðursyst- ur, rofnaði aldrei frá þessum frum- býlisárum fram að andlátsdegi Siffu. Eftir að faðir minn kom til sögunnar lét hann heldur ekki sitt eftir liggja varðandi þessa ræktar- semi sem kemur best fram í spurn- ingu dóttur minnar ungu sem hélt alveg eins að þau gætu verið systk- ini. Siffa sýndi fjölskyldu okkar mik- inn rausnarskap og höfðingi var hún í lund. Þær eru ófáar gjafirnar sem hún kom með færandi hendi við skírnir, fermingar eða afmæli. Efnin hennar voru kannski ekki alltaf mikil, en glæsilegar voru gjafimar og smekklega valdar svo þær vöktu gleði og hrifningu. Ég held að Siffa hafi notið þess á margan hátt að gefa. í ritningunni stendur: „Guð elskar glaðan gjaf- ara“. Nú hefur Siffa fengið hvíldina eftir oft erfiðar sjúkdómslegur. Oft var hún búin að vera mikið veik og vart hugað líf. Hún stóð oft við dauðans dyr og ég held að hún hafi verið búin undir þessa síðustu ferð. Ég veit að hún treysti Drottni fyrir vegum sínum í þeirri fullvissu að hann myndi vel fyrir sjá. Börnum Siffu frænku er vottuð samúð og fjölskyldum þeirra, einn- ig systkinum hennar og fjölskyld- um. Kveðjur koma frá fjölskyldunni á Sogavegi og sömuleiðis okkur bræðrum og fjölskyldum okkar. Hvíli hún í friði. Guðmundur Ingi Leifsson. Skilafrest- ur vegna minningar- greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fímmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, LÚÐVÍK ÖNUNDARSON, Aðalbraut 29, Raufarhöfn, verður jarðsunginn frá Raufarhafnarkirkju laugardaginn 18. mars kl. 14.00. Björn Lúðvíksson, Björg Hrólfsdóttir, Ása Lúðvíksdóttir, Einar H. Guðmundsson, Helga K. Lúðvíksdóttir, Guðmundur Friðriksson, Sigriður A. Lúðvíksdóttir, Guðbjörn Ingvarsson, Guðmundur Lúðvíksson, Líney Helgadóttir og barnabörn. t Útför móður okkar, MARGRÉTAR JENSDÓTTUR, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 17. mars, kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakk- aðir. Guðrún Einarsdóttir, Kristján Einarsson. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGIJÓNSSON frá Stapakoti, Háaleiti 9, Keflavfk, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 18. mars kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á St. Georgsgildið í Kefla- vík eða Sjúkrahús Suðurnesja. Dýrunn Þorsteinsdóttir, Guðmunda Helgadóttir, Magnús M. Garðarsson, Jónina St. Helgadóttir, Jón S. Ólafsson, Jón Helgason, Sigríður M. Ólafsdóttir, Bjartmar H. Hannesson, Kolbrún Sveinsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.