Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR + Guðrún Elísa- bet Vormsdóttir fæddist í Grænu- borg, Vogxim, Vatnsleysuströnd, 23. febrúar 1926. Hún lést í Borg- arspítalanum 7. mars sl. Foreldrar hennar voru Stein- þóra Bjarndís Guð- mundsdóttir, ættuð frá Arnarbæli, Ár- nessýslu, fædd 8. desember 1901 í Reykjavík, dáin 31. desember 1951, og Vormur Oddsson, fæddur 20. janúar 1902 í Nesi í Selvogi, dáinn 13. október 1941. Systkini hennar eru Ragnheiður Gróa Vormsdóttir, f. 18. september 1922, d.a 4. september 1987, Þórður Óskar Vormsson, f. 28. júlí 1936, búsettur í Vogum, og hálfsystir, sammæðra, Dag- björt Jóna Guðmundsdóttir, f. ELSKU amma, nú ert þú dáin og farin til himna og hittir hann afa þar og núna getið þið allt, því nú eruð þið ekki veik lengur. Það er svo margt sem við eigum eftir að sakna því alltaf varstu að hugsa um okkur og hjálpa. Við munum svo margt skemmti- legt, allt sem við gerðum og fórum saman. Það var alltaf svo gaman að leika sér í garðinum þínum, stel- ast í rifsberin og rabarbarann og svo þóttumst við ekkert skilja af hveiju sultan var svona lítil. Margar ferðir fórum við í Vogana með þér og fannst okkur gaman þegar þú komst við hjá Ástu í sjopp- unni því þar fengum við jú nammi. Það var líka gaman að heyra sögum- ar hjá þér sem þú sagðir okkur frá á leiðinni í Vogana, þegar þú varst lítil stelpa í Grænuborg. Hvemig skólinn þinn var öðmvísi en okkar, og þú þurftir að ganga langa leið í skólann. Einnig talaðir þú mikið um „fjallið þitt Keili" en þangað labbað- ir þú oft með nestið þitt þegar þú varst lítil stelpa og tók það langan tíma því leiðin var löng en það skipti þig ekki máli því Keilir var uppá- haldsfjallið þitt. Þér fannst alltaf svo gaman að 11. febrúar 1943, húsmóðir í Kópa- vogi. 10. september 1960 giftist Guðrún ísak Eyleifssyni frá Lögbergi á Akra- nesi, fisksala í Reykjavík, f. 5. febrúar 1923, d. 31. október 1991. Börn þeirra eru Baldvin Vorm ísaksson, f. 9. apríl 1960, sam- býliskona hans er Ingibjörg Hjalta- dóttir, og Sigríður ísaksdóttir, f. 28. febrúar 1965, sambýlismaður hennar er Andrés Jón Andrés- son. Börn Sigríðar eru Elísabet Ósk Magnúsdóttir, f. 5. júní 1984, og Sigrún Lind Daníels- dóttir, f. 2. ágúst 1987. Útför Guðrúnar Elísabetar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 17. mars, og hefst athöfnin kl. 15.00. hafa okkur fínar og vinnan þín við þjóðbúningana okkar sýndi það best þegar þú sast við saumavélina þína, sárlasin, við að laga þá til svo að við gætum verið í þeim 17. júní og labbað um bæinn og spókað okkur eins og þú orðaðir það. Elsku amma, við söknum þín sárt, en mamma segir okkur að þú sért orðin frísk núna og komin til afa svo við verðum að hugga okkur við það, en það er erfitt. Guð blessi þig, elsku besta amma okkar. Elísabet og Sigrún. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu fiáðinn, og alit er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fýrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem) Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar litið er um öxl. Minn- ingarnar eru svo margar og svo ljúf- ar, en kannski örlítið sárar um leið. Sárar að því leyti að skuggi veikinda og erfiðleika markar þær. Hún Beta móðursystir okkar var uppáhaldsf- rænkan okkar. Hún kallaði okkur „hnáturnar" sínar. Það er alltaf gaman að fá góða gesti í heimsókn, sérstaklega þegar maður býr úti á landi og fær skyld- fólk og vini úr höfuðborginni í heim- sókn, vini sem ekki hefur gefíst færi á að hitta lengi. Það fylgdi því alveg sérstök stemmning að fá Betu frænku í heimsókn vestur. Tilhlökk- unin varð stundum allt að því óbæri- leg fyrir litlar hnátur, sem voru bún- ar að taka mörgum sinnum til í her- berginu sínu og teikna margar fal- legar myndir handa frænku þegar hún loksins kom. Tíminn var enda lengi að líða á þeim árum. Og hvað það var notalegt að hafa hana, spjalla við hana, sýna henni það sem maður hafði fyrir stafni, umhverfið og allt það sem var svo stórmerki- legt í þá daga. Og svo var Beta ein- staklega gjafmild. Þvílíkir viðburðir þegar hún sendi okkur glaðning eft- ir Danmerkurferðimar sínar. En það voru ekki gjafimar sem voru aðalatr- iðið, þó böm hafi löngum glaðst yfir gjöfum. Hún hafði eitthvað það í fari sínu sem höfðaði til bama. Þó var það enginn ærslagangur og ekki brá hún fyrir sig orðfæri sem svo oft er ranglega nefnt „bamamál". Sennilega var það einlægur áhugi hennar og umhyggja fyrir okkur og því sem við bjástruðum við hveiju sinni. Beta talaði alltaf við okkur sem jafningja og aldrei höfðum við það á tilfinningunni að við væmm „bara böm“. Hún var óspör á hrósið þegar henni fannst við gera eitthvað vel. Og hrósið hennar var mikils virði, sem og einlægt klapp hennar á vanga manns eða handarbak, sem oft fylgdi. Eftir að við eldri systum- ar komumst á fullorðinsaldurinn, og umræðuefnin breyttust, skynjuðum við heldur aldrei hið svonefnda kyn- slóðabil í samræðum við Betu. Beta bár hag fjölskyldu sinnar fyrir bijósti. Umhuggjan var einstök, sem hún bar fyrir Isak sínum, ekki síst í veikindum hans, og fyrir böm- unum þeirra, þeim Badda og Siriý. Beta og ísak létu sér líka sérlega annt um bamabömin þegar þau komu til sögunnar, ömmu- og afa- stelpumar Elísabetu Ósk og Sigrúnu Lind. Þær voru sólargeislamir þeirra. Oft hvarflar hugurinn að þeim ámm, þegar Baddi og Sirrý, GUÐR ÚN ELÍSABET VORMSDÓTTIR þá tæplega vaxin úr grasi, vissu það eitt, að þau máttu þakka fyrir hvern dag sem þau fengu að hafa mömmu sína hjá sér. Það hlýtur að vera böm- um sérstaklega þungbært. Beta var þeirri náðargáfu gædd að geta ort. Þeir era ófáir sem hún gladdi með vísunum sínum við sér- stök tækifæri eða jafnvel af litlu til- efni. Samt var þetta nokkuð sem hún taldi sér ekki til tekna. Við geymum margar vísur eftir hana, vísur sem glöddu á góðri stund og vísur sem sefuðu á sorgarstund. Þegar minningamar streyma er óhjákvæmilegt að blóm, garður og sólskin komi upp í hugann. Beta var mikið fyrir blóm og garðrækt hvers- kyns. Hún átti stóran og fallegan garð við_ húsið sitt, og þar undi hún sér vel. Á seinni áram, þegar veikind- in hijáðu hana, leið hún fyrir að geta ekki sinnt garðinum sínum eins og hún vildi. Þó fór hún í garðinn sinn þegar hún gat, meira að segja síðast- liðið sumar, og bretti upp ermar. Beta hafði alltaf sterkar taugar til æskustöðvanna, Voganna, og ósjaldan dvaldi hún þar, sérstaklega síðustu árin. Hún hafði gaman af því að segja okkur sögur af fólki og atburðum tengdum Vogunum. Slíkar samverustundir urðu því mið- ur allt of fáar, það sér maður eftir á. Hún Beta frænka var sterk kona. Við munum seint skilja hvaðan henni kom þrek til að þola það sem á hana var lagt um ævina. Því sannarlega vora á hana lagðar þungar byrðar. Það var hins vegar ekki í hennar eðli að kvarta eða bera sig aumlega. „Hjálp mín kemur frá Drottni" stendur á góðum stað og þau orð era eins og töluð úr hennar munni. Beta var ákaflega trúuð og trúin veitti henni styrk og gaf henni æðra- leysi. Það gat verið erfit fyrir 10-12 ára hnátur að sjá bækur, liggjandi á náttborðinu hennar frænku, um „lífið eftir dauðann". Það minnti við- kvæmar barnssálir óþægilega á það, sem oft var of nærri, og virtist enda- lok alls. Seinna, þegar maður óx að þroska og reynslu, skildi maður hvað það var, sem veitti Betu öryggið og vissuna. í þeirri trú reynum við að gleðjast yfir því að „sæll sé sigur unninn, og sólin björt upp rannin" fyrir Betu frænku. Blessuð sé minning Guðrúnar El- ísabetar Vormsdóttur. Björg, Steinþóra og Dagný. Það er sérkennilegt að standa frammi fyrir því, að fólk sem hefur alltaf verið liður í lífi manns, kveður þennan heim. Það hefur verið hluti af stórfjölskyldunni frá því minnið nær lengst aftur, og góð tilfinning, þótt ekki hafi verið daglegur sam- gangur, að ganga að því vísu. Þegar fregnin berst af andláti slíks fólks myndast tómarúm í hjartanu. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn til þeirra sem áður era gengnir og tengjast minningum stærstu stund- anna í lífinu og þeim lífsloga sem síðast slokknaði. Þegar mér barst andlátsfregn Guðrúnar Elísabetar Vormsdóttur, Betu eins og hún var kölluð, leið mér á þann veg sem ég lýsti hér að ofan. Eg rölti mér út á Hólmsberg þann dag, með minningu hennar í huga. Af Berginu er fagurt útsýni yfir Stakksfjörð og Faxaflóa en við þær strendur var lífssaga Betu skráð, en hún fæddist á Vatnsleysu- ströndinni og ólst þar upp. Af Akra- nesi var maðurinn hennar kæri og í Reykjavík og Kópavogi héldu þau heimili sitt. Beta var um margt merkileg kona. Hún tókst hetjulega á við lífs- baráttuna. Um miðjan áttunda ára- tuginn missti hún annan fótinn en notaðist við gervifót upp frá því. Ómetanleg var stoð manns hennar, ísaks Eyleifssonar, föðurbróður míns, við hana. Þeirra hjónaband var kærleiksríkt og traust. ísak féll frá eftir erfið veikindi árið 1991. Því tók Beta af því æðraleysi sem einkenndi hana alla tíð. Glaðværðin var hluti af Betu, hún var ljóðelsk og hagorð. Þegar henn- ar kæra kirkja, Kálfatjamarkirkja, var 100 ára, árið 1993, orti hún fallegt ljóð af því tilefni og yar það birt í afmælisriti kirkjunnar. Átthag- ar hennar vora henni alltaf ofarlega í huga, og sérlega kærir. Átti hún mikla tryggð vina sinna í Vogum og á Vatnsleysuströnd. Síðastliðið sumar gerði Beta mér boð um að finna sig. Erindið var að ræða um hvernig hlutirnir skyldu ganga fyrir sig við fráfall hennar. Allt skyldi vera á Jhreinu með það. Hún hafði ákveðnar óskir þar um. Hún vissi að endalokin væru nærri. Sjaldan hef ég kynnst öðru eins æðraleysi, en grannur þess var ein- læg og fögur trú sem hafði hjálpað henni í gegn um alla erfiðleika. Minnisstætt er einnig nokkrum vikum síðar, eftir að hún hafði geng- ist undir erfiða aðgerð og lá_á sömu deild og faðir minn heitinn. Á öðram degi eftir að hún kom úr gjörgæslu setti hún á sig gervifótinn og gekk ganginn á .enda til að heimsækja hann. Baráttunni var ekki lokið og + Benjamín Jóns- son frá Bíldu- dal, fyrrum sjó- maður og fisksali, var fæddur 22. maí 1909. Hann lést i Vífilsstaðaspítala 10. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Bjarni Guðmundsson og Sigríður Guðný Benjamínsdóttir. Hinn 20. desem- ber 1930 kvæntist Benjamín Klöru Gísladóttur frá Bræðraminni, f. 25.7. 1907, d. 11.7. 1983, og eignuðust þau fimm börn. Þau eru: Gísli Guð- mundur, f. 20.11. 1929, skip- stjóri, kvæntur Kristínu Sam- sonardóttur ritara; Sigríður, f. AÐ HEILSAST og kveðjast er lífsins saga. Já, öll eigum við okkar sér- stöku sögu í lífinu, sögu sem er engri annarri lík. Vinur minn Benj- amín var vanur að heilsa af alhug og innileik, um andlitið lék hans sérstæða bros, það var gott að hitta hann. Nú hefur hann kvatt og skilur eftir sig langa og farsæla lífssögu. í hans sögu birtast tímarnir tvennir og þrennir, hann tilheyrði aldamóta- 10.2. 1934, hjúkr- unarfræðingur í Reykjavík, gift Óskari Guðmunds- syni silfursmið; Inda Dan, f. 13.8. 1944, skrifstofu- maður í Reylgavík, gift Axel Sigurðs- syhi póstfulltrúa; Hermína, f. 23.9. 1946, skrifstofu- maður, gift Jóni Baldurssyni heild- sala, og Eva, f. 23.9. 1946, myndlistar- maður í Garðabæ. Benjamín eignaðist 12 barna- börn og eru 11 þeirra á lífi. Barnabarnabörnin eru níu. Útför Benjamíns fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in kl. 13.30. kynslóðinni að mörgu leyti, þessu fólki sem gat sagt okkur yngra fólk- inu sögur, þannig að fjarlægðin við lífið í dag var svo óralöng, að stund- um fannst manni að verið væri að tala um aðra öld. Benjamín var fæddur á Bíldudal vestra, einkason- ur foreldra sinna. Hann sagði svo vel frá heimilinu og ástríki því sem hann var umvafinn sem barn, sér- stakri föðurást sem hann naut og fylgdi honum allt lífið út og hann var svo innilega þakklátur fyrir. Á bernskudögum Benjamíns á Bíldudal var sannarlega öldin önnur. Bíldudalur í blóma, djörfung og dug- ur einkenndi þetta fólk, bjartsýni og gleði. Það var gaman að vera til. En þar eins og annars staðar á ís- landi kom kreppan í öllu sínu ógnar- veldi. Fólkið tíndist burt eftir því sem atvinna þvarr. Benjamín var þá kom- inn með sína góðu konu, Klöra, sér við hlið í lífsbaráttunni og bömunum fjölgaði. Benjamín hafði gaman af því að segja mér frá sögunni þegar tvíburamir komu í heiminn. Það var stórviðburður á litlum stað þá, rétt eins og það er nú. Hann sagði svona: „Hún Klara mín var svo mikil bama- kerling að ég ákvað að nú skyldi ég gleðja hana verulega og gefa henni nú ekki eitt barn heldur tvö og við þetta stóð ég,“ sagði Benjamín og geislaði af stolti. Fimm vora bömin þeirra þegar hjónin héldu suður til Reykjavíkur í von um betri tíð fyrir fjölskylduna. Benjamín setti upp fískbúð á Langholtsvegi og sló í gegn, eins og sagt er í dag, hjá húsfreyjunum í Langholtinu. Fisk- salinn hressi og vígreifi seldi einfald- lega besta fiskinn, beinn og bein- skeyttur með góða vöra og snyrti- mennsku sem var hans vöramerki. Það var ekkert mál að vakna þijú á nóttunni til að sækja hráefnið sem var á borðum fjóra til fimm daga vikunnar hjá allflestum fjölskyldum í Reykjavík á þeim tíma. Benjamín og Klara vora lánsöm í lífi sínu, börnin góð og kraftmikil. Milli einkasonarins Gísla og Benj- amíns myndaðist elskusamband rétt eins og milli Benjamíns og hans föð- ur forðum. Slíkt er sérstök gleði. Ekki var síðra samband hans við dætumar. Best þekkti ég tengsl Hermínu við pabba sinn, þar voru ekki einungis feðgin á ferð, heldur líka heimsins bestu vinir. Ekki fyrir svo voða löngu skörað- ust vegir okkar Benjamíns, þökk sé dóttur hans Hermínu. Við Hermína tókum upp samstarf og ég hitti pabba hennar. Fullorðinn var hann þá en ótrúlega unglegur og svo vit- ur, með íslensku af bestu gerð á vöram. Ljóð léku honum í munni, annarra og hans eigin. Stórkostlegur maður og skemmtilegur. Maður sem kunni þá Iist að segja sögur og fanga athygli umhverfisins. Orðsins list var ekki eina listin sem heillaði Benjam- ín, málaralistin átti sömuleiðis hug hans. Á efri áram tók fisksalinn fram pensla og liti og málaði af hjartans list. Benjamín faðmaði þegar hann heilsaði. Faðmaði þannig að þú tókst eftir því. Nú kveð ég þennan vin minn með hjartans þökk fyrir allar góðu stundimar og hlakka til að hitta hann á ströndinni sem bíður okkar allra og finna þéttingsfast faðmlagið og sjá glettnislegt bros leika um andlit þessa vinar, Benj- amíns Jónssonar frá Bíldudal. Helga Mattína, Grímsey. í Landnámu er sagt frá manni þeim er Þorkell máni hét, lögsögu- maður. Um hann segir á einum stað: „Hann lét bera sik í sólargeisla í helsótt sinni ok fal sik á hendi þeim guði, er sólina hafði skapat..." Okk- ur afa mínum var tíðrætt um þetta uppátæki Þorkels, og þótti gamla manninum þama afar vel að verki staðið. Gott ef hann málaði ekki ein- hvem tíma mynd af sólinni með vís- un til sögunnar. Og eflaust vildi hann hafa þennan háttinn á sjálfur, hefði mátt koma þvf við. Daginn sem hann afi minn dó skein sólin í heiði; hann ferðaðist út í huganum, er ég viss um. Ég veit að. þeim á eftir að lynda saman, hrekkvísa, káta afanum mínum og guðinum hans Þorkels mána. Katrín Axelsdóttir. Ég hef ekki enn áttað mig á því að ég muni ekki aftur sjá afa minn í þessu lífi, þennan yndislega gamla mann sem öllum þótti svo vænt um. Það er skrítið að uppgötva að þessi spræki maður sem virtist ætla að lifa með okkur að eilífu var ekki ódauðlegur frekar en aðrir. Mínar fyrstu minningar um afa eru frá bamaskólaárum mínum. Skólagangan var rétt hafin þegar afi var farinn að spyija mig út úr námsefninu. Honum var alltaf annt um að okkur barnabörnunum gengi vel í náminu. Helst spurði hann út í íslandssögu eða landafræði, því þar var hann fróður. Ef fátt varð um svör af minni hálfu sýndi hann aldrei hneykslan eða pirring. Læddist þá heldur fram á varir hans stríðnis- brosið því hann vissi þá svarið sjálf- ur og gat strítt mér góðlátlega á fáfræði minni. Svona var afi, svolít- ið stríðinn, en vildi alltaf vel. Afi var höfuð fjölskyldunnar. Hann hélt stöðugu og kæra sam- BENJAMÍN JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.