Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 24
-L 24 FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 Svimandi há upphæð! Handa þér? Fjórfaldur fyrsti vinningur á laugardag. MORGUNBLAÐIÐ AÐSEMPAR GREIMAR Helgi Hálfdanarson Kennarar MEÐ vaxandi ugg horfír þjóðin upp á viðbrögð ráðamanna við mjög hófsömum kröfum kennara- stéttar til lagfæringar á allt of bágbornum kjörum sínum. Starf kennara er án tvímæla vandasamasta, erfiðasta og ábyrgðarþyngsta starf sem menn- ingarþjóðfélag þarf að sinna. Eng- inn þyrfti að hugleiða þau mál lengi til að skilja, að hér er ekki farið með neinar öfgar. Kennarar allra skólastiga frá leikskóla til háskóla hafa með höndum mótun sérhverrar nýrrar kynslóðar ís- lendinga; þeim er á hendur falin gjörvöll íslenzk menning og fam- aður hennar. í nútíð og framtíð. Undirritaður hefur oft haldið því fram, að tii þeirra verka sé bráð nauðsyn að laða úrvalsfólk fremur en í nokkra aðra stétt. Sú vísa tel ég að yrði seint ofkveðin. Ömurlegt er að heyra því haldið fram, að þjóðin hafi ekki efni á að annast uppeldi bama sinna svo vel sem kostur er. Þeir sem nú láta svo, ættu að fást við annað en stjómmál. Ekki vantar þá pen- inga þegar þeir ausa fé í sjálfa sig og sinn marglaunaða háborðs- lýð. I því dekri er ekki að sjá að neitt skorti nema blygðun. Hins vegar verður æ brýnna að gera kennarastarfið eftirsóknar- vert fyrir hæfasta fólk. Og það gerist ekki með því að bjóða stétt- inni þau smánarkjör sem hún á nú við að búa. Kennaralaun þurfa ekki aðeins að hækka, heidur stór- hækka. Miðað við þá þörf eru kröf- ur kennara í þessari deilu hreinn hégómi. Það gegnir furðu hve mikið af hæfileikafólki heldur tryggð við kennarastéttina, svo mjög sem leitazt er við að flæma það brott þaðan. En að því virðist keppt, að þar verði þeir einir eftir, sem ekki væri viðlit að nota til neins annars. Það væri hörmulegt, ef nú yrðu kennarar kúgaðir til undanhalds. En svo er að sjá, að þeir sem rázka með hagsmuni þjóðarinnar telji það hlutverk sitt að neyða kenn- arastéttina til að tæma rýra sjóði sína, svo að leikur einn verði að svelta hana til uppgjafar. Það má ekki takast. Ekkert minna en ís- lenzk menning er í veði. Það er kennurum til mikils sóma, hve samstaða þeirra er traust í þessari fómfúsu baráttu. 0g mikil þökk skal goldin frænd- um og vinum í Danmörku, sem lagt hafa lið með rausnarlegri fjárfúlgu. En skyldi þá ekki íslenzkum foreldrum standa enn nær að leggja sitt af mörkum til styrktar sínum eigin málstað? Nú ættu þeir að sýna það í verki, að þeim sé annt um uppeldi og framtíð bama sinna og hefja almenna fjár- söfnun til eflingar verkfallssjóði kennara. Er hér með skorað á foreldrafélög að hafa þar for- göngu. Þá ætti ráðamönnum að skiljast, að þeir verða að semja. 1 r i r i ! I i í i v I i fc í' i Hvar stendur íslensk velferð? HINN 14. des. síð- astliðinn birti land- læknir hér í blaðinu lista yfir greiðslur til heilbrigðismála í lönd- um Efnahags- og framfarastofnunarinn- ar, svokölluðum OECD- löndum. Uppgefnar töl- ur vom sem hlutfall vergrar þjóðarfram- leiðslu og tóku til 14 landa. ísland var númer 11 í röðinni, eða í fjórða lægsta sæti. Við þessa töflu bætir landlæknir við eftirfarandi athuga- semd: „Sum lönd, t.d. ísland, fella stærstan hluta hjúkrunar- og elliheimila ásamt heimilum fyrir þroskahefta Ykjusögur heilbrigðis- ráðherra hljóta ekki, mars. Nú ber að hafa í huga, að útgjöld til vel- ferðarmála byggjast ekki eingöngu á greiðsl- um til heilbrigðismála heldur einnig á greiðsl- um til félagsmála. Því fer eitt og sama ráðu- neytið með þessi mál í flestum Evrópulöndum, en Islendingum nægir vitaskuld ekki minna en tvö ráðuneyti og tveir ráðherrar til þess að fjalla um þessi mál, og í því efni er ekki rætt um neinn spamað. Nú hafa flokkssystkini ís- lenska heilbrigðisráð- herrans í Noregi, sjálf norska ríkis- stjórnin, nýverið gefið út bækling um norska velferð (Fornyelse av velferdsstaten, Sosial- og Helsede- partementet, Oslo, juni 1994) og dreift honum um allt landið í 30 þús. eintökum. í bæklingi þessum Ingvar Hallgrimsson að mati Ingvars Hallgrímssonar, undirtektir erlendis. undir heilbrigðisútgjöld en flestar aðrar þjóðir gera það ekki. í raun em því útgjöld til heilbrigðismála allt að 1% lægri og setur ísland í 16.-17. f!okk.“ Samkvæmt þessu virðist ísland vera lægst allra OECD-landa hvað snertir greiðslur til heilbrigðismála miðað við þjóðar- framleiðslu, og kæmist ekki einu sinni á þann lista sem OECD birtir um greiðslur landanna til heilbrigð- ismála. íslenski heilbrigðisráðherr- ann er þó hvergi banginn og gefur þeim staðreyndum, sem landlæknir birtir, langt nef. Hann telur velferð- arkerfið lifa enn góðu lífí, sbr. viðtal við hann hér í blaðinu hinn 12. birtist það súlurit, sem hér er sýnt um greiðslur 16 Evrópulanda til vel- ferðarmála (þ.e. opinberar greiðslur til heilbrigðis- og félagsmála) sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Þótt ýmis þau lönd, sem hér eru efst á blaði, telji sig þurfa að lækka greiðsl- ur til velferðarmála, sýnir þetta súlu- rit Ijóslega hvar íslensk velferð stendur í samanburði við önnur Evr- ópulönd, aðeins Spánn og Grikkland standa neðar. Þessu súluriti norsku ríkisstjórnarinnar ber því vel saman við fyrrgreinda OECD-skýrslu, sem landlæknir birti. Ýkjusögur heil- brigðisráðherra um ágæti íslenskrar velferðar virðast því ekki hljóta nein- ar undirtektir erlendis. Staðreynd- irnar virðast nefnilega vera allt aðr- ar. Höfundur er fiskifræðingur og varaformaður Landssambands uldraðra. I »■ i $ i i I í I í i \ \ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.